Ísafold - 17.10.1891, Blaðsíða 3
331
Eyjafirði 1. okt.: Yorið var mjög þurrt,
svo ekki kom deigur dropi úr lopti frá j
Krossmessu og til 3. júlí, og jafnaðarlega
var kalt á nóttunni, svo gras spratt seint
og tún voru heldur í lakara lagi, þegar byrj-
að var að slá; en þá gjörði hina allra hag-
stæðustu heyskapartíð; vætudagar skiptust
svo hentuglega á við þurkdaga, að bæði
fengu menn rekju til að slá og þurk til að
hirða; og þessi tíð hjelzt þangað til fynr
tæpri viku. Sökum þessa hafa menn í þessu
byggðarlagi fengið bezta heyfeng bæði að
vöxtum og gæðum.
þegar í ágústmánuði komu frostnætur vio
og við, svo að náði enda 7 stigum á Celsius.
J>etta gerði miklar skemmdir á jarðeplavexti,
því að grasið fjell, og náði sjer ekki aptur.
Annað slys vildi jarðyrkjunni til í júnímán-
uði. Hinn 20. og 21. kom hjer ofsaveður
af suðvestri og sópaði burtu mestöllu úr
kálgörðum, en þá var nýbúið að sá eða
planta. það, sem eptir varð, spratt vel.
Sumstaðar fauk og til skemmda af jarðepl-
um.
Seinni part vorsins og fyrri part sumars-
ins var góður fiskiafli hjer út í firðinum og
fit á Olafsfirði, en lítið kom hjer inn á fjörð-
inn. Nú um langan tima má heita, að
verið hafi fiskilaust, lítið eitt hefir orðið vart
við síld, en ekki til neinna muna. Hákarla-
skúturnar hafa fengið dágóðan afla.
Sumarið hefir þannig verið mönnum gott
bæði til lands og sjávar, og það þvi fremur
sem heilbrigði manna hefir verið með bezta
móti.
þetta ár hefði því efalaust mátt telja
með einhverjum beztu árum, ef verzlunin,
hefði ekki orðið eins afleit eins og hún er.
Krarn eptir sumrinu var hún allgóð; en aðal-
verzlunin hjer hjá oss er á haustin, þegar
sauðasalan byrjar, og fæstir taka matvöru
nema rjett eptír því sem þeir eyða, þang-
að til á haustin. Fjárkaupamenn _ komu
hjer engir nema Coghill gamli. Hann vildi eigi
gefa nema 13 kr. fyrir tvævetran sauð; uin
eldri sauði er hjer naumast að tala. Hann
hafði fyrsta markaðinn ut i Svarfaðardal,
og vildu menn þar eigi selja fyrir þetta
verð. TJrðu jafnvel nokkrir til að ausa
fúkyrðum yfir Coghill fyrir það, að hann
vildi eigi kaupa sauðina dýrari; svo karl
firrtist við, og kvaðst aldrei mundikoma
þar framar. Var eigi laust við, að sum-
ir hjeraðsbúar kenndu Svarfdælum uni,
að eltkert hefði orðið af sauðakaupum nein-
staðar f sýslunni, því að Coghill hætti þá
við öll kaup hjer og fór burtu eins og hann
kom. En þess ber að gæta, að frjettirnar
voru svo nýjar um ársbrestinn ytra, þegar
markaðurinn var haldinn í Svarfaðardalnum,
að menn voru ekki farnir að tráa því, og
hjeldu þetta prett einn af Coghill, þar sem
hann var einn um kaupin; væntu og að
heldur mundi hann hækka verðið nokkuð
en fara burt með tómt skipið. En þeim
varð ekki úr því, sem ekki var við að bú-
ast. Sumir kaupmeun hjer keyptu nokkuð
af fje, en mikið af því upp í skuldir, og
borguðu að eins lítið í peningum. Menn bera
8Íg því mjög aumlega af peningaleysi; allir
höfðu búizt við sauðasölu hkt og vant er,
og ætlað sjer með þeim að borga peninga-
skuldir sínar, bæði jarðargjöld, pantanir, lán
o. fl. En nú stendur allt fast, og hvergi
fæst eyrir. Matvörukaup verða líklega að
mun minni en venð hafa, þar sem verð á
henni hækkaði hjer nyrðra líkt og er i'yrir
sunnan undir eins og frjettirnar komu út
hingað um ársbrestinn. Flestir munu því
reyna að halda eins mörgum skepnum og
þeir geta með nokkru móti komizt undan
að láta, því að heybirgðirnar eru nógar.
Kjötverðið er hjer nú 12, 14 og 16 a. pund-
ið, mör 20, gærur 25 a. pundið, og haustull
40—45.
Pöntunarmenn sendu nokkuð af sauðum
til Englands, en margur held jeg að sje
uggandi um, hvernig salan muni verða.
Nýtt lag á gufuskipum. I sumar
kom til Liverpool gufuskip austan um At-
lanzhaf, frá Norður-Ameríku, er mörgum
varð starsýnt á, vegna mjög frábreytilegs
sköpulags þess. |>að er hjer um bil í hvals-
líki. Hásetarnir amerísku kölluðu það »svíns-
trjónunginn«; þeir sögðu það væri eins og
svínstrýni framan og aptan. Sumir segja
það sje eins og hvolft saman tveimur ein-
trjáningsbátum indverskum. það er með
öðrum orðum eins og sívalur hólkur, lokað-
ur 1 báða enda og afsleppur, og er gufu-
vjelin í öðrum endanum, en hitt er allt
saman farmrúm. En ofan á skipinu eru
káetur á stólpum og aðrar vistarverur fyrir
skipshöfn og yfirmenn, m. m. Annars geng-
ur sjór viðstöðulaust yfir þilfarið eða bumb
skipsins, þann er upp veit, og sakar það
engan. Skipið er ailt af stáli gjört. það
kvað vera mjög óvalt í sjó, vegna þessarar
einkennilegu lögunar. Lík skip þessu í lagi,
en smærri miklu, hafa að sögn lengi verið
á gangi um stöðuvötn í Ameríku, en þetta
er hið fyrsta sinnar tegundar, er lagt hefir
út á Atlanzhaf. Gekk sú ferð prýðilega,
og þykir líklegt, að fleiri muni á eptir
koma.
Leiðarvísir ísafoldar.
815. Er jeg skyldur að gera rajer á minn
kostnað et til vill margar ferðir til gjaldandanna,
til þess að krefja þá um gjöld sin, jafnvel fyrir
lögákveðinn gjalddaga? Og er mjer skylt, án
enduigjalds, að verja þeim vörum, sem jeg hlýt
að taka í gjöldin, þó að það kosti mig mikla fyr-
irhöfn, í peninga, til þess að geta borgað áfallna
peningaskuld?
.Sv.-. það kemur eigi til mála að krefiast g.jalda
fyrir gjalddaga. En að öðru leyti brestur heim-
ild til að borga fyrir þá fyrirhöfn, er hjer um
ræðir. En l.ún ætti Ibil eða engin að þurfa að
vera, ef hreppsnefndin gerir upphaflega hverj-
um útsvarsgreiðanda að skyldu að greiða tiltölu-
lega hluta útsvars síns, miðað við peningaþörf
sveitartjelagsins, i peningum.
816. Siðastliðið ár tíundaði jeg 4.80 hdr. í
lausafje. Hreppsnefndaroddviti krafði mig um
84 auiaí lausafjárt und og kirkjuhaldari sömu-
leiðis um 84 a., en prestur þar á móti um enga
tíund, en þar á móti um dagsverk. Er allt þetta
rjett krafið? eða hvað ber mjer að gjalda hverj-
um fyrir sig af tiund minni?
Sv.: þar eð 4.80 hdr. nær eigi skiptitíund,
hverfur öll tiundin óskipt til sveitarsjóðs. Presti
ber dagsverk, en kirkjuhaldara ekkert í notum
tíundarinnar.
817. Jeg er búsettur maður. Er jeg skyldur
til þess að greiða prests- og kirkjugjald, og
sömuleiðis orgelgjald, sem mjer hefir eigi verið
gpfinn reikningur fyrir f tvö eða þrjú (eða fleiri),
ár, þó að mjer hafi eigi verið gefinn reikningur
yfir þau?
Sv.: Vanrækt gjaldtakanda á að gefa reikn-
inga leysir eigi gjaldanda frá gjaldskyldu, en
gjaldtakandi missir lögtaksrjett á skuldinni, ef
hennar er eigi krafizt innan árs frá gjalddaga.
818. Jeg er búsettur maður. Er jeg skyldur
að greiða sveitarútsvar mitt i peningum ?
Sv.: Sjálfsagt tiltölulega við aðra útsvarsgreið-
188
og sötraði í lögg. Síðan þakkaði hann beina við sig, og kall-
aði mikla brjóstbirtu verið hafa. þaðan gekk hann Línakra-
dal til Miðfjarðar, þá til Hrútafjarðar, og ljetti eigi fyr en hann
kom heim til Skjaldabjarnarvíkur.
28. kap. Frá sjóferöum Hallvarös.
Maður hjet Guðmundur og var Halldórsson. Hann bjó
á Kirkjubóli í Steingrímsfirði. Hann var formaður og kom
norðan af Gjögri úr veri. Sá hann bát fyrir Steingrímsfjarð-
armynni og engan mann á. En að stundu liðinni, þá er
þeir Guðmundur tóku róður að bátinum, reis maður upp og
tók til ára. Var það Hallvarður og hafði sofið. Eigi leið á
löngu. áður hann komst langt fram um þá Guðmund á sex
árar, og það þó þeir tæki að skerpa róðurinn. Lagðist þá
Hallvarður aptur til svefns, til þess er þeir nálguðust hann.
þá tok hann aðra skorpu, unz hann hvarf þeim. — það
var öðru sinni, að skipverjar á hákarlaskipi sáu bát »dymolta«
úti á miði og engan mann á. Eeru þeir að bátnum og kenndu,
að þar var Hallverður og svaf. Festu þeir þá bátinn við
sig. Litlu síðar reis Hallvarður upp og mælti: »Hafið sælir
gjört, skörnin ykkar! Síðan greip hann festina og vildi slíta,
en fjekk eigi. Eykkti hann síðan á í öðru sinni. Báðu þeir
hann þá að slíta ekki festina og höfðu heldur í skimpi. En
þá sleit hann togið og tók til ára og skildi þar með þeim. —
Sagnir eru um það, er Hallvarður barg Tma.
29. kap. Lok Hallvarös.
Jón hjet maður, er sagður var Arnason. Hann var fóstri
165
með bónda og gisti þar. Var það þá um nóttina, að draug-
arnir komu á glugga að vanda með buldri og ólátum. Hall-
varður tók þá hringinn, sem bóndi hafði tekið, og kastaði út
um gluggann. Mælt er, að hann kvæði um leið vísu á
hollenzka tungu,en eigi vitum vjer að greina hana. Öllu
öðru fleygði Hallvarður og út, er bóndi hafði af þeim tekið.
Hallvarður gisti þar aptur aðra nótt, og komu draugarnir þá
eigi heim. En sakir þess að sauðir bónda höfðu kornið nærri
dysinni um nóttina, lágu þeir þar þrír dauðir um morguninn.
|>á kvað Hallvarður það sýnt, að eigi vildu þeir á landi liggja,
er þeir væru útlendir, fór til og smíðaði kistu að líkunum,
gróf þau upp og kistulagði, en rak áður járnfleina fyrir
brjóst og iljar þeim, bar kistuna síðan rangsælis um dysina,
flutti á skip og reri síðan á sjó út og sökkti henni niður með
grjóti. Afreimdist síðan með öllu í Eekavík og þakkaði Jón
Hallvarði vel liðveizluna.
26. kap. Viöureign Hallvarös og Halldórs sýslumanns.
Halldór Jakobsson hjelt nú Strandasýslu sem áður er
talið. Galt Hallvarður honum lítt eða ekki skyldur sínar, og
kallaði hann lítt hæfan sýslumann, er hann gætti þess eins
að hoimta tekjur sínar, en vanrækti allt annað. Eigi sótti
Hallvarður heldur þing. Var þó, sem Halldór vildi litlu við
hann skipta, enda þótt Ralldór væri af sumum margvís
haldinn. Astríður kona Halldórs var hin fjegjarnasta. Hún
hvatti því Hallvarð bónda sinn fast til að ná rjetti sínum af
Hallvarði. Tjáði Halldóri þá eigi annað fyrir ákafa sakir
hennar, en ganga að tekjunum. Kom svo um síðir, að hann