Ísafold - 05.09.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.09.1891, Blaðsíða 1
ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til ótgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. iCemu. ót á miðvikudögum og !«ugardögum. Verð irg. (um too arka) 4 kr.; erlendisS kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. XVIII. 71. || Heiðraðir kaupendur Isafold- ar, sem enn eiga blaðið óborgað, áminnast um, að gjalddagi var 15. júlí í sumar, fyrir nær 2 mánuðum. Skyndileg verðhækkun á matvöru- Með seglskipi, setn hingað kom 1 gær frá Khöfn, eptir 15 daga ferð, barst sú frjett í blöðum og brjefum, að kornvara hefir hækk- að stórum f verði á skömmu bragði, einkum ntgur og rúgmjöl. Eúgur var þá, 18. f. m. í Khöfn kominn upp í 22|-kr., riigmjölí23kr., og bankabygg í 21 kr. Orsökin er útflutningsbann, er Eússakeis- ari hefir látið tit ganga, gegn því, að nokk- ur ögn af rúgi eða rúgmjöli sje tíutt þar úr landi í sumar. jpar hefir verið mikill upp- skerubrestur og hallæri því yfir vofandi og sumstaðar þegar í garð gengið í því afar- víðlenda og geysi-fólksmarga ríki. Eru voða- legar sögur af ástandi lýðsins þar í sumum hjeruðum. J>ar við bætist, að vegna stórvægilegra rigninga og hrakviðra síðan á leið sumar hefir litið illa út með uppskeru eða upp- skera brugðizt meira eða minna í ýmsum öðrum löndutn álfunnar, og er Danmörk þar á meðal. Harðast kemur útflutningsbann þetta nið- ur á f>jóðverjum, og hjeldu þeir fyrsc jafn- vel að það væri í hefndarskyni gert fyrir meinbægni af þeirra hendi í peningaverzl- unarviðskiptum þeirra við Eússa og út af hinum og þessum nábúakrit. En það sann- aðist brátt, að bannið átti brýna nauðsyn við að styðjast, þar sem var hallærið. Að J>jóðverja muni um það, að fá ekkert hár af korni frá Eússlandi hjeðan af á þessu ári, má fara nærri um á þessum tölum. Arið 1889 fengu jpjóðverjar aðflutt af rúgi....................... 10,599,300 tnr þar af var rússneskur rúgur 9,346,570 •— Arið 1890 aðfluttur rúgur alls 8,764,480 — þar af rússneskur . . 7,573,800 — Fyrri helming ársins 1891 að- fluttur rúgur alls . . 3,496,010 — þar af rússneskur rúgur . 3,147,640 — Sum blöð,—þýzk—, sýna fram á, að lengi muni þó varla þurfa að kvíða hættulegum afleiðingum af þessu útflutningsbanni frá Eússlandi, vegna þess, hve samgöngufæri eru orðin fullkomin nú um hinn menntaða heim, í samanburði við það sem áður var, svo að bæta má nú upp á skömmu bragði mat- vörubrest nærri hvar sem er, með aðflutn- ingum einhversstaðar frá í heiminum, hvar sem varan fæst. Benda þau á það dæmi, að 1880 hafi eigi flutzt frá Kússlandi nema 1 milj. tunnur af hveiti, sama sem ekki neitt við það sem vandi er til, og frá Indía- löndum alls ekki neitt; en þá hafi Ameríka Reykjavík, laugardaginn 5- sept. snarað inn á heimsmarkaðinn í einni svipan 4 miljónum tunna af hveiti. Auk þess telja þau litlar líkur til, að Eússastjórn geti, þó fegin vilji, haldið útflutningsbanninu fram til lengdar, vegna þess, að það muni baga hana svo í peningaverzlunarviðskiptum við önnur ríki. Aðrar útlendar frjettir. Svo er að sjá, sem mjög fátt hafi frjett- næmt við borið þann hálfa mánuð, er liðið hafði frá því póstskip lagði af stað hingað síðast og þangað til þetta seglskip byrjaði ferð sína. Uppreisninin í Chile í Suður-Amríku heldur áfram og má enn eigi á milli sjá, hvorum betur muni vegna að lokum. I Portúgal voru óeirðir nokkrar eða upp- þot af þjóðvaldsvinum, en svo sem ekkert ágengt orðið. Herskipaflotinn frakkneski var á heimleið aptur frá Eússlandi eptir hinar miklu fagn- aðarviðtökur þar, en ekki þykir sem neitt bandalag sje fullráðið með Frökkum og Bússum þrátt fyrir öll þau vinalæti. A því leikur þó varla nokkur efi, að ef í ó- frið slær við þrenningarsambandið (þýzka- land—Austurríki—Italíu), þá muni Bússar og Frakkar á einu bandi; og segja fróðir menn, að þá muni leikslok mjög undir því komin, að hvorum England hallar sjer sjer eða hvort það lætur þá voðalegu viðureign hlutlausa. Einkamálum hefur Bretastjórn engum bundizt við þrenningarsambandið; það þykjast menn geta fullyrt. En hitt er haft fyrir satt, að Salisbury lávarður hafi heitið Itölum að styðja þá, ef raska skyldi þeirri skipun, er nú er á Miðjarðarhafslönd- um, og mundi því herfloti Breta skerast í leikinn, ef Frakkar rjeðust að Itölum með sínu skipaliði. þýzkur hermálarithöfundnr hefir gert þann mannjöfnuð milli þessara þjóða, stór- veldanna sex, er kemur til vígafla á sjó, að minnst kveði að herskipaflota Austurrík- ismanna; þá sje þýzki flotinn, hinn rúss- neski og hinn ítalski hjer um bil jaínvígir, en hinn frakkneski tveggja maki þeirra hvers um sig, en herskipafloti Breta þeim mun mestur, að hann sje tveggja maki slíkra sem frakkneska flotans. Englendingar eiga alls 711 herskip, þar á meðal 78 bryndreka. Frakkar eiga 402 herskip, þar á meðal 41 bryndreka. Italir 252 herskip, þar af rúma 20 bryn- dreka. Austurríki 129 herskip, þar á meðal 15 bryndreka. þýzkaland 78 herskip, þar af 27 bryn- dreka. Bússland 174 herskip í Eystrasalti, þar af 35 bryndreka. því veldur mismunandi stærð, styrkleiki 1891 og útbúnaður skipanna, að ekki verður í samanburðinum farið nær því eingöngu ept- ir skipafjöldanum. Bússar eiga og nokkurn flota í Svarta- hafi, en hans búast menn við þeir geti eigi haft nein not þegar til kemur, með því að honum verði eigi leyfð útganga um Dar- danella-sund. Eigi Eússar og Frakkar að kljást við þjóðverja eina í Eystrasalti, þykjast menn vita, að þeir, þjóðverjar, fái eigi rönd við reist; en komi Englengar þar nærri, þjóð- verjum í vil, þá muni hinir enga hamingju sækja í þær greipar. “Nýjasta laxafriðunar-hringlið* Herra ritstjóri! — Leyfið mjer að fara nokkrum orðum um greinina : »Nýjasta laxa- friðunar-hringlið« í seinasta tölublaði »ísa- foldar». Höfundur greinarinnar er óánægður mað frumvarp það til laga um friðun á laxi, sem alþingi hefir fallizt á í sumar, og ber tvennt til þess. Höfundurinn telur frumvarpið ó- heppilegt og 4. gr. þess ekki samkvæma vorum gildandi lögum. Um fyrra atriðið skal jeg ekkert segja, því að jeg er efninu of ókunnungur, til þess að geta lagt orð í belg um það. þar á móti skal jeg leyfa mjer að minnast lítið eitt á seinna atriðið. 4. gr. frumvarpsins hljóðar, eptir tilvitnun höfundarins, þannig : »Hverjum manni er heimilt að skjóta sel og styggja í ám, árósum og fyrir ósamynn- um, eina mílu út frá þeim, þar sem lax fer um; þó má ekki raska þinglesinni friðun eggvera eða selalátra frá 1. maí til 1. júlí ár hvert«. Höfundurinn segir, «að þingið hafi farið talsvert leugra en hæfilegt var« með því að orða greinina þannig. A hverju byggir nú höfundurinn þennan dóm sinn ? Hann byggir dóm sinn í fyrsta lagi á því, að þingið hafi með 4. gr. frum- varpsins »numið úr gildi þær ákvarðanir hinna núgildandi veiðilaga, sem heimila land- eiganda allan veiðirjett á landi og svo langt út frá landi, að 60 faðmar sjeu frá stór- straums-fjörumáli«. — þetta er ekki rjett. Tilskipun 20. júní 1849, sem höfundur mun eiga við, stendur óhögguð að öðru leyti en því, að selurinn er ófriðhelgur í ám, árósum og fyrir ósamynnum, eina mílu út frá þeirn, þar sem lax fer um. Oll önnur veiði en selveiði ér því framvegis, eins og áður, ó- heimil öðrum en landeiganda bæði á landi og 60 faðma út frá landi, og selveiöi er ekki öllum frjáls hvar sem er. Eins og 4. gr. kveður á, er selveiði að eins heimil öðrum en landeiganda í ám, árós- um og fyrir ósamynnum, eina mílu út frá þeim, en ekki annarsstaðar, og þar næst er selveiði ekki frjáls í öllum ám, árósum eða fyrir öllum ósamynnum, eina mílu út frá þeim, heldur að eins þar sem lax fer um. 4.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.