Ísafold - 04.05.1892, Síða 1

Ísafold - 04.05.1892, Síða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verö árg (um 100 arka) 4 kr., erlend- -is 5 kr.; borgist fyrir miðjan júlímánuð. f Uppsögn (skrifleg) bundim við áramót, ógild n@ma kom- in sje til útgefanda fyrir 1. o itóbermán. Afgreiðslustofa í Austur8trœti 8. XIX. árg. Reykjavík, miðvikdaginn 4. maí 1892- 36. blað Utlendar frjettir. Kaupraannahöfn 19. april 1892. Veðrátta. Hana má kalla í góðu með- allagi í flestum löndum Evrópu, þeim líka sem nyrðra liggja. —Af óveðrum er að geta um kafaldsbyl, harðan og langvinnan, sem í fyrri hluta marzmánaðar reið yfir byggðir og borgir í Kanada og flest hin nyrðri fylki Bandaríkjanna fyrir sunnan, og hafði marga, skaða í för með sjer og tjón á fjenaði. I lok mánaðarins geisaði ógurlegur hvirfil- stormur í titnorðurfylkjum Bandaríkjanna, oinkutn í Kansas, þar sem 33 menn biðu bana, en stórfjöldi meiðsl og lemstranir. í bæ, er Towanda heitir, stóð ekki eitt einasta hús ólest nppi eptir fellibylinu. I Chicago hrundi hús í grunn með 7 hýbýlapöllum, og höfðu þar margir meiðsl og fjörtjón. Af líkum voða sagt frá St. Louis, þar sem járnbraut- ítrlest rauk af spöngum, en í henni fjöldi fólks, og svo frá ýmsum öðrum stöðum. Óaldarmenn. f>ví meir sem tundur- vjelar hafa magnazt við vaxandi kunnáttu vorra tíma, því fýsilegri hafa þær orðið, eigi að eins til vopna og vígtóla í hernaði, held- ur engu miður til morðtóla og voðavjela í faöndum illræðis- eða óaldar-manna. Af við- burðum, þar sem þeim var beitt til skað- ræða, hafa landar vorir margt lesið bæði í blöðum og ritum, og nýlega var svo talið í blaðinu Times, að á Englandi hafi 75 spreng- ingatilræði verið gerð á seinustu 10 árum. Sögurnar áþekkar frá öðrum löndum, og mundi Prakkland hjer ekki vera eptirbátur annara landa. Af flestum sögum má sjá, að menn af ýmsu þjóðerni —sumpart flótta- menn, eða menn frá öðrum löndum, sem fara huldu höfði— eru hjer í samvinnu, og því hafa fleiri og fleiri merki fundizt til, að óstjórnarmenn eða gjöreyðendur þjóðmenn- ingarlandanna standi í sambandi sín á milli. Síðan í byrjun vorsins hafa þeir atburðir orðið í ýmsum löndum, sem sýna, að mál er komið fyrir stjórnendur ríkjanna handa að hefja, éf þessi bófalýður á ekki að koma vargaldarmerki á útgöngu aldarinnar nítj- ándu. Hjer skal hins helzta getið. Undir vorið urðu sögurnar tíðari og tíð- ari af stuldum sprengitundurs úr hirzlum á ýmsum stöðum, t. d. við náma og annar- staðar, þar sem þess skyldi f þarfir neytt, og vakti þetta þegar grun um illræði, sem skjótt gaf raun á. í miðjum febrúar var á einum stað (á Frakklandi) tundri stolið, sem hafa átti til klappasprenginga, á 4. hundrað tundurstikla. Má kalla, að þau tíðindi hafi haldizt til þessa, eða af tundur- og heljarvjelasendingum frá Belgíu og Prakk- landi og þeirra uppgötvunum. Hinn 29. febrúar fannst í París lítil askja, sem tæmd síldaraskja á að líta, við hallardyr einnar hertogaekkju, en er henni var sópað niður í stjettarrennuna, kom það gos úr henni, sem sprengdi alla glugga á framhlið hallar- innar og fleiri nálægra húsa. Tíu dögum síðar gerði nýtt tundurgos stórspell 1 greifa- höll í St. Germainstrætinu, og hafði nær, að greifinn og son hans yrðu lostnir til bana. Spellin metin á 50 þús. franka. Hinn 15. marz ný sprenging í hermannaskála nærri matmálstíma, og varð þar allt í molum, sem inni var, auk glugganna á skálanum og fleiri húsa, þar á meðal kirkju, sem er þar nærri; en verra hefði af hlotizt, ef 800 her- manna hefðu verið seztir þar að borðum. Frá byrjun mánaðarins hafði löggæzlan haft þjóna sína á mannveiðum um borgina og úthverfi hennar, og þá voru 17 menn í varð- hald settir, margir þeirra nú að sökum sannir, en forsprakkann, Bavachol að nafni, tókst ekki að höndla fyr en eptir nýtt til- ræði (27. marz), eða tundursprenging, í stóru húsi með 5 hýbýlapöllum í Chichy- stræti. þar skyldi meðfram til hefnda unn- ið á málsóknamanni stjórnarinnar, Bulot að nafni, því hann hafði sótt sök á hendur einum óstjórnarliða. þar lemstruðust 5 eða 6 menn, sumir hættulega, en Bulot sakaði ekki, því herbergi hans voru ofar en sá ætl- aði, sem hafði komið heljarvjel einni fyrir í stiganum. Bavachol varð höndlaður í vín- stofu (30. marz), þar sem einn frammistöðu- þjóna þekkti hann og gaf þeim vísbending, er fyrir honum sátu. Hann hefir játað á sig sprengingatilræðin í strætunum tveimur, sem nefnd eru, og gengizt við fleirum ill- virkjum: morðum til fjár á tveim mæðgum og á einbúa, sem hafði nurlað sjer í sjóð 30—40 þús. franka á bitlingagöngum. I hirzlum hans hefir fje fundizt, og hjá fylgi- konu hans 15 þús. fratika. Peningunum kveðst hann ella hafa varið í þarfir óstjórnar- liða og samtaka þeirra. Stundum gnístir hann tönnum og segir sjer gremjist, hve lítið hafi áunnizt, en ber það fram með fullri alvöru, að verkin hafi hann unnið eða þeim stýrt eptir beztu sannfæringu, og hann hafi altjend kennt öreigum, að þeim væri rjett að stela, ræna og myrða. þannig væri hann orðinn bæði postuli vorra tíma og píslarvottur. I skjölum kumpána hans fyrirsagnir fundnar um gjöreyðing kirkna, ráðhúsa, hermanna- skála auk fl. Tilraunir frammi hafðar í fleirum borgum á Frakklandi, en lítið hefir enn af þeim hlotizt. 32 óstjórnarliða hafa Frakkar fært út yfir landamærin, en af þeim 20 frá Italíu. Fjórtán sinna landa af því liði hafa þeir tekið á móti frá Spáni. Nú hefir hjer hlje á orðið á Frakklandi, en rannsóknum fram haldið og sakir í dóma komnar. Auk Bavachols 4 aðrir ákærðir um tilræðin í París. Stuttlega skal nú drep- ið á sams konar viðburði í öðrum löndum. Hinn 4. marz rauf sprengivjel kirkjuvegg í Valencíu á Spáni, lesti altarið og gerði mikil spell á öllum kirkjuskrúða. Fyrir ekki löngu voru tveir menn höndlaðir í sjálfu þinghúsinu í Madríd, er þeir ætluðu að koma þar heljarvjel fyrir og sprengja það í lopt upp, en síðar konungshöllina, og svo margar kirkjur sem vinnast vildi. Annar þeirra var frá Frakklandi, en hinn frá Portú- gal. þar, í Oportó, 4 menn inn settir, sem höfðu sams konar ráð með höndum. Fyrir fám dögum var sprengivjel komið inn í í kirkju í Bilbaó (á Spáni) við messuhald, en uppgötvaðist áður en neistinu færðist eptir kveiknum að tundrinu. Stjórnin á Spáni á nú að hafa náð í tvo höfuðfor- sprakkana þar í landi, þá er Alvarez og Mudoz heita, og munu hafa þar lagt ráð fyrir um flestar tilraunir. A þýzkalandi er yfir túni vel vakað, en þó heimsóttu fyrir skömmu 4 menn með grímum efnaðan klerk í Posen; heimtuðu af honum allt dýrmætt sem hann ætti, og ljetu skot ríða á eptir honum, er hann stökk út um glugga sinn. Við hvellina þustu menn til og eltu bóf- ana með byssum; felldu tvo, en á enum þriðja vann annar hinna og síðan á sjálf- um sjer, að enginn þeirra skyldi lifandi í manna hendur komast. Af skjölum, sem á þeim fundust, mátti sjá, að þeir áttu all- ir heima í Berlin eða í greundinni, en voru erindsrekar »óstjórnarnefndarinnar á Pól- landi«. þess má enn til lykta geta, að í Stafford á Englandi, var fyrir skömmu dómi Iokið á sakir fjögra óaldarliða, sem höfðu þar leyndarstöð, er Walshall heitir, bjuggu til tundurvjelar og áttu brjefleg viðskipti við óstjórnarmenn og gjöreyðendur í öðrum lönd- um (t.d. á Bússlandi). Einu þeirra var frá Frakklandi, annar frá Ítalíu, en hinir ensk- ir. I 10 ára betrunarvinnu voru 3 dæmdir, einn í 5 ára. Hjer er það að vísu talið, sem fjendum þegnlegs fjelags býr fyrir brjósti, en enginn má gleyma, að margir þeirra eiga líka sinn hlut að máli, sem kallast þess meginstólpar, og það stafar í raun og veru frá hvorum- tveggju, sem dregur saman til leipturskýja á himni þjóðmenningarinnar. Danmörk. þingi lokið í lok marzmán. sem að venju, en ólíkt um afrekin dæmt. Fóstbræðurnir nýju hróðugir, en vinstrimenn kalla hjer fæst til frambúðar unnið, enda þótti kennslumálaráðherranum hið sama um launa- lög háskólans og hinna *lærðu« skóla. Svo má kalla, að hjer hafi um tíma ein- vígi verið háð með kaþólskum klerki, er Lange heitir, af Svartmunkum frá París, og lútersk- um presti Henry Ussing (syni prófessorsins), og þykir vorum trúbræðruin svo, að hann hafi hrakið það flest, sem hann bar fram Lúther til óhróðurs, og um annmarka og missmíð á kenningum hans. Lange er málsnjall, og mest af kvennþjóðinni hefir fremur sótt fyr- irlestra hans frönskunnar vegna en kenn- inganna. Noregur og Svíaríki. Konsúlamálið er nú í nefnd á þinginu, og sagt, að nefnd- arálitið komi fram snemma í næsta mán- uði. Af hugleiðingum blaðanna má helzt ráða, að Norðmenn hafi því framgengt, sem þeir óska. þingið hefir þar mikilvæg ný- mæli til meðferðar, sem ný skattalög eru, er þau flytja skattaframlögurnar frá sumum

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.