Ísafold - 20.04.1892, Page 3
127
J>að er tími til kominn, að vjer förum að
vauda tilbúning á smjöri og gjöra það að
þeirri vöru, að vjer getum sent það á er-
lenda markaði, og þannig sporna við þeim
afföllum, sem vjer verðum fyrir á því af hinu
óekta smjöri. Virðist það nokkru nær og
langt um eðlilegra og frjálslegra, heldur en
að hrópa og biðja löggjafarvaldið um að
leggja toll á óekta smjör, og einkum þegar
það hingað til hefir verið árangurslaust, — til
þess að vjer megum róa við sama keip, til
þess að vjer þurfurn að hafa sem minnst fyrir.
í stuttri blaðagrein er ekki hægt að rekja
þetta efni ýtarlega eða veita fullnægjandi
leiðbeiningu um það, og sízt þegar tíminn
er lítill til ritstarfa frá daglegri vinnu. Efnið
er svo umfangsmikið, að um það þyrfti að
rita alllanga bók, en sá galli yrði eflaust á
henni, að fáir mundu lesa hana, þvi það
yrði engin skáld- eða gamansaga.
Eitt til að koma mjólkurgerð áleiðis, auk
þess að brýna það iðulega fyrir mönnum í
blöðunum, er eflaust það, að mjólkurgerð
væri kennd í kvennaskólunum. Væri það
frógangssök? Bezt af öllu væri, að hún væri
kennd verklega, en það mun nú ekki vera
hægðarleikur, en það er betra en ekki, að
hún væri kennd bóklega. það er og verður
konunnar hlutskipti, að meðhöndla mjólkina.
þess vegna virðist mjer það eiga betur við,
að meðferð á henni sje fremur kennd á
kvennaskólunum en annarsstaðar.
Herskipið Díana, strandvarnarskipið
danska, sem hjer á að vera við land í sum-
ar, kom hingað á höfn í fyrra dag. Lagði
af stað frá Khöfn 4. þ. m.
Sigling. í gser kom hingað kaupskipið
August, til þeirra G. Zoega & Co og eign
þeirrar verzlunar, eptir 14 daga ferð frá
Khöfn.
jþilskipaafii. Hákárlaskip G. Zoega&Co,
Geir, Gylfl og Matthildur, komu inn í gær með
um 100 tunnur lifrar hvert. Eitt af þorsk-
veiðaskipum sömu verzlunar, Margrjet, kom
og inn þessa daga og hefir fengið alls 11,00.
Afli á opnum skipum. NÚ eru nær
öll skip hjeðan úr plássi komin aptur sunn-
an að og vertíðin þar búin. Varð mjög rýr,
— ekki annað en fyrirhöfn og kostnaður;
meðalhlutir varla meira en 60—70, fáir um
hundrað, en einstöku menn meira (2—3)
komizt langt þar yfir, upp í 200; er þó lítið.
Hjer á Innesjum er nú aptur góður afli
sem stendur, bæði í net og á færi.
Frá Ameríku eða löndum þar barst
sú gleðilega fregn nú með »Díönu«, að síra
Jón Bjarnason var á lífi um miðjan f. mán.
og heldur í bata von. það stendur í ensku
kirkjublaði, mikið merku, »The Workman«,
er út kom 17. marz (í Pittsburgh) og haft
eptir síðustu brjefum frá Winnipeg. Eer
blaðið um leið mjög svo lofsamlegum orðum
um síra Jón og starf hans allt meðal landa
vestra.
Frá útlöndum hafa annars litlar frjettir
borizt. Frost og snjóar óvenju-miklir um
miðjan f. mán. hjer í álfu, einkum á Eng-
landi; sömuleiðis á þýzkalandi og Spáni.
Á írlandi fennti og fje og varð úti þúsúnd-
um saman um miðjan f. mán. I kolanómu
týndu 200 manna lífi í Belgíu 12. f. m., af
eldloptskveikju. Miklar viðsjár með Bretum
og Bandaríkjunum í Vesturheimi eru af
nýju út af selveiðum í Behringshafi.
t
Jónatan Salómonsson.
Kveðiö fyrir ekkjuna.
Jeg kveð þig með söknuði sárum og óst
minn sofnaði vinur und leiði,
þú ástvinur bezti, sem aldrei mjer brást
á æfinnar margbreytta skeiði.
Jeg kveð þig með tárum, mitt eina, mitt allt,
sem öllum jeg mat framar gæðum.
Nú lít jeg í dag hversu lífið er vallt,
— en jeg lofa þó guð minn á hæðum.
Jeg lofa hann fyrir, hann gaf mjer þá gjöf,
sem græt jeg með brennandi tárum;
oss skilur ei dauði nje geigvænleg gröf
minn gimsteinn frá bernskunnar árum.
Já, geislann hinn fyrsta af einlægri ást
í ungmeyjar saklausu hjarta
jeg einkaði þjer, og þú ekki mjer brást
mín æfidags leiðarsól bjarta.
Minn hjartkæri vinur, nú hverfurðu mjer,
nú hylur þig grátstokkið leiði;
eg trúi’ á minn guð, sem að tekur við þjer,.
að hann tárvætta braut mína greiði.
Já, friður sje með þjer, mitt eitt og mitt allt,.
mitt úrval af kjósandi gæðum.
þó líti’ eg í dag hversu láníð er valt,
jeg lofa samt guð minn á hæðum.
H. S. Bl.
Leiðarvísir ísafoldar.
1018. Er það löglegt, að neita ura að setja sig
niður þar sem maður á sveit, hvernig sem á
efnahag hans stendur, þó hann ekki hafi búið
annarstaöar?
Sv.: Menn eiga að lögum engan rjett á að
setjast að í húsmennsku í framfærslusveit sinni
fremur en annarsstaðan, nema leitað sje leyfis
hreppsnefndar. Til þess að setjast að öðruvísi
en í húsmennsku, þarf eigi leyfi hennar.
1019. Jeg er vistráðinn vinnumaður upp á
umsamið kaup, og stunda mitt skiprúm, sem
háseti, en þegar til ketnur, ljær hann mig á
vertíðinni öðrum fyrir formann, sem jeg bjóst þó
ekki við og ekki var um talað í vistarsamning-
unum. Hverjum okkar ber þá formannskaupið,
mjer eða húsbónda mínum?
Sv. Hafi spyrjandinn, þá er hann tók að sjer
formennskuna, e»gi áskilið sjer formannskaup,
getur hann eigi lagalega, krafizt þess, heldur ber
húsbóndanum það, en sanngjarnlegt væri að hús-
bóndinn rífkaði kaupið í notum þess.
1020. Er námspiltum skyit að vinna önnur
verk, en þau, sem lúta að iðn þeirri, sem þeir
eru að nema?
Sv. Egi nema öðruvísi s.je um samaið.
1021. Getur meistarinn haft nokkuð á því þó
námspiltar vinni ekki lengur en frá klukkan r> 4
morgnana til klukkan 7 á kvöldin?
96
fótatak í stiganum, sem henni var kunnugt og kærkomið.
I sama bili stóð á þröskuldinum hár maður og vaxin'n, vel,
einarðlegur á svip og alúðlegur í viðmóti. f>ó að hann væri
eigi alveg biiinn að ná sjer að burðum eða hefði eigi alveg
eins hraustlegt yfirbragð sem fyrir leguna, gætti þess ekki í
svipinn. Hann stóð þar hnakkakertur og ánægjan skein úr
ásjónu hans, krepptí lófann á hægri hendi utan uni eitthvað,
mundaði það framan í konu sína og mælti: »Gettu konal hvað
jeg kem með, — láttu sjá, að þú getir rjettU
Konan hans hló við og mælti: »Eyrst og fremst kemur
þú með miklu rjóðari vanga en þú ert vanur, og svo með . . . .«
»Og með kvað?« sagði Steinbecker, og hjelt hendinni svo
hátt upp, að hún skyld; eigi ná í hana, til þess að opna
búrið.
»f>að er eitthvað kringlótt, — eitthvað skínandi«, sagði
Kristín, — eitthvað, sem hægt er að kaupa mikið fyrir. Á
jeg ekki kollgátuna, karlinn minn?
»Einmitt það, kerla mínU sagði maðurinn, og opnaði sjálf-
krafa búrið, og þrír skínandi gulldollarar lógu í lófa hans.
»Og svo hefi jeg líka nokkuð annað meðferðis«, kvað hann,
»góða nýjung, eða rjettara sagt gott boð. Mjer er nú brátt
að heyra, hvernig þjer lýst á það«.
»Er það föst atvinna?« kvað Kristín og forvitnin skein
ut úr henni.
«Að nokkru leyti. f>ú getur annars nefnt það, hvað sem
þú vilt. Jeg fór með skurðgripinn í búðina, og kaupmaður-
inn borgaði mjer þessa þrjá dollara fyrir hann. Svo spurði
hann mig, hvort jeg vildi ekki freista hamingjunnar. Jeg
93
yfir honum nótt og dag, og var dauðhrædd um, að hann
myndi eigi taka það af. Hún kraup við legurúm hans og
baðst svo fyrir: »Drottinn minn! Taktu hann ekki frá mjer
og barninu mínu; þú mátt taka allt annaðU Guð heyrði bæn
vesalings konunnar. Manni hennar batnaði, en — aleiga
þeirra var á þrotum. Kristín hafði í ekkert horft, meðan á
veikindum manns hennar stóð. Hún hafði leitað til ýmissa
lækna og keypt ráð þeirra og mikið af lyfjum dýrum dómum,
og þegar hann fór að koma til, þurfti hann styrkjandi vín og
nærandi fæðu. f>annig var aleiga þeirra eydd. Sparifjeð
hrökk lítið. J>á tók hún að selja þá innanstokksmuni, er án
mátti véra, og síðan það, er trautt eða ekki mátti án vera.
Hin prýðilegu húsgögn varð hún öll að selja og fá sjer önnur
einföld og ódýr í þeirra stað. J>egar Steinbecker eptir marg-
ar vikur komst á fætur og ætlaði inn í stofuna, varð honum
mjög hverft, er hann sá, hversu eyðileg hún var orðin, og
nam staðar á þröskuldinum með sorgar svip. Kona hans
fjell þá um háls honum og mælti: »|>ú ert enn eptir; verum
þakklót við guð!«
Steinbecker gerði sjer von um, að með iðni og kapps-
munum mundi takast að bæta sjer það aptur, er fargað hafði
verið; en það vildi eigi takast. |>á voru sumarhitar sem
mestir og var lítið um atvinnu, og í verksmiðju þeirri, sém
hann hafði unnið, hafði annar maður verið tekinn í hans stað,
meðan hann lá, svo að hann komst þar ekki að. Hann var
og ekki búinn að ná sjer svo, að hann væri meira en svo
fær um harða vinnu stöðugt. Hann hafði þannig litla og
stopula atvinnu; en Kristín var iðin og eljusöm og vann þeim