Ísafold - 16.03.1892, Síða 1

Ísafold - 16.03.1892, Síða 1
Xemur út i miðrikudögura og laugardögum. Verð árg (um 100 arka) 4 kr., erleud- is 5 kr.; borgist fyrir miðjan júlímánuð. r Uppsögu (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema kom- in sje til útgefanda fyrir 1. októbermán. Afgreiðslustofa í Austurstrœti 8. XIX. árg. í Reykjavík, miðvikudagmn 16. marz 1892- 22. blað Utiendar frjettir. Kaupmannahöfn Si9. febr. 1892. Veðrátta. Á norðurlönduui, og eink- um í Danmörk, hefir til þessa lítið orðið af snjókomu eða frosti, og sama er um flest iönd álfu vorrar að segja á vestur- og mið- svæði hennar. En um storma frá Atlanz- hafi hefir tíðara verið en að undanförnu, og fyrir skömmu riðu þeir skaðvænlega að strönd- um á Englandi og Bkotlandi. Sutnir veður- vitringar geta til, að þetta og fleira, t. d. flaumur norðurljósa, standi af skuggablett- tm, sem nú hafa sjezt í meira lagi á sól- unni, en eiga að votta stór umbrot og gos- byltingar. D anm ö r k. Hjeóan tíðindalaust að kalla. Vinstrimenn hinir stæltu eða blöð þeirra tala mest um »sambræðsluua«, sem þeim þykir verða berari með hverjum degi, og svo mun rjett vera hvað sammæli miðfiokks- ins og hægrimanna snertir um að ná þing- sætunum undan vinstrimöunum og sósíal- istum. Kosningarnar nýju verða líklega höfuðtíðindi ársins í Danmörku, að ógleymdu »gullbrúðkaupi« konungs og drottningar, ept- ir þeim áhuga að dæma, er æðri og lægri sýna, til að gera það sem minnilegast. Norðvienn o g Sv íar. Nú er sá á- greiningur fram komiun með hvorumtveggju, sem lengi mátti við búast, en svo vaxinn, að mestu gætni þarf við að hafa, ef eigi á að draga til skilnaðar, eða jafnvel verri tíð- inda. A stórþinginu nýja eru í fjölskipað- an meiri hluta þeir menn komnir, sem þjóð- in hefir falið á hendur að rjetta hluta sinn gagnvart Svíum að því er til utanríkismál- anna kemur. það er með öðrum orðum'. að koma þeirri nýskipan á, að Noregur fái smn ráðherra fyrir utanríkismálum, sína er- indreka og sína konsúla. Hjer er nú byrj- að á konsúlamálinu, og Norðmenn benda á farmennsku sína, sem sje þrefalt meiri en Svia, og á þá vanhagi, sem hafi fylgt enni gömlu samsteypu verzlunarmálanna, hvað fulltrúana snertir. ilji konungur Norð- manna ekki«, sogja þeir, »vekja aðskilnaðar- málið, þá er þjóðarþinginu Gg atjórninni all- ur rjettur heimilaður að ráða þvi til fram- göngu, en eptir sainþykktirnar á þinginu er rjett að leita samkomulags á samgöngufundi norskra og sænskra ráðherra um fyrirkomu- lag skilnaðarins. Fyr kemur ekkert til Svía kasta eða konungs þeirra«. f*ó meiri hluti Svía, konungur þeirra og ráðherrar, vilji vera hjer öndvegishöldar sambandsins og ráða úrslitum sem fyr í öðrum málum, þarf nu ekki að ugga, að neinn bilbugur verði á Norðmönnum, og þess skal líka geta, að flestir frelsismenn f Svíaríki eru á þeirra máli. Konungi mun bezt að muna eptir deiluúrslitunum 1885 og aldrei gleyma, hvern- ig hann steudur að vígi—með frestandi nei- kvæði!—gagnvart stórþinginu. Kjettsýnum og rjetthyggjandi mönnum mun þykja það báðum þjóðunum mun bollara, að skiljast til fulls sjálfstæðis í varnarsambandi, en búa saman við þá annmarka, sem Norðmenn geta ekki þolað, en hitt fjarstæðast öllum sanni og til óblessunar einnar, ef Svíar skyldu láta tælast til að sækja sigur í mál- unum með atförum og hervaldi. Nýfrjett frá Ameríku, að norska skáldið Kristófer Janson, sem gerðist úuítaraprest- ur þar vestra, sje kominu í spírítista tölu, þeirra sem þykjast sjá inn í aðra heima og geta sært framliðna menn til viðtals við sig. Bróðurmorðinginn Mörner í Stokkhólmi er nú dæmdur til æfilangrar betrunarvinnu. Enn er ný morðsaga frá Stokkhólmi, af bjónum á sextugsaldri, er hafði lengi komið illa saman, og þeim lenti nú eptir 30 ára hjúskap 1 þá orðarimmu, að bóndinn missti alls gánings, þreif skammbyssu og hleypti úr henni þrem kúlum á konu sína, og til ó- lífis sagt að er. Undir eins á eptir bjó hann sjer til snöru og hengdi sig. Hjónin voru vel efnuð og áttu tvo syni upp komna. Hinn 17. þ. m. dó Johan Sverdrup, hinn ágæti forustuskörungur Norðmanna; fæddur 30. júlí 1816. Hans íramúrskarandi atgerfi, frelsis- og ættjarðarást eiga Norðmenn mestu þingsafrek og lagabætur að þakka: lögin um kviðdóma, þinggöngu ráðherranna, takmark- að neikvæði konungs, landvarnarlögin og fl. Útför hans gerð á ríkis kostnað Af dánu fólki í Svíaríki má geta um skáldsagnakonuna nafnkenndu Emilie Ely- gare-Carlén, Wisén prófessor (í norrænu) í Lundi og stórauðugan mann í Stokkhólmi, John Söderberg að nafni, sem ljet eptir sig fje milli 2 og 3 millíóna. Tvær mill. hefir hann veitt háskólanum nýja í Stokkhólmi, en hlutað hinu milli fjölda af nýtum stofn- unum. England. Með þingsetuimi, sem nú, er byrjuð, gera menn ráð fyrir, að kosning- arskeiðið verði á enda runnið. Yið litlum þingsafrekum búizt, eu þó má þess geta, að stjórnin hefir borið upp nýmæli um, að hjeraðaráðin á Englandi og Skotlandi kaupi lendur af stóreignamönnum, og selji þær bændafólki í minni spildum, á milli 10 og 50 ekra, eða 13 og 63 vallardagsláttna. Hjer vel tekið undir af þingmanna hálfu. Sem stendur er Gladstone gamli á Suður- Frakklandi, og er vel látið yfir heilsufari hans. Góðs viti er það talinn, að einn af liðsmönnum hans náði ríflegum kjörsigri á kjörþingi Hartingtons lávarðar, - er hann gekk til sætis síns í lávarðadeildinni, og hitt með, að þingmaður, Caine að nafni, og einn af hinum ákafari í bandafylking Torý- manna, eða sveitum Hartingtons og Cham- berlains, hefir sagt sig úr því liði og gengið undir Gladstones merki. Á Englandi er, sem víðar, þar við rarnman reip að draga, sem Bakkus er. I heimarík- inu gengu árið sem leið 2540 milj. króna til áfengra drykkja, eða 30 milj. meira en árið á undan. Koma svo hjer um bil 70 krónur á hvert mannsbarn á Euglandi, Skotlandi og Irlandi. Af dánum merkismönnum skal nefna: Morell Maekenzie, hálsmeinalækninn (d. 3. þ. m.), sem lengst þreytti íþrótt sína við banamein Friðriks keisara þriðja; enn fremur baptistaprestinn Spurgeon, mál- snjallasta og frægasta prjedikara Englands á vorri öld, f. 19. jan. 1834. þýzkaland. »Allt í öllu«, það er það sem Vilhjálmur keisari vill vera, þó fæstum takist. Honum er full alvara, er hann vill sýna, að hann skynjar meira en aðrir, hefir þegið af drottni krapt og megin með völd- um feðra sinna, sem allir hljóti að lúta. því krefst hann óyggjandi trausts og hlýðni. þetta votta kjarnyrði hans, mælt í svip eða rituð, eða.höíð eptir úr ræðum hans, en sumt á latnesku eða eptir latneskri fyrir- mynd; t. d.: »svo er vilji minn, svo er boð mitt«; »vilji konungsíns er æðsta lögrnál*. Stundum er þórshamar reiddur, t. a. m. þegar hann sagðist engan þola sjer samsíðis, eða þegar hann komst svo að orði í þing- veizlunni 1890 í Brandenborg, að hann skyldi merja hvern þann sundur, sem risi sjer á móti. Af þessum Brandenborgarmóði mælti hann þar í veizlunni 1 fyrra, er hann krafðist af Brandenborgarbúum, að fylgja sjer hiklaust og hlýða, hvað sem hann byði þeim eða legði fyrir. Fyrir skömmu var hann aptur í sams konar veizlu og veitti þar þungar átölur þeim öllum þegna sinna, sem ljetu sjer allt illa eira og sagði þeim betra að halda af landi burt, og fl. af því tagi. Hann sneiddi hjer að mótstöðuflokk- um stjórnar sinnar, að illum vættum aldar- innar, sósíalistum og guðleysingjum. Fyrir fjendum þýzkalands er hann »hvergi smeik- en hann benti á í ræðunni, að gegn óvættunum innanríkis þyrfti andvígi að hefja, en kvað því faguaðarsigur vísan, »því banda- vinur feðra sinna hinn himneski frá Kosbach og Dennewiz mundi sjer ekki bregðast#, Stefnan sín hin nýja væri rjett stefna og í hana skyldi fram haldið með fulltingi Brandenborgara sinna. Mótmæli eru fram komin í mörgum blöð- um gegn ræðunni seinustu, þvi allir vita, að keisarinn átti við baráttuna á þingi Prússa og utanþings um nýmælin til laga fyrir alþýðuskólana, þar sem ný áherzla er lögð á kristin fræði og keunslan sett undir tilsjá klerka, eptir trúgreining. Ut af þeim er harðasta viðureign þegar risin á þinginu, en þau’ eru nú komin í nefnd, 28 mdnna.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.