Ísafold - 27.01.1892, Síða 2
30
bar með sjer, að 3332 kr. hafði kostað að
boma fyrirtækinu á stofn. Hafði sá kostn-
aður verið greiddur með 53 fimmtíu krónu
tillögum (hlutum) frá 35 fjelagsmönnum, og
20 kr. að auki, fyrir ekki hálfborgað hluta-
brjef; enn fremur með 500 kr. láni úr spari-
sjóði í Hafnarfirði; en þær 162 kr., sem til
vantaði, ókvað fundurinn að verja skyldi
tekjuafganginum fyrsta árið til að borga.
Málþráðurinn tók til starfa 16. okt. 1890,
og höfðu tekjurnar orðið þaðan í frá og til
nýjárs 1891 564 kr. alls. þ>ar af voru 260
kr. árstillög frá föstum áskrifendum, 10 kr.
frá hverjum, en hitt lausatekjur, sem sje
fyrir afnot málþráðarins og sendiferðir.
Kostnaðurinn varð á þessu sama tímabili
235 kr. Afgangur því 229 kr., er fundurinn
kaus heldur að verja til að borga fyrnefnda
stofnuuarskuld (162 kr.) og láta hitt liggja
f sjóði en að skipta honum upp milli hlut-
hafenda f vöxtu eða ágóða í þetta sinn.
Kostnaðurinn var mest fólginn í húsaleigu
fyrir málþráðarstöðvarnar í Keykjavík (58.50)
og Hafnarfirði (67.50), og sendiferðir, rúmar
50 kr. á hvorum staðnum. Enn fremur
hafði orðið að kosta í haust til nýrra mál-
þréðastöðvar í Reykjavík rúmum 50 kr. þ>etta
ár sparast húsaleigan hjer í Keykjavík, með
því að kaupm. W. O. Breiðfjörð lætur hús-
ur húsnæði í tje ókeypis, síðan í haust, að
hann tók að sjer gæzlu málþráðarins, og
tekur auk þess ekkert fyrir ómak sitt, lagði
enn fremur nokkuð til ókeypis, sem þurfti
til að koma málþráðarstöðinni í lag hjá
honum; tjáði fundurinn honum fyrir það
allt maklegar þakkir.
Slitnað hafði þráðurinn nokkrum sinnum,
en verið bættur jafnskjótt aptur.
Stjórn var endurkosin: Jón þórarinsson
skólastjóri, Björn Jónsson ritstjóri og Guðbr.
konsúll Finnbogason ; og endurskoðunarmenn
kosnir Eiríkur Briem prestaskólakennari og
Indriði Eínarsson revisor.
Landamerkjamál. Landsyfirrjettur
dæmdi f fyrra dag í landamerkjamáli milli
Keykjavíkurbæjar og Seltjarnarneshrepps
annars vegar og Guðmundar bónda Magn-
ússonar í Elliðakoti hins vegar, um landa-
merki milli nefndrar eignar- og ábúðarjarð-
ar hans og afrjettarlands Keykvíkinga og
Seltirninga. Hafði málið verið dæmt í
hjeraði 19. sept. f. á. f landamerkjadómi,
þannig, að landamerkin skyldu vera aðal-
farvegur Lyklafellsárinnar úr Nautapolli allt
að suðurenda Vatna-ássins, þar sem farveg-
urinn kvíslast; úr því róði nyrðri farvegur-
inn, þangað til hann kemur f Possvallaá.
Upp í málskostnað var áfrýjendum (R.vík-
urbæ og Seltjarnarneshr.) gjört að greiða
49 kr. til dómendanna, og hinum stefnda
(G. M.) 23 kr.
Landsyfirrjettur dœmdi landamerkjadóm
pennan ómerkan, og vísaði málinu heim
aptur, en Ijet málskostnað fyrir yfirrjetti
falla niður.
Segir svo í ástæðum yfirdómsins:
Samkvæmt landamerkjaskrá áfrýjendanna
(R.víkur og Seltj.) hefir þess af þeirra hálfu
verið krafizt, að landamerkin væn ókveðin
þannig: fyrst að norðanverðu úr svo köll-
uðu Hraunsnefi neðanvert við Læ.kjarbotna-
land, og svo eptir hraunhólum þeim, sem
liggja úr Hraunsnefinu beint norður í á, og
svo ræður áin allt upp í Atthaga- (eða
Nátthaga-)vatn, og svo eptir þvf miðju,
þangað til 'áin fellur í vatnið fyrir norðan
Atthagann, og sem sú á ræður, suðaustur
með heiðarbrúninni; svo úr henni neðan til
við uppsprettu hennar eptir árfarvegi og í
aðal-Possvallaána, þar sem hún fellur niður
úr gljúfriuu, fram af heiðarbrúninni; svo
ræður sú á, sem liggur með heiðarjaðrinum
(Elliðakotsheiði) alla leið að norðanverðu
við Fóelluvötn allt upp fyrir norðan ás þann,
sem skilur Efri- og Neðrivötn. þaðan eru
merkin áframhald með sömu heiði upp ár-
farveginn, sem liggur sunnan undir Lykla-
felli, og eptir þeim farveg austur og upp í
sýslumörk. A hinn bóginn hefir hinn stefndi
haldið því fram, að landamerkin milli Ell-
iðakots og afrjettarlands Keykjavíkurbæjar
og Seltjarnarneshrepps sjeu þessi: »Frá Víf-
ilsfelli niður Sandskeiðið niður fyrir Vatna-
sæluhúsið og svo eptir árfarinu fyrir sunn-
an Neðri-vötn niður að þúfu, sem stendur
á holtstanga fyiúr neðan Neðri-vötn«.
»Með dómsákvæði sínu, því er áður hefir
greínt verið, hefir merkjadómurinn dærnt
undir Eliiðakotsland nokkurn hluta (eða
nyrðri partinn) af svo kölluðum Efri-vötnum,
frá Nautapolli og niður fyrir Vatnaásinn,
en þessa landsspildu vildu báðir rnálspartar
eigna sjer. Ytns vel kunnug vitni hafa þó
borið það í mólinu, að Fóelluvötnin (bæði
Efri- og Neðri-vötnin) hafi utn langan ald-
ur, eða svo lengi sem þau muna til, verið
talin og notuð sem afrjettarland Seltjarnar-
neshrepps og Reykjavíkur, enda er það við-
urkennt af stefnda, að minnsta kosti að
því er Reykjavík snertir, og allar líkur eru
einnig fyrir því, að hreppatakmörkin (milli
Seltjarnarneshrepps og Mosfellssveitar) skilji
öll Fóelluvötnin frá heirnalandi Elliðakots.
A móti þessu eru engar hinar minnstu lík-
ur eða sannanir fram komnar frá hálfu hins
stefnda eiganda Elliðakots, og virðist hann
þó samkvæmt Jónsb. landsl.b. 26. kap. i. f.
hefði þurft að færa sönnur á eignarrjett
sinn að la.ndsspildunni gagnvart tjeðu eign-
arhaldi eða notkun áfrýjendanna. Merkja-
dómurinn verður því með þessu að álítast
að hafa gjört sig sekan í lögleysu í dómi
sínum. Auk þess er það eigi rjett af merkja-
dóminum, að hann hefir eigi lagt dóm á
um alla hina umþrættu merkjalínu, og eigi
ákveðið merkin lengra upp og austur en að
Nautapolli, þótt kröfur málspartanna og á-
greiningur snertu merkin lengra austurn.
Norskar gufuskipsferðir. Ur Eyja-
firði er Isaf. skrifað 7. þ. m.: »Seint í nóv-
ember kom til Akureyrar norskt gufuskip,
er heitir Dido, að sækja síld. Útgerðar-
menn skipsins eru norskt fjelag, sem heitir
»Vaagens Kederi«. Var það fullyrt hjer,
að þetta fjelag ætlaði að halda uppi reglu-
legum gufuskipaferðum milli Kaupmanna-
hafnar og austurlands og Akureyrar í hverj-
um mánuði. Skipið á að koma við í Nor-
vegi í annari ferðinni og annari í Skotlandi.
Bætir þetta mikið úr hinum fækkuðu póst-
skipsferðum, ef það kemst á. Mönnum þykir
einnig gott, að hið »Sameinaða gufuskipa-
fjelag« sje eigi eitt um ferðirnar«.
Aflabrögð. Afli mikið góður í Bolung-
arvík eptir nýárið, þá sjaldan róa gaf. I
Garðsjó var róið laugardag 23. þ. m., í
slæmu sjóveðri, og fengu einhverjir 50 í
hlut af góðum stútungsfiski á lóðir í einu
kasti (10 hlutir); einnig nokkur afli á færi.
Morðsaga ný. Maður er grunaður
um morð vestur í ísafjarðarsýlu í Onund-
arfirði, Sigurðior nokkur, auknefndur »skurð-
ur«, roskinn maður, frá Flateyri. Hann
fylgdi skömmu fyrir jól ásamt öðrum tnanni,
er Salómon hjet Jónsson, lausatnaður á
Flateyri, Álfi nokkrum Magnússyni af Suð-
urnesjum (áður f skóla) og 2 Súgfirðingum
á leið frá Flateyri eða næsta bæ (Eyri) yfir
að Stað í Súgandafirði. Allir voru þeir
drukknir eða kenndir meira eða minna, er
þeir lögðu af stað. A leiðinni höfðu þeir
slegizt,Alfur og Salómon, og Salómon snúiðv
eiun aptur. Nokkru síðar skilur Sigurður-
við Súgfirðingana á há-heiðinni og snýr apt-
ur, kemur einn heim um kvöldið og læzt
ekkert vita um fjelaga sinn Salómon; svar-
aði því til, að sumra sögn, að hann mundi
gista á Klofningsdal í nótt, en það er eyði-
dalur á heiðinni rnilli Önundarfjarðar og
Súgandafjarðar. Daginn eptir var leitað að
Salómon dauðaleit og fannst hann dauður
skammt frá veginum, upp á Klofningsdal,
með áverka-merki á höfði, en að læknis áliti
(kand. Halldórs Torfasonar) líklega dáinn
úr kulda. Sýslumaður fór og hjelt próf í
málinu. Tlrðu þeir Alfur og Súgfirðingarnir-
alveg samsaga, en Sigurður varð tvísaga
eða margsaga, og sannaðist á hann að auki,
að hann hefir haft hótanir um það við Súg-
firðingana, að hann skyldi berja Salómon
þegar hann næði honum. Ljet því sýslu-
maðurinn setja hann í varðhald. En það.
bar hann stöðugt, að ekki hefði hann fund-
ið Salómon á heimleiðinni og haldið hann
kominn heim á undan sjer. |>ar sem líkið
fannst, á að hafa sjezt allmill harðspori í
snjónum. — Frekari vitneskja eigi fengin
um atburð þenna, og er þetta haft eptir
brjefum frá áreiðanlegum mönnum vestra.
Mannalát. Dáínn 19. desember f. á.
^PPgjafaprestur þorkell Eyjólfsson á Búð-
um. Hann var fæddur 6. júní 1815; ólst
upp hjá foreldrum sínum, Eyjólfi presti
Gíslasyni, síðast til Miðdala, og Guðrúnu
Jónsdóttur, prests á Bægisá, þorlákssonar;
fór í skóla 1835, útskrifaðist 1841 með bezta
vitnisburði; tók prestsvígslu 1844, og veittir
Ásar í Skaptártungu s. á.; veitt Borg á
Mýrum 1859 og Staðastaður 1875, en sleppti
prestsembætti 1890. Hann kvæntist 1844
Ragnheiði Pálsdóttur, prófasts í Hörgsdal,
er enn lifir. |>au áttu saman 17 börn; af
þeim eru 10 á lífi, öll upp komin, Matthild-
ur, ógipt, i Stykkishólmi; Guðrún, kona
Clausens kaupm. s. st.; Eyjólfur, úrsmiður, í
Rvík; Páll, tannlæknir; Jón, skipstjóri, á
Isafirði; Jón, dr. phil., í Kaupmannahöfn;
Bjarui, borgari, á Hjallasandi; Guðbrandur,
verzlunarmaður, í Olafsvík; Kjartan, búandi
í Staðarsveit; og Einar, eiunig búandi í
Staðarsveit, er hann dvaldist hjá frá því,
er hann sleppti prestaskap. — Síra þorkelí
var maður vel gáfaður, hjartagóður, hrein-
lyndur, spaklyndur og einhver skyldu-
ræknasti embættismaður. Trúmaður var
hann oinhver hinn öruggasti, og kenndi því
með lifandi áhuga og af brennandi sannfær-
ingu; þótti því mjög hjartnæmur kennimað-
ur, áður en förla tók af elli; hann var ljúf-
ur og þrautgóður eiginmaður og faðir.
Sem fjelagsmaður var hann einbeittur vel,
en þó eigi mjög framgjarn, drenglyndur í
allri viðureign við aðra og hjálpfús, þótt
aldrei hefði hann yfir auð að ráða á æfinrti.
Annars auðkenndi alla hans framkomu
guðsótti, drengiyndi og hreinskilni. E.
jl
1
líanveig Kristín f orvarðardóttir
Og
Sveinbjörn f orvarðarson.
(-J- 9. des. 1891).
Fártrylldir stormar æða’ um hafið auða,
Aflramir boðar rísa hátt frá djúpi,
Og dauðans engill skrýddur skýja-hjúpi
Að skipun alvalds boðar harðan dauða;
Lítið er fley í fári sárra nauða,
Formaður sveigir stýrið hraustum armi,.
Systir hans andlit hylur fullt af harmi,.
Hásetar sex við bráðan stríða dauða.
Mannanna kraptur megnar ekki hót,
Máttugar höfuðskepnur krapta reyria,