Tíminn - 06.12.1979, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
Fimmtudagur 6. desember 1979
Auglýsingadeild |
Tímans.
08300
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
Pantiö myndalista.
Sendum í póstkröfu.
SJONVAL ví,™T°IÖÖ
íslenskir flugmenn og flugvirkjar til Frankfurt á mótmælaráðstefnu
Samtök flugmanna gegn
fækkun í áhöfnum risavéla
AM — Nk. þriöjudag veröur
haldin i Frankfurt i V-Þýska-
landi ráöstefna 4-5 hundr-
uö fulltrúa fiugmanna I þvf
skyhi aö mótmæla þvi aö hinar
stóru flugvéiar, sem nú er f vax-
andi mæli fariö aö nota, séu ekki
mannaöar fleiri en tveimur eöa
þremur mönnum. Tveir menn
úr stjórn Félags fsl. atvinnu-
flugmanna og tveir úr félagi isl.
flugvirkja sækja ráöstefnuna og
spuröum viö Amunda H- ólafs-
son f stjórn FtA, nánar um
máliö, en hann er annar fulltrúa
flugmanna héöan.
„Þetta er oröiö löng barátta
og mun vafalaust standa allan
næsta áratug,” sagöi Amundi.
„Erlendis eru menn orönir
ráönir i að láta það ekki viö-
gangast, vegna öryggis, aö
þessum vélum sé ekki flogið
með stærri áhöfn. Það er
Europilot, sem er deild úr
IFALPA, aöþjóðasamtökum
flugmanna, sem gengst fyrir
ráöstefnunni.”
Amundi sagði að mótmælun-
um væri fyrst um sinn beint að
hinum stóru „airbus” fhigvél-
um, en einnig öðrum stærstu
vélum sem I notkun eru og kröfu
um úrbætur stefnt til framleiö-
enda og forystumanna flugfél-
aganna. Þegar hefur verið mót-
mælt aö fljúga eigi DC-9 með
aðeins tveimur flugmönnum,
þótt vélin sé enn í smiöum og
ekki komin á markaö, og þvi
haldiö fram að hér sé um al-
ranga stefnu að ræða.
Enn sagði Amundi að um
þetta væri full samstaða af
hálfu islenskra flugmanna,
enda ekki að vita hvenær slikar
vélar kæmu hér. Fundurinn er
ekki sist haldinn til þess að
vekja sem almennasta athygli á
málinu og munu fjölmiölar er-
lendis fylgjast meö störfum
hans af athygli.
Auk Amunda mun Björn Guð-
mundsson, formaöur FIA,
sækja fundinn, svo og þeir
Stefán Bjarnason og Stefán
Jónsson, flugvirkjar.
Amundi sótti undirbúnings-
fund vegna þessarar mótmæla-
ráðstefnu fyrir skömmu og
sagöist hann hafa undrast hve
einarðir menn hinna stóru fé-
laga eru, svo sem frá British
Airways, Lufthansa, Sabena,
KLM, Air France og fleiri. Hafa
þeir sagt félögum sinum, að þótt
til kæmi að slikar vélar verði
keyptar, muni þeir neita að
fljúga þeim.
Nú nálgast jólin óöum og jólasvipur fyrir nokkru farinn aö setja sitt árlega mark á verslanir. Og eins og fyrr er hugur barnanna mjög upptek
inn af þeirri hátlö sem framundan er. (Timamynd: Róbert)
dagár til jóla
Jólahappdrætti SUF. Fyrsti
dráttur i Jólahappdrætti SUF
i hefur nú farið fram og fyrir
dagana 1. til 6. des. komu
1 eftirtalin númer upp: 000979
(1. des), 002668 ( 2. des), 000302
(3. des), 003251 (4. des), 003750
(5. des), 000292 ( 6. des).
Jólakonsert 79 í Háskólabíói:
Fjölmargir vinsælustu
skemmtikraftarnir
FRI — Eins og I fyrra þá mun
Hljómplötuútgáfan hf. og fleiri
gangast fyrir jólakonsert i Há-
skólabió 9.des. n.k. kl.22.00 öllum
. ágóöa af hljómleikunum veröur
variö til styrktar vistheimilinu
Sólheimum i Grimsnesi, en þaö
heimili ekki siöur en önnur
heimili af svipuöu tagi mun eiga
mjög erfitt uppdráttar nd.
Allir þeir sem koma nálægt
hljómleikunum munu gefa vinnu
sina til styrktar málefninu. Mið-
inn mun kosta 5000 kr. og ef hús-
fyllir verður þá er áætlað aö
ágóðinn veröir rúmlega milljón.
Margir helstu listamenn og
skemmtikraftar þjóðarinnar
koma fram. Má þar nefna, hljóm-
sveitirnar Brimldó og Brunaliðiö,
söngvarana Björgin Halldórsson,
Pálma Gunnarsson, Ragnhildi
Glsladóttur og Bjarka Tryggva-
son, HLH-flokkinn, Magnús og
Jóhann, Halla og Ladda, Ómar
Ragnarsson, Ruth Reginalds, og
marga fleiri. Söngsveit og
nokkrir aðstoðarhljóðfæraleikar-
ar verða listamönnunum til að-
stoðar. Hæfustu menn hafa verið
fengnir til að annast allan undir-
búning og stjórn ákveðinna þátta
hljómleikanna, s.s. ljósa, hljóös,
skreytingar og svo framvegis.
Kynnir verður Jónas R. Jdns-
son
Æsufellsmálið:
Ástæður
verknaðarins
enn óljósar
— gæsluvarðhalds-
úrskurður kveðinn
upp i gær
FRI — Krafa um gæsluvarö-
hald og geörannsókn yfir
manninum sem banaöi móöur
sinni var afgreidd i gær fyrir
sakadómi. Mun maöurinn
sæta gæsluvaröhaidi til :i0.jan-
úar, og jafnframt sæta geö-
rannsókn á þeim tima.
Að sögn Hallvarðs
Einvarðssonar rannsóknar-
lögreglustjóra þá var unnt aö
yfirheyra manninn i gær, en
það hefur dregist vegna and-
legs ástands hans. Astæðurnar
fyrir verknaðinum eru þó enn
mjög óljósar i huga hans.
Gengið frá kröfugerð
ASÍ um helgina:
Starfsnefndin
hefur lokið
undirbún-
ingsvinnu
JSS — Starfsnefnd sú sem
skipuð var á fyrri kjaramáia-
ráöstefnu ASt i siðasta mánuöi
hefur aö undanförnu unniö aö
þvi aö leggja drög aö kröfu-
gerö sambandsins I komandi
kjarasamningum.
Aö sögn Benedikts Daviðs-
sonar, eins þeirra er sæti eiga
I nefndinni, hefur hún nú lokiö
viö vinnslu þeirra gagna, sem
lögð verða fram á siðari
kjaramálaráðstefnu ASl, sem
hefst n.k. laugardag. Ekki er
um beinar tillögur að ræða af
hálfu nefndarinnar, heldur
ýmis gögn, sem verða til um-
ræðu á ráðstefnunni og
verða lögð til grundvallar til-
lögum um kröfugerö. Er stefnt
áö þvl að kröfugerðin verði
fullmótuö á ráðstefnunni nú
um helgina.