Ísafold - 16.03.1892, Page 2
86
Mótmælaskrár streyma til þiagsins, ein frá
háskólanum í Berlín, og undir henni nöfn
6 eða sjö prófessora í guðfræði; en í blöðum
og ritlingum er sýnt fram á, hvernig miðið
sje hjer: ánýjað bandalag með ríki og kirkju,
hversu lítið slíkt muni hrífa til eflingar
trúræknis eða siðabetrunar, og hversu allt
slíkt sje öldinni öndvert, já, hlýði illa
•stefnunni nýju«. Nái nýmælin fraingöngu,
óbreytt eða breytt að litlu, þá verður það
fyrir fulltingi kaþólsku fylkingarinnar á
þinginu, og þá mætti spyrja: »hvernig hlýðir
þetta einasta stórveldi Lútherstrúarmanna?«
Nýlundu má það næstum kalla, er stjórnin
prússneska hefir snúizt á tilhliðrunarleið við
Póllendinga í austurfylkjum ríkisins. Hjer
er kominn pólskur erkibiskup, sem Stoblevski
heitir, en með dýrum heitum, að gera Pól-
lendinga að sem beztum þegnum, og nú er
meiri vægð sýnd, að því er kennslu snertir
pólverskrar tungu í skólunum. Slíku með
þökkum tekið af fulltrúum Póllendinga á
Berlín arþi ngin u.
I þrjá daga hefir verið óeirðarsamt í Ber-
lín. Upphafið var þyrpingagöngur atvinnu-
lausra verkmanna að ráðhúsi borgarinnar og
höll konungs, og þegar köllin heyrðust:
»gefið okkur brauð, veitið okkur vinnu!« tóku
óp skrílsins undir og óeirðarseggjanna, og
svo kom til ryskinga og barsmíði, þegar
löggæzluliðið vildi dreifa mannþrönginni.
Slíkt var endurtekið á ýmsum stöðum, og
sumstaðar brotizt inn í bakarabúðir, og
nokkrum sinnum urðu löggæzlumennirnir að
beita vopnum. Margir fengu áverka, en
þeir inn settir, sem verst I]etu. Blöð sósía-
lista skoruðu þegar á verkmenn að firrast
allar óspektir, því af þeim mundi illt eitt
Ieiða.
Frakkland. Svo kom flestum á ó-
vart fyrir skömmu, að atkvæðagreiðslan á
þinginu steypti Freypinet, stjórnarforsetan-
um, af stóli og ráðanautum hans, en þá
rætt um varúðartilgæzlu af hendi stjórnar-
innar gagnvart samkomum kaþólskra yfir-
hirða og kardínála og öðrum tiltektum þeirra.
Tilefnið var helzt brjef frá þeim til safnað-
anna, seint í janúar, þar sem þeir, sum-
part eptir bendingum páfans, biðja prest-
ana að vera hlýðna og auðsveipa stjórn
þjóðveldisins, en þylja um leið heilan bann-
söng yfir höfði hennar fyrir það, hvernig
hún hlynnir að vantrú og guðleysi með öllu
móti. þó seinna kæmi brjef frá Leó páfa
til biskupanna, þar sem hann brýnir fyrir
þeim, að gegna öllum skyldum við stjórn
Prakklands, hvort sem hún lúti konuailí
eða ríkisforseta, þá vildu ráðherrarnir og
þeirra þingliðar ekki láta við svo búið standa.
En við umræðurnar um nýmælin kennd
svo ýmsra grasa, að sumir vildu ekki við
minna hlíta, en fullkominn aðskilnað ríkis
og kirkju. A þvi eru allir hinir harðvít-
ugu og einbeittustu vinstra megin. Fyrir
þetta tók Freycinét þvert, en Ijet þó á
skynja, að þar hlyti seinast að að reka.
þessi tvíveðrungur hneykslaði á tvær hend-
ur og gerði menn áttavillta, og því fór sem
fór. Eptir langa baráttu hefir Carnot tek-
izt að fá nýtt ráðaneyti. Fyrir því er sá mað-
ur, er Loubet heitir — líklega af hófsmanna
flokki —, en Freycinet hefir tekið aptur að
sjer1 hermálin, Ribot utanríkismálin, og þrír
aðrir hin fyrri sín embætti. Constans,
kjarkmaðurinn mikli, sem vann Boulanger
og hans kolapiltum að fullu, varð hjer apt-
ur úr, og spá sumir, að það muni vart vel
gefast.
Austurríki. Nú þykir fyrir vonir
komið, að sættir takist með Tjekum og
þjóðverjum, er hinum eldn forustumönn-
um Tjeka og hinum ríkustu stóreignamönn-
um þeirra hefir komið saman um, að hætta
við þær samningatilraunir, sem Taaffe greifi
gekkst fyrir, þar sem allt lenti í refjum og
þrefi.
Kosningar Ungverja eru um garð gengn-
ar, en með svo stríðum flokkaviðureignum
á sumum stöðum, að menn lágu fallnir
eptir eða lemstraðir. Stjórnarforseti er
Szapary greifi, og frelsismenn kallast hans
liðar. þeir höfðu betur, en misstu allmarga
af hinum fyrri liðsafla. Kosningarnar eiga
að hafa kostað þá 1,315,000 kr. Mótstöðu-
flokkinn skipa þjóðernismenn eða sjálfsfor-
ræðis; fyrir þeim Apponyi greifi, góður skör-
ungur.
JRússland. Sögurnar hræðilegar frá
harðæris og hungursfylkjum ríkisins, og það
þrátt fyrir öll framlögin og umstangið; en,
því miður, hjer fer svo margt í óskilum.
Hinn 18. janúar hjeldu klerkarnir í Tiflis
út á litla ey í fljóti, er Kúra heitir við
borgina, og vígðu var.nið í ánni, sem siður
er til í kaþólskunni austrænu. Með þeim
fór fólk í prósessíu yfir brúna, en þegar
aptur var snúið, stóð þar mikill manngrúi,
og brast hún sundur undir þeim fjölda.
77 lík hafa fundizt, en sagt, að margra fleiri
sje saknað.
Dáinn er 25. jan. Constantín stórfursti,
föðurbróðir keisarans, fæddur 1827. Hann
var lengi forræðisaðmíráll flotans, og kall-
aður af sumum meira skörungmenni en
bróðir hans. A seinustu árum var stund-
um kvisað um Ieyndarmök hans við þá, er
öndvert hugðú keisaranum og stjórn hans.
Grikkland. I Píreus eiga próte-
stautar litla kirkju. Nýlega gerði bæjar-
lýðurinn atsúg að henni um messutíma,
lömdu tvo presta, rifu bækur og Bkrúð
kirkjunnar eða aðra muni, báru svo allt út
á stræti og brenndu. þetta sýnir, hve
skammt Grikkir eiga til trúaróra, sem fleiri
lítilsiðar þjóðir, og hið sama vottaðist á
Jónseyjum í fyrra við Gyðinga, og lá enn
nærri fyrir skömmu.
Portúgal. Mest er talað um fjár-
hagsklípur þessa lands, og í ráðum haft, að
selja Englendingum allar eignirnar í Afríku,
og ætla flestir, að það verði úr á endanum.
Ástandsins vegna hefir konungur dregið
drjúgan part af tekjum sínum, eða 20 af
hundraði, en þær eru 2,082,000 kr.
Spánarrtki. þar voru nýlega 4 menn
teknir af lífi, en 4 aðrir kumpánar þeirra
komnir í æfilangt fangelsi. það voru for-
göngumenn samsæra til byltinga um allt
landið, eða óstjórnarmenn, sem höfðu ógur-
legustu illverksráð með höndum, atvígi með
hersveitum verkmanna og tældra manna úr
hernum, brennur og tundursprengingar, o. s.
frv.; en áformið var, að ná taki á auði
bórganna og njóta svo að vild »lífsins sælu«.
Belgía. Óvíst er enn talið, hvort end-
urskoðun ríkislaganna, eða rjettara sagt
kosningarlaganna kemst í kring þetta ár,
en fari svo, sem sumir ætla, að svo verði
um miðsumar, þá er þess tíma að bíða.
Nú er að eins af miklum ágreiningi eða
sundurleitni að segja.
Höll ein brann í Bryssel, 23. janúar, þar
sem mörg dýrustu málverk og aðrar ger-
semar eyddust. þar brann og herbergið,
sem Egmont greifi bjó í, með öllum þeirn
búnaði, sem þar var þegar hann skildist við
það og var til fangelsis færður 9. sept. 1567.
Tyrkjave l di. Fyrir all-Iöngu sagt
frá Miklagarði, að uppreisnin í Yemen í
Arabíu væri við þrot, en í byrjun þessa
mánaðar var borið, að hún hefði fengið nýj-
an forustumann og nýjan viðgang, svo að
mesta tvísýn væri á sigri Tyrkjahersins.
Frá Egipta'landi. Jarlinn nýi á
þegar vinsældum að fagna, en hann hefir
líka byrjað stjórn sína með því, að hleypa
þeim sköttum til mikilla muna niður, sem
þyngst lágu á fólkinu, t. d. saltskatti, og
það skattgjald af tekið, sem iðnaðar- og
verzlunarmenn áttu að greiða sjer í lagi.
F r á Bandaríkjum í Ú7. -A rti e r i k u.
I lok ófriðarins í Chile fengu tveir sjó-
liðar af herskipi Ameríkumanna bana við
atvígi vopnaðra skrílmenna í höfuðborginni.
Yar krafizt bóta fyrir, 1 miljón dollara.
Tregðulega undir tekið, en hjer mun hinn
ríkari hljóta að ráða, ef ekki er gjaldið
greitt þegar.
Sjerveldismanna megin hafa þeir í New-
York gert fyrverandi fylkisstjóra sinn, Hill,.
að sínu forsetaefni, en þó kann annað veð-
ur að verða í lopti, áður kosningar fara
fram, í nóvember.
Fregnir bornar af nýjum uppgötvunum
Edisons, að svo stöddu leyndardómsfullar
heldur, en það má eptir hafa, að hann
geti nú látið rafsegulmagnið flytja boð án
frjettaþráðar.
Viðbætie. Eptir að póstskip fór frá Khöfn,
kom sá kvittur upp í þýzkum blöðum, að
Vilhjálmur keisari œtlaði að bregða sjer hing-
að til íslands í sumar, frá Noregi. En naum-
ast er trúnaður á það leggjandi, með því að
hingað vantar frjettaþráð, en það er meira
en bagalegt fyrir mann sem þarf að vera
»allt í öllu« dag hvern í ríki sínu og víðar.
Póstskipið Laura (Christiansen) kom>
hingað á tilteknum degi, 14. þ. m., og með
því kaupmennirnir Guðbr. konsúll Finn-
bogason og N. Zimsen konsúll, Björn
Kristjánsson og Guðm. ísleifsson; enn frem-
ur síra Ólafur Helgason (frá daufdumbra-
námi) og fröken Kristín Isleifsdóttir.
Piskisamjpykktarmálið- Samþykkt
var á hinum almenna fundi í Hafnarfirði í
gær með 174 atkv. gegn 50 breyting sú,
er sýslunefndin hafði gert á samþykktinni
frá 8. desbr. 1890: að net megi leggja
1. apríl.
Gjöf til almenningsþarfa- Banka-
stjórnin hefir tekið 6000 kr. af varasjóði.
Sparisjóðs Reykjavíkur, er áður var (rúmum.
20,000 kr.) og gefið Búnaðarfjelagi Suður-
amtsins til sandgræðslu, vatnsveitinga eða