Ísafold - 28.10.1891, Síða 1

Ísafold - 28.10.1891, Síða 1
K.emuí ót a miðvikudögum og laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kj. Borgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) buDdic u# áramót, ógildnema kom r. sjt til ótgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Awsturstrcsti R. IVin. 86 Reykjavík, miðvikudagiiiii 28- okt. 1891 Hinn íslenzki Spánarmarkaður. f>að ríður ekki við einteyming, bkeyting- -arleysið íslenaka og handvörnmin. Vjer höfum fengið smjörþefinn af því í %aust, hvernig búið er að fara með fjár- •markaðinn íslenzka á Englandi, í bráðina að minnsta kosti. Nú færir síðasta póstskip aðra fagnaðar- •og frægðarsöguna (!), af hinum íslenzka •Spánarmarkaði. það er brotaminnst að setja hjer strax kafla úr brjefi frá í f. m. frá fiskikaupmönn- um í Bilbao til viðskiptamanna þeirra í Kanpmannahöfn. Hann er sæmilega greini- legur vottur um, hvernig ástandið er orðið: »-----Earmana af »Jason«, »Axel« og »Bagnheiði« erum við nú farnir að flytja á land, og er hörmulegt að sjá, hvað sá fiskur er afleitur. Hann verður með engu móti talinn verzlunarvara eptir spænsk- um saltfisksmælikvarða, með því að hann •er fjarri öllu lagi til þess, og það er að gabba alveg kaupendurna, að selja fisk- inn með þeim skilmálum, er segir í kaup- gjörningsseðlinum, í stað þess að láta kaupendurna vita hreinskilnislega, hvern- ig fiskurinn er að gæðum í hvert sinn. Með slíku móti geta viðskipti við Islend- inga ekki byggzt á heilnæmum grundvelli, og nú kastar tólfunum; vjer gjörum oss eigi lengur að góðu, að bíða þannig stór- peningatjón fyrir það að vera alveg dreg- • nir á tálar. Vjer erum nú orðnir þreyttir á slíkri meðferð, og munum því haga kaupunum allt öðru vísi næsta ár; þjer getið full- vissað þá góðu íslendinga um það. Vjer ljetum auðvitað undir eins halda skoð- unargjörð á farminum í »Bagnheiði« og 'munum senda yður skjölin því viðvíkj- andi. Vjer erum nú fastráðnir í að láta skríða til skarar; vjer förum ekki fram á annað en rjettvísin heimtar. þjer gjörið svo vel að láta þá (N. N.) vita af þessu og segið þeim, hvers vjer krefjumst, og að vjer munum afdráttarlaust leita dóms og laga, ef oss er eigi sýnd sanngirni«. Kunnugir rnunu geta ættfært skipin 3, sem nefnd eru í brjefi þessu, og vita því, á hverjum skömmin skellur þar. Tilgangur- inn með þessum línum er eigi að varpa skugga á einstaka menn, sem auk þess eru auðvitað eigi einir valdir að þessu hneyksli, heldur hitt, að nota tækifærið til þess að reyna enn einu sinni að vekja alla hlutað- eigendur til alvarlegrar íhugunar um þetta • mál, og, ef auðið væri, einhverrar bragar- bótar. J>að er hraparlegt að heyra og sjá menn kenna guði og náttúrinni um fátækt lands- Vns og aumingjaskap, og geta þó sjálfum sjer um kennt eins áþreifanlega og hjer á sjer stað,—geta um kennt hjer um bil tómrí handvömm, kæruleysi og samvizkuleysi í viðskiptum. Eða hvað mörgura, ekki tugum, heldur hundruðum þúsunda króna mega menn -éigi búast við að landið sviptist af \erzl- unararði sinum jafnvel svo árum skiptir fyrir þessa handvömm: að verka fiskinn J hirðulauslega og verzla svo með hana svik- samlega á eptir? það var þó alvarleg ádrepa, sem bæði kaupmenn og bændur fengu í vor síðast, er dómurinn kom frá Spáni um fiskverkunina hjer í fyrra. þá lofaði þó margur bót og betrun eða eggjaði liver annan að minnsta kosti, um leið og þeir reyndu að skjóta skuldinni hver á annan. Nú sjáum vjer árangurinn. »Nú kastar tólfunnm«, segir í brjefinu frá Bilbao. J>að er með öðrum orðum: opt hefir illa látið, en aldrei sem í þetta sinn. Sjálfsagt verður nú, eins og vant er, byrj- að á því, að metast um, hverjum þessar háskalegu misfellur sje helzt að kenna. Bekspölurinn er þessi: kaupmenn kenna bændum, bændur kaupmöunum, og hvoru- tveggju vörumatsmönnuQum (»röguruuum«), en þeir aptur kaupmönnuuum. J>etta gengur svo í hring fram og aptur, með þeim sjálf- sagða árangri af þeirri hreyfingu, að allt stendur í sömu sporum. Hneykslið er auðvitað öllum þessum þremur hlutaðeigendum að kenna, meira og minna, upp og niður. Ekki svo að skilja, J að allir bændur, allir kaupmenn og allir vöruinatsmenn sjeu sekir. J>ví fer fjarri. | J>að er sem betur fer sjálfsagt ekki nema | minni hlutinn af hverjum flokk fyrir sig, eða | að minnsta kosti ekki nema minni hlutinn af bændum og minni hlutinn af kaupmönn- um. En það er nógu stór minni hluti til þess, að vinna það mein, sem dugir: að gjörspilla markaðinum. Bændur verða aldrei um skör fram á- minntir um, að vanda vöru sína, hvernig sem á stendur. J>að verður aldrei um of brýndur fyrir þeiin sá óyggjandi sannleikur, að þeim verður skammgóður vermir í því, þótt þeim takist í svip að prakka upp á kaupmann sinn skemmdri eða svikinni vöru; það kemur þeim sjálfum í koll sú óvöndun áður lýkur, fyr eða síðar. J>eir geta hælzt um í svip, þeir sem svo eru gerðir, að þeir hafi á endanum komið fiskinum sínum út sem nr. 1, þótt varla væri manna matur, hvað þá heldur úrvals-vara á útlendan markað; þeir mega reiða sig á það, að þeir taka þess gjöld á sjálfum sjer einhvern tíma, beinlínis eða óbeinlínis. En þótt svo væri, að almenningur, allur þorrinn meðal bænda, fengist til að vanda vöru sína af fremsta megni, þá er það hvergi nærri einhlítt, meðan hinir, trassarnir og viðskipta-þorpararnir, sem jafnan verða einhverjir innan um allan þann fjölda, koma sínum vilja fram við kaupmanninn, þótt eigi sje nema í það og það sinn, eða kannske að eins með höppum og glöppum. Freist- Íngin hverfur ekki fyr en alveg er tekið fyrir slíkt. Bændur eiga ekki að geta komið út ó- vandaðri vöru eða svikinni að verkuninni til öðruvísi en með svo stórkostlegum af- föllum, að þau svíði þeim eins og þungar sektir. J>essu geta kaupmenn, og þeir einir, komið til leiðar. En þá þurfa þeir auð- vitað að vera samtaka, annaðhvort allir hjer nm bil, eða þá að minnsta kosti allir hinir meiri háttar og öflugri kaupmenn í hverjum landsfjórðungi. J>að er ekki von, að vel fari, meðan svo gengur, sem nú er tíðast, í sumum plássum að minnsta kosti, að þeir eru eins og hrafn- ar í hests skrokk utan um hvern sjómann, sem á einhverjar fiskkindur að leggja inn, | ýmist til að herja þær út upp í skuld, eða þá til að »auka umsetninguna« sem mest. J>að er lítið spurt um vöru-gceðin þá. Enda hinir ekki seinir að ganga á það lagið og svara kaupmanni, að hann fái ekkert upp í skuld sína, ef hann taki ekki fiskinn eins og hann er, hvort heldur góður eða vondur. J>að er naumast önnur örugg leið til út úr þessum ógöngum en að hinir meiri hátt- ar kaupmenn gjörist svo miklir fyrirhyggju- menu og föðurlandsvinir, að þeir bindist öflugum samtökum um, að hafna alveg ó- vandaðri vöru, eða sekta þá, sem með hana koma, með vægðarlausum afföllum. Vilji einhverjir skerast úr leik, þá er, hvað Spánarmarkaðinn snertir, hægðarleikur að láta þeim ekki verða of gott af því, með því að gera helztu fiskkaupmönnum á Spáni kunn nöfn þeirra. Væri gaman að vita, hvað vel þeim gengi þá að selja þar. J>að kann að þykja harðýðgis-aðferð; en það þarf enginn samvizkusanjur maður að kyn- oka sjer við, þar sem jafnmikið er í húfi. Hvað vörumatsmennina snertir, þá eru þeir auðvitað gagnslaus hjegómi, ef þeir eru eigi svo sjálfstæðir menn og báðum málspörtum óháðir eins og hæstirjettur. J>að geta kunnugir bezt um borið, hvort svo er almennt eða ekki. En skyldi eitt- hvað á bresta í þeirri grein, meira eða minna, mundi þá ekki reynandi að launa þeim svo vel og á þann hátt, að þeim mætti alveg á sama standa, hvort þeim líkaði betur eða ver, sem þeir eiga að dæma í milli, láta þá t. d. hafa fasta ársþóknun, og láta þá meira að segja bíða eptir henni eða altjend helming hennar þangað til hin rann- sakaða vara væri komin til síns markaðar og þá sæist, hvort hún hefði verið sam- vizkusamlega könnuð eða eigi? J>etta er mál, sem rjettir hlutaðeigendur þurfa að taka til rækilegrar íhugunar og bráðra framkvæmda. J>að má með engu móti kyrrt liggja. Hjer er samfara skömm og skaði, og verð- ur svoáfram, ef eigi eru skjót ráðtekiu og ör- ugg til umbóta, svo örugg, sem kostur er á, hvort heldur eru þau, er nú hefir verið á drepið, eða önnur betri.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.