Ísafold


Ísafold - 05.12.1891, Qupperneq 3

Ísafold - 05.12.1891, Qupperneq 3
387 kirkjunni fyrir ekld neitt? Eða af hverjum á jeg að heimta borgun Fyrir það? Sv.: |>ótt eigi sje tekið fram i samningi við organista, að hann leggi sjer til nótnabækur virðist hann engu að siður skyldur til þess, ella foer hann vart fullnægt samningnum af sinni hálfu. Að öðru leyti á hann þar um við hinn samningsaðilann (sóknarnefndina). 880. Jeg er gjaldkeri í sveit, ber mjer að taka landaura í aukaútsvar hreppsius eptir verð- lagsskrá yfirstandandi árs, þar sú vara gengur ekki eins hátt í kaupstað, en lagt er á bændur eptir krónutali, sem jeg á að standa skil á og hver á þá að borga mismuninn? Sv.: Eigi er skylt að taka landaura í sveitar- gjöld eptir verðlagsskrá. heldur eptir gangverði á gjalddaga. Taki sveitargjaldkeri þámeðhærra verði, verður það að vera hans skaði. 881. Kaupi maður leyfisbrjef og láti svo ann- an prest en sinn eiginn sóknarprest gipta sig, þarf 8á maöur þá að borga sínum sóknarpresti lögákveðiun pússunartoll ? Sv.: Já. 882. Getur hver sem vill gipt sig borgaralegu hjónabandi? Sv.. Nei, ekki nema annaðhvort hjónanna eða bæði sjeu utanþjððkirkjumenn. Öllum þeim, sem sýndu móður vorri ást- kærri, ekkjufrú f>órdísi Thorstensen, þann sóma. að fylgja henni til grafar, og á annan liátt hafa auðsýnt oss hluttekning j söknuði vorum, vottum vjer undirskrifuð börn henn- ar og tengdabörn vort alúðar-þakklæti. Keykjavík 4. desember 1891. Elín Stephensen. Jón Thorstensen. Magnús Stephensen. Guðbjörg Thorstensen. Með Lauru hefi jeg sem að undanförnu fengið vín og vindla frá Kjær & Sommer- feldt. Kvík 1. des. 1891. Steingrímur Johnsen. Kvæði Hans Natanssonar nýprentuð kosta 1 kr. og fást hjá þessum mönnum: Arna Jóhannessyni og Magnúsi Yigfússyni bókbindurum í Rvík, Jóni Bjarna- syni kaupm. í Hafnarfirði, Sighvati Bjarna- syni kaupm. í Gerðum, Brynjólfi Jónssyni kennara á Eyrarbakka, Jóni Magnússyni í Stykkishólmi, Keinharði Kristjánssyni í Hnífsdal, síra Jóni Magnússyni á Mælifelli, Magnúsi Hannessyni í Marbæli, Halldóri Pjeturssyni bókbindara á Akureyri, Jóni Runólfssyni á Seyðisfirði, Pjetri Olafssyni á Eskifirði og fleirum þar eystra, sem fást við bóksölu. H. P. Hansson. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi, 4. janúar 1861 er hjermeð skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi jóns Jónssonar (Mýrdals) frá Krtsuvík, er dó á Geirmundarstöðum hjer t sýslu, að bera fram kröfur sínar og sanna þcer fyrir undirrituð- um skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Sömuleiðis er skorað á alla þá, er skulda dánarbúinu, innan sama tíma að gjöra skil fyrir skuldum sinum. Skrifstofu Skagafjarðarsyslu 5. nóv. 1891. Jóhannes Ólafsson. JARPUR HESTUR, 1 vetrar, mark: biti fram. bæði, er í óakilum hjá undirskrifuðum; rjettur eigandi vitji hans og borgi áfallúin kostnað. Korpúlfsstöðum 30. nóvember 1891. Bjarni Jónsson. GIMBURLAMB hvíthyrnt, með glöggu marki mínu: stúfrifað og gagnbitað bæði, er í hirðing hjá mjer, en litlar líkur til, að jeg eigi það- Hver sem getur leitt sig að því, semji sem fyrst við mig um markið og borgi allan kostnað, á- fallinn og áfallandi, þar á meðal auglýsing þessa. Reykjavik 28. nóv. 1891. St. Thórarensen. FJÁRMARK Árna Eirikssonar á Gaiðsáuka i Hvolhrepp er: heilhamrað hægra, afeyrt vinstra Brennimark Á. E. S. FJÁRMARK Helga Guðmundssonar á Brekku í Vogum er: sýlt, gat hægra, tvistýft apt standlj. fr. vinstra. Kaupm. W. CHRISTENSEN vill fá duglega vinnukonu, vaua innanhússtörfura, frá 14. mai næstkom. Gott kaup í boði. ÓSKILAKINDUR seldar í Njarðvikurhreppi- 26. október næstl. 1. Svart gimbrarlamb, mark: standfjöður fr. hægra, sneitt fr., gagnbitað vinstra. 2. Hvítt gimbrarlamb, mark: tvistýft aptan hægra, sneitt, biti apt. vinstra. 3. Hvtikollótt ær, 1 vetrar, mark: stúfrifað biti fr. hægra, blaðstýtt fr., biti apt. vinstra. Eigendur ofanskrifaðra sauðkinda geta vitjaft- verðs þeirra, að frádregnum kostnaði, til undir- skrifaðs. fyrir næstkomandi fardaga. Innri-Njarðvik 20. nóvember 1891. Asbj. Ólafsson. — ■■ . — --------------------------------- í haust var mjer dregið lamb með mínu marki sem er: miðhlutað hægra. Jeg á ekki þetta lamb. Rrjettur eigandi gefi sig fram og setnji við mig um markið. Tungufelii i Hrunamannahreppi 2. okt. 1891. Ljrus Jónsson. SAUHUR vetursramall, mórauður, var mjer dreginu í haust. Mark á sauð þessum ei: sneitt framan bægra, sýlt vinstra, biti aptan. þar eð jeg ekki á sauð þennan. þá bið jeg eigandann, að gefa sig fram hið fyrsta. Kirkjuvogi 10. nóv. 1891. B. Gunnarsson FALLEGT og vandað vaðmál í karlmanns föt eða drengja er til sölu. Ritstjóri vísar á. SÁ SEM i samár með júlíferðinui á Lauru, hefir týnt sokkadóti og sjalklút m. fl., vitji þess að Hliði á Álptanesi mót því að borga auglýs- ingu þessa. Tombóla iðnaðarmannafjelagsins verður haldin 14. og 15. þ. m. og eru því þeir, er ætla að láta eitthvað af hendi rakna, beðnir að koma því til einhvers af áður undirskrifuðum forstöðumönnum. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti XO opin hvern rúmhelgan dag kl 4—5 e. h. Vandað steinhús, Bræðraborgin, með mikilli og góðri lóð, góðum útihúsum, fæst i keypt með mjög aðgengilegum söluskil- málum. Lysthafendur snúi sjer til kaupm. G. Zo'éga. 224 netinu upp í axlir og gat náð í bróður sinn og dregið hann á land. Síðan dró hann upp netið og kom prestur þá upp með djúptoginu, er flækzt hafði um hann. Virtisö þeim bræðr- niu, sem hann mundi vera dáinn, og lögðu hann þar til lags, án þess að hafa tilraunir nokkrar honutn til endurlífgunar, því að þá skorti hvorttveggja, kunnáttu og ráðdeild þar til. Eóru þeir síðan heim og sögðu tíðindin. Líkið var tafarlaust sótt og flutt að Hrauni og þaðan búið til greptrunar. Hallgrímur prestur ljet eptir sig ekkju. Hún hjet Rann- veig, .Tónasdóttir, frá Hvassafelli í Eyjafirði. Hún bjó lengi eptir mann sinn á Steinsstöðum. f>au áttu fjögur börn, er öll voru ung, er faðir þeirra ljezt, og ólust þau upp með móður sinni. þorsteinn hét son þeirra, er lærði söðlasmíði og varð bóndi. Kona hans var Guðný |>órðardóttir á Kjarna, Pálsson- ar. þau bjuggu síðast að Hvassafelli í Eyjafirði og önduð- ust þar bæði. Annar var Jónas, er lærði á Bessastöðum og síðan við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann var skáld og núttúrufræðingur, og dó ungur af fótbroti í Kaupmannahöfn. |>riðja var Rannveig, er giptist Tómasi bónda Ásmundssyni. |>au bjuggu á Steinsstöðum nokkra stund. Síðan giptist hún Stefáni Jónssyni frá Reistará, er þá var ekkjumaður, og bjuggu þau lengi á Steinsstöðum. Hann var lengi alþingis- maður Eyfirðinga. Pjórða var Anna, dó ógipt hjá systur sinni Rannveigu 1866. 4. Geir biskup Vídalín. Geir biskup Vídalín var hniginn að heilsu og sjúkur, er 221 um hið svo nefnda Nýjahús, að heita á vinnumenn, er þar væri, til liðveizlu, til að binda Vigfús. Fátt var manna í baðstofu, því að sumt fólk var í kirkju, en vinnumenn sumir að þjóna peningi. þó voru inni einn eða tveir karlmenn, og brugðu þeir við skjótt. Var þá og sent í kirkju, að sækja fólk er, þar var. Amtmaður vissi, hvert Ólafur hafði gengið, og fór sjálfur að sækja hann. Karl gamall var á Möðruvöll- um, fjósamaður, sá er Lárus hjet; hann stóð við bæjardyr og horfði á amtmann, þá er hann fór eptir Ólafi. Sagði hann síðan, að sig hefði undrað á, hve hratt hann fór fram og aptur, því hann hefði hlaupið eins og lamb. þau voru orð karls. Ólafur brá við skjótt og hljóp undan föður sínum suð- ur hlaðið og inn 1 stofuna, og þangað er Vigfús var inni, en amtmaður á eptir. Bar nú allt að í senn. Fólkið kom að, rjeð á Vigfús og var nú eigi dælt við hann að eiga. Braut það hann niður í lausarúm, og hjeldu sumir, en sumir bundu, og höfðu nú allir ærinn starfa. Kom amtmaður þar þá inn að baki fólksins, mæddur af göngunni, og studdi hendi á rúmstólpann að höfðalagi Vigfúsar, en jafnskjótt datt hann þar dauður niður á gólfið, og varð dynkur mikill. Annarhvor hinna yngri sona amtmanns (Stefán eða Jóhann) sá fyrst til og hrópaði upp: »Guð hjálpi mjer! Er hann faðir minu dauð- ur?« Var því þá brátt lokið, að binda Vigfús, og var tekið að stumra yfir amtmanni; en hann var liðinn. Miklar líkur sýnast til, að orsök bráðdauða hans hafi verið, að maðurinn var mjög feitur og hafði mjög snögga hreyfingu, en var þar að auki hryggur í geði og aldurhniginn, og hafi því andrúm-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.