Ísafold - 15.08.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.08.1891, Blaðsíða 2
258 tundursalli, högl, kveikjureimar og fleira, eða í stuttu máli, hjer voru hættulegustu vjelar sendar (frá Toulon), en sendingin þótti þeim undir eins svo ískyggileg, sem við tóku, að varúð var við höfð og varð svo af stýrt. Italía- Hinn 6. júlí var þeim bryndreka hrundið á vatn í Feneyjum, sem «Sikiley« heitir, en sagður flestum herskipum stór, fenglegri (13000 smálestir), enda kemur hann á 27. miljón franka, þegar fullgerður er (að þremur árum liðnum). Yið hátíðina—vígslu skipsins og hafsins, að gömlum Peneyja sið- þar sem hringnum er steypt í skaut hafsins —voru konungur og drottning og deild af Miðjarðarhafsflota Englendinga. Viktor Emanúel, krónprinz Itala, er í kynnisvist á Englandi, en þaðan ferðinni heitið til Norðurlanda, Hollands og Belgíu. SvÍSS- Hinn 1. og 2. þ. mán. hafa Svissar haldið júbilminning 600 ára banda- lags síns. Aðalhátíðin stóð í Schwyz, einu þeirra þriggja fylkja—hin eru TJri og Unt- er-Walden—sem sambandið hófu, en fögn- uðurinn og minningarviðhöfnin færðist yfir öll sambandsfylkin. það er óhætt að segja að ríkjaþegnar njóta hvergi annars eins frelsis og þeir hafa í Sviss. Um hug og Svissa er það vottur, að þeir vilja eiga til- tækt til hálfrar miljónar manna, ef þeir þurfa að verja land sitt og frelsi. Austurríki- Háværisuppkvæði #Ung- sjeka»-flokksins í Böhmen og Slafavina í Galizíu, Serblu og Króazíu hafa vaxið og örfazt stórum við heimsóknir ferðaflokka í Prag frá báðum frændalöndunumfyrstnefndu. Á öllum fundunum talað skorinort um sam- runa og samband slavnesku landanna, um vinfengi við Bússland, en um samheldisbar- áttu gegn þjóðverjum«. Frá AsíulöDdum Tyrkja- Erá Sýr- landi (Aleppo) og Arabíu er mikið borið af af mannskæðri kóleru, og eptir seinustu frjettum vann hún í Mekka á 300—400 manna á sólarhring. Frá Sínlandi- I suðurhluta þessa mikla ríkis eru ofsóknir byrjaðar gegn kristnu fólki og kristniboðum, og að þeim róið í samsær- isfjelögum Sínlendinga. Lið og löggæzla Sín- landskeisara hrekkur hjer ekki til, og í hafnaborgum hafa herskip Evrópuríkja orðið að hóta hörðu. Seinustu frjettir bera, að Sínlendingar hafi liðsafnað með höndum við landamerkin norð- lægu, og að þeim búi stórræði í hug móti Rússum, sem mikið hafa undan þeim numið. Um slíkt er þó bezt nánari sagna að bíða. Frá Suður-Afríku. þar eru nú við eptirgröpt fundin á hinum eystri slóðum merkileg og stórkostleg borgarstæði með ýmsum menjum mikillar þjóðmenningar. Fróðir menn ætla, að þar hafi Semítakyn búið og landið muni vera Ófír, landið, sem Salómon konungur og fleiri fengu frá gull og gersemar. Bókafregn. Stutt ágrip af íslbnzkri mállýsingu handa alÞýðuskólum. Eptir Halldór Briem. Beykjavík (Fjelagsprentsm.) 1891. vi + 80 bls. Höfundurinn er áður kunnur af ýmsum smáritum, sem öll eru alþýðlega rituð og flest nýtileg. Sama er að segja um kver þetta, að það er við alþýðu hæfi. það á víst að vera, og er að vísu, aðalkostur kvers þessa, að það er alþýðlega ritað, hefir hið Ijettara og auðveldara (t. a. m. veikar beygingar á uudan sterkum) á undan hinu þungskildara. Heppilegt kynni að hafa verið, að fylla eigi blaðsíður með beýgingum, þar eð þær munu liggja ljóst fyrir flestum, ef á þær er bent. Hljóðfræðin er mjög ó- fullkomin. Orðamyndunarfræði og máls- greinaskipunarfræði hafa helzt til lítið rúm. Tvær prjedikanir til minningar um útkomu nýjatestamevtisins á íslenzku fyrir 850 ár- um, fluttar á júbílhátíð út af þeim atburði * söfnuðum innan hins lúterska kirkjufje- lags Islendinga % Vesticrheimi sunnudaginn 26. okt. 1890. Iívík (ísaf.prentsm.) 1891, 87 bls. í S.] Arið 1884 í júnímánuði var hjer á landi haldin að tilhlutan kirkjustjórnarinnar 300 ára minning þess, að heilög ritmng kom út á íslenzka tungu (Guðbrands-biflía), og hefir þá og án efa hvervetna verið minnzt Odds lögmanns Gottskálkssonar (f 1556), erfyrst- ur braut ísinn á siðbótartímanum með helg- ar þýðingar. Bræður vorir fyrir bandan haf hafa fundið hvöt til að halda hátíðlega minn- ing þýðingar Odds á nýjatestamentinu, er kom út í Hróarskeldu 44 árum fyrr en Guð- brands-biflía (1540), 350 árum árum (eða 7 fimmtíundum ára) eptir útkomuþess. þaðsýnir kirkjulegan áhuga forvígismanna þeirra þar vestra, er þeir láta eigi slíkt atvik ónotað til þess að reyna að vekja þjóðina, enda er það allmerkur atburður í kristnisögu lands vors, er vjer fengum fyrst íslenzka þýðing af nýja testamentinu öllu. Til minningar þessarar, sem haldin var samkvæmt ályktan kirkjuþingsins, valdi forseti kirkjufjelagsins dag 1 námunda við þann dag, er talinn er afmælisdagur siðbótarinnar á þýzkalandi, er bar upp á 2. vetrardag, og kann að vera, að meðfram hafi vakað fyrir honum sú hug- mynd, að Islendingar ætti »að gera vetrar- byrjanina á hverju ári að virkilegri hátíð», því að »vetrardýrðin er vor aðaldýrð» eptir skoðan hans. Höfundar þessara tveggja prjedikana eru þeir Jón Bjarnason og Eriðrik J. Bergmann, hinir ötulu kappar íslenzk-lútersku kirkj- unnar fyrir vestan haf. J. B. hefir valið sjer að texta Lúk. 1,78—79: um ljós (Ijóss- uppkomu) af hæðum. Hann dregur upp hrikalega, en þó náttúrlega mynd af hinu andlega og pólítiska niðurlægingarlífi voru á liðnum öldum, af myrkri og málleysi þjóð- arinnar fyrir siðaskiptin og af vaxandi eymd hennar upp frá því. Hann gerir ef til vill helzt til mikið úr myrkrinu fyrir siðaskipt- in. það var óneitanlega farið að skíma dá- lítið, áður en Oddur Gottskálksson greip í siðbótarstrenginn. það má minnast á Stefán biskup (1491—1518), er bæði var mennta- maður sjálfur og menntafrömuður og hinn siðvandasti biskup. Ögmundur biskup (1521 —42) unni og menntum og framaði þær, og hafði menntamenn sjer við hönd, svo sem Odd Gottskálksson sjálfan, — og telja má það sem nokkurs konar morgunbjarma upp- rennandi bókmennta, er Jón Arason biskup, hinn stórkostlegasti íslendingur sinnar tíðar,. svo sem J. B. kannast við, kom á fót prent- smiðju í biskupsríki sínu. J. B. verður nokkuð starsýnt á 17. öldina, á náttmyrkur hennar og næturljós, einkum af því að hún framleiddi Hallgrím Pjetursson. En mun það einungis hafa verið myrkur aldarinnar,.. er framleiddi hann ? Vjer hyggjum sann- ara, að sálmakveðskaparljós það, er kvikn- aði með siðbótarhöfundunum hjer á landi,, hafi smámsaman orðið skærra, eigi sökum vaxanda myrkurs, heldur fyrir eðlilega fram- för og meðfram fyrir vaxandi kynning á fornmenntum vorum, unz það varð einna skærast í Passíusálmum H. P. En síðan tók það ljós að daprast aptur, eigi sökum vaxandi birti, heldur fyrir eðlilega rás, þvf að ágætisritverk, hverrar tegundar sem eru„ skapa eptirstælingar, og þá er apturför vís, er eigi er sífelld viðleitni á að skapa sjálfur og taka öðrum fram. það virðist eigi vera. fjarstætt skoðan J. B., eða eðlileg afleiðing af skoðan hans, að það sje vottur um yfir- gnæfanda myrkur vorrar tíðar, að vjer eig- um nú uppi ágætt sálmaskáld. En þó að-- margt sje skuggalegt, nær það engri átt. Prjedikan Er. B. er út af Jóh. 6,68—69 r »orð eilífs lífs». Hann sýnir fram á, að> þótt »orð eilífs lífs» eða nýja testamentið,. væri birt á vora tungu 1540 — áður höfðum vjer eigi á íslenzku nema guðspjöllin og nokkrar aðrar greinar N. T.—, náði það eigi þegar almennt að uppljóma hjörtu alls þorra. alþýðu, eigi að stórum mun £fyr en eptir nokkra tugi ára, eða jafnvel eigi fyr en nokkrum mannsöldrum síðar. Tróarlíf 17, aldarinnar skoðar hann sem »sólskinsblett í; heiði»— hann sjer þar þó dagsljós, eigi tómfe, næturljós —, og ætlar það bera ægishjálm yfir öllum öldum, er yfir oss hafa líðið^ Mætur hans á 17. öldinni eru af sömu rót runnar og hjá J. B. — hann nefnir og hinm mikla ræðuskörung Jón Vídalín (f 1720) —, En glampinn af brennum galdramanna, er einkennir 17. öldina, er allt aDnað en unaðs- legur og fagur. þá minnist Fr. B. á »skyn- semistrú 18. aldarinnar», er barst hingað- fyrir síðustu aldamót, og alstaðar »kafnaði í sfnu eigin andleysi», nema á Islandi, og þá á nýja vantrúaröldu, er á síðasta manns- aldri hafi runnið saman við hana. Kemur hann þar að vanda nokkuð ómjúkt við kauu kirkjunnar hjá oss nú, en reynir þó að fara um þau læknishöndum, því að í síðasta kafla prjedikunarinnar bendir hann með glöggsæi á eymdarútvegu þeirra manna, er hafna kristindóminum. Hvortveggja prestanna hefir valið sjer vel viðeiganda umtálsefni og farið vel með það. Báðar prjedikanirnar eru vekjandi og fræð- andi, hin fyrri ef til vill meir vekjandi, en, hin síðari meir fræðandi. Báðar eru þess vel verðar, að þær sje lesnar, því að lestur þeirra getur orðið bæði til yndis og uppbyggingar. E. Enn um timburhús og torfbæi- Svar til hr. E. J. Pálssonar. f>að er varla ómaksius vert um slátt eða fráfærur að gegna svari þínu til mín í 48, tbl. Isafoldar, enda varla þörf, því sjálfur játar þú, að áætlun þín muni máske ekki alls kostar rjett, um kostnað á timburhús- byggingum; sumt hefði verið vantalið, en það hafi ekki gert svo mikið til, því hjer hafi einungis verið um samanburð að ræða, timburhúsbygging borin saman við ramm- skakka áætlun um torfbæjarbyggingu; þetta . eyfi jeg mjer að segja, úr því þú segist byggja áætlun þína um kostnað á torfveggja- byggingu eptir minni fyrirsögn ; það er rjett, þú spurðir mig næstl. vetur um, hvað kosta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.