Ísafold - 14.10.1891, Síða 2

Ísafold - 14.10.1891, Síða 2
fiöt eða sljetta, hálfu grasgefnari en það er nú, og þar að auki helmingi stærra, og al- girt; engjar þurkaðar, þar sem þess þarf með; húsakynni mikil og góð, þar á meðal hlöður nógar, í stað heygarðanna, hins mesta tímaspillis á hverju búi og jarðar- spillis; kotin horfin, sem nú eru sum í túninu, og það með lífstíðarábúð og meiri áhöfn en á heimajörðinni og þar af leiðandi skaðræðiságangi á hana, svo að jafnvel jarðabætur verða eigi varðar skemmdum; en sum utan túns, og sitja þó þar fyrir helztu hlunnindum jarðarinnar. f>að hefir verið óárennilegt að koma að Hvanneyri, þegar skólinn var stofnaður þar, nú fyrir fám árum, að því leyti sém manna höndur og hyggjuvit höfðu þar um fjallað. J>að er góðra gjalda vert allt hvað eignin færist úr því flagi. f>að getur eigi gerzt í einni svipan, eins og töfrahöll Aladdíns, sem var reist á einni nóttu. Slíkt gerist í skáld- sögum, en eigi í mannlífinu eins og það er, sízt þar sem margt er við að stríða, eigi einungis nokkuð óblíð náttúra, heldur einn- ig heimska og hleypidómar gegn nytsam- legri nýbreytni og dyggilegri viðleitni á að gróðursetja þar vænlegan vísi til mikilsverðra búnaðarframfara, fyrir atorku og kunnáttu, er áður hefir ef til vill verið flag ómennsku og vankunnáttu. Nokknr orð, er Hallgrímur biskup Sveinsson talaði við setningu stýrimannaskólans. (Niðurl.). Ef vjer renndum huganum fram til vorr- ar eigin fornaldar, þá varð fyrir oss hið glæsilega frelsistímabil: landnámsöldin og sjálfstjórnaröldin. Skáldið sýndi oss í anda, hvernig „feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu (komu) austan um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit“, og hvernig „skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim“. þ>eir sem stóðu við stýrið eða við siglu og í lyptingu á þessum fríðu knörrum, voru íslenzkir menn eða menn, sem voru að gjör- ast Islendingar, ötulir menn og stórhuga, sem ekki ljetu sjer fyrir brjósti brenna að leggja út á hið sollna haf, án leiðarsteins- ins og allra þeirra áhalda, sem nú vísa sjó- manninum leið og greiða för hans yfir sjó- inn, hvort heldur þeir leituðu út hingað til að taka sjer bólfestu í frjálsu landi, eða þeir fóru að heiman í verzlunarerindum eða til að leita sjer fjár og frama, og vitjuðu að því búnu aptur heimkynnis síns. En frelsis- og frægðaröldin leið, og á hinum myrku og daufu miðöldum glataðist sjó- mennskudugnaðurinn eins og flest önnur manndáð. Menn sáu að vísu enn einhver skip snúa úr hafi að landi, en það voru eigi lengur íslenzkir menn, sem þeim stýrðu eða áttu varninginn, sem þau færðu, held- ur voru það útlendingar: Englendingar, |>jóðverjar, Hollendingar og Danir og enn fleiri þjóðir. Landsmenn sjálfir kunnu eigi lengur til sjómennsku og höfðu hvorki fjár- afla nje þrek lengur til að sækja og flytja nauðsynjar sínar yfir hafið, eigi heldur til að hagnýta sjer auðlegð sjávarins kring um strendur landsins, að ausa úr þeirri »gull- kistu«, sem svo hefir opt verið nefnd, held- ur ljetu erlendar þjóðir annast hvorttveggja, en sátu snauðir og kjarklitlir heima. Ætti nokkur lögun að verða á þessu ve- sala ástandi, var auðsætt, að óumflýjanlegt var, að kenna sjómennsku sonum landsins og að þessi kennsla yrði innlend. Um slíka innlenda sjómannakennslu var því farið að tala fyrir mörgum árum og stofnun sjó- mannaskólans komst á dagskrá alþingis fyrir rúmum 20 árum, að jeg ætla; en þótt bæði þingið, sem þá var einungis ráðgef- andi, og stjórnin fyllilega viðurkenndu nauð- syn þessarar stofnunar og hefðu sjálfsagt góðan vilja til að hlynna að málinu, þá gekk svo Elengi vel framan af, að skoðanir þings og stjórnar urðu nokkuð skiptar, að sitt sýndist hvorum og málinu miðaði ekk- ert áfram. Engu að síður fór þó landið ekki öldungis varhluta af sjómannamenntun á þessu tímabili, og var það einungis að þakka atorku og framtakssemi einstakra manna. þ>að var hjer sunnanlands hinn al- kunni dugnaðarmaður, þáverandi útvegs- bóndi og þilskipseigandi, núverandi kaup- maður Geir Zoéga hjer í Keykjavík, sem braut ísinn fyrstur manna og Ijet hjer á landi kenna ungum manni stýrimannafræði svo vel, að hann gat með lofi staðizt reglu- legt próf. þessi ungi maður, hinn núver- andi fasti kennari stýrimannaskólans, kenndi síðan í nokkur ár skemmri og lengri tíma að vetrinum eigi allfáum öðrum uugum mönnum, og var í þessu fólgin veruleg fram- för. Framan af fór þessi kennsla fram að öllu ieyti án tilhlutunar landsstjórnarinnar og án nokkurs styrks af almannafje; en þá fór hið löggefandi þing að veita málinu meiri athygli, og lagði síðan 1886 nokkurn fjárstyrk fram árlega til sjómannakennslu þeirrar, sem fram fór hjer í Keykjavík. jpessi kennsla, sem þannig hafði verið veitt hjer um nokkuð mörg ár, gat fullkomlega sýnt það tvennt, þótt hún væri bæði frem- ur stopul og að ýmsu leyti ófullkomin, sem ið var að búast: að veruleg þörf var á stofnun sjómannaskólans og að alls eigi var óvinnandi verk fyrir oss að koma honum á fót. Og þetta hefir nú loks heppnazt fyrir góða samvinnu þings og stjórnar: með lögum frá 22. mai 1890 er stofnaður fastur stýri- mannaskóli í Beykjavík, og það er þessi stofnun, sem vjer vígjum í dag, og nú á að fara að taka til starfa. Hið nauðsynlega fje er fengið, húsið er reist og útbúið hæfi- legum áhöldum og býður nú nemendum að veita þeim þá menntun, sem sjómaðurinn þarfnast til þess að geta með nægri þekk- ingu og á tryggilegan hátt stundað atvinnu sína og orðið landinu uppbyggilegur maður. Vjer viljum óska þess af heilum hug, að þessi þarfa stofnun megi ná sem mestum þroska, vexti og viðgangi, og fullnægja sem bezt ætlunarverki sínu, landi voru til hag- sældar. Vjer viljum óska, að bæði kennar- ar og nemendur megi hjer jafnan hafa það hugfast, hvað af þeim er heimtað, og gegna störfum sínum með fjörugum áhuga, stöð- ugri kostgæfni og skyldurækni og einbeittum vilja að gagna ættjörðu vorri. Kennararnir hafi það hugfast, að þeir eiga hjer að upp- ala og mennta nýja kynslóð, sem eigi verði eptirbátur hinnar frægu forfeðra að mann- dáð og kjarki í allri sjómennsku, en þurfi eigi að rekast í hafvillur, eins og títt var á fyrri dögum, ef óveður, stormar og dimm- viðri hröktu sjómanninn af rjettri leið, svo að hann vikum saman vissi eigi, hvar hann var staddur eða að hvaða strönd hann barst. Nemendurnir minnist þess, að þekking er vald, í hvert sinn sem þeir gangu inn í þetta hús, og láti sjer því annt um að afla sjer með iðni og kostgæfni þeirrar þekking- ar, sem veitir þeim að mörgu leyti vald yfir erfiðleikum þeim og tálmunum, sem þeir eiga við að stríða í rekstri atvinnu sinnar. |>eir gjöri sjer ljóst, að það er fagur sigur þekkingarinnar yfir mótstöðuafli höfuðskepn- anna, þegar eimskipin nú þjóta fram, knúin af afli vatnsgufunnar, með miklum hraða á. móti stormi og öldugangi, og hinn einbeitti vilji mannsins ryður honum þannig braut, þangað sem hann vill komast. Til þess að þessi þarfa stofnun megi verða landi og lýð til blessunar og tilætl- aðra nota og leggja sinn skerf fram til við- reisnar mikilvægum atvinnuvegi hjá oss, biðjum vjer algóðan guð að halda máttugri verndarhendi sinni yfir þessum skóla og blessa bæði kennendum og nemendum það. kennslustarf, sem hjer á fram að fara, og gefa því heillaríkan ávöxt fyrir fósturjörðu vora í bráð og lengd. — Að svo mæltu af- hendi jeg skóla þennan, hinn fyrsta fastaís- lenzka stýrimannaskcla, hinum fasta kenn- ara, sem við hann er skipaður. Verzlunarskóli Reykjavíkur tók til starfa 5. þ. m., með 17 nemendum og 7 kennendum, tímakennurum. Af nemendum eru 10 í neðri bekk, 7 í efri. Kennslugrein- ar hafa veriðjnefndar áður í ísafold. Auk þess eru fyrírlestrar haldnir í skólanum á hverju laugardagskvöldi, af ýmsum og um ýmisleg efni. Alþingi veitti styrk til skólans næsta fjárhagstímabil, eins og kunnugt er, 250 kr. hvort árið. Stýrimannaskólimi í Keykjavík var settur 1. þ. m., í viðurvist landshöfðingja, biskups, erjflutti ræðuþá, er birtist^hjerí blað- inu, hins setta amtmanns, rektors latínu- skólans og ýmsra annara, f hinni|nýju skóla- stofu, er forstöðumaður skólans,f kapt. Mark- tís F.f;Bjarnason, hefir reisa látið í sumar á sinn kostnað vestan við íbúðarhús sitt (»Doktorshúsið«), og er vandað lius og vel til hagað, með loptsvölum uppi á þakinu til afnota við tilsögn í mælingarfræði, t. d. að reikna sólarhæð o. fl. Kennslusalurinn er 9 álna breiður og 13 álna langur, og vel hátt undir lopt. Lærisveinar eru nú 11 við skólann, og von á 3 í viðbót í haust, ef eigi fleirum. Auk skólastjóra, sem kennir stýri- mannafræði og reikning 6 stundir á dag, hafa þessir tfmakennslu við skólann: adjunkt Geir T. Zoega í enshu, yfirrjettarmólfærslu- maður Láru3 Bjarnason í íslenzku, yfirrjett- armálfærslumaður Páll Einarsson í sjórjetti og prestaskólastúdent Ludvig Knudsen í. dönsku. Forstöðumaður skólsns tók það fram, er hann setti skólann, að með þeirri nytsömu menntunarstofnun væri fengin næg trygging fyrir því, að þilskipaútvegur vor gæti þrifizt og borið þann ávöxt, er lengi hefði þráður verið. Án menntaðra yfirmanna á þilskip- um gæti sá útvegur eigi komið að tilætluð- um notum; það hefði reynslan sýnt. Trygg- ur sjávarútvegur gæti eigi fengizt nema með þilskipaútvegi, og þar sem sjávarútveg- ur væri annar aðalatvinnuvegur landsins, þá ætti nú með stýrimannaskólanum að vakna almennur áhugi á máli þessu. Landið gæti eigi átt sjer neinna verulegra framfara von fyr en þilskipaútvegurinn væri kominn f rjett horf og vjer hefðum fengið vald yfir auðæfum sjávarins. Eptir því sem þekking skipstjóranna ykist, eptir því yrði meiri arða von af þilskipaeigninni. það sæist ljóst á því, að þilskip nú á dögum almeDnt öfluðu helmingi meira en áður og þar fram yfir. Skólastofnun væri dýrmæt gjöf frá fjárveit- ingar- og löggjafarvaldi landsins, menn ættu því að gjöra allt sitt til þess að hafa sem mest not af skólanum og sýna þar með þá þakklátsemi, sem skyldan býður manni að endurgjalda með öll góð verk. Eigi skyldu lærisveinar skólans þar fyrir ímynda sjer, að hin bóklega menntun og verklega þekk-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.