Ísafold - 05.08.1891, Qupperneq 4
1248
•vill fella frumvarpið, en tveir í nefndinni,
Jón Jónsson N.-M. og Ól. Ólafsson, koma
með annað í staðinn, þess efnis, að amts-
ráðum skuli heimilt að fjölga kjörstöðum í
sýslu hverri, eptir óskum og tillöguin sýslu-
nefnda; »þó skulu kjörstaðir aldrei vera
fleiri en þrír í hverri sýslun.
Minni hl. nefndarinnar, Páll Briem, vill
samþykkja frumv. efri deildar (J.A. H.) með
lítils háttar breytingum.
Vistarskyldan. Neðri deild hefir lokið
TÍð það mál. Er 1. gr. frv. svo hljóðandi:
»jpað er úr lögum numið, að nokkur maður
sje skyldur að vera í vist eptir að hann er
20 ára, og er hverjum manni heimilt að ráða
sig til vinnu um svo stuttan tíma sem vera
skal«.
Enn fremur skal hver verkmaður, sem
eigi er í vist, eiga víst ársheimili frá far-
dögum til fardaga hjá einhverjum húsráð-
anda, sem eigi er á sveit, og skal sá hinn
sami greiða lögboðin gjöld fyrir hann, ef
hann refjast.
Frestandi neitunarvald- Grímur
Thomsen hefir vakið upp aptur hugmynd-
ina um frestandi neitunarvald konungs, og
borið upp í því skyni stjórnarskipunarlaga-
frumrarp um breyting á 3., 10. og 25. gr.
stjórnarskrárinnar. Hið frestandi neitunar-
■á þó að eins að ná til þeirra lagafrumvarpa,
-»er snerta landsins sjerstöku atvinnuvegi«.
•Staðfesti konungur eigi þess konar laga-
frumv. frá alþingi, skal frv. óbreytt lagt
fyrir næsta alþingi, og samþykki báðar deildir
þingsins það þá óbreytt á ný með f atkvæða,
eru það lög«.
Launabót. Arnlj. Ólafsson flytur frum-
varp um hækkun á sýslumannalaunum í 2
sýslum, Skagafjarðar og Skaptafells, upp
í 3500 kr.
Ríkisráðið- Sami þingm. vill látaskora
á stjórnina að sjá um, að Islandsráðgjafinn
sitji eigi í ríkisráði Dana að því er snertir
Island8 sjerstaklegu málefni.
Leiðarvisir ísafoldar.
776. Má ekki sá maður, sem er 21 árs, ráða j
«ig í hvaða vist sem hann vill eða fara frá for- í
eldrum sínum, ef hann ekki vill vera hjá þeim j
lengur, þá hann er orðinn þetta gamall?
Sv.: Jú.
777. Mega smiðir út um land selja gluggarúð-
ur, án þess að leysa borgarabrjef?
Sv.: Ef í hart er farið ekki öðru vísi í glugg-
um, sem þeir smíða
778. Geta aðrir en húsettir menn fengið verzl-
unarleyfi til sveita?
Sv.: ðlei, sjá lög 7. nóv. 1879, 5. gr.
779. Ef oddviti falar skyttu úr öðrum hreppi
til að liggja á greni við refaveiðar, en ákveður
■ekki, hver liggja skuli með honum, getur skytt-
an þá ekki tekið hvern sem hún vill til þess?
Sv.: það getur húri óefað.
780. Er jeg sem skipuð yfirsetukona í umdæmi
mínu skyld að fara til konu, sem lætur sækja
mig, og vera lijá henni svo vikum eða jafnvel
mánuðum skipti, áður en hún elur barnið, án
þess að mega vonast eptir að fá eins eyris þókn-
un í launa skyni hjá hlutaðeigendum, þó þeir
sjeu megnugir um að borga?
Sv.: Nei.
781. Á Vestmanneyjum er siður, að allir þeir,
sem eina jörð hafa, gjaldi 50 pd. töðu úr stáli
eða 100 pd. af velli í bolatoll, þeir sem tvær
jarðir hafa helmingi meira o. s. frv. og það þótt
ábúandinn hafi engn kú. Geta þeir, sem enga
kú hafa, ekki neitað að greiða bolatoll?
Sv.: það geta þeir fráleitt, sje þessi siður orð-
inn að fastri venju (lögvenju).
782. Jeg hef tryggt líf mitt og sett trygging-
una kaupmanni að veðifyrirskuld og jafnframt því
að hann lánaði mjer það sem jeg óumflýjanlega
þyrfti til að lifa við, þó með því skilyrði, að hann
fengi afla minn á kauptið. Nú hefur hann látið
taka aflann, en brugðizt með alla hjálp, nema
salt og veiðarfæri. Er mjer ekki heimilt að
taka af aflanum framvegis til þess að jeg geti
dregið fram lífið, ef jeg læt afganginn til verzl-
unar fyrnefnds kaupmanns?
Sv.: Sje rjett skýrt frá málavöxtum, hefir
kaupmaður gert sig sekan í samningsrofi að
minnsta kosti, og þarf spyrjandi þá ehkert að
leggja inn af afla sínum hjá honum samningsins
vegna.
783. Er það eigi skylda sýslumanna að aug-
lýsa skipti í þrotabúum áður en þau (skiptin)
fara fram?
Sv.: Hann á að minnBta kosti að boða skuld-
heimtumenn er hafa gefið sig iram, á skipta-
fund, sjá 37. gr. skiptalaga 12. april 1878, sbr.
81. gr.
Telefon 751 A. Ravnsborg Tvergade 6. Grundlagt 1853.
Hojeste Udmærkelser (Solvmedalje) i Kjobenhavn 1888.
Salon- og Kabinestflygeler med fritliggende Jernramme og Resonnantsbuud, hvorved opnaas den
dobbelte Tone og Sangbarhed. (Patent). Oprets. krydsstrengede Koncert-Pianoer med Plygeltone
(Patent).
Hisse Pianoer, som fabrikeres efter ameri-
kansk System, der i Holdbarhed har vist sig at
være uovertræfieligt og som tillige for ædel Tone
har erholdtGuldmedalje paa Udstillinger i Ud-
landet, faaes kun hos ovennævnte Eirma, som
har Eneret paa Pabrikationen.
Krydsstrengede Pianoer fra 500 Kr. Stort
Udvalgaf brugte Pianoer. Afbetalingindrömmes
ved Henvendelse til Eabriken eller N. H. Thom-
sen Reykjavik.
Brugte Pianoer tages i Bytte.
Pirmaet garanterer til enhver Tid for sit Pabrikat.
Exportkaffið Hekla er nú álitið bezt.
Exportkaffið Hekla er hreint og ósvikið.
Exportkaffið Hekla er hið ódýrasta export-
kaffi.
Exportkafifið Hekla er nú nálega selt í öll-
um stærri sölubúðum á íslandi.
D. E. G. Brasch, Hamburg
Röskur drengur heilsugóður, nýfermd-
ur, af góðu fólki kominn, getar komizt í
skraddaralœri nú þegar. Menn snúi sjer til
undirskrifaðs, sem gefur nánari upplýsingar.
H. Andersen.
16. Hðalstræti 16.
Allir, sem eiga brauð inni í bakaríi mínu,
eru beðnir að snúa sjer til bakaranna
Erederiksen og Jensen, sem láta úti brauð
gegn bílætum frá mjer.
O. S. Endresen.
Laugardaginn 4. þ. m. varð eptir í portinuhjá
Glasgow fatapoki. þann er kynni að hafa hirt
hann, bið jeg að gjöra mjer sem fyrst visbend-
ingu um það að Hruna i Árnessýslu.
10. júlí 1891. Einar Jónsson.
Tvö naut
hafa verið tekin í óskilum í landi bæjarins:
annað ljósgrátt, kollótt, ómarkað, hitt hvítt,
hyrnt með rauðan blett á hálsi og hægra
eyra, rauðbíldótt á hægra auga og mark ó-
glöggt: blaðstýft aptan vinstra. Nautin eru
í haldi og verða seld við opinbert uppboð,
ef eigendur ekki hafa vitjað þeirra hingað
og borgað áfallinn kostnað innan 8 daga.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 5. ágústm. 1891.
Halldór Daníelsson.
Sá sem keypt hefir nr. 322 í Lotteríi
»Systrasjóðsins« í Iteykjavík í næstl. júní-
mánuði, er beðinn að vitja sem allra fyrst
hlutarins, sem unnizt hefir á þessa tölu, hjá
forstöðukonu kvennaskólans í Reykjavfk.
Svört silki-sólhlíf hefur orðið eptir í ein-
hverju húsi eða búð hjer í bænum í síðast
liðinni viku. Beðið að skila á afgreiðslust.
Isaf.
Sveitsarostur og mysuostur ný-
komirn til
M. Johannessen.
Proclama.
þar sem fjelagsbú hjónanna Jóns Sœmunds-
sonar og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Esju-
bergi á Kjalarnesi er tekið til opinberrar
skiptameðferðar, er hjer með samkvœmt lög-
um 12. apríl 1878 sbr. o. br. 4. jan. 1861
skorað á þá, sem tit skulda telja í búi þessu,
að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir
skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða
frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 1. ág. 1891.
Franz Siemsen.
ELDAVJEL, ferköntuð, er til sölu með góðu
verði. Ritstj. vísar á.
Takið eptir!
Sætið kjörkaupum. Hvergi eru eins ódýr
hestajárn og aliar járnsmíðar, og fljótt af
hendi leyst eins og hjá undirskrifuðum, helzt
móti borgun út í hönd.
Allar gjaldgengar vörur teknar með sann-
gjörnu verði.
Skálholtsgötu. Reykjavík 17. júlí 1891.
Benidikt Samsonarson.
Yfirrjettarmálaflutningsmaður
Lárus Bjarnason
flytur mál bæði fyrir yfir- og undirrjetti, inn-
heimtir skuldir, semur samninga og rekur öll
önnur rjettar erindí. Mig er að hitta í Aðal-
stræti nr. 7 st. um þingtímann 11—12 f. h. og
3—4 e. h.
Skrifstofa fyrir almenning
10 Kirkjustræti 10
opin hvern rúmhelgan dag kl 4—5 e. h.
Bókbandsverkstofa
ísafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8)
— bókbindari þór. B. þorláksson —
tekur bækur til bands og heptingar.
Vandað band og með mjög vægu verði.
Nærsveitamenn erubeðnir aðvitja
„ísafoldar11 á afgreiðslustofu hennar (i
Austurstræti 8).
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
Erentsmiðja ísafoldar.