Ísafold - 05.08.1891, Síða 1
ÆCemur ót á miðvikudÖJum og
augardögum. Verð árg. (um
100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundln við
áramót, ógild nema komin sje
til átgefanda fyrir l.okt. Af-
greiðslust. i Austwstrœti 8.
XVIII. 62
Reykjavík, miðvikudaginn 5. ágúst.
Um landbúnað
og
Búnaðarfjelag Suðuramtsins.
Eptir
amtmann E. Th. Jónassbn.
I.
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi.
J>að er öllum knnnugt, að aðalatvinnu-
'vegir landsins er tveir : landbúnaðurinn og
fiskiveiðarnar; en það er einnig alkunnugt,
að þeir eru eigi enn þá á svo fullkomnu
stigi eða gefa eins mikið af sjer eins og
þeir geta, ef þeir eru vel stundaðir og menn
hafa kunnáttu til þess að færa sjer þá sem
bezt í nyt.
Að því er snertir hinn fyrri af þessum
atvinnuvegum, landbúnaðinn, þá má víst
fullyrða, að hann sje ekki eins stopull eins
og fiskiveiðarnar, sem, á meðan þær mest-
megnis eru reknar á opnum skipum og bát-
um, er að eins geta farið skammt undan
landi, ætíð hljóta að bregðast við og við
og ekkert gefa í aðra hönd, þegar fiskurinn
eigi gengur upp að landi á fiskimið hinna
opnu báta. En landbúnaðurinn getur nú
líka orðið stopull, ef menn eigi gæta þess
að afla nægilegra heyja, því að þau verða
fóturinn undir landbúnaði; ef þau vantar,
deyja skepnur bóndans og hann er þá engu
betur staddur en sjávarbóndinn, sem lítið
eða ekkert aflar úr sjó; sá er að eins mun-
urinn, að það getur staðið svo á og muu
optast vera svo ástatt, að vöntun heyjanna
eru sjálfska,parvlti landbóndans, þ. e. að
hann hefir annaðhvort vanrækt að afla sjer
nægilegra heyja eða þá sett skepnur á hey
af lítilli eða engri fyrirhyggju, en sjávar-
bóndinn getur ekki að því gert sjálfur, þótt
fiskurinn eigi aflist. J>að er þess vegna
einkar-áríðandi, að landbóndinn ekkert van-
ræki, er lýtur að því, að auka heyforða
hans handa skepnum sínum ; en hvernig á
hann að fara að því? Svarið liggur beint
við : hann á á allan hátt að rækta svo vel
jörð þá, sem hann býr á, að hún framleiði
með sem minnstum kostnaði sem mest gras,
■en vegurinn til þess er, að auka sem mest
grasið á túni jarðarinnar og einnig að bæta
sem mest og auka grasið á útjörðunni
(engjum) með öllu mögulegu móti, t. a. m.
vatnsveitingum, þar sem þeim verður við
komið og sem víða er hægt, með því að
grafa skurði og þurka upp fen og blautlendi
o. s. frv. Jeg býst uú við, að menn muni
svara mjer því, að allt þetta sje hverju
orði sannara, en að bændur vanti fje til
iþess að koma í verk endurbótum á jörðum
sínum. þetta kann nú að vera satt að
nokkru leyti, en það má þó margt verkið
vinna til endurbóta jarðanna, ef tíminn er
vel notaður, en það er hægt að sanna, að
■margir bændur nota hann illa, og sömu-
leiðis, að þeir skemmi þær jarðir, sem þeir
aitja á. |>að er, eptir því sem jeg þekki til,
hvorki efnaleysi nje tímaleysi að kenna, að
svo lítið er gert enn að jarðabótum hjer á
landi, heldur kemur það mest til af deyfð,
er grúfir yfir sumum sveitum; þar er eng-
inn bóndi, sem tekur öðrum fram, og svo
situr allt við sömu vanafestuna í búskapn-
um þar og hefir verið; það sjest bezt á því,
að ef einhverri sveit vill það happ til, að
þangað flytur sig einhver dugandi maður,
er fer að gera jarðabætur á ábúðarjörðu
sinni, þá líður vanalega ekki á löngu áður
en hinir bændurnir fara einnig að gera það
og hafa þá allt i einu bæði efni á og tíma
til að láta framkvæma þær jarðabætur, sem
þeim áður fannst ókleyft að leggja út í.
j?að er því eigi svo mjög efnin sem skortir
| til þess að endurbæta jarðirnar, eins og upp-
örfun, og að bændur þreifi á því, að sú
vinna, sem þeir verja til jarðabóta, borgi
sig, o: gefi af sjer arð og hann varanlegan.
Reyndar er hverjum bónda ætlandi, að
skílja það, að þegar hann t. a. m. sljettar
tún sitt og þannig árlega eykur grasmegnið
af því, svo að hann getur farið að hafa á
jörðinni langt um fleiri kýr eða fjenað en
áður og þarf langt um minni tíma til að afla
heyjanna en áður, þá eykur hann stórum
velmegun sína og jafnframt velmegun
landsins.
En til þess að gera jarðabætur að nokkr-
um mun, þarf talsverðan vinnukrapt, en
vinnukrapturinn kostar peninga; en það er
einmitt sá hlutur, sem hinn fátæka bónda
skortir hvað mest, og þess vegna geta ein-
ungis hiuir efnuðu bændur bætt jarðir síu-
ar og þannig aukið efni sín, en hinir fá-
tæku bændur, sem opt eru einyrkjar, geta
það ekki,— munu menn segja. Ráðin til
þess að hinir fátæku bændur geti komið á-
fram jarðabótum, er fyrst og fremst það, að
þeir noti tímann sem bezt, því ef hinn fá-
tæki bóndi gerir það, þá mun hann verða
að játa, að hann hafi marga þá stundu af-
gangs, er hann gæti varið til þess að bæta
jörð sína; en það er einkum þó á annan
hátt en með eigin vinnu og hjúa sinna, að
honum á að verða það mögulegt að vinna
að jarðabótum, og það er með því, að stofn-
uð sjeu fjelög í sveitunum til jarðabóta, því
að »margar hendur vinna ljett verk«; þess
konar fjelög, sem sameini hina dreifðu krapta,
til þess að verja þeim sameinuðum til hags-
muna fyrir allt sveitarfjelagið, geta undir
góðri stjórn gert ómetanlegt gagn, og það
er mjög gleðilegt, að þess konar fjelög eru
stofnuð sumstaðar á síðari árum, þar sem
bændur styðja hvor annan í búskaparfram-
kvæmdum með því, að leggja fram vinnu
hver hjá öðrum. A þennan hátt getur hinn
fátæki bóndi með sjer litlum tilkostnaði
komið því til leiðar að bæta ábúðarjörð
sína. Vegna þess, hvað strjálbyggðin er
1891
mikil, er sjálfsagt hentugast að stofnuð sjeu
jarðabótafjelög í hverjum einstökum hreppi,
eins og nú er farið að gera sumstaðar, en
þó hvergi nærri nógu víða. þessi fjelög þyrftu
í hverri sýslu að hafa yfir sjer nokkurs
konar yfirstjórn; en öll búnaðarfjelög í Suð-
uramtinu ættu að standa í sambandi við
»Búnaðarfjelag Suðuramtsins«.
Ofarlítil ádrepa.
Svo Iangt er þá komið áleiðis, að alþing-
ismaður þorlákur Guðmundsson álítur brú-
argæzlu nauðsynlega ; fleiri vantrúaðir munu
koma á eptir ; að eins þykir honum að jeg
risti »lengjuna breiða»; hann vill hafa hana
»mjóa«, en þá á hann eptir að sýna almenn-
ingi, hve stór breiddarmunurinn er.
Líklega setur landshöfðingi reglur fyrir
gæzlunni á Olvesárbrúnni — ef gæzlan ann-
ars verður nokkur —, hvort heldur bænd-
urna á Selfossi, eða reglulegur brúarvörður
verður fenginn til að gæta hennar. þar
verður sjálfsagt gert að skyldu að gæta brú-
arinnar fyrir ryði og fúa, sem framast er
unnt, og enn fremur verja hana fyrir skeyt-
ingarlausri og skaðlegri umferð vegfarenda
m. fl. m. fl. Jeg hef úður sagt, að það er
fullkomlega eins nanðsynlegt að verja hengi-
brýr fyrir óþarfahristingi, eins og að mála
járnið og tjarga trjeð.
Hve mikið vilja nú bændurnir á Selfossi
hafa fyrir daglegt eptirlit á brúnni, sam-
kvæmt þessum skilmálum ? Og fyrir hve
mikið vill reglulegur brúarvörður taka að
sjer þenna starfa ?, sá sem annaðhvort hefir
greiðasölu eða handverk við hliðina sjer til
framfærslu. Hvort hefir landið meiri trygg-
ing fyrir dyggilegri gæzlu, þegar sá maður
lítur eptir brúnni, sem stöðugt getur verið
við brúarsporðinn, eður ef bændur verða
settir til þess, sem þurfa að vera á engjum
og í ferðalagi, og að öðru leyti sinna búi
sínu ?
Tryggingin er augljós, að mjer virðist; en
hve mikill munur er á kostnaðinum, er ekki
hægt að sanna, fyr en vissa er fengin fyrir
því, hversu mikið bændurnir á Selfossi vilja
hafa fyrir það, að taka að sjer þetta starf,
og svo landshöfðingi á hina hliðina hefir
auglýst, að hæfur maður geti fengið þessa
stöðu fyrir ákveðin laun.
þegar þetta er fengið, er hægt að meta
breiddarmuninn á »lengjunum«, en um leið
þarf að gæta þess, hvort verðmunurinn sam-
svarar gæðamuninum.
Fyrir mitt leyti er jeg sannfærður um, að
hr. alþm. |>. G. hefir gjört kjósendum sín-
um og öðrum landsmönnum fremur óleik en
gagn með andófi sínu gegn því, að þeir, sem
nota stórbrýr, greiði fyrir slit, gæzlu og
skemmdir á þeim. Ef þingið fylgir nú hans