Ísafold - 15.06.1892, Qupperneq 1
Semur út á miðvikudögum
cg laugardögum. Verð árg
(um 100 arka) 4 kr., erlend-
is 5 kr.; borgist fyrir mið.jau
júlimánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin
við áramót, ógild nema kom-
in sje til útgefanda fyrir I.
októbermán. Afgreiðslustofa
í Austurstrœti 8.
XIX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 15. júní 1832-
48. blað
Utlendar frjettir.
Kaupmannahöfn 4. maí 1892.
Veðrátta O- fi- Sumarveður byrjaði
hjer með góðum meðalhita fyrir nokkrum
dögum, eða á brúðkaupshátíðardaginn kon-
nngs og drottningar. Tveim dögum síðar
urðu talsverðir skaðar af eldingum hjer og
hvar í Danmörk. í lok maímáuaðar urðu
miklir voðar af stormum og vatnavöxtum
eða árhlaupum í vesturfylkjum Norður-Am-
eríku, og fylgdu hjer maunskaðar á sumum
stöðum. I St. Louis og þar um kring voru
tjónin — á fjenaði og hýbýlum — metin á
40 milj. króna. Hinn 29. apríl reið sá
óðastormur yfir Maurizíusey í Indlandshafi,
sem olli líftjóni 1200 manna, auk annara
stórskaða.
Óaldarmenn- Á ýmsum stöðum hafa
þeir enn freistað ódæðistilrauna, bæði í Belgíu
og á Frakklandi, en minna hefir alstaðar af
hlotizt en þeir ætluðust til. Fjöldinn allur
Tíka í höpt komnir, enda mun nú farið að
sljákka í þeim. Sumum forustubófum hefir
tekizt að komast undan til Bnglands, með-
al þeirra manni frá Frakklandi, sem Matt-
hieu heitir, en raenn telja víst, að hann hafi
verið í ’samvinnu við Ravachol. Honum fór-
'úst svo orð við mann í Lundúnum, að Ra-
vachol væri sannkallaður sómamaður og
mannkynsvinur. »Já, sagði hinn, »eu hann
tnyrti þó karlgreyið til peninganna«. — »það
var nú neyðarúrræði#, svaraði M., »því karl-
skömmin fór að skrækja«.
Danmörk- Frá höfuðborg annars eins
gull-bjarmalauds og Danmörk hefir verið
vikuna sem leið — eða lengur þó — er nú
vant að skrifa, og hafa þó laugtum minni
tæki, tóm og ritrúrn en skyldi til að segja
•annað af fagnaðarundrunum en einstöku við-
hafnaratriði.
Byrst er þess að geta, að hátíðma sótti
allt það tignarlið, sem í eru börn og tengda-
fólk konungg og drottningar, og allt þeirra
afkvæmi. Auk þess Kari, krónprinz Svía og
Norðmanna; Adolf Lúxemborgarhertogi, son-
ur hans og frændi; enn fremur Albert prinz
af Holsten-Glúcksborg (bróðurson konungs)
með kveðjur frá Vilhjálmi keisara; og Fried-
rich erkihertogi frá Austúrríkiskeisara.
Á uppstigningardag stóð vígsluhelgin í
Kristjánshaílarkirkju og þangað óku þau
konungur og drottning í skrúðvagni, gyll-
ingaríkum og forkunnar-fagurdregnum, en
hann í hátíðargjöf þeginn af iðnaðarmeist-
urum Khafnar. í fylgd þeirra voru allir
gestirnir tignu og höfðingjasveitir þeirra,
■auk innlendra manna af hábornu kyni, há-
virðingafólks og annara í heiðursskyni til
kvaddra. Oll borgin í grænu sveigaskrúði
og blómsettu, fánabúin í öllum strætum; en
á Amagertorgi var »heiðursport« reist við
brúna, þar sem borgarstjórinn færði þeim
hjónum fagnaðaróskir og kveðjur borgarinn-
ar, er þau óku frá kirkjunni. Um kveldið
voru öll stræti upp ljómuð og þá var raf-
logabirta komin yfir Kongens Nytorv, sem
framvegis nýtur við. Hátíðahöldin við hirð-
ina stórkostleg, sem nærri má geta, og stóðu
með allri dýrð sinni fram yfir sunnudag, en
þá kom til Amalíuborgar próse3sía, og í henni
gengu eitthvað um 40 þúsundir manna af
öllum stjettura í fánamerktri deildaskipan •—
Islendingar undir fálka slnum —, og kvöddu
konung og drottningu í hátíðarlokin. Um
kveldið var dansveizla haldin af burgeisum
höfuðborgarinuar í »Concertpalæet« (söng-
höllinni nýju) og komu þar hjótiin og margt
af hinu tigua fólki, t. d. Rússakeisari.
Annars voru þessir dagar konungi mesta
annríkis- og áreynslutíð, er hann varð hvern
dag að taka á móti nefodum frá bæjum og
sveitutn, frá dönsku fólki í ýmsum löndnm
og álfum, frá alls kouar fjelögum: vísinda,
fagurlista, iðnaðar og verzlunar; taka enn
við lotningarávörpum í orðum eða í fegurstu
letran og umbúnaði, og greiða svo hjer fyr-
ir þakkir og atlot konunglegrar kurteisi.
Sutna dagana komu ekki færri en 50—60
slíkar sendinefndir.
Af stórgjöfum margt að segja, en hjer
verður að nema staðar við tvennt til dæmis.
Börn þeirra konungs og drottningar gáfu
þeim aldinaskál af gulli í skeljarmynd, hálfa
aðra alin á lengd, en á henni fíll með söðli,
dýrustu gimsteinum settur. — Stóreignamenn
í Danmörku gáfu 3 borðakálar (aldinaskálar).
Hin stærsta þeirra er í snekkju líki eða báts,
sem ber Skjöld konuug að landi, eptir hug-
myudum fornsagna. Bæði hjer og á hiuum
miani eruhat'gyója- og hafskrímslainyadir, og
fylgdu þessu fagursmíði tveir kertastjakar
með álíkri myudagerð.— Carnot forseti Frakk-
lands sendi af »góbalíns«-vefnaði fjórar mynd-
ir, sumar tákaaudi árstíðir, haust og vor,
allt samati forkunuar dýrindi.
I gullbrúðkaupssjóðinn, sem til var gsfið
frá öllu ríkinn, komu um 200 þús. króua.
Af látnum mönnum má minna3t á Hol-
stein greifa Holsteinborg, stjórnart'orseta um
tíma (1870-74}, og Rozenörn-Lehn, sem lengi
hefir gegnt forstöða utanríkismálanna.
Noregur og Svíaríki- Uppistungan
um konsúlana var samþykkt á þingi, og
fjárframlögum heitið, sem til þarf að kosta;
stjórninni svo á hendur falið að leita sam-
komulags við stjórn Svía um fyrirkomulagið
og allar þess stellmgar. — A hátíðinui 17.
maí (ríkislaga) kvað stjórnarforsetinn, Steen
rektor, sjálfsagt, að útfærsla kjörrjettar (o:
óbundinn kosningarrjettur) bæði til þings og
sveitanefnda fylgdist að, og næði framgangi
á þessu kjörbili.
Svíakonungur er enn á Suður-Frakklandi
og heíir hitt þar menn af ætt sinni, sýnt
þeim frændskaparblíðu, og verið alstaðar
feginsgestur, en við hann mikið haft af hálfu
stórmennisins og umboðsmanna stjórnarinn-
ar, einkum hershöfðingja og aðmírála. —
A þinginu kom til samgöngu þingdeilda um
toll-lögin, og höfðu tollverndármenn betur,
þótt hinir ynnu stórmikið á og næðu tolla-
lækkun á mörgum varningi.
England. Primrosefjelag heitir fjölskip-
að bandalag Torymanna, sem gengst fyrir
fundahaldi þeirra og kenningaboðun um allt
ríkið. I því er meir en miljón manna, og
höfðu 6. maí 4000 funda verið haldnir á árs-
tímanum, sem þá var liðinn; kostnaðurinn
18,000 króna. Forseti fjelagsins er Salis-
bury lávarður, og talaðist honum mjög borg-
inmannlega á ársfundinum (6. maí), en þótti
taka þar vei djúpt í árinni, er hann kvað
uppreisnarefni þá búið fyrir Ulsterbyggja
(prótestanta) á Irlandi, ef forræðislög Glad-
stones ná fram að ganga. Fullyrðin um ein-
ingarrof landanna og tvístran Bretaveldis
voru endurtekin, sem svo opt fyr; en sá
ræða lávarðsins varð ásteytingarefni fyrir
fleiri en Gladestoninga. »Nú minnir for-
sprakki Torýmanna tnenn á upphlaup!« sögðu
sum blöðin. Síðan hafir Salisbury látið í
veðri vaka, að tollverndir kynnu að verða
Eaglandi þörf úrræði, ef svo bæri undir,
einkum gagnvart Ameríku, og er svo á því
tekið í mörgum blöðum, að hjer sje spillt
um fyrir máli Torymanna við kosniugarnar,
sem flestir ætla nú, að ekki muui lengi að
bíða.
í»ýzkaland- Dagana 19. og 20. maí
hjeidu (i Eisenach) hinir »frjálshyggjandi
þjóðvinir« þjóðverja 25 ára minningarhátíð
fjelags síns. þegar þeir höföu minnzt af-
reksverka sinna fyrir ríkið þýzka, sendu þeir
kveðju keisaranum, Bismarck og Bannigsen
friherra, stofnanda fjelagsins, og drukku
minm þeirra með lofsfuilum ummæium. Sá
hjet Friedberg, prófessor, sem mælti fyrir
minni Bismareks, og kaliaði hann »mesta
aíburðaskörung þjóðverja, sem nú væri á
lífi, og þann stjórnvitrmg, að aldrei hefði
fyr annar eins fundizt«. Ollum kveðjum
var ljúflega svarað.
Stundum far Vilhjálmur keisari svo siuua
ferða, að hanu skeytir því lítt, hvað alþýð-
an eða blöðin kunna að segja. Svo bar við
íyrir skömmu, að hermaður stóð á verði,
eu vildi taka verkuiann einn iastan, sem
hafði ýft hann með orðum og öðru látæði.
Verkmaðurmn vildi ieita undan, en þá reið
að honum banaskot en annar maður saklaua
særðist um leió. Kbisarinn lofaði tvisvar
verkið í viðurvist hermaunanna, gerði her-
manninn að undirforingja og gaf honum
mynd sína.
Misjafnt á tekið í flestum blöðum, en í
augum keisarans rnunu herlagametiu vera
hin æðstu.
Látinn er að segja Max v. Forckenbeck,
einn af mestu þingskörungum þjóðverja.
Hann hefir bæði verið forseti Prússaþings
og ríkisþingsins, en seinast borgarstjóri
Berlínar.
Frakkland. Hjér fer nú allt skaplega,