Ísafold - 14.10.1891, Síða 1

Ísafold - 14.10.1891, Síða 1
Kleraur át á miðvikudögum og laugardögum. Verð árg. (ura ioo arka) 4 kr.; erlendis5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. JXVIII. 82. Reykjavík, miðvikudaginn 14- okt. 1891 . Hvanneyrin og Hvanneyr- arskólinn. Hver, sem sjer þá jörð, Hvanneyri, hlýt- mr að sjá þar undir eins í huganum stór- Isostlegt fyrirmyndarbú, að minnsta kost.i hið mesta kúabú á landinu. Eða hvað ann- að á að gjöra við þær 7—800 dagsláttur af ■ljómandi fallegu engi, er byrjar rjett við túnfótinn og nær niður að firði og að Hvítá, rastar-vítt á tvær hendur að kalla má, helrn- ingurinn á að gizka með töðugæfu grasi sjálfsánu og sjálfræktuðu (flæði-engi) ? Auk túns, sem er nokkrir tugir dagsláttna, að meðtöldum hjáleigum og næstu kirkjujörð, •er á tún saman við|heimajörðina, en gæti vitanlega verið tvöfalt eða þrefalt stærra, -og, það sem mest er um vert, ekki karga- þýfi, eins og það er nú mestallt, heldur ■eintóm sljetta, með tvöföldu töðufalli á við ‘það sem nú er. Og þó nógir hagar eptir fyrir stórgripi mörgum, mörgum tugum sam- an. En vilji Hvanneyrarbóndinn hafa sauða- bú að sama skapi, svo sem 1000 fjár eða þaðan af rneir, þá á eignin útjarðir, heldur 'tvær en eina, fáeinar bæjarleiðir í burtu, •sem eru beztu sauðfjárjarðir. þar við bæt- ist laxveiði í Hvítá, laxveiði í Andakílsá, laxveiði í Grímsá, er liggja á þrjá vegu að Hvanneyrarlandi eða nálægt því. Kistu- Köfði heitir tangi í Hvanneyrarlandi, er geng- ur fram á milli Borgarfjarðar og Andakíls. Með svo sem 30 faðma löngum garði yfir •eiðið fyrir ofan höfðann er hann orðinn að friðuðu varplandi, með ágætum skjólum, livömmum og lautum, þar sem hlyti að mega koma upp stórkostlegu æðarvarpi með tímanum. það hefir verið dálítið varp langt á landi upp í Hvanneyrarlandi, í vatnshólma þar, í Vatnshamravatni; einn af hínum mörgu fyrirmyndarbúmönnum, er verið hafa á Hvanneyri að undanförnu, lógaði því með því að jeta á hverju vori hvert egg, er þar var orpið! Svona lítur jörðin út eins og hún er, en það er með öðrum orðum: hjer um bil eins og náttúrán hefir við hana skilið. því það sem mannshöndin hefir við hana átt til um- bóta, er svo smávægilegt enn sem komið er, í samanburði við það sem gjöra má og gjöra á, að varla sjer högg á vatni. Fáein- ir smáblettir sljettaðir í túnum, mest rein- ar til þess að gjöra akfært um það með áburð og annað, og fáeinir skurðir grafnir um engjarnar. það er ekki lítið af frum- býling, á örfáum árum, er skólastjóri Sveinn Sveinsson hefir haft jörðina; en það er nærri því eins og ekki neitt af því, sem af er að taka. Öðrum jarðabótum er þar eigi til að dreifa en hans. Meðferðinni á jörðinni áður verður eigi öðru vísi betur lýst en að geta um hólinn rjett fyrir neðan hlaðvarp- ann. Hann er sem sje mannvirki, hóllinn sá. það hefir verið unnið að honum manns- aldur eptir mannsaldur, eins og að pýra- mídunum á Egiptalandi í fornöld. Heföi hann verið lengra frá bænum, er sízt fyrir að synja, að hann hefði orðið haugrjúfandi fornfræðiugum vorum að bráð fyrir margt löngu. Bofinn er hann nú að vísu, ekki af fornfræðing og ekki til að leita að hálffún- um hnútum forfeðra vorra eða gulli og ger- semum, er lagðar hafi verið í haug með þeim, heldur af búfræðing, bóndanum, sem nú er á Hvanneyri, og þó eigi árangurslaust. því hann farm þar gnægð þess fjemætis, en hann og allir góðir búmenn telja gulls í- gildi, en það er ágætur áburður. Hóllinn var sem sje ekki annað en vall- gróinn mykjuhaugur ! Amtmannshaugur er hóllinn kallaður. Hvanneyri var amtmannssetur nokkur ár snemma á öldinni, ein8 og kunnugt er, Ste- fáns amtmanns Ólafssonar Stephensens, er bjó þar stórbúi, err lrklega ekki eptir kenn- ingum búfræðinga nú á tímum, sje það satt, að hóllinn sje fyrst undir kominn á hans dögum, sem er alls óvíst, þrátt fyrir nafnið; því það getur mikið vel stafað af hinni al- kunnu ótrú alþýðu á búhyggindum höfðingja og hótfyndni við þá, ef þeir fara að gefa sig við hennar iðju án þess að reynast þeir afburðamenn í þeirri grein, er samsvari hefð- arsæti þeirra í þjóðfjelaginu. En hvað sem því líður, þá er hitt víst, að eptirmenn þess nafnkennda höíðingja, síðari ábúendur Hvanneyrar, hafa lagt trúlega sinn skerf í þetta veglega minningarmark íslenzks fyrir- myndarbúskapar. það er kunnugra en frá þurfi að segja, að farið hefir heldur lítið frægðar- eða fyr- irmyndarorð af búskapnum á Hvanneyri, síðan skólabúið var sett þar á stofn, á al- mennings kostnað. A hvaða rökum sá orð- rómur muni vera byggður, mun mega nokk- uð marka á því, er borið var út í fyrra að allur garðávöxtur af búinu hefði ónýtzt í fyrra haust fyrir heimskulega geymsluaðferð, um eða yfir 100 tunnur, þótt sannleikurinn væri sá, að alls ein £ tunna af meira en 100 skemmdist! Að búskapnum hjá Sveini skólastjóra sje í engu ábótavant, er eigi ó- kunnugra að fullyrða. En það getur rit- stjóri Isafoldar borið um, með því hann hefir ferðazt nýlega um Borgarfjörð og átt þar tal við allmarga hina merkustu menn, að flestum þeirra liggja mikið vel orð til Sveins og að þeir gjöra sjer góðar vonir um þrif og viðgang búsins og skólans undir hans stjórn. Óorðið mun mega rekja mest til eins óvildarmanns hans og stofnunarinnar, og í sama streng taka þá þeir, sem eru svo hugsunarlausir og óoærgætnir, að ætlast til, að úr því að á Hvanneyri á að verða fyrir- myndarbú og stórbú með tímanum, og úr því að »hið opinbera leggi bústjóranum allt upp í hendurnar«, þá skuli allt, smátt og stórt, vera fyrirmynd þar þegar í stað. þessa hins sama hafa menn ætlazt til undír eins af hinum búnaðarskólastofnununum, og nítt þær óðara, meira og minna, er þær full- nægðu eigi þeim kröfum þegar fyrstu árin. það sem Hvanneyrarstofnunina bagar sjer- staklega, er mikils til of lítill og Ijelegur bústofn. Að vísu eru þar 10 kýr í fjósi og nokkur ungviði og geldneyti; en hvað er það á við það sem ætti að vera og þyrfti að vera til þess að búið yrði alménnilega sjálfbjarga? Að öðru leyti er reglulegt kotbú á þessu höfuðbóli: 40—50 kindur fullorðnar og 4 drógar. Hestaleysið hefir kostað það í sum- ar, að kaupa að 100 hesta dagsverk, hjá nágrönnunum, auðvitað að eins eptir þeirra hentisemi, og þá, ef til vill, á óhentugasta tíma fyrir Hvanneyrarbóndann. Kostnað- urinn til að koma stofnuninni á legg hefir farið mestur til þess, auk jarðarkaupanna, að koma upp þessum íbúðarhúskofa, er þar var reistur fyrsta árið, af timbri. En af tvennu illu virðist hitt þó hefði verið bærilegra, að notast við gömlu moldarkofana, þótt lítt nýtir væri, 1—2 ár, og kaupa heldur al- mennilegan bústofn, sem ekki hefði verið lengi að gefa af sjer húsverðið og meira til. Búmannlegra hefði það þótt. En bæði því og öðru búskapnum viðvíkjandi munu yfir- boðarar skólastjóra hafa ráðið fullt eins mikið og hann, einkum amtsráðið. En að ætla að stjórna búi á Hvanneyri úr Beykja- vík, — það er lítið ráð. Annaðhvort er að taka sjer annan bústjóra, eða láta hann ráða sem mestu; þá verður hans vegurinn og vandinn. Nú hefir húsið verið haft svo lítið, að þegar á þessu hausti hefir rekið að því, að synja varð piltum viðtöku í skólann vegna rúmleysis. þar éru nú 8 lærisveinar og fleirum er eltki hægt að koma fyrir.—Annars sýnir sú aðsókn síður en eigi vantraust á skólanum eða kennaranum, nú þegar hann er búinn að sýna sig nokkuð; en meðal lærisveinanna eru mikils háttar manna og mjög góðra búmanna synir. Heybyrgðir eru nú á Hvanneyri 2000 hestar, þar af 300 fyrningar. Geta skepn- ur þær, er búið á, naumast eytt helming af þeim heyjaforða í vetur, hvað vel sem með þær er farið. Ur görðum hafa fengizt í sumar 50 tunnur af gulrófum og 20 tunnur af kartöflura, auk ýmis konar kálmetis. Garðræktin mun vera í mjög góðu lagi. Að túnasljettum er nú unnið þar af kappi í haust. Verði eigi látið dragast of lengi að auka bústofninn hæfilega, og fari allt skaplega um stofnun þessa, verður gaman að koma að Hvanneyri eptir 20—30 ár, fyrir þá sem þá lifa. þá ætti túnið að vera orðið allt ein

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.