Ísafold - 17.10.1891, Síða 2

Ísafold - 17.10.1891, Síða 2
a30 eigi varpað á glæ fyrir ráðleysu og hand- Vömm. Aðfengnir verkfræðingar um stuttan tíma eru harla gagnslitlir á við það sem þeir geta orðið, og hljóta að verða, sjeu þeir vel vald- ir, ef þeir ílengjast hjer. Takist valið heppilega, svo sem segja má vafalaust um þá Hovdenak og Siwertson, þá eru þeir tapaðir óðara en þeir fara að kynnast, í stað þess að þá ríður hvað mest á að halda í slíka menn. Takist það miður, geta þeir orðið til tjóns og ekki annars. Bn því opt- ar sem þarf að vera að útvega slíka menn, því hættara er við að valið misheppnist. Enda er þeim, sem ráða eiga, ætlandi að leggja sig betur í framkróka um valið, er það á að verða til frambúðar, auk þess sem þá má til frekari varúðar ráða mann- inn að eins til bráðabirgða fyrst um sinn og festa hann eigi í embættinu nema hann reynist vel. Morðsaga. Með pósti að norðan nýkomnum frjettist voðaleg morðsaga og fáheyrð hjer á iandi. Stúlka frá Svartárkoti í Bárðardal fannst dauð í Svartá seint í f. m., og lá svo grunnt, að vatn fiaut eigi yfir vit hennar. Hefir morðinginn, ef satt reynist, setlað að leyna glæp sínum með því að draga líkið í ána, en eigi haft nógu djúpt á því til þess, að dauðinn gæti af druknan stafað. Hún hafði verið vanfær eptir vinnumann á öðrum bæ, er komið hafði að Svartárkoti og fengið hana til að fylgja sjer; fór hún með leyfi hús- móður sinnar, en kom aldrei aptur. Vinnu- maðurinn var þennan dag við fjárleitir upp með ánni, én hvarf þar hinum leitarmönn- unum og vissu þeir eigi hvert hann fór. Lagðist þegar grunur á manninn,. og var sent til sýslumanns og læknis til rannsókn- ar. í sjúkdómsforföllum hjeraðslæknis,Asgeirs Blöndal, krufði þorgrímur læknir Johnsen líkið og mun hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að stúlkan hafi verið kyrkt. Enda er mælt, að vinnumaðuriun hafi játað fyrir sýslumanni, Benid. Sveinssyni, að hann hafi kœft stúlkuna með klút sínum og vetlingum og dregið síðan líkið út í ána. Var þetta nýafstaðið, er póstar fóru um, og frjettin því ef til vill eigi fullskilmerki- leg eða óyggjandi. Um nokkur hreppanöfn á Islandi- Eptir Eggert Ó. Brím. (Niðurl.). Fyrrum hjet Kaldaðarnes (eða fyrir tillík- ing Kallaðarnes) í Steingrímsfirði vestur (svo sem í Flóa austur), er nú (nefnist og) skrif- ast Káldrananes. f>að er óefað bjöguð mynd, sprottin af misskilningi og rangri heimfærslu. Menn hafa eigi skilíð Kaldaðar-, sem sjálf- sagt er mannsnafn, en viljað setja bæjar- nafnið í samband við kuldalega náttúru og næðingsamt landslag. Vel færi á, að tekin væri upp eldri myndin Kaldaðar- (eða Kall- aðar-) í nafni bæjarins og hreppsins. Hiirðudals- er bjagað úr Hörðadals-. Dalur- inn dregur að sjáifsögðu nafn af Hörðum frá Hörðalandi í Noregi, en eigi beinlínis af Herði, er þá dalinn af Unni hinni djúpúðgu og fyrstur bjó þar. En vel má vera og þykir enda líklegt, að Hörður hafi verið hörðskur að uppruna, og að Harðar-n&ínið, sem hann, er kunnur undir, hafi upphflega verið auk- nefni, er táknað hafi átthaga hans, en aðal- nafnið sje týnt (sbr. Ketill raumr, hersir á- gætr í Baumsdal í Noregi: Landn., Vatnsd; hann hefir tekið nafn af átthögum sínum). I Hörðu- er ekkert vit, og er því einsætt að leiðrjetta það í Flörða-, og rita Hörðadals- (og eins ætti að skúiaHörðaból og Hörðaskúli, er nú er hvorttveggja bjagað til H'örðu-). Torfastaða- er rangnefni, en í Jarðab. er hreppurinn rjettnefndur Torfustaða-, og svo er bærinn nefndur í fornum ritum (Grettla, Finnb., þhr.). þar bjó Skáldtorfa, móðir Bersa skálds Skáld-torfusonar. Einsætc er að laga þessa villu, sem trautt hefir stuðn- ing í almennum framburði. Nú er bærinn tvískiptur (»efri« og »neðri«) og hreppurinu sömuleiðis (»ytri« og »fremri«). Skoradals- er latmæli fyrir Skorradals-. Skorri (ekki Skori) hjet sá maður, er fyrstur byggði dalinn. Sjálfsagt er að rita Skorra-, því að hvorki mun svo verða álitið, að sá framburður sje með öllu úreltur, enda skrifa Jarðab. ogBæjat. Skorrastaður. Samkvæmni heimtar, að hvorttveggja sje eins ritað. Eyða- er rangritan fyrir Eiða-, enda er bærinn rangnefndur Eiðar (eða ep.tir almenn- mennum nthætti Eyðar) fyrir Eið. Vonlegt þykir, að nemendur og lærisveinar Eiða- skólans leggi bráðum niður slíka rangritan, er við enga skynsemd hefir að styðjast, ef þeir eru eigi þegar búnir að því. Lundareykjadals- er ambögulegt orðskrípi, sem ekkert vit er í. Dalurinn hjet fyrrum »Beykja(r)dalur hinn syðri«, en síðan var tekið að kenna hann við einhvern helzta bæ sveitarinnar Lund (svo sem hinn nyrðræ dal við »Reykjaholt«), en engan veginn er hann kenndur við neinn lunda, svo sem rit- háttur bendir til. þetta [lúalega latmæli ætti aldrei að sjást í riti, en ávallt skyldi rita Lundarreykjadals-. Vallna- (Eyjafj. og Suðurm.) og Fellna- (Norður-m.) er óhafandi bögumálsbeyging, svo sem Vellir og Fell væri kvennkennd orð, fyrir Valla- og Fella-. það er með öllu rangt, svo sem gjört er 1 Jarðab. og Bæjat. (ekki í Jarðat.), að rita Hraunhreppur, Hvolhreppur, Neshreppur og Ogurhreppur í tveim orðum. þó að fleira kunni að vera athugavert við hreppanöfn á íslandi, verður hjer staðar að nema. „Matvörahækkunin". I grein með þeirri fyrirsögn, er birtist í blaði yðar, herra ritstjóri, 3. þ. mán., telj- ið þjer þessa hækkun, sem þjer auk þess álítið ónauðsynlega, »mjög tilfinnanlegt áfall fyrir allan hinn fátæka þurrabúðarmannalýð hjer við sjóinn«. — Jeg skal eigi fara út í þá sálma, hvort hækkun þessi hafi verið nauðsynleg eður eigi, en að eins geta þess, að hún hefir eigi, eins og þjer segið, náð til allra þurrabúðarmanna, því jeg fyrir mitt leyti hefi ekki hækkað matvöruverðið í haust hvorki við sjómenn á þilskipum mínum, nje við fasta verkamenn, sem hjá mjer hafa verið. A hinn bóginn hefi jeg eigi sjeð mjer- fært, að selja almennt matvöru með því verði, því að það hefði orðið til þeas, að jeg hefði á örstuttum tíma orðið matvörulaus,. og þannig eigi getað fullnægt þeim mönn- um, sem jeg ætlast til að sitji í fyrirrúmi; fyrir öðrum við verzlun mína. Jeg er eigi svo kunnugur öðrum verzlun- um, að jeg geti um það borið, hvort þær hafa að einhverju leyti látið matvöruverðið. halda sjer, en vel má það vera, þó jeg viti_ það eigi. Reykjavík 15. október 1891. G. Zo'éga. * ❖ * Aths. ritstj. það er satt að segja lítil leiðrjetting í þessari skýrslu hr. G. Z. það- mun engin nýlunda eða frábrigði frá því sem almennt gjörist, þótt kaupmenn láti þá, sem hjá þeim eru, fá «umar vörur með, vægara verði en aðra óviðkomandi rnenn. Hitt, að hann hefði átt illt með að halda í matvöruna, ef hann hefði eigi fært hana upp, það getur því að eins átt sjer stað, að hann sje háðari sínum innlendu skiptavinuru en almennt gjörist um kaupmenn; en það mun, vera öðru nær um hann. Annað mál hefði verið, ef hann hefði getað skýrt frá, að hann hefði aftekið að vera með í hinum almennu verðhækkunar- samtökum kaupmanna hjer um pláss í sum- ar undir eins og frjettin kom frá Kaup- mannahöfn um matvöruhækkunina vegna. útflutningsbannsins rússneska o. s. frv. Verzlunarmannafjelag Reykjavík- ur. Samkomur hófust í haust í þessu unga, efnilega fjelagi föstud. 9. þ. m. og flutti hr. Páll Melsteð þarmjögfróðlegan og skemmtileganfyr-. irlestur um fiandaríkin íNorðurameríku, sögu þeirra framan af. Mun hann halda áfram með sama efni: sögu Bandaríkjanna; í tveim- ur fyrirlestrum enn, er mjög marga mun fýsa að heyra, því allir vita, hver fyrirtaks- sögumaður hann er, málið hremt og fagurt meðferð efnisins hagleg og skemmtileg. Fje- lagið heldur samkomur á hverju föstudags- kvöldi í hótel Reykjavík og skemmta fjelags- menn sjer við lestur bóka og blaða, tafl, spil, samræður o. fl.; eu fyrirlestrar eiga að vera 2. og 3. hvert föstudagskvöld, ef við- verður komið og nógu margir fást til þess, en á það hafa ýmsir dregizt, þar á meðal nokkrir hinna færustu manna hjer í þeirri grein. — Formaður fjelagsins er kaupmaður Th. Thorsteinsson. Fjelagsmenn muu þegar orðnir um 40. Læknaskólinn- I>ar hefir enginn læri- sveinn við bætzt i haust, en 7 voru fyrir. f>rír í elztu deild: Jón Jónsson, Jón þor- valdsson og Olafur Finsen. Einn í miðdeild: Friðjón Jensson. f>rír í yngstu deild: Sigurður Pálsson,. Skúli Árnason og Vilh. Bernhöft. Prestaskólinn- f>ar eru nú 17 læri- sveinar eða eiga að verða,—einn er ókom- inn af Austfjörðum,—9 í efri deild og 8 í, neðri. jpessir eru í efri deildinni: Einar Pálsson,. Fillippus Magnús8on, Gísli Jónsson, Gísli Kjartansson, Kjartan Kjartanseon, Lúðvík Knudsen, ofeigur Vigfússon, Sigurður Jónsson, og Vilhjálmur Briem. En í neðri deildinni eru: Bjarni Símonar- son, Björn Blöndal, Björn Björnsson, Jes Gíslason, Júlíus f>órðarson, Magnús f>or- steinsson, Sveinn Guðmundsson, og Vigfús f>órðarson (ókominn). Latínuskólinn. f>ar er lærisveinatal- an nú 82, að meðtöldum 6 piltum, sem, munu vera á leiðinni austan úr Múlasýsl- um, sjóveg. Nýsveinar eru 20: fimmtán í' 1. bekk, fjórir í 2. og einn í 4. bekk. Thyra, strandferðaskipið, er ókomini hingað enn, en var komin á Sauðárkrók á rjettum tíma, 6. þ. m., að frjettin segir að. norðan.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.