Ísafold - 20.04.1892, Blaðsíða 2
126
Löggjafarvaldinu hefir orðið það á, að taka
hjer aptur að nokkru leyti með annari hend-
inni það, sem það gaf með hinni, með því
að ákveða að eins einn kjörstað í hverju
kjördœmi. Sá kjósandi, er nota vill kosn-
ingarrjett sinn, verður sjálfur að koma á
þennan eina kjörstað, þegar kosningin á fram
að fara. Nú er bæði þingmönnum og kjós-
endum fullkunnugt, að í mörgum kjördæm-
um verða margir kjósendur að leggja á síg
4—6 daga ferð, til að komast á kjörstaðinn
og heim aptur; enn getur opt svo viljað til,
að illviðri, vatnavextir, eða aðrir farartálm-
ar komi fyrir, og geta þeir þá orðið miklu
lengur í ferðinni. Getur nú nokkur maður
sagt, að sanngjarnt sje að ætlast til, að
nokkrir kjósenda leggi á sig svo mikinn
kostnað, vos og erfiði, til að nota kosning-
arrjett sinn? Jeg ætla ekki. Eða hvar eru
þess dæmi, að löggjafar í nokkru landi gjöri
kjósendum sínum svo ervitt að nota þann
kosningarrjett, er þeir hafa gefið?
Afleiðingarnar af þessu fyrirkomulagi hafa
orðið þær, sem vænta mátti, að fjöldi kjós-
enda hafa alls ekki sinnt þessum rjetti sín-
um. Sjá má, að fjarlægðin frá kjörstaðnum
er ein höfuðorsök þessa, þar eð sú hefir
reyndin orðið, að tiltölulega lang flestir kjós-
endur hafa sótt fundi úr þeim hreppum, sem
næstir eru kjörstaðnum. Sjá: Um kosning-
ar og kjósendur til alþingis, eptir Indriða
Einarsson, í Tímariti Bókmenntafjelagsins V,
26. |>ar segir, að meira en hálfu fleiri kjós-
endur af hundraði hafi sótt kjörfund úr þeim
hreppum, þar sem kosningarnar fóru fram,
heldur en úr hinum hreppunum.
Naumlega getur hjá því farið, að áhugi
fyrir landsmálum, eður fyrir því, hverjir ráði
þeim, dofni mjög, ef hann ekki hverfur al-
veg, hjá þeim kjósendum, er eigi sjá sjer
fært að nota kosningarrjett sinn.
|>að er og allt of sjaldgæft, að þingmenn
eða þíngmannaefni haldi fundi víðs vegar
um kjördæmið og hafi tal af öllum þorra
kjósenda sinna eða gefi þeim tækifæri til að
hafa tal af sjer, svo eigi vekur það áhug-
ann, þar sem hann er daufur, nje heldur
honum við, þar sem hann er nokkur.
Jeg get nú eigi skilið, að nokkrum þeim
manni, er áhuga hefir á landsmálum, geti
líkað þetta ástand. Eða hvernig geta menn
með góðum ástæðum kallað vilja 1600 eða
2,000 kjósenda vilja alls þorra landsmanna?
eða, að hitt eður þetta sje vilji alþýðu, þar
sem eigi hafa fleiri en nú voru taldir látið
1 ljós skoðanir sínar um það?
Hvar sem þing eru, ætla frjálslyndir lög-
gjafar það fyrstu skyldu sína að rýmka
kosningarrjettinn, það er, að veita sem flest-
um þennan rjett, og mjer hefir heyrzt, að þeir
meðal vor, er kalla sig frelsis- og framfara-
menn, hafi og látið sjer orð um munn fara
í hina sömu stefnn. En til hvers er að veita
fleirum kosningarrjett, ef einmitt hin sömu
lög, er veita rjettinn, hafa önnur ákvæði, er
bægja mönnum frá að nota hann?
Er þá svo erfitt að ráða bót á þessum
ókostum kosningalaganna, sem mjer virðast
svo alvarlegir, að eigi sje takandi í mál að
gjöra það?
Jeg ætla, að það sje engan veginn svo.
Jeg ætla, að eigi þurfi annað en fjölga
svo kjörstöðum í hverju kjördæmi, að hver
kjósandi geti farið heiman og heim á ein-
tim degi; og fyrir því verð jeg enn sem kom-
ið er að halda því föstu, að sú ætti að vera
aðalreglan, að kjörstaður væri í hverjum
hreppi.
Jeg þykist hafa lagt minn skerf til þessa
máls, því að jeg hefi á tveim fyrirfarandi
þingum komið með frumvarp um þetta. I
hvorttveggja sinnið komst það í gegnum efri
deild, þótt það mætti ekki svo litlum mót-
mælum. En í neðri deild hafði það skemmri
aldur. I fyrra sinnið var það fellt með
miklum atkvæðamun, en á síðasta þingi var
það fellt þar með 11 atkv. gegn 10.
Eigi skal jeg neita því, að þingmannaefni
þyrfti að hafa nokkuð meira fyrir að ná
kosningu en þeir nú þurfa, ef frumvarp mitt
yrði að lögum. f>au þyrftu að halda fundi
1 flestum hreppum kjördæmisins, áður en
kosningar færu fram. En þetta kalla jeg
miklu fremur kost en ókost, enda hafa á
seinustu árum fáeinir menn, sem hafa viljað
ná kosDÍngu, haldið fuud með kjósendum á
allmörgum stöðum í kjördæminu. f>ó er ekki
að búast við, að allur þorri þingmannaefna
gjöri það, nema þeir þurfi. f>eim er varið
eins og mörgum öðrum mönnum, að þeir
vilja ná takmarki sínu með sem hægustu
móti, og skal jeg ekki fara um þá hörðum
orðum fyrir það. En engin ástæða ætti það
að vera fyrir kjósendur að hlífa þeim við
því.
Hin ástæðan af hálfu þingmannaefna móti
frumvarpinu, að þeir geti eigi verið á öllum
kjörfundum, finnst mjer eigi heldur á mikl-
um rökum byggð, því að þess eru dæmi hjá
fjölmennari og þingmálavanari kjósendum
en vjer erum, og þykir þess þar engin þörf,
er þingmannaefni hafa nýlega haldið fundi
með kjósendunum.
Svo getur og staðið á, að atkvæði kjós-
endanna verði öllu frjálsari, ef þingmanna-
efnin eru eigi við.
Sú mótbára hefir og komið fram, að óhaf-
andi sje að láta aðra vera rjettkjörna en þá,
sem fá meira en helming allra þeírra at-
kvæða, er greidd eru; en mjer er kunnugt, að
með bundnum kosningum vill optar svo til,
að sá verður rjettkjörinn, er fæsta hafði
fylgismenn meðal kjósenda í fyrstu, en sjaldn-
ar sá, sem hafði flesta fylgismenn í fyrstu.
Fyrir því sýnist mjer sú regla betri, að sá
sje rjett kjörinn, sem hafði flesta fylgismenn
í fyrstu.
í frumvarpinu sjálfu eru ákvæði, er reisa
skorður við því, að atkvæðin fari of mjög á
dreif eða að kjósendurí hverjum hreppi kjósi
að eins innan hrepps mann.
Jeg skal svo eigi telja fleiri mótbárur, en
vísa kjósendum að eins til alþingistíðindanna
A, 19, 55, 85; B, 305, 1351; C, 28, 264.
Jeg skal eigi láta þess ógetið, að 2 þeirra
manna, er höfðu málið til meðferðar í neðri
deild, komu með frumvarp um að fjölga
kjörstöðum, og komst það frumvarp gegnum
neðri deild. En þeir gallar voru á því frum-
varpi, að rýmkunin var allt of lítil og hún
varbundin þeim skilyrðum, að hún gat orð-
ið engin; ein grein þess var og svo orðuð,
að ekki var unnt að fá vit úr henni.
Jeg hef áður tekið fram, að öllumlslend-
ingum ætti að þykja miklu varða, að sem
flestir landsmanna hefðu skynsamlegan áhuga
á landsmálum, og fylgdi honum fram að
svo miklu leyti, er til þeirra kemur; en þó
er hjer um mál að ræða, er snertir kjósend-
ur enn meir en aðra menn. Mætti því bú-
ast við, að þeir mundu styðja þetta mál af
alhuga; en það hefir eigi verið. Frá einu
einasta kjördæmi kom til síðasta þings ósk
um það, að kjörstöðum væri fjölgað; enda
bar og einn andmælandi frumvarps mína.
fram þá mótbáru, að engar yfirlýsingar hefðu.
komið frá kjósendunum um það, að þeir
vildu fá þessa rjettarbót; og hafði hann satfr
að mæla, þegar undan er skilið hið eina
kjördæmi, sem jeg nú gat um. Ólíklegt er
þó, að svo mikil deyfð og doði sje yfir kjós-
endum, að þeim þyki engu skipta, hvort
málinu er haldið fram eða eigi. En hvað
sem um það er, þá verð jeg nú að fela kjós-
endum þetta mál. þeir verða sjálfir að knýja
það áfram, ef þeim þykir það nokkurs virði,
því að óvíst er, hvort jeg verð optar á al-
þingi. Og þótt einhver þingmanna taki það
upp enn einu sinni, þá virðist mjer mjög
efasamt, að málið hafi nokkurn framgang,
nema því fylgi sterkar yfirlýsingar frá kjós-
endum, að það sje þeirra vilji, að það verði
að lögum. Enda er nú gott tækifæri aó
minnast á þetta mál við þingmannaefni, er
bjóða munu sig fram til kosninga á næsta,
sumri.
Jón A. Hjaltalín.
Smápistlar um mjólkurgerð-
Eptir Ólaf Ólafsson.
I.
|>ó vjer Islendingar lifum mest á kvik-
fjárrækt, þá er þó vanalega lítið minnzt á
meðferð og notkun afraksturs hennar, en eink-
um er sjaldgæft að sjá í blöðunum neina
bendingu eða athugasemd um meðferð á
mjólk.
Máske það sje nokkuð því að kenna, að
hún, eður það sem úr henni er til búið:
smjör, ostur, skyr o. s. frv., er ekki verzlun-
arvara nú sem stendur, til annara landa.
En hvers vegna er hún það ekki?
Auðvitað af því, að vjerfyrst ogfremst fram
leiðum svo ótrúlega lítið af þessari vöru, og
í öðru lagi er sú litla vara, sem vjer búum
til úr mjólk, svo — ja, mjer liggur við að
segja — skammarlega af hendi leyst, að vjer
opt, þó ekki sje nema vjer gefum manni að
borða, megum bera kinnroða fyrir, hvað
smjörið t. a. m. er óhreint og óhrjálegt á
allar lundir.
þetta kemur auðvitað af meðferðinni, eu
ekki efninu, því íslenzk mjólk er í sjálfrí
sjer eins góð, ef eigi betri, einkum á sumr-
in, heldur en víða í öðrum löndum.
|>ví til sönnunar, að úr henni megi búa
til góða vöru, skal jeg geta þess, að 1883'
sýndi jeg hinum nafnkunna mjólkurfræðing
Dana, prófessor Segeleke, lítið sýnishorn af
smjöri úr Engey, og sagði hann, að það>
stæði ekkert á baki dönsku »herragarðssmjöri«.
Oll meðferð á mjólkinni frá því hún kem-
ur úr júfri skepnanna og þangað til búið er
að skaka strokkinn og berja smjörskökuna
saman á strokklokinu, er almennt mjög bág-
borin, og er nærri því furða, að til skuli
vera heiðarlegar undantekningar, að það’
skuli þó vera á stöku stað búin til allbæri-
leg vara úr mjólkinni. það er þó sannar-
lega kominn tími til, að vjer förum að taka
oss fram í þessu efni; aldrei hefir verið brýnni
nauðsyn til þess en nú, er smjörlíkið (marga-
rínið), sem flyzt hingað frá öðrum löndum,
fellir vort ekta smjör svo í verði, að ekki
er hægt að koma því út nema með afföllum,
eður í skiptum eptir gömlu lagi, og þykir
gott, þegar það fæst.