Ísafold - 25.11.1891, Page 1
K.emut út á miðvikudögum og
’iaugardögum. Verð írg. («m
ioo arka) 4 kr.; erlendiss k>.
borgist fyrir miðjan júlímánuð
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.okt. Af-
greiðslust. i Austumtrœti 8.
XVIII. 94
Reykjavík, miðvikudaginn 25- nóv.
1891
Aðalbrú á Hvítá í B orgarfirði.
Einstök fyrirmunun má það heita, aðenn
skuli vanta aðalbrú, þjóðleiðarbrú, á Hvltá
í Borgarfirði, ferjuvatu, sem þrír landsfjórð-
ungar eiga leið yfir til höfuðstaðar lands-
íds, eina ferjuvatnið í öllum Yestfirðinga-
fjórðungi, og þó að eins á takmörkum hans.
|>ar að auki klýfur á þessi að endilöngu eitt
með fjölbyggðustu hjeruðum landsins, sem
nú er eitt lögsagnarumdæmi.
Ókunnugir hljóta að ímynda sjer, að mjög
mikill vandi og lítt kleífur kostnaður muni
vera að brúa þá á. |>eir hugsa sjálfsagt,
að það muni kosta marga tugi þúsunda;
annars mundu hjeraðsbúar sjálfir löngu búnir
að leggja slíka brú.
joeir væru og líklegast búnir að því nú,ef eigi
væri vegalögin frá 1887, er vörpuðu öllum
slíkum fyrirtækjum á landssjóð, með öðrum
torfærum á aðalpóstleið; því aðalbrú á Hvítá
verður að vera á póstleið og þjóðleið.
|>eir hafa, eða rjettara sagt 2—-3 sveitir,
brúað ána, eins og kunnugt er, í sumar, en
langt úr þjóðleið, á Barnafossi, mest fyrir
fjárrekstra, en þó svo vel, að fara má þá
brú með klyfjaburð.
Vandityi og kostnaðurinn að brúa Hvítá
á fyrirhugaðri þjóðleið að henni og fráersem
sje svo ótrúlega lítill, að jafnvel fátæk sýslu-
fjelög hafa lagt á sinn kostnað hálfu dýrri
brýr, já, margfalt dýrri.
I sumar var lögð á landssjóðs kostnað brú
á smásprænu eina skammt hjeðan, er fáir
hafa heyrt nefnda utanhrepps; hún heitir
Leirvogsá. |>að mun hafa kostað um 3þús.
kr., brúin sjálf og steinstöplarnir undir brú-
arsporðana beggja vegna. Og það er einstak-
lega traust.og vel gerð brú. Hún er líka
að eins 22 álnir á lengd.
Hvað er það að miða við annað eins höf-
uðvatnsfall og Hvítá í Borgarfirði! — munu
menn segja.
Jú, viti menn!
Leirvogsárfarvegurinn er 22 álnir á breidd
á brúarstæðinu.
Hvítárfarvegurinn er á hinu fyrirhugaða
aðalbúarstæði er,— hann er fjórðungi mjórri.
Hann er ekki nema 17—18 álnir á breidd!
Og þessi ósköp hafa menn látið sjer í aug-
um vaxa allt til þessa dags, í mörg hundr-
uð ár !
Auðvitað höfðu fornmenn brú á Hvítá á
(þessum stað, sem lesa má í Sturlungu og
víðar. En vitanlega hlaut hún að takast af
undir eins og hún fúnaði, eptir íslenzkri
manndáð á 14. og 15. öld. Að koma henni
á aptur, — slíkt fyrirtæki hefir þjóðin sem
sagt eigi hætt sjer rrt í þau 6—700 ár, sem
síðan eru liðin.
þetta ægilega stórvirki kostar líklega 3000
kr.! J>að ko3tar hálf, hálf eins árs eptir-
laun eins embættismanns, eða lítið meira.
xMiklar hetjur erum við, Hrólfur minn!«
Miklir garpar erum vjer, íslendingar.
Menn halda sjálfsagt, að þessi kostnaðar-
áætlun nái engri átt.
En því skyldi það vera ?
Brúin á Barnafossi kostaði eigi 2000 kr.,
og er þó 4 álnum lengri en hin brúin þarf
að vera, hjá Kláffossi. En af því það á að
vera aðalbrú, er hæfilegt að ætlast til, að
hún sje höfð þeim mun veigameiri, að trje-
smíðið, brúin sjálf, verði samt eins dýrt,—
pó að miklu skemmra sje að flytja efnið og
pó að mikill viður og talsverður smíðakostn-
aður hafi farið í kvíar úr frá báðum brúar-
sporðumáBarnafossi, vegna gljúfrahættunnar
þar. þá eru samt meira en 1000 kr. eptir, og
þær eru ætlaðar í grjótvinnu undir brúar-
sporðana, stöpul eða stöpla. Hún var eng-
in við Barnafoss ; brúin liggur á gljúfur-
börmunum ; gljúfrin eru nógu djúp til þess.
það mun þurfa lítið sem ekkert að hlaða
undir brúna á Kláffossi nema öðrum megin.
Norðmenn hafa nú kennt íslenzkum vega-
gjörðarmönnum að hlaða brúarstöpla án
steinlíms, og það vel rammbyggilega, sem
sjá má á Hólmsbrúnni og Leirvogsárbrúnni.
Til þess þarf vitanlega hentugt grjót, það
er: grjót, sem kljúfa má eða höggva. Bresti
það á þeim stað eða þar nærri, mun verða
að hafa steinlím, og eykur það kostnaðinn
nokkuð, en eigi stórkostlega. Enda ætti ekki
að líða yfir neinn, þótt kostnaðurinn kæmist
eitthvað frarn úr þessu, sem hjer er nefnt.
Aðhann þurfi að fara fram úr 4000 kr., það
er að minnsta kosti lítt hugsandi.
Ymsir munu hafa heyrt getið um allt öðru-
vísi lagaða áætlun um brúarkostnaðinn hjá
Kláffossi. þeir munu hafa heyrt nefndar 10
þúsundir í stað 3 eða 4, og það eptir vitring
í þeim efnum, hálærðum vegfræðing. Hjer
skal og eigi dírfzt aðrengjaeinn staf í þeirri
áætlun. Munurinn er sá, að hann (Siwerson)
á við járnbrú, en hjer er gert ráð fyrir trje-
brú.
En að hafa járnbrú yfir Hvítá hjá Kláf-
fossi er bersýnileg þarfleysa. Aðalreglan með
járnbrýr og trjebrýr virðist annars vera sú,að
hafa stórbrýr, brýr yfir langt haf, úr járni, en
smábrýr úr trje. En mundi þessi Hvítárbrú
hjá Kláffossi geta kallazt stórbrú á nokkru
byggðu bóli ? Eða hví skyldi hún, 17 álna
löng, eiga að nefnast stórbrú, og vera smíð-
uð úr járni, en 20, 30 eða jafnvel 40 álna
brýr á öðrum ám heita smábrýr og hafðar
úr trje, eins og altíðkanlegt er, hvort sem
þær eru í þjóðbraut (aðalpóstleið) eða eigi ?
Er það af því, að Hvítá þessi er fræg,
mikils háttar, göfug á, sem skilur landsfjórð-
unga ?
þessu mun svarað svo, að það sje betra
sem betra ér, að hafa brýr úr járni en trje.
Getur vel verið, — ef, ef efnin leyfa.
En meðan landið á svo í vök að verjast
með fjárhaginn sem það á, og getur ekki
framkvæmt hundraðasta partinn af því, sem
það bráðþarfnast fyrir, og fyrir þá sök læt-
ur sjer duga smábrýr af trje, sem vel má
fara — það gera jafnvel efnaðri þjóðir—, á
meðan er hjegóma-tiktúra að láta sjer vand-
ara um e.ina á annari fremur, eða eina smá-
brú af mörgum.
Vextir og vaxtavextir af kostnaðarmunin-
um á járnbrú og trjebrú eru miklu, miklu
meiri en viðhaldskostnaðaraukinn á trje-
brúnni, að fyrningu meðtalinni eða end-
ursmíðun trjebrúarinnar í hvert sinn sem
þess þarf. Er því mun hyggilegra, að spara
sjer þann kostnaðarauka, þegar það er hægt,
þ. e. brúin eigi svo stór, að nauðsyn beri til
fyrir styrkleika sakir, að hafa hanaúrjárni.
Fyrir oss, jafnfjelausa og jafnskammt áleiðis
komna að brúa ár og læki á landinu, er
einsætt að hafa þá reglu, að brúa heldur 3
ár en 1 fyrir sama fje. Vjer þurfum eigi
að brúa þessar 3 ár illa fyrir því. Munur-
inn er sá, að viðhaldið er meira á trjebrún-
um, er til lengdar lætur, en það á niðjum
vorum eigi að vera nein ofætlun.
það er hneyksli, að láta Hvítá þessa
vera óbrúaða lengur. En það verður hún
samt sjálfsagt mörg ár enn, ef ekki má gera
það öðruvísi en með járnbrú, og ef endilega
á að leggja dýran akveg að brúarstæðinu
beggja vegna samsumars. þá verður sjálf-
sagt að bíða eptir sjerstaklegri fjárveiting
þingsins til þess; en þá verður farið að metast
um,hver áin af mörgum skuliganga fyrir; aðrir
landsfjórðungar eða þeirra þingmenn halda
þá fram hver sinni á. Getur þá svo farið,
að Hvítá verði að bíða von og úr viti með
því móti.
I stað þess að með hinu mótinu mætti
brúa ána nú þegar á næsta sumri. Enginn
færi að metast um það, þó að varið væri
3000 kr. af þess árs vegabótafje (30,000)
til jafnáríðandi og merkilegrar samgöngu-
bótar, úr því að enginn fekkst um aðra eins
fjárbrúkun við Leirvogsána í sumar.
Til vegabóta við brúna þarf naumast öðru
til að kosta i bráðina, en að gera vel fært
með hesta yfir mýrina vestan árinnar, og
getur það eigi miklu numið.
jpess má geta, ókunnugum til skýringar,
að Kláffoss-brúarstæðið, sem er skammt fyrir
neðan Síðumúla, má heita í beinni stefnu
frá Varmalækjarmelum upp í Norðurárdal
þar, sem vegir skiptast norður á land og
vestur, og sjá allir, að sú vegarstefna lengir
eigi, heldur styttir til muna þjóðveginn, lang-
ferðamannaveginn, yfir Borgarfjörðinn. Hvað
hjeraðsmenn sjálfa snertir, þá eru það að eins
neðstu sveitirnar við ána, sem eigí hafa gagn
af brúnni sín á milli, og svo Mýramenn og
kann ske Snæfellingar eða þeir sem þangað
eiga erindi sunnan yfir. En Mýramenn
liggja við sjó og nota hann mest til ferða
og flutninga. Og að fara að kosta upp á
brú hinna vegna neðar á ánni, brú, sem
hlyti að verða sjálfsagt meira en tífalt dýr-
ari en á Kláffossi, það væri hin mesta fjar-