Ísafold - 14.10.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.10.1891, Blaðsíða 3
327 ng, sem skólinn getur veitt, nægi til alls þess, sem sjómannastaðan krefst; hitt væri eigi síður áríðandi, að venjast sjómennsku á þilskipum og það rækilega; það yrði að vera hvort með öðru, ef vel ætti að fara. Fjárkaupaskipið Lalande, Zöllners, lagði af stað hjeðan 10. þ. m. að kvöldi til EDglands, með 2440 fjár og 138 hesta. Af íjenu voru 1560 úr Borgarfirði, vel helming- ur veturgamalt, hitt sauðir, flestir tvævetur, og eitthvað af gelduni ám, um 600 frá pönt- unarfjelagsmönnum, keypt þó fyrir peninga nú, en hitt keypt af kaupmönnum á Akra- nesi, þeim Magnúsi Olafssyni og bræðrunum Ottesen, en þeir höfðu aptur fengið það upp í skuldir. Fyrir fjárkaupunum stóð alþing- ismaður Jón Jónsson frá Eeykjum. fiann keypti og hestana, á 40—80 kr., flesta í Borgar- firði, en fáeina fyrir norðan. Af fjárfarminum voru 880 frá Kaupfjelagi Arnesinga, allt eða mestallt sauðir, tvævetrir og eldri, og sendi fjelagið þá á sína ábyrgð til sölu á Englandi fyrir milligöngu Zöllners, eins og að undan- förnu. Aflabrögð- A Akranesi var róið alla vikuna sem leið, og fengust allt að 150 í hlut á dag, af þyrskling og stútung, optast um 100, bæði djúpt og grunnt, en smærra á grunni. Síðan á helgi mun ekki hafa gefið þar. Hjer á Inn-nesjum gaf að róa þrjá daga vikunnar, og fiskaðist sæmilega, 30, 40 og 50 í hlut, mest þyrsklingur. Viðlíka afla er að frjetta í syðri veiðistöðum, allt iir Garð- sjó inn á Strönd. Gsezlustjóri við Söfnunarsjóðinn er af andshöfðingja settur yfirdómari Jón Jensson, í stað amtm. sál. E. Th. Jónassen. Skipstrand(?)- Eitt af fjárkaupaskip- um Zöllners í Newcastle, gufuskipið Avocet, rakst á sker eða stein á Húnaflóa á leið inn til Borðeyrar 5. þ. m. og laskaðist eitt- hvað lítils háttar, ekki þó meira en svo, að skipstjóri ætlaði að fara á því aptur frá Borðeyri nieð sauðnfarm, yfir 4000, en vjel- meistara þótti óvarlegt og aftók það. Fjeð var frá Pöntunarfjelagi Dalamanna og Strandasýslu, fyrir vörur þangað. Formað- ur fjelagsins, hr. Torfi Bjarnason skóla- stjóri í Ulafsdal, brá þegar við suður til Reykjavíkur og náði þar í annað fjarkaupa- skip Zöllners, »Lalande«, og pantaði með því annað skip til að taka fjeð. pykir sennilegt, að þá verði um leíð sendir menn og tæki til að gera við hið laskaða skip, er liggur á Borðeyri, svo það verði hafíært, heldur en að það verði gert að strandi. Fjárverzlunin- Sjö farma af sauðfje hefir Zöllner sótt hingað til lands í haust, að þeim meðtöldum, er bíður á Borðeyri eptir nýju skipi, í stað þess, er laskaðist: 1 úr Skagafirði og Húnavatnssýslu austan Blöndu, rúm 2000; 2 af Eyjafirði, úr þeirri sýslu og þingeyjar, samtaka um 8000 fjár; I af Seyðisfirði, um 3000, 1 af Vopnafirði og Fáskrúðsfirði, að eins 1600, og 1 af suð- urlandi (Rvík). Mikið af þessu fje hafa pöntunarfjelögin sent fyrir eigin reikning; sumt hafa kaupmenn sent á sama hátt, t. d. Örum & Wulff frá Vopnafirði og Fá- skrúðsfirði, en sumt keypt fyrir peninga, er ganga aptur fyrir hinar pöntuðu vörur. Hef- ir peningaverðið verið hjer syðra 8 — 10 kr. fyrir veturgamalt, meðalverð rúmar 9 kr., og fyrir tvævetra sauði 11—14 kr., meðai- verð ríflega 13 kr. Með »Lalande« komu þær frjettir hingað um daginn, að af öðrum sauðafarminum af Eyjafirði, er kom til Liverpool um síðustu mánaðamót, hafi vænstu sauðirnir úr ping- eyjarsýslu selzt þar á 14—15 kr. að kosfcu- aði frádregnum. Hjá Coghill, er kaupir að eins 1 farm, um 2f þú?., er verðið 9—10 kr. fyrir vefcur- gamalt, og 13—14 fyrir tvævetra sauði og eldri; tekur eigi nema vænsta fje. Fyrir vestan, í Dalasýslu, Snæfellsness og víðar, hafa breiðfirzkir kaupmenn, frá Stykk- ishólmi o. s. frv., keypt fje í haust eða rjettara sagt tekið upp í skuldir, fyrir þetta reikningsverð: veturgamalt fje fyrir 9, 10 og II kr. (aðalverð 10 kr.), tvæveturt fyrir 13 —14 kr., hæst, og gamla sauði fyrir 18 kr. hæst. Borgfirzku kaupmennirnir hafa og tölu- verða fjártöku, til niðurskurðar og söltunar þeir Böðvar kaupm. þorvaldsson á Akranesi og Thor Jensen í Borgarnesi ferma í sam- einingu skip, norskt, »Henrik Wergeland«, er í þarf yfir 3000 fjár, og Brydesverzlun í Borgarfirði (Páll Jóhannesson) annað skip er á að taka afurðir af 1800 fjár. þeir gefa meira fyrir en peningakaupmennirnir,. 1—2 kr. meira fyrir hverja kind hjer um bil, fyrir gamla sauði jafnvel 20 kr. þeir kaupa og talsvert af mylkum ám, fyrir 7 —9 kr. Hjer í Reykjavík hefir fjárverzlun gengið / nokkuð dræmt til þessa. Búizt við tals- verðum rekstrum úr Arnessýslu og Rangár- valla, og sumir komnir; um þær sveitir von- laust um fjártöku, nema það sem pantað< var eða borgað var fyrirfram með vörum af einstöku kaupmönnum handa Coghill, en þeir urðu nú að reyna að koma út öðruvísi, líklega helzt við Reykvíkinga. Kjötverð er hjer í bænum 16, 18 og 20 a. Leiðarvisir isafoldar. 813. Hvern rjett hefi jeg sera fjehirðir sveit- arsjóðs? og hverjar skyldur hefi jeg að rækja sem fjehirðir aðrar en þær, að taka á móti fje því,. sem fátækrasjóðnum f'ellur til og greiðist, og ann- ars vegar að borga úr fátækrasjóði þær upphæð- ir, sem hreppsnefndin ávísar til útborgunar? Sv.: Skyldur og rjettindi fjehirðis sveitarsjóðs- fara að nokkiu leyti eptir samkomulagi við' hreppsnefnd cg umboði því, er hún gefur hon- um. Sjálfsagt er honum skylt eigi að eins að hirða tekjur sveitarsjóðsins, heldur og að inn- heimta þær á rjettum tíma, og að sjálísögðu hefir hann rjett til að heimta sveitargjöld með' lögtaki, ef þau greiðast eigi skilvíslega. 814. Er jeg sem fjehirðir skyldur til þess að' greiða úr rnínum vasa þær útborganir fátækra- sjóðs, sem falla í gjalddaga áður en nokkuð fje fátækrasjóðsins er koraið inn til mín? Sv.: Hafi fjehirðinnn vanrækt að innheimta fátækragjöld í tæka tíð, þá verður honum skylt að hlaupa tindir bagga með sveitinni um út- borganir. £n hafi hreppsnefndin vanrækt að leggja á. fyrir nauðsynlegum útgjöldum, þar tiL er útsvör falla næst í gjalddaga, verður henni en eigi fjehirði sjerstaklega, að vera skylt að. vera í útvegum um fje það, er við þarf'. TAPAZT hefir hinn 9. þ. m. 10 krónu gullpeningur á Strandgötunni. Finnandi er beðinn að halda honum til skila á afgr.stofu ísaf., mót fundarlaunum. 164 hann heldur til vina. Eitt sinn var Hallvarður við Arnes- kirkju, og sat' á kirkjudyra-þröskuldi, með skorpinn skinn- stakk yfir höfði sjer. Og er honum tók eigi að geðjast ræða prests, sneri hann loks bakinu inn. Eptir prjedikan sagði Hallvarður við Magnús prest, að bæði hefði hann farið stel- andi og ljúgandi á stólnum f dag, því að þrjár tilvitnanir hans hefði verið rangar og frá öðrum teknar. Ekkert þakk- aði Hallvarður með jafnmiklum virtum sem prjedikan prest- um, ef honum gazt vel að. þetta er sögn Daða Níelssonar. 35. kap. Hallvaröur eyðir draugagangi. Svo bar við, að útlendir veiðamenn skutust á útí fyrir Höfn, og urðu nokkrir menn drepnir, en eigi er Ijóst, hverjar þjóðir það voru, eða hversu þeim viðskiptum lauk. það var litlu síðar, að tvö lfk rak í Rekavík. Jón er sá bóndi nefnd- ur, er þar bjó, og fann hann líkin, og tók hann af öðru þeirra hring, en hinu nokkuð fjemætt, og dysjaði þau síðan og gat eigi um. Eptir þetta þóttu þeir menn eigi kyrrir liggja, og koma á glugga á nóttum með buldri miklu og suðu, að því er Jón sagði, svo að hvorki fekk hann sofið nje kona hans, og aldrei þorðu þau á ferli að vera, er húma tók. Kölluðu menn þetta sjðdrauga, og kvaðu þá versta og skæð- asta, er flæður var sjávar, og það sagði Jón, að jafnun sækti þeir á að draga sig að dysinu. Lá honum nær vitfirringu sökum æðru þeirrar. Fór hann nú að hitta Hallvarð, og kvað hann það sýnt, að miklu mundi Jón um valda sjálfur og með höndum fje nokkuð, og færi svo jafnan, er menn rændi lík. Sagði bóndi þá sem var. Fór Hallvarður þá til Rekavíkur 161 sinni fylgd. Lögmaður galt Hallvarði silfur fyrir hvalflutn- inginn, og er þess eigi gefcið, að Hallvarður fyndi að því. þar seldi Hallvarður ferju sína Gnoð, og er svo að sjá, sem hana keypti Jón prestur að Stað á Reykjanesi Olafsson prests Eiríkssonar. Var það skip þar síðan lengi á hvolfi, og var matazt undir því á engjum. Hallvarður gekk þaðan norður heim. Eru þetta flest frásagnir Ingimundar hreppstjóra Grímssonar, er löngu síðar bjó að Miðhúsum. 33. kap. Hallvaröur kemur á lilaufastaöi. Jón hjet maður Kolbeinsson, er bjó á Klaufastöðum í Gufudalssveit. Guðbjörg hjet kona hans. Hallvarður kom opt á Klaufastaði og gisti þar, því að kunnleikur var á með þeim Jóni hónda. það var eitthvert sinn, að hann kom seint um kveld og settist á pallstokk. Ljós brann í baðstofunni, en skugga bar á, þar er Hallvarður sat. Guðbjörg mælti: »það er dimmt þarna, Hallvarður minn!« »Nú!« kvað Hallvarður »Mig gildir einu, þó að allir árarnir væri hjerna í kringum mig«. Er því frá þessu sagt, að sjá megi, hvað einrænulegur hann var og gjarn að ægja mönnum. það var og öðru sinni, að Hallvarður kom á Klaufastaði, er Guðbjörg var eigi heima, og beiddist drykkjar. Ingibjörg hjet dóttir Guðbjargar. Hún bar Hallvarði atta marka ask með súra blöndu. Hann tók við, renndi af, og rjetti meynni aptur askinn og mælti: »það var kljent, stúlka mín!« Bauð hún honum að bæta við hann en eigi þá hann það. Ingibjörg var móðir Sesselju, er átti fyrr Níels Sveinsson að Kleifum í Gilsfirði. Voru börn þeirra Jón, Sveinn prestur, Daði, er kallaði sig hinn gráa, en sumir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.