Ísafold - 11.07.1891, Síða 3

Ísafold - 11.07.1891, Síða 3
Eir. Briem kosinn fjehirðir ineð 25 atkv., í stað amtmanns E. Th. Jónassens, er baðst undan kosningu; pórhallur Bjarnarson end- urkosinn skrifari með 30 atkv., og Morten Hansen endurkosinn bókavörður með 32 at- kv. Yaraembættismenn : dr. Björn M. Ól- sen varaforseti (22 atkv.), jjorieifur Jónsson varafjehirðir (9), Indriði Einasson varaskrif- ari (9) og Sigurður Kristjánsson varabókav. (17). Endurskoðunarmenn voru endurkosnir Halldór Jónsson og Björn Jensson, og í Tímaritsnefnd með forseta 1892 endurkosnir Stgr. Thorsteinson, Eir. Briem, B. M. Ólsen og Kristján Jónsson. |>rír menn voru teknir í fjelagið á fund- inum. Gufubáturinn Faxi- Perðin í gær gekk mikið vel, upp á Akranes og Borgar- nes, og hingað aptur í gærkveldi. Eerðin tafðist nokkuð fyrir það, að bíða varð eptir flóði til að komast inn á Brákarpoll. Fimmt- án farþegar fóru ineð bátnum hjeðan og 6 komu aptur. Ljetu þeir mikið vel yfir ferð- inni. Báturinn er ferðmikill og þokkalégur nú síðan hann var hreinsaður og málaður. í morgun Iagði hann af stað til Keflavíkur og Voga, en með ekki nemalfarþega og mjög lítinn flutning. A morgun fer hann aðra ferð til Akraness og Borgarness og kemur aptur að kvöldi. Mun standa til, að ýmsir hjer úr bænum fari þá með honum skemmti- ferð. Norskt gufuskip, Augusta, frá Hauga- sundi, um 200 smálestir, kom til Borgar- ness í gær, frá Norvegi, hlaðið timbri, og meðþvíeigandi verzlunarinnar þar, stórkaup- maður Lange frá Bergen. Er mælt að það eigi að koma á fleiri hafnir hjer við land og optar í sumar. Oveitt prestakall. Rafnseyri í Yest- ur-ísafjarðarprófastsdæmi (Rafnseyrar og Alptamýrar sóknir). Metið 983 kr. 21 e. A prestakallinu hvílir kirkjubyggingar- og hiisabótalán, tekið 1885, að upphæð 1000 kr., sem afborgast með 100 kr. árlega af kirkju og prestakalli auk vaxta, alls á 10 árum. Auglýst 7. júlí. Frá Útlöndum bárust með franska herskipinu í fyrra dag eigi önnur merkis- tíðindi en lát Johns Macdónalds, hins nafn- togaða ráðaneytisforseta í Canada um lang- an aldur. l»iljubátur, »Den Lille«, sem stórkaup- maður Lefolii sendi til Eyrarbakka fyrir nokkrum árum til að flytja á ýmsar vörur með ströndum fram, lagði þaðan út á fiski- veiðar þann 7. júní, og kom aptur að þrem vikum liðnum og hafði þá aflað um 4 þús- und, mikinn part þorsk. Er það hið fyrsta þilskip, sem lagt hefir út til fiskveiða hjeðan frá Eyrarbakka. Vonandi er, að það örvi menn þar til að gefa þilskipaútveg meiri gaum en verið hefir. Gufubáturinn »Oddur«. Stórkaup- maður Lefolii á Eyrarbakka hefir keypt og sent þangað gufubát, að stærð hjer um bil 24 smálestir, er hann ætlar að nota til vöru- flutninga, og jafnframt til að draga vöru- skip sín inn og út sundið. Eyrarbakka 1. júlí: iSíðustutvo mán- uði, maí og júnímán., hefir veðrátta verið mjög þurviðrasöm, en hefir þó að öllu sam- töldu verið góð, að fráteknu kuldakastinu, er hann gerði millum 25. apr. og 5. maí. Úrkoma hefir verið mjög lítil, og hefir verið að því stór bagi hvað viðvíkur grasvextinum, einkum á mýrlendi. Tún og harðvelli hefir ar á móti sprottið vonum fremur. Úrkom- an var að eins 45 millim. í maí, en 24 í júm'. Mestur hiti í maí var þann21. + 12.7 C., en minnstur þ. 3.+3.9 um hádegi. I júním. var mestur hiti þ. 26.+18.6 um hád., en minnstur þ. 1. + Í0.2. Á nóttu var mestur hiti 1 maí þ. 21.—22. + 5.1 á C., minnstur þ. 3.—4.-^6.2. í júní mestur hiti á nóttu þ. 23.—24. +11.4, en minnstur þ. 6.—7. + 1.4. jpann 23.—27. júní var hjer venju fremur heitt, og soðnaði þá töluvert af hálfþurrum saltfiski hjá þeim, er höfðu hann breiddan þá daga. Alþingi. iv. Eundur á hverjum degi í báðum deildum dagana 8., 9. og 10. þ. m. Umræður litlar enn í efri deild, en nokkrar í neðri um stöku mál, t. d. ellistyrk embættismanna, í fyrra dag. Við hafa bætzt þessa 3 daga 11 frumvörp. jpau eru því orðin 46 alls. Enn fremur komnar 3 þingsályktunartillögur. Hjer skal getið helztu málanna hinna nýju o. s. frv. Stjórnarskrárfrumvarpi hafa þeir Benid. Sveinsson og Sigurður Stefánsson gjörzt flutningsmenn að á þessu þingi, og mun það eiga að koma til umræðu á mánu- daginn 13. þ. m. J>að er samhljóða frum- varpi því, er samþykkt var í neðri deild 1887, en dagaði uppi í efri deild. Utanþjóðkirkjumenn. ]?eir Skúli Thoroddsen og Lárus Halldórsson vilja fá utanþjóðkirkjulögunum frá 1886 þannig breytt, að »hver, sem segir sig úr þjóðkirkj- unni, skuli frá þeim tírna vera undanþeginn öllum lögboðnum gjöldum til prests og kirkju«. Eptirleiðis skulu brauð veiöt með þeim fyr- irvara, að prestur verði að hlíta þeirri tekju- rýrnun, er leitt getur af lögum þessum. jíeir, sem nú eru í embættum, skulu fá uppbót úr Iandssjóði. Alþingiskosningar. Jón A. Hjaltalín hefir borið upp hið sama frumvarp og á síð- asta þingi um breyting á kosningarlögum til alþingis^ (hreppakosningar o. s. frv.), og Sighv. Arnason annað frumv., lítils háttar breyting á sömu lögum: um kjörskrár. Þingfararkaup vilja þeir Jón A. Hjalta- lín og Eriðrik Stefánsson hafa fastákveðið, dagpeninga af þingi og á, ásamt ferðakostn- aði, allt í einu lagi, miðað við heimiliskjör- dæmi hvers þingmanns, eins og haldið var fram og ýtarlega útlistað í »ísafold« fyrir 3 missirum, og látið einu gilda, hvort þing- maðurinn fer sjóveg eða landveg, en 6 kr. að auki í dagpeninga meðan þing stendur, vitanlega. jþingfararkaupið vilja þeir hafa hæst fyrir Norðurmúlasýslu, 728 kr., og minnst fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, 32 kr.; hin þar á milli. þeir Skúli þorvarðar- son og þorlcifur Jónsson vilja éinnig hafa fast þingfararkaup, en miklu lægra, og gjöra auk þess mun á, hvort farið er landveg eða sjóveg. Lægsta þingfararkaup er hjá þeim 30 kr., en hæst 450 kr. (fyrir Múlasýslur), ef landveg er farið, en 300 kr. sjóveg. Kjörgengi kvenna- þeir Skúlí Thor- oddsen og Ólafur Ólafsson vilja láta ekkjur og aðrar ógiptar konur, er standa fyrir búi eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, hafa kjörgengi i hreppsnefnd, sýslunéfnd, bæjarstjórn og safnaðar- og hjeraðsnefndir, ef þær fullnægja að öðru leyti lögákveðnum skilyrðum fyrir karlmenn. Sjereign og myndugleiki giptra kvenna- Sömu þingmenn vilja láta það vera sjereign giptrar konu, er hún á á gipt- ingardegi eða henni síðar kann að áskotnast við arf eða gjöf, nema öðruvísi sje ákveðið i hjúskaparmála. Giptar konur eiga og að verða hálfmyndugar og fullmyndugar í fjár- málum á sama aldri sem karlmenn. »Bónd- anum er óheimil hvers konar umráð yfir sjereign konunnar, nema lögmætt samþykki hennar komi til«. Menntun kvenna- Sömu 2 þingmenn vilja láta konum jafnt heimilt sem körlum að njóta kennslu og ganga undir burtfarar- próf hins lærða skóla í Reykjavík, presta- skólans, læknaskólans og annara menntun- arstofnana, er scofnaðar kunna að verða, hafa jafnan rjett til styrktarfjár við námið og jafnan aðgang að embættum landsins að afloknu prófi. Landsbankinn. þeir Eir. Briem og Indriði Einarsson vilja láta bókara og fje- hirði landsbankans hafa 2000 kr. í laun hvorn, í stað 1000 kr., og fjehirði að auki i af þúsundi af innborgunum bankans og útborgunum. Strandferðir og vegir. Síra Jens Pálsson hefir borið upp mikið mál, frum- varp, um strandferðir og vegi. sLandssjóð- ur Islands heldur úti á sinn kostnað gufu- skipi i strandferðum við landið eigi skemur ár hvert- en 7 mánuðia, með farþegarúmi fyrir 100 menn og vörurúmi fyrir 50 smá- lestir. Vegir skiptist í aðalflutningabrautir, aðal- póstvegi, fjallvegi, sýsluvegi og hreppavegi. »Aðalflutningabrautir eru þeir vegir, sem aðalvörumagn hjeraða er flutt um, að kaup- stöðum og öðrum helztu hafnstöðvum og frá þeim«. Að öðru leyti er frv. líkt vegalög- unum frá 1887, enda skulu þau úr gildi falla og önnur hin eldri vegalög. Póstferðir. Til að »íhuga og gjöra til- lögur um breyting á ferðum landpóstanna og um fjölgun þeirra, svo og til að íhuga reglur þær og fyrirskípanir, er póstmenn eiga að fylgja i störfum sínum«, hefir neðri deild skipað í nefnd: Jens Pálsson, Sigurð Gunnarsson, Ólaf Olafsson, Ólaf Briem og Jón Jónsson þm. N.-þing. Búnaðarfjelagastyrkur. Aðra nefnd hefir neðri d. skipað til að semja og koma fram með ákveðnar reglur fyrir útbýting þess fjár, sem veitt er af landssjóði til bún- aðarfjelaga : Sigurð Stefánsson, Gunnar Hall- dórsson, Bened. Sveinsson, Pál Olafsson og Svein Eiríksson. Undirskrifaður kaupir eptirnefnd- ar bækur fyrir hátt verð: Ármann á alþingi 1.—4. árm. sýnishorn. Minnisverð tiðindi 1.— h. Gaman og alvara 1.—2. h. Maanedstidende, Hrappsey, 811. Heimskringla — M. Ketilsson: Porordninger 3. b. Matreiðslukver, Leirárgörðum 1800. Akureyrarpósturinn allur. S. Breiðfjörð: Smámunir. — — Grænlandsför. Hannes Pinnsson: Kvöldvökur 1. útg. Sv. Hallgrímsson: Dönsk lestrarbók 2. útg. Agústína Eyjólfsdóttir, Ljóðmæli. J. Olafsson: Stafrófskver, Eskifirði. H. Briem: Enskunámsbók 1. útg. Akureyri. O. Indriðason: Bænakver 1. útg. Eerðabók Eggerts Olafssonar. Norðri 1.—3. ár. Norðanfari allur. Undirbúningsblað 1.—6. bl. Iðunn, Akureyri. Norðurfari allur. Amerika 1.—6. bl. Andrarímur. Heljaslóðarorusta, 1. útg. Einungis heil og ósködduð expl. verða keyqt. Kr. O. porgrímsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.