Ísafold - 07.05.1892, Síða 1
Kemur út á miðvikudögum
og laugardögum. Verð árg
(um 100 arka) 4 kr., erleud-
is 5 kr.; borgist fyrir miðjan
júlímánuð.
r
Uppsögn (skrifleg) bundin
við áramót, ógild nema kom-
in sje til útgefanda fyrir 1.
októbermán. Afgreiðslustofa
í Austurstrœti 8.
XIX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 7. mai 1892-
;37. blað
SKRIFSTOFA ísafoldar er opin hvern
virkan dag kl. 1—3, og er ritstjórann að
-e i n s að hitta á þeim tíma.
Áskorun.
Eins og opt hefir verið tekið fram, ber
brýna nauðsyn til þess, að verulegar um-
bœtur eigi sjer stað á allri saltfisksverkun.
Við viljum þess vegna skora fastlega á alla
þá, er fiskverkun hafa á hendi, eða hafa
umsjón með henni, að þeir hver í sínu lagi,
gjöri sjer allt far um að endurbæta hana
frá rótum.
jpað, sem einkanlega er fundið að fiskin-
um, er það, að hann sje:
cLökkur,
illa þveginn,
of mikið saltaður,
ekki hráalaus,
ósljettur,
að roð hangi við hnakkakúlurnar, og
að hann sje blár i þunnildunum.
Afleiðingin af þessu verður svo sú, að
fiskurinn verður jarðsleginn og geymist illa.
Eins og nú er ástatt, er það sannarlegt
velferðarmál, að þessu verði alvarlegur gaum-
ur gefinn, og að nú þegar verði breytt til
vendegra bóta. — f>að er hvorki stjórnin
nje ný lög eða samþykktir, sem bezt geta
hrundið þettu í lag, heldur að eins það,
að hver einstakur taki sjer verulega fram
1 þessu efni og gjöri allt titt til að vanda
verkun á fiskinum sem bezt, að hver og
einn láti þv0 fiskinn úr hreinum sjó, fergja
hann nægilega, ná úr honum öllum hráa,
ng yfir höfuð viðhafa alla varkárni við með-
ferð hans.
Að eins með þvi, að almenningur taki
sjer verulega fram í þessu efni, er nokkur
von til þess, að bót verði ráðin á því óorði,
sem nú er komið á fisk hjeðan frá Faxa-
flóa. — Sje þéssu máli eigi nægilegur gaum-
ur gefinn, verða afleiðingarnar eflaust þær,
að fiskur hjeðan frá Faxaflóa verður erlend-
is talinn til 3. eða 4. tegundar í saman-
burði við góðan og vel verkaðan fisk, og fer
þá auðvitað verð á honum eptir því.
Eeykjavík og Hafnarfirði, 6. maí 1892.
Guðbr. Finnbogason. G. E. Briem.
Norðmenn Qölga búnaðarskólunum-
f>eir menn, sem vilja fækka búnaðarskól-
um vorum, segja oss, að Norðmena hafi einu
sinni eignazt 20—30 búnaðarskóla, og hafi
fellt þá flesta niður aptur á fáum árum, svo
ekki sjeu eptir nema 6 af þeim. Vilja þeir
með þessu telja oss trú um, að hið eina
rjetta, sem vjer getum gjört f búnaðarskóla-
málinu, sje, að leggjajniður 2 eða 3 af vor-
um 4 búnaðarskólum.
Búnaðarskólar Norðmanna voru nú raun-
ar aldrei nema 18, þegar þeir voru flestir,
og 19 með búnaðarháskólanum. En það
gjörir nú minnst til, þó að mótmælendur
skóla vorra hafi teygt úr skólafaraldri
Norðmanna 1 frekara lagi; hitt er meira
vert, að þessir menn minnast ekkert á það,
að Norðmenn eru nú í óða-önn að reisa
sína amta-búnaðarskóla á fætur aptur. þeir
hafa þegar komið á fót 4 nýjum skólum,
svo að þeir hafa nú 10 amta-skóla, og svo
neðri deild búnaðarháskólans, sem er svipuð
amtaskólunum. (í »f>jóðv. unga« 6. f. m.
hef jeg getið þess, að amts-búnaðarskólar
Norðmanna mundu nú vera 8 eða fleiri, en
mjer hafði sjezt yfir, að 2 búnaðarskólar
komust á fót ncestl. haust í Norðlands-amti
og í þrándheims-amti). Andmælendur fjórð-
ungaskóla vorra geta þess ekki, að Norð-
menu iðruðust skjótt eptir skólaniðurskurð-
inn, og að nálega á hverju ári síðan 1877
hefir verið rætt um að endurreisa búnaðar-
skóla í einu eða öðru amti. Hvers vegna
þegja menn um þetta? Vita þeir ekki af
því, eða vilja þeir ekki minnast á það?
|>að mundi þó varla skaða, að veita þessu
atriði eptirtekt, úr því menn vilja taka
Norðmenn til samanburðar í búnaðarskóla-
málinu.
I norskum ritum má fá nógar sannanir
fyrir því, að skammt leið frá því, að Norð-
menn höfðu fellt skólana niður, og þar til
þeir tóku til að reyna að reisa þá á fætur
aptur. Stórþingismaður G. Wankel fór
nokkrum orðum um þetta atriði í »Norsk
Landmandsblad« — aðalbúnaðartímariti
Norðmanna — 1889, nr. 12, þar sem hann
skýrir frá nýstofnuðum búnaðarskóla, og vil
jeg lofa löndum mínum að sjá, hvað þessi
maður segir um búnaðarskólamál Norð-
manna. þó að orð hans snerti oss ekki
beinlínis, þá geta þau að mínu áliti gefið
oss ýmsar bendingar, og þar eð greinin er
ekki löng, þá tek jeg hana eins og hún er,
og hún er á þessa leið:
»í fyrra skýrðum vjer frá, að á Sem í
Asker væru bræðurnir B. og W. Holtsmark
að stofnsetja búnaðarskóla, og gátum vjer
þess, að lærisveinar yrðu teknir á skólann
úr Akurhús- og Buskeruds-ömtum, og að
ömtin mundu leggja fje til fyrirtækisins.
Vjer skulum nú skýra frá kostnaði þeim,
sem þetta fyrirtæki hefur í för með sjer,
samkvæmt þeim skjölum, sem lögð voru
fyrir stórþingið*.
iMenn muna, að stofnendur jskólans eiga
jörðina og búið, og hið opinbera hefir engan
kostnað til lagt til að koma skólanum á
fót. Útgjöld amtanna og ríkissjóðs er að
eins hinn árlegi styrkur, sem skólinn nýt-
ur«.
»Úr Akurhús-amti hafa verið teknir 8
lærisveinar, með styrk, og öðrum 8 læri-
sveinum verður bætt við í haust. Læri-
sveinarnir eiga að dvelja á skólanum 1J ár,
tvo vetur og eitt sumar. Kennslan er yfir
höfuð viðlíka mikil og með líku sniði og
á hinum öðrum amtsbúnaðarskólum. Reglu-
gjörð fyrir kennsluna hefir verið samþykkt
af innanríkisstjórninni, og búnaðarmálafor-
stjórinn hefir eptirlit með skólanum. Hver
lærisveinn greiðir sjálfur alls 200 krónur
fyrir fæði, húsnæði og kennslu á skólanum,
en á hverju ári fær 1 lærisveinn skólavistina
borgunarlaust, og 2 aðrir borga að eins 100
kr. hver. þar að auki ábyrgist amtið skól-
anum 2400 kr. styrk, ef lærisveinarnir eru
8, en frá 14. október í ár verður styrkurinu
3600 krón., þar eð lærisveinum verður þá
fjölgað upp í 16 að vetrinum, en 8 verða að
sumrinu, sem áður. Enn fremur legguy
amtið til 200 kr. á ári fyrir ýmsan auka-
kostnað við kennsluna. Varla er vafi á því
að stórþingið muni veita helminginn af
kostnaðinum við skólann og verður þá tillag
amtssjóðsins hjer um bil 2000 kr. á ári«.
»1 Buskeruds-amti er tilhögunin nokkuð
öðru vísi. Amtssjóður veitir þar allt að
3000 kr. sem styrk fyrir unga menn, er
vilja nema búnað, og er ætlazt til, að þeim
sje útveguð bæði verkleg og bókleg kennsla
í tvö ár, á opinberum eða prívat-búnaðar-
skóla, eða að þeir fái kennslu á búnaðar-
skóla í 2 vetur, og í 2 sumur hjá góðum
bændum. Nú hefir verið veitt meðgjöf að
öllu leyti með 7 lærisveinum, og að f fyrir
hina 8. Oll meðgjöfin er 600 kr. fyrir hvern
lærisvein yfir allan tímann, nefnilega 2 ár,
eða 300 kr. á ári. Lærisveinarnir hafa nú
verið teknir inn á búnaðarskólann á Sem í
Akurhúsamti. Amtið áskilur, að ríkissjóður
leggi fram helming af meðgjöfinni«.
»Oss virðist að þetta búnaðarkennslu-fyrir-
komulag, einkum það sem fylgt er í Akur-
húsamti, sje mjög eptirtektarvert fyrir þau
ömt, sem engan búnaðarskóla hafa«.
»jþað mun hafa verið almenn skoðun á
8einni árum, að kennslan á amta-búnaðar-
skólunum ætti helzt að fara fram á jörð,
sem amtið ætti, og ætti að vera bæði
verkleg og vísindaleg. Vjer munum líka
varla fara villt í því, að almenningur hafi
álitið, að ekki fengist ríkissjóðsstyrkur fyrir
aðra skóla eu þá, sem þannig væri hagað.
Vjer höfum líka ávallt álitið, og álítum enu
þá, að hin lægri búnaðarkennsla (amtaskól-
arnir í Norvegi eru nefndir lægri búnaðar-
skólar gagnvart búnaðarháskólanum í Asi,
og kennslan á þeim hin lægri búnaðar-
kennsla) ætti að vera tengd við jörð og bú,
en þó þannig, að lærisveinatalan sje ekki
fast bundin við þá^fáu lærisveina, sem geta
fengið nægilega kennslu í hinu verklega á