Ísafold - 05.12.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.12.1891, Blaðsíða 2
186 Rafn Sigurðsson skóari (38) .... 40 Schierbeck landlæknir (220) .... 210 Schou steinhöggvari (30)................30 Sigfús Eymundarson bóksali (220) . 130 Sighvatur Bjarnason bankabókari (42) 55 Sigríður Pjetursson biskupsfrú . . .' 200 Sigurður Jónsson járnsmiður .... 40 Sigurður Kristjánsson bóksali (45) . 52 Sigúrður Melsteð f. lector (175) . . 170 Sigurður E. Waage verzlunarstj. (50) 50 Slimons verzlun (250)................. 200 Stefán Thorarensen emeritprestur (110) 85 Steiugrímur Johnsen kaupm. (110) . 70 Steingr. Thorsteinson adjunkt (130) . 130 Sturla Jónsson kaupmaður (100) . . 120 Teitur Ingimundarson úrsmiður (40) . 38 Thomsen, Ditlev, kaupmaður (35) . 35 Thomsen, Nicol., kaupmaður (45) . . 45 Thomsens verzlun (500)................ 500 Thorsteinsson, Th., kaupmaður (100) 100 Tómas Hallgrímsson docenb (77) . . 75 Tvede lyfsali (250)................... 240 V. Ásmundssou ritstj. (40) .... 40 Yalgarður Ó. Breiðfjörð kaupm. (140) 140 Zimsen, N., konsúll (225) .... 165 f>orgrímur Guðmundsen kennari (40) 40 f>orkell Gíslason trjesmiður (40) . . 40 f>orlákur Ó; Johnson kaupmaður (100) 115 f>orleifur Jónsson ritstjóri (63) ... 70 f>orsteinn Tómasson járnsmiður (35) . 33 f>orsteinn Guðmundsson pakkhúsm.(35) 35 f>orvaldur Thoroddsen adjunkt (100) 180 f>órður Guðmundsen, fyrv. sýslum. (36) 35 f>órður Guðmundss.útvegsb.í Glasgow(40) 38 f>órhallur Bjarnarson docent (160) . 80 Á Sjómönnum hefir lækkað útsvar frá í fyrra almennt til muna, vegna bágs árferð- is til sjávarins, og lítils háttar á flestum kaupmönnum, en á öðrum flestum látið standa í stað; á fáeinum hækkað. í niðurjöfnunarnefnd eru Hallgr. Sveins- son biskup (form.), Sighvatur Bjarnason bankabókari, Helgi Helgason kaupm., Steingr. JohnBen kaupm., Ólafur Ólafsson fátækra- fulltrúi, Jón Ólafsson í Hlíðarhúsum og Sig- urður f>ÓTðarson. Vegagjörð í Húnavatnssýslu- Að- al-landssjóðs-vegagjörðin í sumar sem leið, 1891, fór fram á nokkrum köflum aðalpóst- leiðarinnar milli Miðfjarðarár og Stóru-Gilj- ár í Húnavatnssýslu, og var verkstjóri Páll Jónsson vegfræðingur, er verið hefir nokk- ur ár í Norvegi að fullnuma sig í vegagjörð, bæði bóklega og verklega. Var byrjað á vinnunni í miðjum júní og haldið áfram til septemberloka. Mannaflinn var 27 að tölu lengst af, að verlcstjóra meðtöldum, sem gekk til vinnu eins og aðrir. í vinnunni voru og hafðir 8 hestar, og 4 kerrur. Á Miðfjarðarhálsi var langmest unnið: lagður þar nýr vegur um 3,400 faðma, frá Káradalslæk (suður frá Sporði) vestur um Sel- læk, er fellur í Miðfjarðarvatn. f>að kvað vera mjög vandaður og vel gerður vagnvegur, og halli hvergi meiri en 1 : 15, og það að eins á einum stað. f>ar að auki var gert við eða lagðir smá- spottar á 4—5 stöðum á tjeðum vegi, svo sem 25 faðma spotti nýr norðanvert við Dalsá í Víðidal; 174 faðma löng brú fyrir vestan Gröf í Víðidal umbætt, gerð 6 álna breið og ræsi gerð næg í gegn um hana og borið ofan í; gjört við brú fyrír sunnan Hólabak; loks gert mikið við veginn frá Skriðuvaði út fyrir neðan Brekkukot í Sveinsstaðahreppi, meira en 2300 faðma, einkanlega á Axlarbölum, 300 faðma löng- um kafla, gert mikið við tvær langar brýr þar, m. m. t Frú f>órdís Thorstensen var fædd 24. okc. 1835 að Hjálmholti í Árnessýslu; foreldrar hennar voru Páll þórðarson Mel- steð og Anna Sigríður Stepbánsdóttir amt- manns Thorarensens. Eaðir hennar hafði í febr. sama ár fengið Árnessýslu og flutzt þangað að Hjálmholti úr Norður-Múlasýslu. Arið I849varð hann amtmaðuríVesturamtinu og settist aðí Stykkishólmi; varþórdís staðfest á Helgafelli af síra Ólafi Thorberg, en fór síð- an suður til Sigurðar bróður síns, er þá var fyrir skömmu (1847) orðinn docent við prestaskólann, og konu hans Astríðar Helga- dóttur biskups Thordersens. Á þeirra heimili giptist hún -\6- 1855 Jónasi Jónssyni, land- læknis, Thorstensen, er 1853 varð sýslu- maður í Suður-Múlasýslu. Attu þau hjón 2 börn: Elínu, konu Magnúsar landshöfð- ingja Stepbenssen, og Jón, prest á þingvöll- um. Jónas sýslumaður dó 28. okt. 1861, og fluttist þá ekkja hans ásamt börnum sínum, er þá voru kornung, til Reykjavíkur, 1862, og dvaldi þar síðan til dauðadags, 22. f. m. Erú f>órdís var mætavel gefin; hún varfríð kona og tiguleg í framgöngu; en það, sem einkum gerði hana hjartfólgna þeim, er kynntust henni nánar, var ættrækni hennar, hjartagæzka, er þó var sameinuð óvanaleg- um kjarki, hreinlyndi og sannur guðsótti; og varla getur kohu hispurslausari en hún var, lausari við allt prjál og tepruskap. Heim- ili sínu veitti hún hina beztu forstöðu, og þó að hagur hennar eptir lát manns hennar væri framan af vitanlega fremur erviður, sá eða heyrðist aldrei annars merki, en að hún ávallt hefði meira en nóg, enda var það skapsmunum hennar næst, að vera fremur veitandi en þiggjandi. —r. * * * Mikið fjölmenni fylgdi henni til grafar í fyrra dag; lector H. Hálfdánarson flutti hús- kveðju, en dómkirkjupresturinn ræðu í kirkj- unni. f>essi minningarljóð voru sungin í kirkj- unni, eptir Steingr. Thorsteinson: Svo flýgur tíð og hingað hverfa leiðir; Svo hneig og hún, er fylgjum vjer í dag; Síns herfangs krefur kaldur lífsins eyðir Yið klukkna hljóm og dapurt sorgar lag. Á hennar kistu segja sveigar blóma, Að sjálf hún eitt sinn var sem blómin fríð,— Að innst í hjörtum, harmi döggvuð Ijóma Skal hennar minning unaðsskær og blíð. Hún, sem að ung var ítur kvenna blómi, Að ytri þokka og kostum innri rík, Var fram til dauða fljóða þekkur sómi, Við fordild laus og heims ei dætrum lík, Með grandvarleik hún gjörðir æ rjeð vanda, I gæfu stillt, f raunum þolinmóð; Hún virðing hlaut, því aðal bar í anda, Og eískuð var hún, því að hún var góð. Hún lifði í birtu, æðsta Ijósið eina Hún elskað hafði og gert að sínum part, Sem fyrir henni lægi loks að reyna, Áð lífið bjarta gerir andlát bjart. f>að varð hjá hennar banabeði sannað; I birtu og sælu hverfðist kvölin ströng; Hún sá ei hinzt á æfihvörfum annað En engla og ljós og heyrði fagran söng. Og öndin hreina leið til ljóssins sala, f>á losuð voru dauðleiks böndin hörð, Og þungan kross og beiskan bikar kvala Hjá bleikum ná hún eptir skildi á jörð. Hver önd svo trútt má himna föður fela Sem fljóðið látna, deyr með gleði víst, Sem væri helfrost að eins árdags hjela, Er æðri dagsól mót í lífdögg snýst. Svo berist það, sem dó, til dáins ranna, Hvað dauðlegt var skal gröfin byrgja svört, En svo sem bjart var yfir æfi svanna Skal yfir leiði svífa minning björt. Hversu steinolía myndast. Rúss- neskur efnafræðingur, Mehdeljew, prófessor- f Pjetursborg, hefir komið fram með nýja kenning um það, hversu steinolía verðnr til. Eptir kenningu hans myndast steinolía á- vallt, þá er vatn síast niður í gegnum rifur og glufur á jarðarskorpunni, allt niður í hinn glóanda jarðarkjarna, og kemst þar f samband við málmkennd kolaefnissambönd. En þótt sannað verði, að steinolía mynd- ist á þenna hátt, þá eru þó mikilvægar á- stæður fyrir því, að steinolían eigi rót sína að rekja til dýraríkisins, og styrkist það. einkum mjög af því, að þar sem steinolía finnst, þar finnast og ýmsar dýraleifar, og liggur þá næst að ætla, að hún hafi mynd- azt af fituleifum sævardýra við hæfilega þrýsting og í hæfilegum hita. þessi skýr- ing á myndun hennar hefir fengið mikinn stuðuing við rannsóknir prófessors E. Enge~ ler’s. Honum hefir tekizt að búa til óhreins- aða steinolíu úr lýsi, með því að við hafa 10 gufuhvolfa þrýsting í 320—340 stiga hita á Celsius. Einnig hefir Engeler tekizt að- hreinsa þessa olíu sína og gera úr henni lámpaolíu, er á vanalegum steinolíulampa hefir borið ágætustu birtu. það er þegar farið að beita þessari kenningu hans í iðn- aðinum og menn eru teknir að búa tii áhöld, til þess að koma fram hæfilegri þrýst- ing til steinolíugerðar, og menn hafa ríkt hugboð um, að í þeim löndum, sem nú verður að kaupa aðflutta steinolíu dýrum dómum, muni áður en langt um líður verða auðið að búa til steinolíu með hagnaði af ýmsum fituleifum og einkum af lýsi. Lengstu brýr í heimi. Kínverjar eiga hina iengstu brú í heimi. þeir lögðu hana fyrir nær 100 árum, eða árið 1796, vfir um 11,200 álna breiða vík inn vir Gula- hafi hjá bænum Sangang. Brúin liggur 35 álna hátt yfir sjávarflöt, og eru undir henni 300 rammbyggilegir steinstöplar. Hún er kölluð Ljónabrú, og dregur nafn sitt af því, að á hverjum stöpli er ljón af marmara, 10J álna langt. Næst Ljónabrúnni er Feneyjabrúin á lengd, milli Feneyja og meginlands, og þó rjettum helmingi styttri að kalla má, eða 5,760 álnir, tæp % míla, og eru undir henni á 222 bogar. Annars er þetta lengd hinna 8 lengstu brúa í heimi: 1. Ljónabrúin í Kína . . . 11,200 álnir. 2. Peneyjabrúin.............. 5,760 — 3. Lorenzobrúin í Canada (hjá Montreal)............ 4,480 — 4. Eorth-brúin á Skotlandi . 3,880 — 5. Ohio-brúin við Parkersburg í Ameríku.............. 3,438 — 6. Karlsbrúin yfir Missouri . 3,189 — 7. Rínarbrúin hjá Mainz . . 3,084 — 8. Austurárbrúin í New-York 2,880 — Leiðarvisir ísafoldar. 877. Bóndi byr á fjalljörð og á ábúðarjörð- bans nokkuð meira land en ábúandi þarf tii sumar beitar fyrir málnytupening sinn; í þetta land rekur hann að vorinu geldfie sitt og fráfær- ing, en lekur hesta í afrjettarland sveitarinnar, og svo fer geldfjeð þangað náttúrfega að meira eða minna leyti, svo það fyrirfinnst að haustinu jafn víða og fje annara sveitarmanna; getur þessi bóndi sjálfur ráðið, hvað hann leggur til fjallskila, eða á hreppsnefnd að gera bonum fjallskil eins og öðrum hreppsmönnum? Sv: Skyldur er hann að hlíta fyrirskipunum hreppsnefndar um fjallskil. 878. Hverju varðar, ef tekið er nafn manns undir brjef, sem bannar að nota sjerstakan hlut. að honum fornspurðum og þvert á móti vilja hans ? Sv.: það fer eptir at.viknm, sjerstaklega því, hver tilgangurinn sannast að hafi verið, og er dómara að meta það. 879. Er jeg sem er organisti í N.-kirkju skyld- ur að leggja mjer til nótnabaekur, til brúkunar i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.