Ísafold - 07.05.1892, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.05.1892, Blaðsíða 2
144 skólabúinu. Bigi verður því heldur neitað, að kennslan fær mesta festu með því, að skólabúið sje rekið fyrir reikning amtssjóðs, og á hans eigin jörð; einnig að lærisveinar geti lært meira á fullum 2 árum en á skemmri tíma«. »En maður hlýttir að kannast við,að í mörg- um ömtum hefir verið ómögulegt að koma á fót húnaðarskóla með slíku fyrirkomulagi, af þvf að mönnum hefir sýnzt kostnaðurinn allt of mikill og fráfælandi. Hve opt hefir ekki verið rætt um að stofna búnaðarskóla í þessu eða hinu amti, án þess að nokkur ’hafi orðið framkvæmdin. Menn hafa verið hrifnir fyrir málinu, sett nefndir til að í- hugaþað, jafnnvel komizt svo langt, að leita eptir hentugum jörðufn undir skólann, en þegar kostnaðaráætlunin var albúin og 'menn sáu hvað jörðin átti að kosta og hvað búskapurinn mundi kösta—,þá hefir botninn dottið úr öllu saman. Málið mundi verða allt auðveldara viðfangs, ef menn vildu fara eins að og Akurhúsamtsbúar. þá yrði kostnaðurinn engum þeim óttalegur, sem hefur ofurlítinn áhuga á búnaðarkennslu, Og þess vegna er það álit vort, að tilhögun sú, sem hjer hefir verið drepið á, sje mjög eptirtektaverð fyrir þauömt,og sem því miður eru allt of mörg, sem ekki hafa nokkurn búnaðarskóla«. Hver sem vill íhuga orð G. Wankels, getur sjálfur sjeð, hvað þau benda á; að eins vil jeg getaþess, að ætla má, að Wan- kel, sem hefir verið annar ritstjóri við »]Síorsk Landmandsblad« um mörg ár, og er stórþingismaður, muni vita hvað hann segir um biinaðarskólamál Norðmanna. Jeg skal svo geta þess, að frá 1876 til 1887 höfðu Norðmenn að eins 6 amtabún- aðarskóla, og á þeim tíma gjröðu þeir margar árangurslausar tilraunir til að fjölga þeim, eins og grein Wankels sýnir. 1888 komst sjöundi skólinn á fót, og 1889 sá áttundi, en 1891 komust 2 skólar upp. Hve mörgum þeir bæta við hjer eptir, leiðir tíminn í Ijós. Ólafsdal 23. apríl 1892. T. B.jaenason. Smápistlar um mjólkurgerð- Eptir Ólaf Ólafsson búfræðing. VI. (Síöasti kafii). IJm 1878 (hugmyndin er reyndar eldri, frá hjer um bil 1850) var farið að reyna til að nota miðflóttaaflið til að aðskilja mjólk- ina, ná rjómanum þegar frá undanrennunni, éða rjettara sagt, að ná rjómanum þegar úr nýmjólkinni, og tókst það eptir nokkrar tilraunir ágætlega. Með þessu afli er hægt undir eins, þegar búið er að mjólka, að ná svo vel fitunni (rjómanum) úr mjólkinni, að það er ekki hægt eins vel með nokkurri annari aðferð. Verkfærið eða áhaldið til þess er járnbylki, og haft með ýmsu lagi, eptir því, frá hvaða verksmiðju vjelin er. Sum eru lík og kúla, sum eru jafn víð ofan og néðan og um miðju. Öll eru þau sívöl, og öll líkjast þau hvert öðru í því, að »lokið« er opið í miðju, og öll snúast þau með meiri eða minni hraða um sinn lárjettan möndul. Af snúningnum kemst mjólkin í hreyfingu, eptir því sem braðinn eykst, færist mjólkin út til hliðannra, svo að eptir lítla stund er hylkið þurt í miðju, en mjólkin sem hringur með börnunum. Mjólkin sækir út frá mið- depli, semhver annar hlutur, þegar miðflótta- aflið yfirstígur aðdráttaraflið. Undanrennan og rjóminn, er hafa ólíka eðlisþyngd, hafa einnig ólíkt afl til að fjarlægjast miðptinkt; undanrennan sem er lítið eitt þyngri, hefir því meira afl til þess. Er því eptir lítinn tíma því nær öll fita (rjómi) tínd úr mjólk- inni. Rjóminn er sem hringur nær miðj- unni, en undanrennan næst börmunum. f>eg- ar hylkið er nú látið stöðvast smátt og smátt, verður rjóminn ofan á, og er þá hægt að fleyta hann ofan af. — Ekki er samt nauð- synlegt, og aldrei nú gjört, að stoðva vjel- ína til að ná rjómanum og undanrennu úr henni. Til þess eru hafðar pípur, er með neðri endan snúa mófi hringsnúningnum. Nýmjólkin er látin renua gegnum pípu í miðju hylkinu, og nær neðri endi pípunnar því nær niður í botn á því. P/pan, er rjóman- um er náð með, nær rjett niður fyrir opið í lokinu og beygist þar inn í rjómahringinn, en af ferðinni, sem er á rjómanum, þrýstist hann upp í gegnum pípuna, og rennur svoí ílát, er stendur undir hinum enda pípunnar. Á sama hátt er undanrennunni náð. Pípan nær rjett niður fyrir opið í lokinu, beygist þar og nær út í undaurennuna. þannig er þá hægt á lítilli stundu að ná öllum rjómanum úr mörg hundruð pottum nýmjólkur, eða því sem næst, að minnsta kosti bðtur en méð nokkurri annari aðferð, er notuð verður daglega, og það án tillits til þess, hvort mjólkiu er úr nýbornum kúm eða ekki, eða hún áður hefir kólnað; að eins þarf aflið þá nokkuð lengri tíma til að skilja mjólkina frá, eða ef rúaður vill heldur auka aflið. Eptir því, sem þessi nýja aðferð, með mið- flóttaaflið, verður almennari, verður megnið af hinum eldri mjólkuráhöldum óþarft, því nú er hægt að búa undir eins til smjör úr nýmjólkinni, og eins osta eða hvað sem vera vi.ll; og hin stóru og kostnaðarsömu mjólkur- hús, er áður þurfti, verða einnig að miklu óþörf. þetta hefir því verið mikil framför í mjólkurgerðinni. Að líkindum á það langt í land, að vjer notum þessar síðastnefndu aðferð, miðflóttaaflið, þar eð vjelin, og það sem henni tilheyrir, er æði dýrt, þó það sje held- ur að falla í verði. En aptur finnst mjer ekkert á móti, að klaka- eða vatnsaðferðin geti orðið almenn hjer, og méira að segja álít jeg það væri mjög æskilegt. Hún hefir verið reynd hjer á nokkrum stöðum og gef- izt vel. Bókmenntafjelagið. Fyni ársfundur var haldinn hjer í deildinni laugardág 30. f. mán. þar var samþykkt að gefa út á þessu ári fyrri kafla Landfrœðissögu Islands eptir por- vald Thoroddsen, ef þar til kjörin dómnefnd légðí með því, er eigi þarf að efa, með því að verðlaunanefnd alþingís hefir í fyrra dæmt riti þessu verðlaun af »Gjöf Jóns Sig- urðssonar«, og kaus fundurinn þá hina sömu nú í nefndina (Eirík Briem, Kristján Jóns- son og Stgr. Thorsteinsson). Nefnd sú, er kosin var í 'fyrra sumar til að segja álit sitt um Biflíuljóð síra Vald. Briem, þeir Hallgr. biskup Sveinsson, dri Björn M. Olsen og dócent þórh. Bjarnar- son, kvað þau vera að sínum dómi »framúr- skarandi skáldrit, eitt hið þýðingarmesta og merkilegasta, sem enn hefir verið kveðið á íslenzka tungu«, og rjeð því eindregið til, að fjelagið gæfi ljóð þessi út, svo fljótt sem verða má. Samþykkti fundurmn það með öllum atkv. gegn 4 (um 30 voru á fundi) og skyldi ririð prentast svo fljótt sem efni fjelagsdeildarinnar leyfa; að afloknum ný- nefndum fyrri kafla Landfræðissögunnar ög eptir nánara samkomulagi stjórnarinnar við höfundmn um útgáfutímann. pýðingu Matth. Joch. á »Brand« eptir Hinrik Ibsen ákvað fundurinn að fresta úr- skurði um; nefnd hafði verið um og ó um hana. Afmæli- Hinn 18. marz þ. á. var vísi- prófastur á Garði í Khöfn, Eiríkur Jónsson, orðabókarhöfundurinn, 70 á.ra. »Voru hon- um sýnd ýms vináttu og virðingar merki af fjöldamörgum mönnum, dönskum og sænskum, en þó einkum af löndum hans;. meðal þeirra voru nálega allir embættis- menn í Reykjavík og ýmsir út nm hjeruð’á íslandi, og auk þess allur þorri íslenzkra kandídata og stúdenta'í Khöfn«. (Sunnanf.). — Honum var send hjeðan frá Reykjavík gjöf nokkur og vinarkveðja frá þeim hinum mörgu, einkum háskólagengnum mönnum, er g’óðs eiga að minnast frá' lengri eða skemmri viðkynningu við hann og mikillar alúðar-gestrisni á heimili þeirra hjóna, hans og frú Petrínu konu hans, sem er mikill Islands-vinur. Dánargjöf handa íslandi- pað eru 20,000 kr., er Island á að fá eða rjettara sagt munaðarleysingjar eptir drukknaða sjó- menn íslenzka að gjöf úr dánarbúi ungs skrifstofuþjóns í Kaupmannahöfn, er Charles Lotz hjet og áður er getið, af pólskum ætt- um. »pessi góði ungi maður þekkti ekkert til Islands«, segir Sunnanfari, nannaðenþað, sem hann hafði sjeð í frjettabrjefum frá Is- landi hjer í dönskum blöðum, einkum í »Na- tionaltid.«, og að þar hafði opt verið taiað um bágborinn hag ekkna drukknaðra sjó- manna á Islandi«. Póstskipið »Laura« lagði af stað að morgni hins 5. þ. m. til Akraness, Hafnar- fjarðar og Vestfjarða. Með því fóru auk annara l.aupmenn þeir vestfirzkir, er hingað komu með skipinu um daginn, þar á meðal H. Thejll frá Ólafsvík (nú í Stykkishólmi) og Jacob Thorarensen frá Reykjarfirði, er var ógetið meðal farþegja í síðasta blaði. Gleymzt hafði þá og að geta fröken Álfheið- ar Helgadóttur (lektors) og kand. í málfræði þorleifs Bjarnasonar, er komu bæði frá Khöfn. Skipið er væntanl. aptur að vestan 9. þ. m. og fer 14. af stað til Khafnar. Mannalát- Síra Jón Björnsson á Eyrar- bakka andaðist 2. þ. mán., á 63. aldursári. Hann gekk heiman frá sjer um miðjan dag eitthvað út með sjó, dvaldist lengur en grunlaust þætti og fannst eptir nokkra dauða- leit nóttina eptir örendur í flæðarmáli skammt fyrir utan kaupstaðinn. Geta sumir til, að hanu hafi fengið aðsvif, sem hann átti vanda til, og orðið þannig til, er sjór fjell að. í fyrri nótt andaðist á Eyrarbakka verzl- unarstjóri J6n Björnsson (bónda Pjetursson- a/r á Hlaðseyri við Patreksfjörð), tengdason- ar Markúsar kaupmanns Snæbjarnarsonar á Patreksfirði, ungur maður og vel að sjer; stóð fyrir verzlun þeirri, er Einar kaupm. Jónsson atti áður, en nú W. Ghristensen í Reykjavík. Sveinn búfrséðingur Sveinsson, skólastjóri á Hvanneyri, ancaðist 4. þ. máh. Hann hafði verið þjáður af þunglyndi um tíma, gekk einn eitthvað frá bænum um kveldið og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.