Tíminn - 06.12.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.12.1979, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 6. desember 1979 „Launþegar kusu Framsókn af melri áhuga en oft áður” segir Ingvar Gíslason alþingismaður um glæsileg úrslit í Norðurlandskjördæmi eystra FI — Ég þakka þennan sigur fyrst og fremst þvi, aö Fram- sóknarflokkurinn hefur traust hjá almenningi fyrir forystu sina i vinstri stjórninni, sagöi Ingvar Gislason alþingismaöur, er viö ræddum viö hann um kosningaúrslitin, en þau voru mjög glæsileg i Noröurlands- kjördæmi eystra, þar sem fy lgisaukning Framsóknar á einu ári varö 12% eöa meiri en I nokkru ööru kjördæmi. Fengu Framsóknarmenn i kjördæminu tæö 44% allra greiddra atkvæöa, — sem er sama hlutfall og varö i Noröurlandskjördæmi vestra, — og endurheimtu þriöja mann- inn inn á þing. ,,Þaöhefurog heppnast”, 'sagöi Ingvar ennfremur”, aö túlka stefnu Framsóknarflokksins i atvinnu -og efnahagsmálum þannig, aö fólk tók undir hana. Loks vil ég benda á, að hér i kjördæminu hefur alltaf verið mikill hljómgrunnur fyrir Framsóknarstefnunni. Ég vil leyfa mér aö þakka einhug þeirra manna, sem hér voru i framboði. Viö vorum meö þrjá unga menn i framboöi i efstu sætunum, 3., 4. og 5. sæti, þá Guðmund Bjarnason, Niels Á. Lund og Hákon Hákonarsson. Allir þessir nýju menn störfuðu mjög vel meö okkur Stefáni Val- geirssyni, sem erum gamal- reyndir I þessu. Og er mér óhætt aö fullyrða, aö þeir lögöu sig aUir fram og stóðu sig meö ágætum i kosningabaíáttunni. An efa átti þaö sinn þátt i kosn- ingasigrinum, að viö vorum meö ungan mann i baráttusæti og I 4. og 5. sæti meö unga menn einnig. Ég er mjög ánægöur meö aö Guömundur skyldi hljóta kosn- ingu og fyrstu varamenn veröa þá Níels og Hákon. Tel ég að þeir gegni mjög miklvægu hlut- verki i þessu samstarfi okkar þingmanna. Þaö gleöilega viö Ingvar Gisiason þessar kosningar er, aö laun- þegar kusu Framsóknarflokk- inn af meiri áhuga en oft áöur og ég tel ómetanlegt, aö Hákon Hákonarson, sem er formaöur i Alþýðusambandi Noröurlands Framhald á 19. siðu. KOSNINGA- HÁTÍÐ Stuðnings- og starfsfólks B-LISTANS f REYKJAVÍK Yngri og eldri Verður í Þórscafé í kvöld (fimmtudag) kl. 8.30 Discó - Discó Dansarar úr Diskó-keppni ÓÐALS sýna Diskó á neðri hæðinni HLjómsveitin Galdrakarlar á efri hæðinni Boðsmiðar eru afhentir að Rauðarárstíg 18 í dag og á morgun Sjöundu áskriftar- tónleikar Sinfóníu- hljómsveit- arinnar Næstu áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitar fslands, hinir sjöundu á þessu starfsári verða i Háskólabiói I kvöld, fimmtudag 6. desemberog hefj- ast þeir eins og aö venju kl. 20.30. Efnisskrá tónleika þessara verður sem hér segir: Karólina Eiriksdóttir — Notes Mozart — Píanókonsert K V 466 Bruckner — Sinfónia nr 1 Hljómsveitarstjórinn Rein- hard Schwarz fæddist áriö 19361 Berlin. Hann stundaöi almennt tónlistarnám viö Borgartón- listarskólann i Berlin og hljóm- sveitarstjórn hjá Prof. Herbert Ahlendorf ásamt námskeiöum hjá Herbert von Karajan i Ber- linog Franco Ferrara i Hilvers- um. Hann var stjórnandi viö Borgarleikhúsiö i Basel frá 1960-’65, i Wuppertal hjá Janos Kulka '65-69. Reinhard Schwarz ' hefur stjórnaö mörgum viöur- kenndustu hljómsveitum i Þýskalandi, m.a. Filharmóniu- sveit Berllnar og Borgaróperu- hljómsveitinni i Hamborg, svo eitthvaö sé nefnt. Unniö aö upp- tökum fyrir útvarp og sjónvarp og veriö gestastjórnandi m.a. i Þýskalandi, Austurriki og Finn- landi. Hinar kerfisbundnu til- raunir hans til þess aö auka áhuga æsku- og skólafólks á leikhúsi og tónleikum hafa vak- iö mikla athygli um allt Þýska- land. Ariö 1978 varö hann fast- ráöinn hljómsveitarstjóri viö Rikisóperuna i Vin. Pianóleikarinn Jörg Demus fæddist i Sankt Poelten i Austur- riki áriö 1928. Hann hóf píanó- nám sex ára aö aldri og aöeins ellefu ára fékk hann inngöngu I Tónlistarskóla rikisins í Vin. Jafnframt menntaskólanámi lagöi hann stund á nám i pianóleik hjá Walter Kerschbaumer, orgelleik hjá Karl Walter, hljómsveitarstjórn hjá Hans Swarowsky og Joseph Krips og tónsmlöar hjá Joseph Marx. Eftir aö hann útskrifaöist frá Tónlistarskóla Rikisins i Vin, fór hann til Parisar til náms hjá Yves Nat. Einnig var hann viö Tón- listarskólann I Saarbruecken, þar sem hann var undir hand- leiöslu Walter Gieseking. Hann hefur tekiö þátt I fjölda sumarnámskeiöa m.a. hjá Wil- helm Kempff, Arturo Bene- detti-M ichelangeli og Edwin Fischer. JörgDemus kom fyrst frá á tónleikum þegar hann var fjórtán ára aö aldri og voru þaö einleikstónleikar á vegum hins virta félagsskapar „Gesells- Framhald á 19. siöu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.