Ísafold - 13.01.1892, Page 3

Ísafold - 13.01.1892, Page 3
15 Um, er galtarhöfuðið hefir verið skreytt með, er þá skipt á meðal þeirra. Endurskoðunarmenn bæjarreikning- anna í Eeykjavík um 6 árin næstu voru kosnir 9. þ. m. þeir Sighvatur Bjarnason bankabókari (18 atkv.) og Ólafur Bóscn- kranz kennari (12). Veðrátta er nú með eindregnum vetrar- blæ, frost talsverð að jafnaði og fannkoma allmikil síðustu dagana. Fátt um ferðir á sjó og landi. Af austfjörðum frjettist með pósti fyrir fám dögum, að þar hefði komið mikið síld- arhlaup fyrir jólin og væri nú tíðar gufu- skipsferðir milli Seyðisfjarðar og Noregs, hjer um bil á hverri viku. — »Austri«, sem mundi þó eiga að láta það vera sitt fyrsta verk, að fíytja sem tíðastar og greinileg- astar frjettir af austfjörðum í aðra lands- fjórðunga, bann hefir alts ekki látið sjá sig hjer um slóðir nú 2 póstferðir í röð, — hvorki með síðasta norðanpósti, fyrir jólin, nje nú með austanpósti. Austur-Skaptafellss- 9. des. 1891: xSumartiðin var hjer hin hagstæðasta, þótt fyrst væri nokkur kuldakafli, og síðan held- ur miklir þurkar og hitar, en þeim fylgdi áfall á nóttum, svo að grasvöxtur varð góð- ur. Hey nýttust að öllu samtöldu vel, þótt fremur rigningasamt væri seinni hluta sum- ars. Munu því heybirgðir manna almennt vera talsverðar, hvort sem þær duga, ef vetur verður harður, því að margur mun nú hafa látið fje með minna móti í kaup- stað, sökum hins lága verðs. Haustið var milt og vætusamt, með litlum kuldaköstum þangað til brá til snjókomu hinn 22. nóv. og hefír 8Íðan verið ýmist snjóveður, bloti eða frost (mest 11 C.), og víða hagskarpt. Almenn heilbrigði hjer um slóðir. Hingað hefir borizt ómurinn af fagnaðar- ópum Sunnlendinga við Olfusárbrúna, og taka víst allir undir þá ósk landshöfðingja, að fyrirtæki þetta megi marka nýtt tímabil í viðburðum þjóðar vörrar til samgöngubóta o. s. frv.; en það þykir mönnum undar- legt, að hann skuli minnast á hafnleysið hjer við Eystra-Horn í aambandi við brú þessa, eins og hún geti orðið oss Austur- Skaptfellingum til nokkurra samgöugubóta fremur en hverjum öðrum landsbúum, hvar sem vera skal, í norðri eða austri. Og enn undarlegra finnst mönnum það, að honum skuli vera svo annt um, að halda oss ríg- bundnum við Suðuramtið, sem vjer höfum óskað að skiljast við til þess að sameinast Austuramtinu, ssm vjer höfum mest við- skipti við og heyrum til eptir allri afstöðu. Erá austri getum vjer og helzt vænst eptir samgöngubótum — sjóleiðis, því að hr. O. Wathne væri manna líklegastur til að gjöra Hornafjörð að viðkomustað strandferðaskipa, ef þingið vildi veita honum styrk til að halda uppi strandferðum«. Leiðarvísir ísafoldar. 922. Tveir sameigeudur að jörð komu sjer saman um, að gjöra á henni ný eignarskipti, sem voru undirskrifuð af vottum og þinglesin. Við þau skipti urðu allt önnur túna, þangfjöru og vergagna mörk en verið höfðu að fornu. Hefir þá annar þeirra nokkra heimild til að færa grjót af lóð hins yfir á sína lóð, án hans leyfis, enda þó það grjót væri í byrgi eða skiparjett, sem hann hefði notað eða jafnvel hlaðið áður skiptin fótu fram,þegar ekki var öðrnvisi ákveðið við skiptin en að hvor þeirra hefði það grjót, sem á hans lóð var samkvæmt skiptunum? Sv.: Nei. þar til hefir hann engan rjett, er hann eigi áskildi sjer hanu þá er lögleg land- skipti fóru ftam, eða mannvirki voru eigi undan skilin þá. 923. öetur sá maður setið i hreppsnefnd, sem ekki greiðir 12 kr. til sveitar? Sv.: ,Já. Upphæð þess, er hann á að hafa goldið til sveitar, er eigi tiltekin. (Tilsk. 4. maí 1872, 4. gr.). 924. Getur eigi sá oddviti, sem tekið hefir við þeim statfa eptir annan, sem Frá fjell, sagt af sjer, þegar hantt hefir útendað þann tíma, sem liinn átti að vera? 8v.: Sá, sem hefir verið kosinn oddviti hrepps- nefudat i stað annars fráfallins, getur eigi skor- azt undan endurkosningu, fyr en hann hefir haft þann starfa á hendi að minnsta kosti þrjú ár. 925. Jeg er búsettur í heimasókn prestakails; er jeg skyldur að fara annanhvorn messudag á annexíuna til að stýra söng og vera meðhjálpári endurgjaldslaust? En ef ekki, hverjum ber að borga það, og hvað er sanngjarnt fyrir hverja mílu vegarlengdar? Sv.. Enginn er slryldur að vera forsöugvari eða meðhjálpari i annari en sinni eigin sókn. Geri einhver slíkt engu að s'ður, ber honum því að éins þðknun fyrir það, að hann fyrirfram áskilji sjer hana og fái loforð fyrir henni af þeim (hvort sem væri prestur eöa sóknarefnd), er falar hann til þess starfa. þóknunln verður að fara eptir samkomulagi. 926. Er það hross í fullri tíund, sem fellur úr brúkun að sumrinu fyrir helt.i? Sv.: Já. En af því slik vanhöld geta komið fyrir, er leyft að fella úr tíund sjöunda hlut þess fjenaðar, er í tiund skal leggja (lög Iz. júlí 1878, 2. gr.) 927. Eiga ekki allir hreppsnefndarmenn að vera viðstaddir og með öllu viti þogar útsvörum er jafnað niðv.r, eða er það löglegt, að að eins hjer um bil helmingur al þeim sje með fullu ráði meðan á þeim starfa stendur? Sv.: Niðurjöfnun útsvara er lögleg, ef meiri hluti hreppsnelttdar framkvæmir hana (og minní hlutinn hvfir verið þar til kvaddur). Jafnvel þótt einn hrepjtsnefndarmanna framkvæmi niður- jöfnunina í raun og veru, mun lienni eigi verða hnekkt, ef meðnefndarmenn hans tjá sig henni samþykka. I annan stað er það aðfinningarvert, skyldi það koma fytir, að hreppsnefndin (t. a. m. „um helmingur hennar“) væri eigi rneð fullu ráði, er jafn ábyrgðarmikið starf og niðurjöfnun útsvara er fyrir hendi. En gjaldendut- mega kenna sjálfum sjer, ef nefndin er skipuð mörgum slikum kumpánum. 928. Er sá, sem á sexróið fiskifar, sem að eins hefir verið haldið úti til fiskjar 1 mánuð af árinu en staðið uppi allan hinn tímann arðlaust, skyld- ur til að tiunda það og borga af því eins og sexmannaförum, sem haldið er úti allar vertíðir? Sv.: 3. gr. laga 12. júlí 1878 veitir enga undanþágu eða tilslökun i því efni. 16 hug konunnar. Konan brást sjúk og ljet sækja munkinn til að skriptast við hann. Hann brá skjótt við og kom til hennar, og með því að hann einn skyldi heyra skriptamál hennar, urðu allir aðrir að fara út á meðan. Daginn eptir kom hann aptur að vitja hennar og varð honum það þá á, &ð hann lagði brækur sínar frá sjer á rúmið. Bóndanum þótti nóg um, hversu lengi stóð á skriptamálunum, og fýsti að vita, hvað um væri að vera, og óð inn á þau að þeim ó- vórum. Munkurinn boðaði henni þá í mesta snatri fyrirgefn- ing 3yndanna og hafði sig síðan á burt, en — gleymdi að taka með sjer hrœkurnar. Bóndagarmurinn rak nú augun í brækurnar, og þótti sjón sögu ríkari, og fylltiat upp raikillar reiði, og hugði eigi á annað en greypilega hefnd. Hann rauk með þær út og sýndi þær grönnum smurn og eggjaði þá fast að hefna slíkrar háð- ungar. |>eir brugðust vel við nauðsyn hans, og nú hjelt hann í broddi liðs þessa til klaustursins og brauzt inn í það, og ætluðu þeir gagngjört að taka munkinn af lífi. Munkur nokkur gamall, er ekki ljet sjer við allt bregða, reyndi til að sefa bræði mannsins, en það kom fyrir ekki, því að þó honum þætti nóg um æðisgang hinna, fekk hann nú engu við þá ráðið. Munkurinn tók eptir þvi, að sjálfum var honum farin nokkuð að renna reiðin, og sagði, að hann þyrfti sízt að gruna nokkurn um glæp, þótt hann hefði fundið brækur þess- ar í rúmi konu .sinnar, því að það vœri brœkur hins heilaga Fvansiscus, og að þær hefði þá nátturu, að þær veitti full- komna bót við þeim kvilla, er kona hans þjáðist af. Kvaðst 13 og naglar úr krossinura voru svo margir, að þeir hefðu til samans verið mörg hundruð pund. þyrnarnir úr þymikórón- unni fundust, og sumir þeirra höfðu þá náttúru, að þeir blómg- uðust hvern langafrjádag. Kaleikurinn, sem Jesús drakk af, er hann stofnaði kvöld- máltíðina, var eitt, er fundizt hefir, og sömuleiðis brauðið, sem Jesús og lærisveinarnir leifðu við kvöldmáltíðina. Enn fundust teningarnir, er hermennirnir notuðu, er þeir vörpuðu hlutkesti um kyrtil Jesú. .-\f prjónakyrtlum Krists er til hinn mesti fjöldi, svo sem í Trier, Argenteuil, St. Jago, Bóm, Friaul, o. fl. st. Mest þykja líkindi til, að sá sje rjettur, sem geymd- ur er í Moskwa, því hermaður sá, er kyrtilinn hlaut, á að hafa venð frá Georgíu og hafa flutt hann heim með sjer, og á hann síðan að hafa komizt til Moskwa. Árið 1845 var kyrtillinn helgi hafður til sýnis í Trier [og aptur í sumar, 1891] og vakti það eigi all-litla athygli og gaf tilefni til margra rannsókna um hina helgu kyrtla. Komu út um það efni ýmsir ritlingar, sumir rjett skemmtilegir, sem enn eru til sölu. Með páfalegri bullu eða brjefi, er kostaði ærið fje, var svo fyrirskipað, að allir þessir helgu kyrtlar skuli álítast að vera rjettir. Með því að nú er auðsætt, að eigi getur nema einu þeirra verið hinn rjetti, þá er ljóst dæmi upp á sviksam- legan úrskurð af hálfu páfa, er hann hefir yfir því lýst, að hinir rjettu kyrtlar sjeu margir. Fuudizt hafa Marm-skyrtur svo víðar, að þær væru full- víðar yfirhafnir fyrir fulldigran karlmann; einnig hjónavigslu- hringur Mariu, gersimi hin mesta, sem er til sýnis í Perúsa;. enn fremur litlir og laglegir skór af henni, og aðrir skór á-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.