Ísafold - 02.03.1892, Blaðsíða 3
71
En sannmæli reynist það opt, er Bryn-
hildur kvað á helreið sinni:
„Munu við ofatríð konur og karlar
alls til lengi kvikvir fæðaat“.
Hjördís skildi hið bezta hlutverk sitt;
hún var eigi 1 neinum vafa um, hvað hún
skyldí sýna, og kom því fram hispurslaust
og náttúrlega. það er og aðalkostur Ornólfs,
að því er mjer þótti.
Síðast verð jeg að minnast dálítið á Dag-
nýju, dóttur Örnólfs gamla, konu Sigurðar.
hins frækna. Henni gat mjer alls eigi get-
izt að sem konu þess manns, er fremstur
var allra að hreysti og manna göfugastur.
Á henni er enginn fornaldarbragur. All-ólík
þócti mjer hún vera þorgerði Egilsdóttur,
þar sem hún biður föður sinn freista þess,
að yrkja erfikvæði um sonu hans, og ekki
þekkti jeg heldur Guðrúnu Gjúkadóttur af
orðum hennar nje atferli. Engar voru þær
smáræðakonur, Guðrún og þorgerður, hvorki
í orðum nje athöfnum. Að vísu grjet Guð-
rún Gjúkadóttir, en hún grjet »svá at tár
flugu«, og víst hefðu áheyrendurnir mátt
heyra ngjallan grát Gjúkadóttum, ef hún
hefði komið fram í fornri mynd. En svo
var henni varið sem öðrum mikilúðgum
konum, að hún grjet eigi, er henni var sem
mestur harmur í skapi, en »hún var búin
til að springa af harmi«:
„Hon aat sorgfull nje liöndum slá
yfir .Siguröi: nje kveina sem
gerðit hon hjúfra konur aðrar“.
Eigi rjeðist hún í smátt, er hún drap
sonu sína, þá er hún hafði átt með Atla,
Atla sjálfan, og brenndi höllina og hirðina
alla og hefndi svo bræðra sinna, er vegnir
höfðu verið að undirlagi Atla. Eigi myndi
Dagný það verk unnið hafa. Líkari er
hún ungri dóttur Sigurðar en konu hans í
framkomu allri.
Eigi gef jeg samt Dagnýju einni sök á
því, þótt hún brygðist svona mínuno vonum.
þessi vonbrigði eru að miklu leyti höfundi
leiksins að kenna, því að hann gerir hana
að »konu vesalli* í nútíðar merkingu þess
orðs, eða að geðlausri, kjökrandi konu með
öðrum orðum, er varla þolir sár að sjá, eins
og auðsætt er af samtali þeirra Hjördísar
og Dagnýjar á einum stað. Slfkt er hvorki
Guðrún Gjúkadóttir nje þorgerður Egils-
dóttir hin ríkiláta.
þetca er uú saga mín. Svona þóttu mjer
aðal-mennirnir koma fram. Dm aðra tala
jeg ekki, því að þeir »töluðu ekki orð«, eins
og þar stendur, og veit jeg því eigi, hvérjir
garpar þeir kunna að vera. þegar til alls
kemur, þótti mjer að þessari sjón hin bezta
skemmtun, og sjaldan hefi jeg þótzt hafa
varið betur einni krónu, en þeirri, er jeg
galt fyrir aðgöngumiða í þetta skipti.
Jeg hefi af ásettu ráði tilfært skaplýsing-
arnar lijer að framan, nokkurra þeirra manna
karla og kvenna, er höfundur leikritsins
virðist hafa haft fyrir augum, ef verða mætt1
til leiðbeiningar fyrir einhverja af leikend-
unum, og bið þá að virða vel, sem mælt
er.
Hafnarfirði 1. marz 1892.
Bjakni Jónsson.
Mannalát- í gærmorgun ljezt einn af
lærisveinum hins lærða skóla, Jóhann Briem,
sonur síra Yaldimars Briem á Stóra-Núpi,
mjög efnilegt ungmenni fyrir gáfna sakir og
annars, kominn í 4. bekk. Hann dó úr
lungnabólgu; var brjóstveikur undir.
Hinn 11. jan. þ. á. andaðist að Auð-
lrálu í Húnavatnssýslu ekkjan Hólmfríð-
ur Bjarnadóttir Eiríksen, móðir síra Stefáns
M. Jónssonar að Auðkúlu. Hún var fædd
9. des. 181.8 að Bæ i Hrútafirði. Foreldrar
hennar voru: Bjarni stúdent Friðriksson,
prests að Breiðabólsstað í Yesturhópi, bróð-
ur Stefáns amtm'anns þórarinssonar frá
Grund í Eyjafirði, og Anna Jónsdóttir sýslu-
manns (gamla) Jónssonar; hann var sýslu-
maður Idúnvetninga næstur á undan Birni
Blöndal. Frá 8. aldursári var Hólmfríður
sál. alin upp hjá síra Gunnlögi Oddsen
dómkirkjupresti og systrung móður sinnar,
frú þórunni Björnsdóttur, prests í Bólstað-
arhlíð. ' A 21. aldursári giptist hún Jóni:
Eiríkssyni (d. 1851), þá bókhaldara í Rvík,
albróður hins nafnkunna guðfræðings Magn-
úsar Eiríkssonar í Khöfn. þau hjón eign-
uðust 7 börn, er 3 hfa: Anna Kristín, ekkja,
þórunn, gipt Eiríki Halldórssyni í Blöndu-
dalshólum, og síra Stefán. Hóhnfr. sál. ól
50 ár æfi sinnar í Rvík, en fluttist vorið
1876 norður í Húnavatnssýslu með síra
Stefáni, er vígðist þangað prestur. Jarðar-
för hennar fram fór 27. þ. m. að Auðkúlu.
Hólmfr. sál. var merk og velmetin kona,
starfsöm mjög og þrekmikil, þar til hin síð-
ustu ár, að heilsa og þrek bilaði. M.
Sjónleikirnir- Tvö kvöld er nú búið
að leika hjer »Víkiugana á Hálogalandi«, eptir
Henrik Ibsen. Fyrra kvöldið var að vísu
allvel sótt, en hið síðara var húsið alveg
troðfullt, og varð fjöldi manna frá að hverfa.
Ljetu áhorfendur þá hið bezta yfir. Virð-
ist því almenningur ætla að kunna að
meta þetta fyrirtaks-rit, eptir heimsins
mesta sjónleikaskáld, er nú er uppi, og þar að
auki um forn-íslenzkt efni, vel og rjett skil-
ið, sem mjög er fágætt um útlend skáld.
Til leiktjalda, búninga og vopna hefir fje-
lagið kostað miklu fje, enda eru karlmanna-
búningarnir að minnsta kosti mikið góðir og
vopnin allgóð; við kvennbúningana virðistheld-
ur slá út í nýmóðins viðhöfn að sumu leyti. —
Síðar mun verða minnzt rækilegar bæði á
ritið sjálft, og hitt, hvernig það er leikið.
Uppboðsauglýsing
Samhvœmt tilmœlum sýslumannsins í Skaga-
fjarðarsýslu sem skiptaráðanda í dánarhúi
Guðmundar sál. Sigfússonar frá Beynistað,.
auglýsist hjer með, að há/fjörðin Skottastað-
ir í Bólstaðarhlíðarhreppi hjer í sýslu, sem
er eign nefnds dánarbús, verður seld við 3
opinber uppboð, sem haldin verða ztm hádeg-
isbil, tvö hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar
að Kornsá í Vatnsdal, laugardagana 27. apríL
og 7. maí nœstkomandi, en hið þriðja á jörð-
inni sjálfri laugardaginn hinn 21. maí ncest
eptir.
64
Grjetu sortnaði fyrir augum, þá er hún las þetta. Unn-
usti hennar var þá enn á lífi. Hann var orðinn aðmíráll, og
hann sendi eptir henni, til þess að gera brullaup til hennar!
Hún rjeð sjer eigi fyrir furðu og fögnuði, og gjörði ýmist að
k'æja eða gráta og kyssti hvað eptir annað blessað brjefið frá
vmi síuum, er hún hafði ætlað dauðan, en henni þótti nú
sem úr helju væri heimtur. Hitt heimilisfólkið var alveg for-
viða og borfði með nokkurs konar lotningu á Grjetu, sem á-
nægjan skein út i\r, rjett sem hún væri konungsdóttir, komin
úr álögum.
Yfirstýrimaður aðmírálans fór nú að taka upp úr ferða-
skrínu sinni, er hafði mjög dýrmæt þing að geyma: þar voru
dýrindis sjöl frá lndlandi og góðir gripir af gulli og silfri og
gimsteinar, er aðmírálinn sendi Grjetu sinni í bráðina að
brúðgjöf. Enn hafði yfirstýrimaður margar fríðar og fásjenar
gersemar að færa þeim, er fyrrum höfðu verið vinir Niss de
®ombells aðmíráls, svo sem húsráðandanum í Bombell og
froendum og vinkonum Grjetu. þá er menn höfðu um hríð
svalað sjer á að dást að hnossum þessum, tóku menn að
byggja til kvöldverðar. Grautarketillinn var borinn fram, en
allt það fram reitt og á borð borið fyrir gestina og allt heim-
ilisfólkið, er bezt var og lostætast í búrinu í Bombell.
í>á er aðmírálinn gjörði yfirstýrimanninn í þessa sendi-
or, vissi hann auðvitað ekki, hvar Grjeta var uiður komin,
vort hún væri enn í Bombell, eða hvort hún væri á lífi.
Hann hafði því lagt svo fyrir við stýrimanninn, að hann skyldi
fyrst fara til fiskimannsins, frænda hennar, í Rómey, og
spyrjast þar fyrir, hvað títt væri um Grjetu. Stýrimaður
61
sínum seldi hann í hendur brjefmiðann, og fól honum nokkur
trúnaðarerindi. Hann brá þegar við og hjelt suður til Am-
sterdamms.
Tveim dögum síðar lagði skúta ein út frá Amsterdammi,.
er stefndi í norðurátt og klauf hiuar ókyrru öldur Vesturhafs-
ins fram með ströndum Fríslands. Á þilfarinu stóð y.firstýri-
maður hins indverska aðmíráls, og beindi augunum gegn um
þokuslæðinginn í áttina þangað, er aðmírállinn hafði áður ver-
ið í vinnumennsku — á strönd Sljesvíkur.
Grjeta var enn vinnukona í Bombell. Hún hafði í margt
ár þráð unnusta sinn. Nú var hún þó tekin að hyggja af
honum og ætlaði hann helzt dauðan, er hún hafði aldrei neitt
af honum frjett síðan þau skildu í Rómey. Ymsir urðu til
að biðja hennar, en hún vísaði öllum biðlum á bug, því að
trygg vildi hún reynast honum Niss sínum, ef vera mætti, að
hann vitjaði einkamálanna.
Bombell lá í mjög afskekktri byggð nyrzt á vesturströnd
Sljesvíkur. þangað bárust engin tíðindi af Indlandi um ófrið'
eða annað, er þar gjörðist. Allmargir Frísar voru að vísu í
sjóliði Hollendinga, en eigi skrifuðu þeir heim, enda munu:
fæstir þeirra hafa kunnað að skrifa. Póstferðir voru þá ótíð-
ar og óvísar, og um frjettablöð var lítið eða ekki á þeim
tímum.
þá er Grjeta var ein í svefnklefa sínum, minntist hún
einatt unnustans horfna, og táraðist yfir missi hans. En á
daginn var hún með jafnaðargeði við vinnu sína, eptir því sem
til hagaði, svo sem hún hafði vanizt allt í frá barnæsku..