Ísafold - 25.11.1891, Síða 3
375
og beiðist afaökunar á því, og hafi ásetning-
ur ainn alla eigi verið, að rýra eða kasta
skugga á kirkju vora og kristindóm, heldur
þvert á móti. Segist í niðurlagi þessarar
auðmjúklegu játningar telja sjer sæmd og
ávinning að þjóna kirkjufjelagi voru; en er
þó svo sjeður að bæta við; »svo lengi sem
mjer er gefið viðunanlegt frelsi til að fylgja
sannfæringu minni«, o. s. frv.— þetta »við-
unanlega frelsi* getur í hans augum naum-
ast verið minna en það, að mega flytja sín-
ar únítara-kreddur umtalslaust áfrarn.
Lækning á hundum. Skrifað úr
'Vestm.eyjum 16. þ. m.: »Með nýmælum má
telja, að sýslunefndin f vor, samkvæmt
heimild þeirri, sem veitt er í 6. gr. í lög-
unum um hundaskatt, samdi og samþykkti
reglugjörð um lækning á hundum fyrir band-
ormum o. fl. Bptir reglugjörð þessarí voru
allir hundar hjer teknir til lækninga í síð-
astliðnum októbermánuði, bafðir í einhýsi í
sólarhring og gefið tvisvar með 12 stunda
millibili kamaladupt, 8 grömm í hvert skipti,
og því næst baðaðir í sjó, um leið og þeim
var sleppt«.
Fjárverðið bjá kaupfjelögunum kvað
hafa verið þetta í haust, að öllum kostnaði
frádregnum: Arnesinga kr. 13,52 og 14,00
fyrir sauði —minna verðið á Stokkseyri,
hitt í Bvík—; Dalamanna 13,32 fyrir sauði
og veturgl.; Eyfirðinga 14,43 fyrir sauði, og
10,48 íyrir veturgl. fje og geldar ær; Fijóts-
dalshjeraðs 14,93 fyrir sauði og 10,59 fyrir
veturgl. og geldar ær; Skagfirðingar 13,14
fyrir sauði og veturgl.; Svalbarðseyrar 14,96
fyrir sauði og 10,70 fyrir veturgl. og geldar
ær; og þingeyinga 14,96 fyrir sauði, en
10,48 veturgl. geldar ær. Allt meðaltal í
hverju fjelagi.
Prestskosningar ítrekaðar. i
Skarðsþingum vestra og Asaprestakalli í
Skaptártungu hafa prestskosningar í haust
orðið ólöglegar. Skulu þær því gerðar upp
aptur, eptir fyrirmælum landshöfðingja.
Sækjendur voru og eru: um Skarðsþingin
síra Guðl. Guðmundsson aðstoðarpr. á Stað-
arhrauni (einn), og um Asa síra Sveinn Ei-
ríksson á Kálfafellsstað og kand. Hans
Jónsson.
Morðmálið úr Bárðardalnum var dæmt
í yfirrjetti í fyrra dag. Hafði morðinginn,
Jón Sigurðsson, vinnumaður á Mýri í Bárð-
ardal, verið dæmdur til dauða í hjeraði,
en hjeraðsdómarinn gleymt að hafa með-
dómsmenn (8) til að kveða upp með sjer
dóminn, sem lög mæla fyrir, og gerði lands-
yfirrjettur því hjeraðsdóminn ómerkan, og
vísaði málinu heim til löglegrar dómsálegg-
ingar.
Mannalát. Sunnudag 22. þ. m. andað-
ist hjer í bænum eptir langa legu og þunga
ekkjufrú pórdís Thorsteinsen, dóttir Páls
Melsteðs amtmanns, ekkja eptir Jónas
Thorsteinsen, sýslumanu í Suður-Múlasýslu
(j 1861). "Voru börn þeirra hjóna: lands-
höfðingjafrú Elín Stephensen og síra Jón
Thorsteinsen á þingvöllum.
Hinn 8. þ. m. andaðist merkiskonan
Halldóra Guðmundsdóttir, kona Brynjúlfs
bónda Magnússonar í Nýjabæ á Seltjarnar-
nesi, rúmlega sextug, »barnlaus sjálf, en
mörgum fósturbörnum móðir«; »gjafmild,
göfuglynd, iireinskilin, hjartaprúð*.
Vestmannaeyjum 16. nóv.: »Agúst-
mánuður var allur fremur heitur; þó fóru
nætur að verða svalar undir lok mánaðar-
ins, mestur hiti þann 4. 18,3°, minustur
aðfaranótt þess 27. 3,2°. Mánuðurinn var
allur þurrviðrasamur með einstökum deyfu-
köflum, úrkoman 87 millimetrar. Septem-
ber og októbermánuðir hafa einnig verið
mjög hlýir, mestur hiti í september þann 2.
14,3°; minnstur aðfaranótt þess 18. 1,8°;
mestur hiti í október þann 7. 11,2°; minnst-
ur aðfaranótt þess 17. -f- 0,2. í september
var fremur stormasamt, austanáttir mjög
tíðar, veðrátta rakasöm, úrkoma 144 milli-
metrar. í október voru sjaldan miklir
stormar, en veður álíka saggasamt, úrkoma
135 millimetrar. Yfir höfuð verður eigi
annað sagt, en að haustið hafi að veðrátt-
unni til verið eitthvert hið bliðasta allt
fram á þennan dag, svo að hjer hefur mátt
vinna að túnasljettum til 8. þ. m.; síðan
hefir að öðru hverju verið hægt næturfrost
(mest -f- 4°) með norðan- og austanvindum.
Heyföng urðu með bezta móti, nýtingin
var hjer svo sem annarsstaðar ágæt. Fiski-
afli hefir verið fjarska rýr, opt ekki fengizt
til soðs, þótt róið hafi verið í góðu sjó-
veðri.
IJm fýlaferðir var bezta veður; enda genga
þær vel og slysalaust, fugl í betra lagi bæði
að tölu og gæðum. Uppskera úr görðum
var með bezta móti, bæði af jarðeplum og
sjerstaklega rófum. Garðyrkja er hjer mikil,
einstöku menn munu hafa fengið um eða
yfir 40 tunnur af jarðeplum. Skurðarár
var í meðallagi. Sauðfje hefir hjer í sumar
að líkindum þjáðzt talsvert af vatnsskorti,
einkum á Heimaey og í úteyjum, sem eru
vatnslausar, og mun það hafa dregið úr
góðum skurði.
I allt haust hefir hjer gengið megnasta
fjárpest, sem drepið hefir fjölda fjár, eink-
um lömb og veturgamalt fje. Heilbrigði á
mönnum hefir verið hin bezta.
Af verzlun er ekki annað að segja, en að
kornvörur voru í byrjun f. m. hækkaðar í
sama verð sem í Reykjavík; haustverzlun
frá meginlaodi var nálega engin«.
Leiðarvísir íbufoldar.
867. Br maður í vist skyldur til hjákvæmilegra
starfa um helgar?
Sv.: Nei. Bn athugandi er, að það geturekki
a!lt af verið á hjúsins dómi, hvað hjákvæmilegt
er eða eigi.
868. Bru húsbændur skyldur að láta hjúum í
ije plögg á hendur og fætur án reiki ings?
Sv,- Já, þar sem það er sveitarvenja, nema
öðru vísi sje um samið.
869. Eru húsbændur eigi skyldir að leggja
hjúum til rúmfatnað til að sofa við?
Sv.: Jú, þar sem það er sveitartízka (— eigi
þar, sem gagnstæð venja á sjer stað).
870. Jeg flyt mig úr A. hreppi í B. hrepp f
fardögum 1888, en ðþægilegra kringumstæðna
vegna gat jeg eigi flutt 2 heimilismenn mína og
212
mælti hann: »Jeg er ekki þjófur. Hann Sfmon bróðir minn er
þjófur. Hann hefir það af honum föður mínum, ólukkann
þann arna«.
þesa er getið, að eitt sinn kom Jósef á flakki sínu að
Hvammi í Vatnsdal. Bjó þar þá sýslumaður Björn Blöndal.
Jósef hafði varning nokkurn fánýtan með að fara, og bauð
varninginn falan í Hvammi, og vildi enginn kaupa, en einhver
heimamanna sagði Jósef, að hann skyldi varast að flíka þar
vöru sinni, því ef sýslumaður vissi, að hann færi með prang.
þá mundi hann taka af honum vöru hans. Jósef hræddiat
það og fól poka sinn. Sýslumaður frjetti erindi Jósefs og
fann hann að máli og innti eptir um ferðir hans. Jósef
sagði af hið ljósasta. Sýslumaður spurði, hvort hann hefði
varning uokkurn að selja. Jósef játti því, og fyrir því dveld-
ist sjer svo lengi, að hann þyrfti víða við að koma. Sagði
sýslumaður honum, að slíkt liðist eigi, og hlyti hann að
missa þar varning sinn. »Ekki kvíði jeg því« mælti Jósef.
»þjer getið ekki tekið hann af mjer. Eg sá svo um, að þjer
fytiduð ekki pokann minn«. »Ekki trúi jeg því«, mælti sýslu-
maður. »Jú, þjer skuluð aldrei finna haun«, svaraði Jósef;
»því jeg faldi hann hjerna í túninu 20 þúfum fyrir neðan
lambhúsið«.
Sýslumaður hló að einfeldni Jósefs, og ljet hann sleppa
með poka sinn.
18. Karl eirm, er gengið hafði til skripta með öðru fólki,
hvarf úr kirkjunni undan útdeilingu, og er henni var lokið,
vantaði karlinn. Meðhjálparinn gengur út að leita hans og
209
12. pað grunaði mig lengi, að hjerna mundi jeg lendal
Bóndi sat í smiðju sinni að smíðum og kynti steinkolum.
Hann sjer út um dyrnar ferðamann detta ofan um ís á á,
sem rann fyrir neðan túnið. Hann hleypur til og fær bjargað
manninum, en með litlu sem engu lífsmarki, ber hann heira
í smiðju og fer að reyna að láta hann vitkast: leggur hann
í því skyni ofan á aflinn á grúfu og vissi höfuðið fram, en
glóðin fyrir aflinum beint undir vitum hans. Eptir nokkra
stund tekur maðurinn að kippast við og vitkast, lýkur upp
augunum, sjer eldinn og flnnur kolareykinn; verður honum
þá þetta að orði: »það grunaði mig lengi, að hjerna mund
jeg lenda«.
13. Má jeg svara fyrir barnið? Prestur spurði börn á
kirkjugólfi á Ingjaldshóli. Hann spyr eitt barnið að því, bver
hafi innleitt syndina í heiminn. Barnið þegir og svarar engu.
þá heyrir prestur að sagt er í kórnum: »Má jeg svara fyrir barn-
ið«? Prestur játar því. þá segir hinn: »Heilagur andi gjörði
það«. »Hver svaraði«, spyr prestur. «þorvaldur Grfmsson»,
kvað hinn. »þeirra orða var þaðan von«, mælti prestur. þá
víkur þorvaldur sjer að sessunautum sínum og segir: »Haldið>
þið ekki, piltar! að honum hafi þótt vænt um svarið?«
14. Meinlegur skratti! Guðmundur hjet maður norður
í Fnjóskadal. Hann missti konu sína, er Guðrún hjet skömmu
eptir Jónsmessu. J>á segir bóndi: »Opt hefir Guðrún verið mjer
hvumleið, en aldrei hefir hún tekið upp á þeim skratta, sem
hún gjörði núna, að deyjaþegar verst stóð á, rjett fyrir sláttinn«.