Ísafold - 08.08.1891, Side 1
Kem i ‘V * m\ ðvikudótjum og
aug-irdÖíjam. Verð árg. (um
IOO arka) 4 k> .; erlendis 5 kt.
Öorgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundtn við
áramót, ógild nema komin s)e
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVIII. 63.
Reykjavík, laugardaginn 8. ágúst.
1891
Um landbúnað
Og
Búnaðarfjelag Suðuramtsins.
Eptir
amtmatm E. Th. Jónassen.
II. .
(Siðari kafli).
Jeg hlýt að ttera ráð fyrir, að allir bænd-
ur í Suðuramtinu þekki þetta fjelag, sem
stofnað var 1837 fyrir ötula framgöngu og
dugnað konferenzráðs fórðar Sveinbjörns-
sonar, þá verandi sýslumanns í Arnessýslu,
og sem unnið hefir Suðuramtinu svo mjög
mikið gagn á ýmsan hátt, enda er þetta
fjelag, eptir því sem hjer á landi er um að
gera, ríkt fjelag, þar sem það á í sjóði nú
rúm 20 þúsund krónur, og árlega nýtur
styrks af því fje, er alþingi hefir veitt til
styrktar landbúnaðinum. jþað er svo al-
kunnugt bæði af blöðunum og af skýrslum
iþessa fjelags, er prentaðar hafa verið, að
það á ýmsan hátt hefir unnið Suðuramtinu
stórvægilegt gagn. Menn skyldu þvi halda,
að bændur með því að ganga í fjelagið
ihefðu mest og bezt styrkt það frá upphafi
vega sinna, með því að tilgangur þess er,
að efla þann atvinnuveg, sem bændur lifa
af; en það eru því miður að tiltölu mjög fáir
bændur, sem gengið hafa í fjelagið; eins og
það voru embættismenn, sem stofnsettu það,
eins hafa það verið embættismenn og kaup-
menn':< í Suðuramtinu, sem hingað til bezt
hafa styrkt það með því að gerast fjelags-
ménn. Jeg læt hjer með fylgja skýrslu, er
sýnir þetta ljóslega, hvað nuverandi tíma
snertir, og jeg hef nákvæmlega athugað það
fyrir umliðinn tíma, og er þar hlutfallið hið
sama.
Meðlimatala Búnað- = c c S cc £»
<X> c CÖ
arfjelags Suðuramts- s c Ch E
ins 31. des. 1890. s H 8 ffl oi W C cð X w cð co
Reykjavík ' 29 2 12 4 i 48
Gullbringu- og Kióars. 7 39 3 y 49
Borgarfjarðarsýsla 4 28 yi r 30
Árnessýsla 8 19 í 28
Rangárvallasýsla 2 7 9
Skaptafellssýsla 3 6 8
í Norður- og V.amtmu 13 7 2 í 23
Alls | 66 1 10ó 1 13 | 4 2 j 195
Góðir bændur! þetta má eigi svo til ganga
að þjer sýnið svo litla rækt því fjelagi, sem
stofnað er til þess að auka búsæld ykkar og
efni og um leið alls Suðuramtsins; það er
hrein og bein skylda yðar að styðja sem
mest og bezt fjelag þetta, því að þess meira
sem efni þess vaxa, því betur ætti það á
allan hátt að geta stutt að eflingu og gagni
landbúnaðarins í Suðuramtinu. Tillagið til
fjelagsins éru 10 kr. eitt skipti fyrir öll eða
2 kr. á ári í 10 ár; þessi gjöld eru svo væg,
að hver einn og einasti bóndi ætti að geta
*) það er eptirtektavert, að kaupmenn í Reykja-
vík og kaup8töðunum í Suðuramtinu hafa nálega
flestir gerzt fjelagsmenn i |)ví frá því að það var
'stofnsett, og þannig lagt til þess talsvert fje.
greitt þau, án þess að finna neitt til þess;
en þar sem í öllu Suðuramtinu eru 1336
jarðir, auk hjáleigna, og á mörgum jörðum
tvíbýli eða fleirbýli, þá er það eigi lítið fje,
sem árlega bættist fjelaginu, ef sem flestir
bændur í Suðuramtinu kostuðu kapps um
að styðja fjelagið með því að gjörast fjelag-
ar þess og sem undir eins gerði því það
mögulegt að styrkja allar búnaðarframkvæmd-
ir svo miklu meira en það getur nú; en það
er eigi torvelt að sjá, hversu mikið hagur
sveitanna í Suðuramtinu og hvers einstaks
bónda þar getur aukizt við þá árlegu hjálp,
er svo ríkt fjelag gæti látið í tje.
Ef flestir bændur í Suðuramtinu gerðust
fjelagsmenn þess, mundi fjelagið eflast svo,
að það gæti styrkt búnaðarfjelög þau í sveit-
unum, er ættu örðugt uppdráttar, útvegað
búnaðarfjelögum verkfæri o. fl. með vægu
verði, gefið út nytsamlegar ritgjörðir um
ýmisleg búnaðarmál o. s. frv. En jeg verð
að taka það fram, að það er auðvitað eigi
nóg, að bændur gerist fjelagsmenn; þeir verða
líka að hafa þann einlæga ásetning, að ger-
ast fjelagsmenn ekki einungis að nafni, held-
ur og að gagni, og greiða tillag sitt; því það
hefir því miður of mikið átt sjer stað, að
bændur hafa að eins goldið nokkuð af til-
laginu, en svo verið ófáanlegir til að gjalda
það, er eptir hefir staðið; — það þekki jeg
sem gjaldkeri fjelagsins. Slíkan vansóma
verða bændur að leggja niður.
Að mínu áliti ættu forstöðumenn búnaðar-
fjelaganna í hverri sýslu Suðuramtsins ár-
lega fyrir árslok að senda formanni Búnað-
arfjelags Suðuramtsins ýtarlega skýrslu um
allar jarðabætur, sem á árinu hafa verið
gerðar í hverjum hreppi í sýslunni, með á-
rituðu vottorði formanns búnaðarfjelags hvers
hrepps um, að skýrslan sje rjett; svo og ætti
formaðurinn að skýra árlega frá því, ef ein-
hver jörð í hreppnum af náttúrunnar völdum
hefði gengið úr sjer, og sömuleiðis ef eiuhver
jörð þar er illa eða trassalega setin af ábú-
anda, hvort sem han er eigandi eða leiguliði.
Með því móti hefði Búnaðarfjelag Suður-
amtsins áreiðanlega lýsingu á hverri jörð í
hverjum hreppi í Suðuramtinu, og er það
ljóst, hvílíkt gagn það getur gjört, eigi ein-
uugis fyrir fjelagið sjálft, þegar sótt er um
styrk til þess, heldur og t. a. rc. fyrir allar
lánsstofnanir; þær þurfa þá eigi annað en
að snúa sjer til formanns Búnaðarfjelagsins
til að fá að vita í hvaða ástandi hver jörð
í hverjum hreppi er, í stað þess að menn
nú verða að fara eptir lýsingum og virðingar-
gjörðum jarða, þegar beðið er um lán upp á
þær, sem ekki ætíð eru svo áreiðanlegar
sem vera skyldi.
Sem sagt: það virðist að mestu undir
bændum í Suðuramtinu komið, hvort Bún-
aðarfjelag Suðuramtsius á að geta átt fyrir
höndum vöxt og viðgang og hvort það á að
geta gert það gagn, sem það upprunalega
var til ætlað að láta af sjer leiða, þ. e. að
efla landbúnaðinn í suðuramtinu. Eigi það
einungis að aukast fyrir tillög embættis-
manna og kaupmanna og einstaka bónda,
nær það eigi sínum fagra tilgangi *hema að
litlum parti.
það er víst eigi of djúpt tekið í árinni,
að segja það, að engin jörð sje hjer á Is-
landi, sem eigi má bæta til helminga, þann-
ig, að hún geti framfleytt helmingi fleiri
skepnum en nú, ef tún hennar eru bætt á
þann hátt, er bezt á við á hverri jörðu, og
ef engjar hennar eða útjörð er betur rækt-
uð og endurbætt en nú er, og það, þegar
endurbótin er á komin, með helmingi minni
tilkostnaði en nú fyrir ábúandann. Jeg hef
í síðustu tuttugu ár meir eða minna á
hverju ári látið fást við jarðabætur, svo og
veitt jarðabótum annara eptirtekt, svo jeg
hef þó nokkra reynslu við að styðjast, og
hef jeg vissu fyrir því, að jörðin hjer á
landi er mjög þakklát og endurgeldur marg-
faldlega þá vinnu, sem kostað er upp á að
endurbæta hana. Auk þess er mikið land
hjer óræktað víða, er taka mætti til rækt-
unar. J>að tjáir eigi lengur að koma með
þá mótbáru, að það svari ekki kostnaði að
fjölga fjenaði hjer miklu meir en nú, því
bændur geti eigi selt hann og þannig haft
upp úr honum þann kostnað, er þeir hafa
orðið að verja til að koma honurn upp; því
að það er öllum kunnugt, að hinn bezti
markaður er hjer nú og mun framvegis
verða fyrir sauðfjenað til Englands, og mun
einnig geta orðið fyrir nautpeuing, ef hanu
er í góðu standi. Aptur á móti álít jeg
það að eins til skaða, að ala upp stóð til
þess að selja það til útlanda fyrir það lága
verð, sem nú um tíma hefir verið á hross-
um. jþá er það engura efa undirorpið, að
ef kúabúin færu vaxandi hjer á landi, sem
ætti að verða sjálfsögð afleiðing af því, að
túnin væru endurbætt og stækkuð, þá mætti
búa til hjer miklu meira af smjöri en nú,
þannig, að ekki einungis yrði nóg handa
landsmönnum, heldur afgangur, en hann er
hægt að selja til Englands t. a. m., ef smjur-
ið er vel verkað* eu með vaxandi þekkingu
í búnaði ætti bændum eigi að vera vorkunn
að búa til hreint og gott smjör, enda er nu
sumstaðar hjer á landi búið til svo gott
smjör, að það má álíta eins gott og útlent
smjör.
A hinn bóginn er víst eigi rangt að gera
ráð fyrir því, að með blómgun landbúnaðar-
ins og annara atvinnuvega hjer fari fólkmu
fjölgandi í landinu, svo það þurfi einnig að
kaupa meira af fjenaði og afurðum landbún-
aðarius en nú.
það sem jeg hjer að framan hefi tekið
fram, er fæst nýtt; en naldrei er góð vísa of opt
kveðin«, og ef oss á að geta miðað áfram til
framfara og velsældar, er vjer allir óskum
og vonum, þá er það bráðnauðsynlegt, að
efla með öllu móti atvinnuvegi landsius, og
eugin hugvekja, er miðar í þá áttina, er
þá óþörf landsmönnum.
*á 17. og 18. öld var flutt út smjör frá íslandi.