Ísafold - 04.05.1892, Page 2

Ísafold - 04.05.1892, Page 2
142 tollum á auð og tekjur, og svo miðað til Ijettis fyrir þá, sem við lítil efni búa. Laugardaginn fyrir páska rjeð einn af þingmönnum, Moursund að nafni, sjer bana með pístólu inni í einu herbergi þinghúss- ins. Hann var hjeraðsdómari norður í Ló- fót, en vissi um sig uppkomna óskilameð- ferð á dánarbúi, sem blöð hægrimanna myndu vekja máls á. A þingi Svía hafa tollverndarmenn beðið nýlega ósigur, og hið sama um ráðaneytið að segja, þar sem til hinnar gömlu streitu kemur fyrir efling hers og varna. England. Við kosningarnar í Lundún- u>n til borgarráðsins unnu frelsis- og fram- fara-vinir meiri sigur en við var búizt, er 84 (þeirra 118 er borgarmenn sjálfir kjósa) urðu af þeirra liði, en af íhaldsmannaliði 34. þ>eir hafa því ekki lítið til síns máls, sem segja, að þetta viti á kosningasigur Gladstoninga í höfuðborginni, þegar þar að kemur. Löngu þrefi með Englendingum og Banda- ríkjunum í Norður-Ameríku um selveiðarjett- indi í Beringssundi ætla hvorutveggja að láta lykta í gerðardómi, en koma sjer sam- an um bráðabirgðagreinir þangað til dóm- urinn er upp kveðinn. Nýlega hafa Englendingar hleypt á flot stærsta bryndreka, sem til er í heimi. Hann er á lengdina 380 fet, á breidd 75, á hæð 44^, en stálpanzarinn 18 þuml. þar sem þykkast er. í miðjum marzmánuði var sá maður fjötra settur í Ástralíu, Deeming að nafní sem ótrúlegasta ódáðaverk hefir unnið; ban- að, að því sannað þykir, tveimur konum sínum (eða þremur) og með hinni fyrri 4 börnum. þ>á bjó hann í þorpi, er Bainhill heitir, nálægt Liverpool, í litlum garði af- skekktum, en þar gróf hann líkin 5 undir gólfinu, og lagði það síðan múrlími. Eptir það hjelt hann úr landi, en sagðist hafa sent konu og börn á undan sjer. Að hjer um bil ári liðnu kom hann aptur til Rain- hill, þá í hermannabúningi og nefndist öðru nafni, bjó í gestahöll í Liverpool, jós ut peningum og leigði sjer lystigarðinn, sem fyr var getið. Hann festi sjer enn unga stúlku, og dansaði við hana á múrlímsgólf- inu. Síðan hjeldu þau til Ástralíu, og þar banaði hann henni og barni þeirra. Hann hefir víða farið og verið, skipt opt um nöfn bæði á Hollandi og í Suðurafríku svikið banka og fjeflett með prettum einstaka menn. {•ýzkaland- Helztu tíðindi þaðan eru, að Vilhjálmur keisari hefir látið stjórnina taka skólalögin aptur, er hann sá að ann- að mundi ekki tjá, en við það sögðu þeir af sjer Zedlitz greifi (kirkjumálaráðherra) og Caprivi. Fyrir áskorun hjelt Caprivi kan- selleraembættinu, en sleppti fosetadæmi Prússaveldisstjórnar. Við því hefir tekið Eulenburg greifi, sem fór með innanríkis- mál á Bismarcks tímum. Með þeim dró sundur, og svo þykir hætt við að fara kunni með þeim Caprivi, og að Eulenburg verði honum þungur í skauti í sambands- ráðinu. Á afmælisdag Bismarcks, l.apríl, streymdu til hans heiðursgjafir og fagnaðarkveðjur, sem fyrrum, eða svo ríkulega, að hann kvað þær þjóðarþakkir vera sjer kærri og meiri á metum en allar orðurnar, sem hann hefði fengið um dagana. í fylkingu apturhaldsmanna hefir til ó- skilnaðar dregið út af apturtekning skóla- laganna, eða jafnvel til tvídeildar. Welfasjóðnum nú svo sleppt við hertog- ann af Cumberlandi, að honum skal rnx leigurnar greiða. Frakkland- Á þinginu hefir allt skap- lega farið til þessa, og ráðherrarnir hafa enn gott atkvæðafylgi, enda hafa þeir tekið öllu fjarri um einkamál við páfann, og heit- ið að ganga hlífnislaust að hverjum klerki, sem dirfðist að óvirða þjóðveldið eða sýna því mótþróa. það lagaboð er nú sarnþykkt, að hver sá sæti lífláti, sem hefir sprengitundur til skaða og eyðilegginga. Við Senegal eiga Erakkar þar óþjálan granna, sem er Dahomey-konungur. Hann heitir Behanzin og gerði 1890 innrás í strandalendur, sem þeir eiga eða hafa helg- að sjer og halda verndarskildi yfir. þeir hrökktu honum frá aptur, og ljet hann svo leiðast til sáttmálagerðar. Til að gera hann sjer gegnan og hollan hjetu þeir honum á ári 20 þúsundum franka, en hann í móti að láta allt þeirra í friði. Nú hefir hann rofið sáttmálann og ætlar að sækja þá heim í annað skipti, eða xreka þá alla í sjóinn«, sem hann segir. Peningana hefir hann haft til vígbúnaðar og vopnakaupa, en sum frönsk blöð segja, að hann hafi góðar byss- ur fengið hjá þýzkum kaupmönnum þar syðra. Sagt er, að lið hans sje 14,000 manna, grimmar sveitir og harðfengar, en meðal þeirra tvær skjaldmeyjasveitir, hvor 1500 kvenna, og þær illvígastar allra. Frakkar efla nú lið sitt á þeim slóðum og ráðast á móti »háfsa konungi«, sem hann er kallaður; en hjer er erfitt að herja og illfc il framsóknar sökum fjallvega, loptlags og steikingshita. Rússland- Harðæris- og hungurskvein- in nokkuð minni en fyr, og björgum í betra lag komið. Fyrir skömmu kom stórmikill kornforðafarmur á höfn í Ríga; það var hjálpræðissending frá Bandaríkjunum í Norð- urameríku, og var hún feginsamlega þegin. þrátt fyrir raunir ársins efla Rússar flota sinn og kastalavarnir við Svartahaf með svo miklu kappi og stórfenglegum tilkostn- aði, sem væri þeim alráðið, að taka þar innan skamms tíma til óspilltra málanna, sem staðar varð að nema 1878. Grikkland- Ráðherraskipti orðin, og má kalla, að Georg konungur ræki Délyan- nis úr öndveginu. Orsakirnar helztu voru óreiðan í fjárhag ríkisins, en Delyannis hafði eytt fje í óhófi til hers og landvarna, Skuldir þessa litla ríkis komnar upp í 750 miljónir franka. Constantinopulos heitir sá, sem nú hefir forstöðu fyrir stjórninni, en flestir ætla, að Trikupis taki aptur við henni eptir kosningarnar nýju. Hann er beztur talinn í skörungatölu Grikkja. Serbía. Milan konungur hefir nú afsal- að sjer öllum áskildum frumtignum í Serbíu, já, sjálfum þegnrjettinum, og heitið aldrei þar að koma. Fyrir þetta hefir hann feng- ið 2 miljónir ftanka. Serbar kalla því fje vel varið. Belgía. Af loptkveikjugasi varð það manntjón í miðjum marzmánuði í einni kolanámunni, að 250 manns, sem þar voru niðri, höfðu annaðhvort bana eða lemstra.. í>eir um 90, sem lífið Ijetu. Frá Japan- þar eru nýjar kosningar um garð gengnar, og stjórninni heldur í vil, en sóttar með svo miklum ákafa og flokka- forsi, að víða sló í baráttu og skothríðar. Tuttugu menn ljetu líf fyrir, en 130 fengu sár og örkuml. — »Já, þeir fara nú að læra allt af okkur til hlítar, námfúsu bræðurnir í Japano, segja sum Evrópublöðin í hálfu skopi. Frá Suður-Ameríku- Margt er það- an borið í hraðfrjettum og margt aptur bor- ið af óróa í Argentínu og víðar, en það mun satt frá Brasilíu, að eitt af útsuðurfylkjun- um, sem Mattó Grossó heitir, hefir sagt sig úr sambandinu. Ibúar þess viðlíka margir og á Irlandi. Vibbætir 21. apríl. það er af þingkosn- ingum Dana að segja, sem fóru fram í gær, að vinstri menn (2) og sósíalistar (2) hjeldu þingsætum sínum í höfuðborginni- en atvæðagreiðslan sýndi það á öllum stöð- um, að kjósendatala þess liðs hefir drjúg- um aukizt. Annars höfðu vinstri menn þann ósigur á öðrum stöðum, að tala þeirra á þinginu er nú komin niður í 32 (eða, ef nær er farið, 29) úr 38. í Kjöge var Hörup steypt af stóli. Nýjar sögur eru bornar af vjelum óald- armanna, eða uppgötvunum sprengivjela, frá Spáni, Ítalíu og Ameríku, en voðaspellum hefir aptrað orðið. Frá Italíu- Sá ágreiningur er nú ris- inn með ráðherrum konungs, sjerílagi ráð- herra fjármála og hermála, um framlags- auka til hersins eða minnkun hans, að nú er los á ráðaneytinu, sem Rudini á erfitt að gera við; en það er um leið uppkom- ið, að fjárhagur ríkisins er langtum verri, en látið hefir verið. Póstskipið Laura (Christiansen) kom, hingað í lyrri nótt og með henni allmargir far- þegar, einkum kaupmenn og verzlunarmenn, bæði hingað og til vesturhafnanna; Dith Thomsen, Eyþór Felixson (með konu sinni), Valg. Breiðfjörð (með konu og fósturdóttur); |>orst. Egilsson frá Hafnarf., er sigldi með. síðasta póstskipi; Sig. E. Sæmundsen frá Ólafsvík; Holg. Clausen frá Stykkishólmi (með konu sinni); Björn Sigurðsson frá Flatey; N. Chr. Gram frá jpingeyri; L. A. Snorrason frá Isafirði. Sömul. verzlunarm. Kristján Jónasarson. Enn fremur stúdent- arnir Pjetur Hjaltested og Brynjólfur Kuld; og danskur dýrafræðingur, Lundbeck, til sjódýrarannsókna hjer við land. Loks frá Vestmannaeyjum Jón sýslum. Magnússon o. fl- Embætti. Eyjafjarðarsýsla og bæjarfó- getaembættið á Akureyri er veitt cand. juris Klemens Jónssyni, er settur var í það em- bætti í fyrra. Síra Jón Bjarnason í Winnipeg var á heldur líklegum batavegi, er skrifað var þaðan nú fyrir mánuði. |>«gar hann var búinn að liggja mjög þungt haldinn í 12 vikur, opt dauðvona, gróf stóran sull út um holdið, og tók þá sóttin snöggum umskiptum til batnaðar. Jón Ólafsson er orðinn ritstjóri »Heimskringlu«, er um leið hefir innlimað í

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.