Ísafold - 10.10.1891, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.10.1891, Blaðsíða 4
324 Kristján Ó. f>orgrimsson, skrifstofustjóri fyrir almenning, flytur mál fyrir undirrjetti, skrifar sátta- kærur, semur samninga, innheimtir skuldir og gegnir öðrum málaflutningsmannsstörfum Skrifstofan er í Kirkjustræti, nr. 10, og er opin hvern virkan dag kl. 11—12 f. h. og 4—5 e. h. FUNDARBOÐ, Síðari ársfundur Búnaðarfjelags Seltjarn- arnesshrepps verður að forfallalausu haldinn í barnaskólahúsi hreppsins laugardaginn 17. þ. m. kl. 12. Lambastöðum 9. okt. 1891. Ingj. Sigurðsson, skrifari fjel. W h i s k y % 4^" Verzlun Eyþórs Felixsonar s e 1 u r : ^ TheEdinburgold.ord. Whisky.fr. i,25fl w Old. Scotch Whisky Genuine - i,oo - ^ x m Whisky Tvær aðrar dýrari tegundir af Whisky Kr. 1,60—1,80 fl. rt Án flösku 12 aur- minna hver w flaska, einnig talsverður af - k* > sláttur sje mikið keypt í einu. «<! Whisky-tegundir þessar eru mikið góðar. & W h i s k y ^ Til sölu er nýlegt, rúmgott og vandað hús í miðj- um bænum. Menn snúi sjer til yfirrjettar- málflutningsmanns Lárusar Bjarnasonar í Aðalstræti nr. 7. Bókaverzl. ísafoldarprentsm. (Austurstræti 8) hefir til sölu allar nýlegar íslenzkar bækur útgefnar hjer á landi. „Sameiningin‘‘, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristin- dómi Islendinga, gefið út af hinu ev.lút- kirkjufjegi í Vestrheimi og prentað í Winnipeg. Bitstjóri Jón Bjarnason. Verð í Vestrheimil doll. árg., á Islandi nærri því helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prent- an og útgjorð allri. Eina kirkjulega tíma- ritið á íslenzku. 6. árgangr byrjaði íMarz 1891. Eæst í bókaverzlan Sigurðar Krist- jánssonar í Beykjavík og hjá ýmsum mönn- um víðsvegur um allt and. Ný sölubuð! Undirskrifaður er nú fluttur í hiis Ólafs gullsmiðs Sveinssonar, Austurstræti 5,og sel- þar með fleiru vörur þær, sem auglýstar voru í síðasta blaði Isafoldar. Jón pórðarson. 5. Austurstræti 5. Páll Einarsson, yfirrj ettarmálaflutningsmaður, flytur mál fyrir undir- og yfirrjetti, skrifar sáttakærur, semur samninga, innheimtir j skuldir og gegnir öðrum málaflutniiig^manns- störfum. Skrifstofan er í Austurstræci nr. 16 og er opin hvern virkan dag, kl. 11—12 f. h. og 4—5 e. h. Kirkjublaðið, októbernúmer: 1. Til himna er gott að hefja sýn (kvæði). 2. Trúrækni og kirkjulíf fyr meir, eptir síra þorkel Bjarnason. 3. ísl. kristniboð. 4. Samtal (milli ýmsra og ritstjórans). 5. Barnauppfræðingin í kristindómi (við sjávarsíðuna sunnanlands) o. fl. Kirkjublaðið pantist hjá prestum og bók- sölum. ogútg.þórh. Bjarnarsyni í Bvík. Verð árgangsins 1892 1 kr. 50 a. TAPAZT hefur svartkinnótt hryssa, með blett á vinstri nára, mark: sýlt bæði og og tveir bitar aptan bæði. Finnandi skili til Benidikts Samsonarsonar í Skálholtskoti í sex undanfarin ár hefi jeg þjáðzt af megnum veikindum á sálunni, og hefi jeg brúkað ýms meðöl, en ekkert hefur dugað, þar til nú fyrir 5 vikum að jeg fór að brúka »Kína-lífs-elixír« Valdimars Petersen frá Eriðrikshöfn; brá þá strax svo við, að jeg fór að geta sofið reglulega, og þegar jeg var búinn að brúka 3 flöskur, var jeg orðinn talsvert betri, og hefi þá von, að jeg með framhaldandi brúkun verði albata; þetta er mjer sönn ánægja að votta. Staddur i Keykjavík 12. júní 1891. Pjetur Bjarnason frá LaiiUnKoti. Vottorð þetta er gefið af fúsum vilja og fullri ráðdeild. L. Pálsson. prakt. læknir. LEIÐABVÍSIB TIL LÍFSÁBYBGÐAB fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Forngripasafnið opið hvern ravd. op ld. k) 1—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12__2 útlán md„ mvd. og ld. kí. 2 -3 Málþráðarstöðvar opnar 1 Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl. 8—g, io—2 Og 3—5. Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 6—6 Veðurathuganir i R.vik, eptir Dr. J. Jónassen okt. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt. á nótt. umhd. fm. em. fm. | em. Mvd. 7. + 3 + 9 729.0 726.4 A. h d A h d Fd. 8. + H + 10 729.0 736.6 Ahd 0 d Fsd. 9. + 1 + « 73b.6 731.5 0 b Nhb Ld. 10 + 1 734.1 0 d Hinn 7. og 8. var hjer austangola og dimmur í lopti, við og við með regnskúrum; h. 9. var hjer fegúrsta veður, gekk til norð- urs um hádegi, hægur. I dag (10.) logn en dimmur í morgun. Bitstjóri Björn J01 .ason cand. phil. Prentsmið,,a lsafoldar. . 1 löb að senda Abraham fjelaga sinn á fund Hallvarðs og beiðast viðtakna af honum. Spöruðu þeir eigi Abraham, hversu sem til tækist, og skyldi hann reyna að stela peningum Hallvarðs Abraham ljezt þess albúinn og treysti hann í hvívetna stel- vísi sinni, og fór hann á fund Hallvarðs og beiddist viðtöku. Hallvarður tók við honum og var Abraham með honum um hríð og vann baki brotnu. En svo fór honum sem Eyvindi, að aldrei komst hann að, hvar peningar Hallvarðs voru, hversu hnýsinn sem hann var og slýngur við stuldi. Nennti Abra- ham þá eigi lengur að vinna fyrir gíg og vildi á braut verða og strjúka sem fyrst. það fann Hallvarður brátt, yfir hverju hann bjó og hvert erindi hans var. Sagði hann honum það og sýndi honum peningana. Voru þeir í bóli því, er Abrabam hafði legið í, og hafði hann sofið á þeim. Bjeð Hallvarður honum að fara þess eigi optar á leit, nema hann vildi, að verr færi. Hafði Abraham það heilræði og fór svo búinn aptur til Eyvindar. 22. kap. Hallvaröur flytur hval Jóns lögmanns. Hallvarður keypti nálægt þessum tíma að Ólafi lögrjettu- manni Jónssyni á Eyri í Seyðisfirði skip eitt gamalt, er hann hafði hafc til hvalveiða og Gnoð hjet. Hafði Ólafur verið ærið fengsæll hvalskutlari á fyrri árum sínum, en gerðist nú gamlaður mjög. Hafði Hallvarður skip það opt til sjófara sinna, og er sagt, að mjög bætti hann að því. Sjálfur var Hallvarður skipasmiður mikill, og höfðu menn trú á, að eng- um þeim skipum hlekktist á, er hann smíðaði. það ætla menn, að nálægt þessum dögum færi hann byggðum í Skjalda- 159 bjarnarvík í Strandarsýslu, en að engu finnst þá getið Jóns bróður hans, og er helzt að sjá, að hann væri þá andaður eða frá sjóförum með einhverjum hætti. Talið er, að Hall- varður flytti sig á Gnoð með þorgerði ráðskonu sína í Skjalda- bjarnarvík, sem hann hafði keypt. Jón, sonur Ólafs lögsagn- ara og lögrjettumanns á Eyri, fjekk vísilögmannsdæmi og bjó um hrfð í Miðhúsum á Beykjanesi. Hann átti þorbjörgu Bjarnadóttur sýslumanns á þingeyrum Halldórssonar. Nær þessum tíma var það, að hval rak að Dröngura, að því er talið er. Keypti Jón vísilögmaður þar hval eigi all-lítinn. En fyrir því að Jóni þótti ervitt að koma þeim hval að sjer, þá falaði hann af Hallvarði að flytja hvalinn til sín sjóveg. Tók Hallvarður lítið undir það í fyrstu, en tók þó eigi af með öllu. Maður hjet þorsteinn og var Böðvarsson, kallaður skenkur, Barðstrendingur einn, óreiðumaður og þjófur, og varð hann sekur þar um. Var honum lýst á Skálanesþingi og sú lýsing lesin á alþingi; þvi varhann »skenkur« kallaðnr, að opt stal hann því á einum bæ, sem hann gaf á hinum. Hann var lftill vexti heldur, en röskur til sumra hluta, einkum til sláttar og sjófara. Mælt er, að þorsteinn væri um hríð með Fjalla-Eyvindi. Stundum hafði og Hallvarður leyft honum skjól með sjer. Sökum þess að nú var eigi við kostur Jóns, bróður Hallvarðs, er flestir ætla, að þá væri látinn, þá tók Hallvarður þorstein með sjer að flytja hvalinn. Eigi voru aðrir hásetar hans. Og er Hallvarður hugði, að sjógæftir mundu haldast umfstund, steig hann á Gnoð og þeir þorsteinn. Mælt er, að vel byggi Hallvarður sig út í ferð þá. Sótti hann hvalinn að Dröngum og hjelt svo vestur fyrir Strandir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.