Ísafold - 21.11.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.11.1891, Blaðsíða 2
870 þau eru táknuð á stalli "minnisvarðans í tveim kvennmyndum, er lúta niður yfir vöggu hetjunnar. Sum blöð erlendis minnast svo á stilling- arbrag frönsku stjórnarinnar, að hún vitt vel hvað Frakkland á nú undir vígafla sín- um, enda mun það rjett, sem enskur mað- ur (Charles Dilke) sagði fyrir skömmu, að Frakkar aettu nú meiri her að stýra en þjóðverjar, og betur að skotvopnum búinn. Utgjöldin fyrir komanda ár til varna á sjó og landi reiknuð á 1139 miljónir franka(!) Boulanger vann á sjer til bana í Bryssel með pístóluskoti á leiði fyrverandi fylgikonu sinnar, sem hjet Bonnemain og var ekkja, en hafði styrkt ráð hans og tilraunir með ærnu fje, svo miljónum skipti. Bilandi hugur og þrotnandi fjárhagur hefir gert hann leiðan á lífinu. f>ýzkaland. þjóðverjar og Frakkar líta nú mun hýrlegar hvorir til annara eptir til- hliðran hinna fyrnefndu um ferðir og sam- göngur í Elsass og Lothringen. Deilunni með fylgisblöðum Bismarck og stjórnarblöðunum vill ekki linna. Blöð Bismarcks standa fast á því, að hag og veg þýzkalands hafi lakrað síðan taumarnir voru þrifnir úr höndum Bismarcks, og í einu blaði var það nýlega rakið, hvað skör- ungurinn mátti þola, er keisarinn tók af honum ráðin með byrstu bragði. Andsvara er ekki vant af hinna hálfu, og í einu svo að kveðið, að Bismarck hafi tapað þjóðrækn- inni með völdunum. Ymiss er getið til um, hvort hann vitji sætis síns á þinginu eða ekki. A fundi sósíalista í Erfurt kom mikill á- skilnaður fram, en frekja sumra leiddi til sundrunga, og þeim var út vísað. Sá þing- maður, af hófsemdarflokki, sem Vollmar heitir, brýndi það skorinort fyrir fundar- mönnum, að sósialistum missýndist hrapar- lega, er þeir reiddu sig á styrjöld og á um- turnun þegnlegs fjelags, og ljet sig ginna af frönskum sjónhverfingum, án þess að minnast afdrifanna 1871. Hann vítir hart, er þeir virða vettugi ættjarðarástina, en kallar þeim þá leið eina færa, sem til ávinn- ings og afreka liggur gegnum Iöggjafarþing- in og lagabætur smámsaman, svo sem unnt má verða. Hann vill þeir varist allar öfgar og hringlanda. A fundinum hjeldu þeir Bebel og Liebkneckt að vísu velli, en hitt þykjast menn vita, að ummæli Vollmars hrífi á eptirleiðis. Hinn 13. október varð Virchow, lækna- skörungurinn og hinn heímsfrægi vísinda- maður þjóðverja, 70 ára að aldri. Lotn- ingarmerkin og heiðursgjafirnar streymdu svo til hans þann dag frá þýzkalandi og flestum löndum, sem aðrar eins forustu- kempur undir merkjum vísindánna eiga skil- ið. Virchow er einn af forkólfum frelsisvina á ríkisþinginu og hefir 32 ár verið í borg- arstjórn Berlínar og eflt þar öll nytjaráð, og þar þá ekki sízt, er máli skipti um heilsu og heilnæmi. Dinn er Carl I. Wiirtembergskonungur, 68J árs að aldri, en til ríkis kominn frændi hans Vilhjálmur annar. Carl konungur gaf sig lítt að ríkisstjórn seinustu árin, en hafði látið ánetjast af mönnum frá Ameríku, sem fóru með leyndardómakukl, særingar og við- tal við framliðna menn, en tóku sízt stein- inn í staðinn fyrir fræði sína og íþróttir. Italía- Samfellt er enn yorri öld, að pílagrímar sækja til Róms og páfans, sem í fyrri daga, og væri þá vel, ef alls góðu gegndi. í lok septembermán. komu þar 7000 pílagrímar frá ýmsum löndum, og söng Leo páfi þá messu í Pjeturskirkjunni og blessaði þar yfir 100 þúsundir manna. Margir pílagrímar vitjuðu um leið Pantheonskirkj- unnar, en þar er legstaður Viktors Emanú- els, en meðal þeirra voru þrír franskir menn, sem um leið og þeir skrifuðu nöfn sín í nafnaskrána bættu við ósvinnuorðum um Viktor Emanúel og son hans Umbertó, og báðu þá fara norður og niður. þetta flaug eins og logi um borgina og leíddi til hávaða og róstuláta, svo að lögregluliðið varð að koma pílagrímunum undan. Heyrðust þá mörg hrakleg óp að klerkum og páfa. Bæði á Frakklandi og Italíu reyndu klerkablöðin að gera þetta að ýfingarefni, en það mis- tókst með öllu. Skömmu fyrr hafði hafði hátíðarhald stað- ið nálægt því hliði Rómaborgar, sem Porta Pia heitir, en um það hafði Viktor Emanúel haldið með her sinn 20. sept. 1870 eptir vopnaviðskipti með páfaliðinu. þar taláði einn af þjóðveldissinnum Itala til lýðsins, Hector Socci að nafni, og tók biturlega til orða um páfaveldið. Hann kallaði Róma- borg á þriðja lífsskeið sitt komna, þar sem hlutverkið væri að hrinda af sjer falsi og lygi, oki kirkjunnar, af lýð landsins, en berj- ast til sigurs fyrir sannindum, uppfræð- ingu og alls konar andlegum göfugleik og þrifnaði. Um nokkurn tíma hefir v. Giers kanselleri Rússakeisara átt dvöl á Ítalíu og haft þar virðulegustu viðtökur af konungi og átt við hann viðræður og við Rudini, ráðherra ut- anríkismálanna. Mörgum getum er leitt um erindið, en blöð Itala taka öllu fjarri um minnstu röskun á þríveldasambandinu. Lík- ast þykir, að viðræðurnar hafi verið um verzlunarmál, og að hvorumtveggju hafi sam- izt um sumar greinir, sem varða hag Rússa og ítala í Miðjarðarhafi, og, ef til vill, um viðhorf Ítalíu, ef ný tíðindi yrðu áBalkans- skaga (t. d. á Búlgaralandi). Alþjóðafundur friðarvina byrjaði í Róma- borg fyrir fám dögum, og skal seinna minnzt á það markverðasta, sem hjer fer fram. Fyrirvari hafður á að koma við það, sem stendur Frakka og þjóðverja á milli. Rússland- Alexandra prinsessa, kona Páls stórfursta, en dóttir Georgs Grikkja- konungs, beið bana af barnsförum sínum, og fór keisarinn og drottning hans ásamt fleir- um af skyldfólkinu til útfararinnar, en vitj- uðu svo aptur vistar sinnar á Fredensborg. Gyðingar í burtfararbúningi frá Rússlandi til ýmissa landa, og er nú nokkuð vægileg- ar að þeim farið, fyrir tilhlutun stórauðugra manna af þeirra kyni. Atorkumestur er barón og stóreignamaður í Austurríki, sem Hirsch heitir. Hann leggur fram 60 miljónir króna til landkaupa handa þeim og ný- byggða í Argentína (í Suður-Ameríku), og ætlast til að þeir í 20 árin fyrstu stundi að eins jarðyrkju og landbúnað. þó stjórninleiti allra úrræða aðbjargaþar fólkinu, sem kornbresturinn olli hungursneyð, hefir hún hvergi nærri við; enda má nærri geta, er menn segja, að 25 miljónir byggi það svæði, þarsem neyðarinnar kennir. Frá Ameríku- þær misklíðir risnar í Brasilíu með Fonseca, ríkisforsetanum, og þinginu, að hann hefir hleypt því upp og tekið alræðisvald til tveggja mánaða, en boð- að nýjar kosningar innan skamms tíma. Hjeðan verður nánari sagna að bíða. Frá Sínlandi. Ofsóknir gegn kristni* boðum og kristou fólki halda áfram, ogvíða er til vopna tekið móti löggæzlumönnum og landstjórum stjórnarinnur, sem á flestum stöðum verða vanburða fyrir. Sumstaðar samsæri gerð með þeim ummælum, að hjer skuli ekki staðar nema fyr en allir kristnir menn sje reknir úr landi eða þeim sje f hel komið. Viðbcetie 9. nóv. í Cork er sá kosinn, sem mótstöðumenn Parnellinga hjeldu fram, Martin Flavin að nafni. Frá þýzkalandi eða Berlin borið um banka- hrun í meira lagi. Einum þeirra, sem hjet »víxlabanki« Berlínar, stýrðu tveir bræður, Sommerfelt að nafni. þeir hafa báðir ráðið sjer bana. Fallinn liggur og gamall banki, kenndur við »Hirschfeld og Wolff«, og er sagt stórfje sumra virðingarmanua og tig- inna hafi horfið í þetta rastarsog. 1 dag borið fráNoregi, að vinstrimönnum sje þegar svo í vil gengið, að þeir komi nú til þings með 60 atkvæða afla, gegn 54. Póstskipið Laura (Christiansen) kom hingað í gær og með henni 4—5 farþegar þar á meðal kaupm. W. Christensen með konu sinni, stúdent Eiríkur Sverrisson, e. fi. Ný lög. þessi lög frá þinginu í sumar hefir konungur staðfest, fjárlögin 6. nóvbr., hin öll 2. okt.: 7. Fjáraukalög fyrir árin 1890 og 1891. 8. Lög um samþykkt á landsreikningnum frá 1888 og 1889. 9. Lög um ákvarðanir er snerta nokkur almenn Jögreglumál. 10. Lög um breyting á lögurn 19. septbr, 1879 um kirkjugjald af húsum. 11. Lög um skipun dýralækna á íslandi. 12. Lög um landstjórninni véitist heimild til að kaupa jörð handa Tröllatungu- prestakalli í Strand aprófastsdæmi. 13. Lög um breyting á lögum um stofnuu landsbanka dags. 18. sept. 1885, 25.gr, 14. Fjárlög fyrir árin 1892 og 1893. Enn fremur hefir Khafnardeild Stjórnar- tíð. meðferðis »ýtarlegar reglur um það, hvernig haga skuli prófi stýrimanna við stýnmannaskólann í Reykjavík«. strandferðir 1892- l>ær verða 3, hjer um bil eins lagaðar og 1889, — Berufirði og Reykjarfirði þó alveg sleppt úr áætluninni—, og fer aðalpóstskipið, Laura, auk þess 3 ferðir frá Reykjavík til vesturhafnanna (nema ekki Flateyjar), eins og þá. Thyra verður strandferðaskip, eins og áður. Held- ur »hið sameinaða gufuskipafjelag« strand- ferðunum uppi styrklaust af landssjóði, af því það vill eigi fullnægja skilyrðum fjár- laganna, en þau voru staðfest 6. þ. m., og hagar þá auðvitað ferðunum eptir því, er kaupmönnum hentar, því þeir nota það langmest til flutnings. Fyrsta strandferð byrjar frá K.höfn 1. maí önnur 30. júní og þriðja 6. septbr. Frá Reykjavík fer það í síðustu strandferð vest- ur fyrir land og norður 1. október. a sum- um höfnum kemur það ekki við nema einu sinni hvora leiðina, svo sem Húsavík, Siglu- firði, Skagaströnd og Önundarfirði. Aðalpóstkipið, Laura, fer eins og vant er 8 ferðir, og byrjar 1. ferðina frá Khöfn 17. jan. og síðustu 8. nóvember.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.