Ísafold - 01.07.1891, Page 3

Ísafold - 01.07.1891, Page 3
207 í fjölmennum sóknum (yfir 1000 íbúa) skulu vera 5 menn í sóknarnefnd. f>á er breyting á lögum um kirkjugjald af húsum, þannig, að það skuli greiða af öll- um húsum í kaupstöðum og verzlunarstöð- um, og eins af öðrum húsum, ef þau eru eigi notuð við ábúð á jörð, metinni til dýr- leika. Yiðauki við útflutningslögin er 12. frum- varpið, í stað þeirra tveggja, er samþykkt voru á síðasta þingi, en synjað staðfesting- ar. |>á koma nokkur frumvörp, er kalla má veruleg nýmæli, þar á meðal eitt, er lengi hefir verið ámálgað: að íslenzk lög verði eptirleiðis að eins gefin á íslenzku. Enn fremur um skipun dýralcekna á Islandi, tveggja, með 1200 króna árslaunum; um þóknun til þeirra, er bera vitni í opinberum málum; urn skaðabœtur til þeirra er að ó- sekju hafa verið hafðir í gœzluvarðhaldi, eða sætt hegningu eptir dómi, svo og um máls- kostnað í sumum opinberum sakamálum; um iðnaðarmál; um líkskoðun. |>á er bann gegn eptirstæling frímerkja og annara póstgjalSsmiða, og frv. um nokkr- ar ákvarðanir, er snerta opinber lögreglu- mál, — rífara úrskurðarvald en áður fyrir lögregludómara. Loks er (21.) frumvarp um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, er koma á í stað helgidagalöggjafarinnar, sem nú er, og fer í þá átt, að friða ekki verulega nema miðbik helgidagsins, kl. 9.—4. f>ingmálafund munu ýmsir málsmet- andi menn hjer í bænum hafa í ráði að halda nú kringum helgina, til bragarbótar fyrir »fundarfallið« um daginn o. s. frv. Próf í forspjallsvísindum var haldið við prestaskólann 26. þ. m. og stóðust það þessir 9 stúdentar: Einar Pálsson, Gísli Kjartansson, Ófeigur Yigfússon fengu ágætl. Kjartan Kjartansson, Sigurður Jónsson, Vilhjálmur Briem dável. Gísli Jónsson, Sigurður Pálsson, Skúli Arnason vel. Tveir stóðust eigi prófið. Stúdentar- Frá latínuskólanum hafa útskrifazt í gær: Eink. Stig. 1. Helgi Pjetursson . . . I. 103 2. Sigurður Pjetursson . . I. 95 3. Magnús Einarsson . I. 94 4. Valdemar A. Jacobsen I. 92 5. Friðrik Hallgrímsson . I. 92 6. Sveinn Guðmundsson . . I. 86 7. Jens B. Waage . . . II. 81 8. Vigfús þórðarson . . . II. 80 9. Jes A. Gíslason .... II. 79 10. Karl O. Nikulásson . . 11. 76 11. |>. Guðmundur Sveinbjörnss. II. 75 12. Magnús þorsteinsson . II. 70 13. Pjetur Hjálmsson . • II. 69 14. Björn Bjarnarson . . . II. 66 15. Júlíus þórðarson . . III. 56 Alþingi sett. Alþingi var sett í dag. Síra Jens Pálsson stje í stólinn. jpingmenn allir komnir nema Ólafur Pálsson, er liggur austur í Olfusi af byltu af hestsbaki. Að aflokinni prófun kjörbrjefa o. s. frv. voru kosnir nýir fulltrúar í efri deild, í stað þeirra Jóns Ólafssonar og Jakobs heitins Guðmundssonar, og urðu þeir fyrir því þor- leifur Jónsson með 18 atkv. og Grimur Thomsen með 16. Næstir þeim hlutu þeir Páll Briem og Skúli Thoroddsen 15 atkv. hvor. Embættismannakosning þingsins fór þannig: Forseti neðri deildar var kosinn þórarinn \ próf. Böðvarsson, í einu hljóði. Forseti í efri d. Benidikt próf. Kristjánsson, eins og síðast. Forseti í sameinuðu þingi síra Eiríkur Briem prestaskólakennari. Varaforsetar: í neðri d. Ben. Sveinsson, í efri Arnlj. Olafsson, í sam. þingi E. Th. Jónassen. Skrifarar: í neðri d. Páll Olafsson og Sig- urður Jensson, í efri Jón A. Hjaltalín og þorleifur Jónsson, í sam. þingi Sigurður Stef- ánsson og þorleifur Jónsson. Mannslát. Sunnudagsmorguninn 28. f. m. dó hjer í bænuin eptir fárra daga legu skipstjóri Jóh. T. Zoéga, 37 ára gamall, bróðir skólakennara Geirs T. Zoéga. Hann var mjög duglegur sjómaður og góður skip- stjóri og vel látinn af öllum, er höfðu nokk- ur kynni af honum. t Helgi Magnússon Í Birtingaholti. Af ýtarlegri minning merkisbóndans Helga í Birtingaholti, er ísafold hefir borizt fyrir skemmstu, skulu hermd nokkur atriði. Hann var fæddur á Berghyl í Hruna- mannalirepp 16. sept. 1823. Foreldrar hans voru Magnús alþingismaður Andrjesson, hreppstjóri á Efraseli, og Katrín Eiríksdótt- ir, dannebrogsmanns á Beykjum á Skeiðum, en systir Eiríks dannebrogsmanns á sama stað, þess er enn lifir. »jpegar Helgi tók við búi í Birtingaholti stóð þar margt til bóta, en hann tók þegar að bæta jörðina með miklu kappi, og hjelt hann því áfram alla búskapartíð sína, enda ber jörðin hans miklar menjar. Hann byggði öll bæjarhús vel og reisulega eptir þvi, sem þá tíðkaðist, og öll útihús, girti allt túnið og sljettaði mikið því; bjó þar að auki til nýtt tún úr harðlendum móa, girti það og sljettaði. Aburð jók hann að mun, og engj- ar bætti hann með vatnsveitingum. Garð- rækt stundaði hann flestum fremur. Fjár- hirðingu hafði hann í góðu lagi, enda lagði hann mikla stund á að afla sem mestra heyja, opt með miklum tilkostnaði. 1 stuttu mál má segja að hann lagði stund á allt, er heyrir til góðs búskapar, og sem þá var þekkt; og í flestu þess konar var hann á undan flestum öðrum honum samtíða. Hann var því sannkölluð fyrirmynd bænda og sómi þeirrar stjettar. jbetta var líka almennt viðurkennt, og nokkrum sinnum hlaut hann verðlaun fyrir. þannig fjekk hann árið 1876 heiðursverðlaun af styrktarsjóði Kristjáns 9. og optar en einu sinni verðlaun frá bún- aðarfjelagi vesturamtsins o. fl. Að jarða- bótum sínum vann Helgi sjálfur með mik- illi atorku, þótt hann væri iengi fremur heilsutæpur. Auk þess smíðaði hann ýmis- legt, því hann var hagur á margt. En hann hann var ekki að eins búsýslumaður mikill og starfsmaður, heldur hinn bezti búhöldur í hvívetna, framúrskarandi hagsýnn og ráð- deildarsamur, fyrirhyggjumaður, treysti og kunni manna bezt að nota tímann. Heim- ilisstjórn hans öll var í bezta lagi. Honum græddist því fljótt fje, þrátt fyrir mikla ómegð; en hann lagði það ekki fyrir, að öðru leyti en því, að hann keypti ábýlislörð sína og jók bústofn sinn; því sem umfram var, varði hann jafnharðan í nýjar jarðabætur og til menntunar barna sinna. Hann ljet kenna 3 sonum sínum skólalærdóm; og má það heita fáheyrt þrekvirki af bónda, ekki ríkari en hann var. En öll börn sín ól hann framúrskarandi vel upp og mentaði meir en almennt gjörist. I öllu, sem til frainfara horfði í grend við hann, var hann öflugasti hvatamaður og styrktarmaður. Hann gegndi ýmsum alþjóðlegura störfum. Hann var þannig nokkur ár hreppstjóri, all-lengi sýslunefndarmaður, í mörg ár sátta- maður, stöðugt í sóknarnefnd o. fl. 011 þessi j störf leysti hann vel af hendi. j Hann var nátcúraður með hjálpsemi við í sjúklinga, og varð ýmsum að liði á þann ' hátt, enda var hann hvattur til þess af j hjeraðslækni, er bar gott traust tjl hans í j því efni; ekki sízt sökum stillingar hans og vandvirkni. Mest af lækningahjálp sinni mun hann hafa gefið. Helgi sál. var vel greindur maður og vel að sjer í ýmsu, trúrækinn, vandaður og reglu- samur, ljúfmenni í framgöngu, stillingarmað- mikill, hógvær og yfirlætislaus. Hann var hófsmaður hinn mesti fyrir sjálfan sig, en gestrisinn og greiðvikinn og bjargvættur margra. Skófatnaður fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Uppboðsauglýsíng. Miðvikudagana 15. og 29. júlí og 12. ágúst næstkomandi verður húseign Konráðs Maurers verzlunarmanns nr. 45 í Vesturgötu hjer í bœnum samkvœmt lögum 16. desbr. 1885 með hliðsjón af opnu brjef 22. apríl 1817, að undangengnu fjárnámi í dag, boðin upp og seld hæstbjóðanda við 8 opinber uppboð, sem haldin verða 2 hina fyrstnefndu daga á skrifstofu bœjarfógeta og hinn síðast nefnda dag í húsinu sjálfu til lúkningar veðskuld til Stejfensens barna með ógreiddum vöxtum og kostnaði. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi ofangreinda daga. Söluskilmálar verði til sýnis á skrif- stofu bœjarfógeta degi fyrir hið 1. uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 29. júnf 1891. Halldór Daníelsson. STRIGAPOKI með ýmsum búðarvarningi í> fundinn hjá GHasgow. Vitja má á afgreiðslu- stofu Isafoldar. SVIPA fundin hjá ísafoldarprentsm. Vitja má á afgreiðslustofu þessa blaðs. TAPAZT hefur látúns búinn hornbaukur, lítið bilaður á botninum, frá Stapakoti inn ( Voga. Hver sem fiunur biðst að skila á skrifstofu ísa- foldar mót fundalaunum. JÖRP HRYSSA tapaðist frá Sveinsstöðum á Seltjarnarnesi um nóttina milli þess 26 og 27 f. m., afrökuð og brennimerkt á hólunum með J (?., og sýslumark H. 11. Eigandi biður, ef hún finnst, að hún gangi til Sveins Guðmundssonar á Sveinsstöðum á Seltjarnarnesi mót fullkomri borgun. Larus B. Jónasson, Melstað. Hjer með bönnum vjer undirskrifaðir alla rjúpnaveiði í landareignum á ábýlis- og eignar- jörðum vorum, Ingunnarstöðum, Hrísakoti og þrándarstöðum, án leyfis. Verði mót von vorri brotið á móti þessu banni, munum vjer án tafar halda oss til laganna. pt. Reykjavík 30. júní 1891. Jón P. Ottesen. Pjetur Ottesen. Ólafur Tómasson. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl, 4—5 e. h.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.