Ísafold - 05.09.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.09.1891, Blaðsíða 2
282 gr. frumvarpsins hefir þvf að eins numið tilsk. 20. júní 1849 úr gildi að því leyti, sem selveiði verður frjáls á þeim stöðum, sem greinin tiltekur, og það var þinginu full- komlega heimilt, enda er altítt, að löggjafar- valdið breyti eidri lagaákvæðum. þingið hefir þess vegna ekki farið »lengra en hæfilegt var«, þótt það hafi breytt tilsk. 20. júní 1849 í þessu efni. Höfundurinn byggir dóm sinn í öðru lagi á því, að »skýlausu boðorði stjórnarskrár- innar«, þ. e. 50. gr., sje hnekkt; en 50. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar þannig : »Eignar- rjetturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenn- ing8þörf krefji; þarf til þess lagaboð og komi fullt verð fyrir«. í fljótu bragði kann nú að sýnast svo, sem höfundurinn hafi hjer rjett fyrir sjer. Veiðirjetturinn er að vísu ekki »eignarrjett- ur« í þessa orðs ströngum skilningi, en 50. gr. stjórnarskrárinnar brúkar heldur ekki orðið »eignarrjettur» í þeim skilningi; að svo miklu leyti er þess vegna ekkert því til fyrirstöðu, að höfundurinn hafi á rjettu að standa um ósamkvæmni 4. gr. frumvarpsins við 50. gr. stjórnarskrárinnar; og þó er ekki svo. Höfundurinn misskilur ákvæði 50. gr. í 8tjóroarskránni um að»fullt verð komi fyrir«, þegar einhver er skyldaður til þess að láta af hendi eign sína. þetta ákvæði á að eins við, þegar eignarrjettur einstaklingsins eða einstakra manna er skertur, en alls ekki þegar eignarrjettur allra hlutaðeigenda er takmarkaður. þinginu var þannig lagalega fullkomlega heimilt að orða 4. gr. frumvarpsins eins og hún er. Annað mál er, að greinin kann að koma hart niður á ýmsum. Lárus bjarnason. Ölfusárbrúin. Vistaflutningar og »hressingar« ganga nú hjeðan austur að brúarstæði, til þess að hinn væntanlegi mannfjöldi þar vígsludaginn þurfi eigi að fasta. Líklega koma og einhverjar byrgðir frá Eyrarbakka, þar sem svo skammt er á milli. Til kl. 11 f. h. á þriðjudaginn (8. þ. m.) er mælt að aðkomumenn vestan að og sunnan muni eiga kost á að nota brúna austur yfir, gangandi, eptir ráðstöfun hr. Tryggva Gunnarssonar, og verði hún að eins lokuð upp frá því til kl. 2, að hún verður opnuð fyrir fullt og allt, til umferðar fyrir menn og skepnur. Miltisdrep. Eyrir skömmu hafa drep- izt 4 kýr á einum bæ í Mosfellssveit (Hraða- staðakoti?) úr miltisdrepi. Víst er ekki, að það stafi af útlendum húðum, en þó full- kominn grunur um það, beinlínis eða óbein- línis. Við umræðurnar um þar að lútandi laga- frumvarp á þingi í sumar var frá því skýrt, af landshöfðingja og dr. J. Jónasson, að dýralækningaráðið í Khöfn hefði kennt það ráð til að eyða sóttnæmi í útlendum húð- nm, að láta þær liggja niður í legi af 1 hluta klórkalks og 3 hlutum vatns. því miður mun alþýða verða sein til að fylgja því ráði almennt og dyggilega. En hitt ætti ekki að vera nein ofærlun, að varast að bleyta slíkar húðir öðru vísi en í rennandi vatni og þar sem skepnur komast ekki að. Aðalpóstleið um Húnavatnsýslu- Amtsráðið fyrir norðan hefur á fundi sínum ^ vor enn tekið það mál til íhugunar, og meiri hlutinn »eigi getað fallið frá áliti |sínu, er ofan á varð hjá því« í fyrra, en það var að hallast að efri vegarstefnunni, þeirri er A. Siwerson vegfræðingur hafði mælt með: frá Stóru-Giljá að Eeykjum á Reykjabraut þá meðfram Svínavatn að austan og svo- kölluðum Múla að Tunguvaði og Löngumýr- arferju við Blöndu og yfir Svartá í Svartár- dal, en eigi fram hjá Tindum að Holtastaða- ferju. — Eins og kunnugt er, hafði sýslu- nefndinni í Húnavatnssýslu snúizt hugur og hún samþykkt á fundi í vetur með öllum atkv. gegn einu nýja vegarstefnu: frá Stóru- Giljá ofan að Blönduósi, yfir Blöndu við Neðri-Klif, þar sem gott er brúarstæði, og svo upp Langadalinn að Gili í Svartárdal. Amtsráðið segir, að vega- og brúargerð á Blönduósleiðinni. þ. e. frá Stóru-Giljá út að Blönduósi, þar yfir Blöudu og síðan upp Langadal alla leið að Gili í Svartárdal mundi verða að minnsta kost 7,300 kr. dýrari heldur en Svínavatnsvegarstefnan, með brú- argjörð yfir Blöndu þar fremra, er A. Siwer- son gerði áætlun um að kosta mundi alls 95,000 kr., enda mundi ytri vegurinn um Blönduós verða 1 rnílu lengri, eða 4J míla alls, en hinn ekki nema 3J míla. »það sem mælir með Blönduósveginum, er það«, segir amtsráðið, »að hann liggur hentugt við fyrir allmarga sýslubúa, og svo er brúargerð ódýrari þar og hægra hvað flutning á brúarefni snertir en á fremri veginum. »það sem mælir á móti, er það, að þessi leið er krókur, og vegagerð dýrari en á hinum veginum, meðfram Svínavatni, og að örðugleikar eru á því, að leggja veg um Æsustaðaskriðurnar og víðar í Langadal#. þetta langvinna þrætumál mun vera ó- ldjáð um af landshöfðingja, þ. e. óúrskurð- uð vegarstefnan. Próf í hljóðfæraslætti. Fyrir skömmu var jeg ásamt nokkrum bæjarbúum áheyr- andi þar sem frú Jlnna Pjetursson hjelt próf yfir nokkrum unglingum, stúlkum og drengj- um um 20 að tölu, sem notið höfðu tilsagn- ar hennar i að leika á »fortepíanó« hin síð- ari árin. Unglingar þessir reyndnst leika sjerlega vel, eptir aldri hvers um sig að dæma. Eðli- lega eru hæfileikar unglinganna mjög mis- jafnir, en sum þeirra fóru svo vel með efni laganna, sem þau ljeku, að furðu gegndi, þegar litið er til aldurs þeirra og þroska. Svo ljek og ein frú og nokkrar eldri náms- meyjar, sem höfðu notið sömu kennslu, og fengið mikla æfingu. það sem einkenndi þetta próf, var það, að unglingarnir reyndu kunnáttu sína svo blátt áfram og óþvingað, eins og þau væru heima hjá sjer, þótt margir ókunnir væru viðstadd- ir, sem eðlilega stafar af því stillta, einarð- lega, en móðurlega viðmóti, sem unglingarn- ir eiga að venjast hjá kennaranum. Mjer þykir vert að geta þessa prófs, þar sem frú Pjetursson hefur unnið með hinni mestu ástundun um mörg ár við kennsluna, án þess að menn svo að segja hafi tekið eptir því, þótt árangurinn sje auðsjáanlega mikill. Björn Kristjánsson. 600-ára-afmæligleraugnanna œaetti halda þetta ar. Sá, sem fann þau upp, ár- ið 1291, var ítalskur aðalsmaður og hjet Salvini Armato. Hann ljezt 1317. Eraman af voru glerin hengd ueðan í hattbarðið. A fimmtándu öld var hitt ráðið upp tekið, að tylla þeim á nefið. 200 miljónum króna á ári nema út- gjöld bæjarsjóðs í París. það eru um 90 kr. á hvert mannsbarn í borginni. J>að er helm- ingi meira að tiltölu heldur en í Berlín og- Vín. Meira en þriðjungur af þessum 200' miljónum fer til þess að gjalda leigu og af- borgun af skuldum bæjarins, er nema ná- lægt 1400 miljónum króna, og stafa að' miklu leyti frá keisaraöldinni, stjórnarárum Napóleons III., er eyðsla til að prýða borg- ina m. m. gekk fram úr hófi, og í annam stað frá byltingunni í París 1871, er upp- reisnarmenn brenndu og brutu fjöldamörg stórhýsi og mikils háttar mannvirki borgar- innar, er hún hefir þurft að reisa við- aptur. Af þessum 90 kr. eða 125 frönkum á mann. fara 12 frankar til lögreglu (alls konar), 3: fr. til hreinlætis, þar á meðal til að dreifa vatni á strætin til hollustu, til að eyða ryki o. þ. h. Til ljósa er varið 3£ fr. á mann^ og £ fr. til bruuabótatryggingar. Til kennslu er varið 10 fr. a mann, og öðrum 10 fr. til spítala og fátækramála, 8—10 fr. til við- halds á vegum og stætum, 5 fr. til að leggja, ný stræti o. s. frv. Bæjarbúar fá mikið í aðra hönd fyrir útsvör sín. Bærinn hefir- mikinn sæg af skólum, prýðilega úr garði gerðum á allan hátt, svo fyrirmynd þykir, og er öll kennsla þar ókeypis. Sömuleiðis. er bærinn prýðilega Ijósaður. Meðan »gas« var haft til að lýsa borgir, var París allra, bæja bezt ljósum prýdd; nú er hún búin að. koma sjer upp svo öflugri og vandaðri raf- magnslýsingu, að það ber langt af öllum stórborgum heimsins. — þannig fer bæjar- stjórnin í París með valdi sínu, þótt opt sje henni hallmælt, fyrir öfgar í stjórnar- skoðunum o. fl. Meira en tíræður Pólverji, Imet- setzky að nafni, kom í vor til Pjeturs- borgar austan úr Síberíu. Hann er 103. ára gamall. Hannhaíði verið með Napóle- oni keisara mikla á herför hans til Eússlands, 1812, í fylgiliðasveit hans, þá 24 ára gamall, var handtekinn af Eússum í orustunni við Beresina 27. nóv. 1812, þá líf af Eússa- keisara og gerðist hans maður. En 1831 tók hann þátt í hinni miklu uppreisn Pól- verja gegn Rússum og var þá dæmdur í 20* ára þrælkunarvinnu í gullnámum í Síberíu. Að þeirn tíma liðnum fekk hann leyfi keis- ara að hverfa heim aptur frá Síberíu, en hagnýtti sjer eigi þetta leyfi fyr en nú. Hann bar riddarakross heiðursfylkingarinn- ar, er Napóleon mikli hafði nælt sjálfur á, brjóst honum eptir orustuna við Wagram í Austurriki 6. júlí 1809. Af landsyfirrjettardómi þeim, er hjer fer- á eptir, vona jeg að allir geti sjeð, hve á- stæðulaus og lítt viturleg málsókn sú var, er verzlunarstjóri Eggert Laxdal á Akur-. eyri hóf gegn mjer í vetur, og hve þýðing- arlítið var fyrir hann að hlaupa til að aug- lýsa undirrjettardóminn í »Lýð« sáluga. Oddeyri, 7. ágúst 1891. A. Pjetursson. Útskript úr dómabók hins kgl. ísl. landsyfirrjettar. * , * ... . * Ár 1891, mánudagmn hmn 8. júnímánað- ar var í landsyfirdóminum í málinu nr. 6/1891 Árni Pjetursson gegn Eggert Laxdal kveðinn upp svofelldur Dómur: Atvik máls þessa eru þau, að í október- mánuði síðastliðnum var áfrýjandinn, kaup- maður á Akureyri, Arni Pjetursson, stadd- ur í búð eða á heimili verzlunarborgara. nokkurs á Akureyri, og tók þá upp á því— án þess það sjáist á rnálinu, hver tilgangur hans var mpð því — að mæla með vínanda- mæli styrkleika brennivíns, er borgarinn átti þar á flösku og hafði keypt hjá stefnda, verzlunarstjóra Eggert Laxdal á Akureyri, en við mælinguna voru viðstaddir borgarinn og 2 ; menn aðrir, og leit annar þessara síðarnefndu á mælinn með áfrýjandanum, og kom þéim saman um, að brennivínið væri liðlega 6^°. Mæling þessi og sú niðurstaða, er á henni varð, barst nú til eyrna stefnda, og með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.