Ísafold - 03.02.1892, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.02.1892, Blaðsíða 2
88 „Gálausleg póstafgreiðsla“. Gegn svonefndri grein í ísafold 28. nóv. f. á. og þar af sprottnu áminningarumburðar- brjefi frá póstmeistaranum til póstafgreiðslu- og brjefhirðingarmanna hefir póstafgreiðslu- maðurinn á Grenjaðarstað ritað eptirfarandi nokkuð stygglyndislegt svar, og þótt það raunar megi heita svar út í hött, eins og sýnt er með innskotnum og aptan-við-huýtt- um athugasemdum, þá er ísafold meinalaust að flytja það, úr því að höf. langar ósköp mikið til að það sjáist á prenti: Brjef yðar, herra póstmeistari, dags. 30. f. m., hefi jeg meðtekið og jafnframt lesið greininu: .Gálausleg póstafgreiðsla« í lsafold. Brjef þetta hefði nú raunar alls ekkiþurft að sendast mjer, með því jeg þykist geta fullyrt, að jeg hafi aldrei sýnt skeytingar- leysi í póstafgreiðslunni; en aptur get jeg ekki neitað því, að það hefir komið fyrir, að blaðasendingarhafa tekið skakka stefnu, með- fram fyrir ekki nóga aðgætni pósfafgreiðslu- manna, en opt líka fyrir hirðuleysi sjálfra blaðamanna. Jeg kalla það hirðuleysi bjá blaðamönnum, — eða þá leti [mikið kurteis- leg athugasemd!] — þegar hvorki póstaf- greiðslu- nje brjefhirðingarstaður er tilfærð- ur. —Núna, t. d. hinn 24. þ. m., kom hing- að blaðapakki með árltun: »Til N. N. á Mjóadal í LaxárdaU. [Engin Isafold þang- að send nokkurn tíma]. Af því jeg er fædd- ur og uppalinn nærri Mjóadal í Laxárdal, þá vissi jeg, að þessi bær er í Húnavatns- sýslu, en hvorki Björn Jónsson nje nokkur annar blaðamaður gat skyldað mig, sem póst- afgreiðslumann, til þess að vera fæddur í Húnavatnssýslu, svo aðjegvissi, hvar þessi Mjóidalur er. [Ritstjóri Isafoldar gat ekkert gagn haft af því, að skylda(!) höf. til að vera fæddan(l) nálægt Mjóadal, og hefir því aldrei haft neina freistingu til, að leggja þá ójafnaðar-kvöð á hann !]. Fleiri dæmi þessu lík gæti jeg tilfært, en jeg sleppi því. Raunar hafa allir póstafgreiðendur bæjar- nafnabókina, sem mikið getur leiðbeint þeim; en það er ónærgætni að ætlast til, að þeir eptir henni finni út, hvert sú og sú póst- sending á að fara, og ef þeir í þvf annríki, sem þeir hafa, þá er pósta skal afgreiða, eru -ekki of góðir til þess að leita hvað eptir ann- að í nefndri bók, þá eru blaðamenn í sann- leika ekki of góðir til þess, að skrifa greini- lega utan á blaða3endingar þeirra. [Vilji höf. beina þessari athugas. að ritstj. Isafold- ar sjerstaklega, svo sem út lítur fyrir, úr því hann nefnir hann með nafni í greininni, þá þyrfti hann að geta sýnt dæmi þess, að hann hefði talið sig »of góðan til að sknfa greini- lega utan á blaðasendingar.]. En það er og önnur orsök til þess, að blaðasendingar stundum villast og jafnvel glatast, og hún er sú, að umbúðirnar eru ekki nærri nógu sterkar og vandaðar. Blaða- menn mega ekki gleyma því, að það eru til hríðar og illviðri á Islandi, og að póstskrín- ur vorar eru ekki fluttar á vögnum, heldur á hestabökum og sleðum, en það mun naum- ast mögulegt, að útbúa skrínur svo, að snjór og bleyta komizt ekki inti í þær f verstu veðrum. [Hvað kemur til, að ferðamenn geta haft fokheldar skrínur, en póststjórnin ekki?] • J>egar nú bleyta kemst i skrínurnar, þá piáist áritunin af og umbúðirnar slitna alveg stundum, svo að póstafgreiðendum er ómögulegt að ráða í, hvert blöðin eiga að fara. [Hvað sterkar þurfa umbúðir að vera til að standast kafaldsbleytu í gisnum skrín- um?]. . Jeg vil því leyfa mjer að leggja það til, að póststjórnin fyrirbjóði öllum póstþjónum að taka til flutnings blaðasendingar, sem ekkl eru í vel Bterkum umbúðum og með svo greinilegri áritun, að ómögulegt sje að viliast á henni. [Höf. hefði átt að tiltaka um leið einhvern ákveðinn mælikvarða fyrir styrkleika umbúðanna. Hann þarf víst að vera nokkuð mikill, ef aldrei á að geta bil- að í stórhríðum, hvernig sem flutningsílátin eru. Eða hvað greinileg þarf utanáskript að vera til þess, að ómögulegt sje að vill- ast fyrir hvað ógætinn póstmann sem er, — svo ólíkan höfundinum, sem mest má verða?]. Auðvitað mun jeg, hjer eptir sem hingað til, láta mjer umhugað um, að verða ekki valdur að því, að póstsendingar skemmist eða glatist. þetta brjef mitt vildi jeg helzt biðja yður, herra póstmeistari, að láta prenta í ein- hverju af Reykjavíkur blöðunum. Grenjaðarstað, 28. des. 1891. B. Kbistjánbson. Til póatmeistarans í Reykjavík. Svo mörg eru orð þessa reiða póstafgreiðslu- manns, — nema hvað hornklofaklausurnar eru auðvitað ekki frá honum. Hann talar fyrst og fremst alveg eins og ritstj. Isaf. hefði kennt »gálauslegri póstafgreiðslu« um hjer um bila allar misfarir blaðasendinga með póstum, í stað þess, að umkvörtun sú, er svarið er út af sprottið, kom þá fyrst fram, er þrívegis hafði viljað svo til sama árið á sama stað, að stór pakki af Isafold kom ekki til skila, eingöngu fyrir »gáleysi og vanrækt póstafgreiðslumannaa, að vitni þess merka manns, er við átti að taka og heima á á næsta bæ við póstafgr.stað, — alþekkt- um bæ við alþekktan póstafgr.stað (sjá Isaf. 28. nóvbr. f. á.). Og er sami maður bætir við, að hann »viti fleiri dæmi þess, að menn hafi sagt upp blöðum eingöngu fyrir þessa orsök«, og útgefandinn hafi margrekið sig á misgöngur blaðsins og vanskil af sömu orsök, þannig, að blaðasendingin hefir komið fram 1 eða 2 póstferðum of seint með bezta frágangi og allsendis óvillandi utanáskript, þá er hon- um naumast láandi, þótt hann beri sig upp undan því. En eins og útgef. Isafoldar kemur eigi í hug samt sem áður að eigna þessari orsök (gáleysi eða vanrækt póstmanna) um sjer- hver vanskil á blaðinu, eins væri það nokk- uð fljótfærnislegt að álykta svo, að af því að við ber, að ógreinilega er skrifað utan á blaðasendingar eða umbúðir ura þær ónýtar, þá sje þar með sannað, að vanskil á blöðum sje yfir höfuð útgefendunum að kenna, eða að póstmenn sjeu yfir höfuð þar með afsak- aðir, þótt þeir geti nefnt dæmi slíks um ein- hver af öllum blöðum landsins. Útgef. Lsa- foldar þykist ganga svo samvizkusamlega frá afgreiðslunni, sem auðið er, með því meðal annars að yfirlíta ajálfur vandlega utaná- skriptina, hverja sýslu fyrir sig, áður en blað- ið er afhent á pósthúsið og umbæta, ef áfátt reynist, t. d. sýslunafn vantar o. s. frv., en tekur þó umyrðalaust öllum vanskilakvört- unum (og bætir vanskilin upp, þegar hægt er), nema endrum og sinnum, þegar óyggjandi vissa er fyrir þvf, að vanskilin eru póst- mönnum eingöngu að kenna og gáleysið keyr- ir meira að segja fram úr öllu hófi, eins og { dæmi því, er nefnt var í haust. f>ví þrátt fyrir mjög greinilega utanáskript og þrátt fyrir góðar umbúðir geta blaðasendingar mis- farizt, þótt póstmenn gjöri fyllilega skyldu sfna, nefnil. á skotspónasendingum milli póst- afgreiðslustaða og viðtakenda. Hinn heiðraði höf., póstafgr.maðurinn á Grenjaðarstað, getur vel haft rjett fyrir sjer í því, að hann hafi eigi þurft neinnar áminn- ingar við í þessu efni. En póstmeistarinn hafði fulla heimild og ástæðu til að senda um- burðarbrjef sitt öllum sínum undirmönnum, þótt hann áliti eigi nema kannske fáa þeirra seka, úr því hann vissi ekki og gat ekki vit- að, hverþr það voru. Að minnsta kosti hafði hann meiri ástæðu til þess, heldur en höf. til að senda görnlum blaðamönnum áminn- ingu og brigzl um hirðuleysi og leti, þó a& hann geti uefnt dæmi þess, að póststöðvarnafn. hafi vantað á einhverja blaðasendingu frá einhverjum blaðamanni, allrahelzt þar sem slík8 nafns þurfti raunar alls eigi með>. eptir allt saman, með því að bæjarnafnið »Mjóidalur« er ekki til í fleirum en einum Laxárdal á landinu. þetta getur hver mað- ur sjeð í »Bæjatalinu«, sem landssjóður hefir- látið alla póstafgre'iðslumenn og brjefhirðinga- menn fá gefins, líklega heldur til þess, að. þeir hagnýti sjer það til að greiða fyrir póst- sendmgum, en að segjast ekki hafa tíma til að fletta því upp, kannske svo sem 5—10). sinnum á ári eða ekki það, og senda blaða- mönnum tóninn um, að þeir sjeu ekki of góðir til þess; þeir munu sjaldnast þurfa að. leggja á sig slíkt ómak þeirra vegna, með. því að þeir, blaðamennirnir, eru þeim mun vanari og vissari en almenningur að ganga. vel og rjettfrá póstsendingum, og telja ekki á sig að nota »Bæjatalið«, ef þörf gjörist. Póstskipið Laura, kapt. Christjansen, kom loks í nótt. Hafði tafizt á Færeyjum fulla viku sakir storrna. Fekk illt á leið- inni stundum, smáhýsi brotnaði á þilfari og tók út, stýrimaður meiddist af holskeflu o. fl. Með skipinu komu þessir farþegar: Tvedé- lyfsali, kaupmennirnir Th. Thorsteinsson^ Guðm. Thorsteinsson og Guðm. Otte- sen (af Akranesi, sigldi með síðustu ferð); enn fremur Sigm. Guðmundsson prentari- (frá Ameríku) og Daníel Daníelsson Ijós- myndari (frá Englandi) og 1 Englending- ur. Verzlunarfrjettir frá Khöfn eru þær helztar, að korn hefir lækkað í verði dálítið. og kaffi til muna, eu fiskur stendur afleit- lega; útlit fyrir að selja verði fyrra árs leifar í Khöfn fyrir 25—28 kr. skpd. af bezta saltfiski, en á Spáni lögleidd toll- hækkun á fiski um nær helming. Utlendar frjettir eru þær helztar, að inflúenza geysar enn af nýju um Norður- álfu og víðar, mjög skæð og megn á Eng- landi og Skotlandi; að við ófriði liggur milli Bandaríkjanna í Norður-Ameríku og Chile ; að dáinn er Tewfik Egiptajarl, úr inflú- enza, Dom Pedro, fyrrum Brasilíukeisari, og elzti sonur prinzins af Wales, Albert Vietor, 28 ára gamall, úr lungnabólgu; og enn frernur C. Berg vinstrimannaformgi í Danmörku. — Frekara í næsta bl. Snæfellsnesi 16. jan.: Veðrafar hefir að öllu samanlögðu verið heldur gott það». sem af er vetrinum, þó umhleypingar hafi stundum verið. Frost jafnan nokkur, en, þó eigi mjög hörð fyrri en í þ. m. hafa þau orðið mest 12 stig. Jarðir jafnan nógar. Nú að enda mjög hart norðan-íhlaup, er staðið hefir 5 síðustu dagana. Aflabrögð á haustvertíðinni í Olafsvík í tæpu meðallagi; meðalhlutir um 400. Mjög aflalítið í haust á Sandi. Heldur líklegt með aflabrögð núna eptir nýárið að norðan- verðu við Jökulinn; þó sjaldan róið. Líðan og heilsufar manna hjer í góðu meðallagi, þótt sumstaðar stingi sjer niður kvef og aðrir vanalegir kvillar. I einstöku stað orðið vart við illkynjaða bólu á fólki, helzt á útlimum, með talsverðum verkjum^ og mjög tregar að gróa; helblá ör eiu eptir þær, þegar þær gróa. Hvort bóla þessi eigi nokkuð skylt við kúabólu, skal jeg láta ó- sagt. En víst er það, að fyrst heyrði jeg bólu þessarar getið á heimili einu, er eigi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.