Ísafold


Ísafold - 15.06.1892, Qupperneq 3

Ísafold - 15.06.1892, Qupperneq 3
191 Vestmannaeyjmn 10. júní: Síðan jeg skrifaði Isafold siðast, hefir veðurátta verið rujög köld og þurrviðrasöm, í f. mán. 8° frost um nætur. Aðfaranótt hius 9. var kaldast -í- 9,2, og er víst langt síðan, að svo mikið frost hefir komið hjer í maímónuði; öll úrkoman í mánuðinum var að eins 11* milhmetrar. Eptir þessari veðuráttu hefir gróðurinn farið, og það er fyrst fyrir skömmu, að tún eru orðin græn. Nú er nokkuð farið að hlýna í veðri; 7. þ. m. var dagshitinn 15,fi° og í gær 13,s°, en gróðrarskúrum vill lítið fjölga, úrkoman þessa 9 daga, sem af eru mánuð- | num, 8,0 millimetrar. Ejenaðarhöld eru með lakara móti, þó hefir eigi margt fje fallið, miklu færra en vænta mátti, en hínn hægi gróður hefir hjálpað, því annars mundi skita hafa unnið á fleirum rýrðarkindum. Um miðjan f. mán. fór aptur að aflast þorskur, og glæddist sá afli svo vel, að um 20. var hlaðafli, og síðan hefir opt fiskazt rjett vel, þegar sjóveður hafa verið góð. Hinn 20 f. m. gekk svo mikið hafsíldarhlaiip um sundin fyrir sunnan Bejmaey, að menn jusu henni inn f bátana með tomum hönd- um, fengu 2 bátar á þennan hátt um 400 síldir hvor, sfðar hefir aptur orðið vart við minna hlaup. Kvefslæmska er talsverð um þessar mund- ir, þó liggja fáir. Skip er farið hjeðan til Víkur, en ókomið aptur. Verðlag hjer mun svipað og annar- staðar sunnanlands, út á ull svarað 50 a., harðfisk nær 60 kr., saltfisksverð algjöilega óákveðið enn. Strandasýslu rniðri 5. júní: Dæma- lausir kuldanæðingar í allt vor síðan á pálmasunnudag, svo aldrei hefir verið hlje á nema einn dag í bili; aldrei komið dropi úr lopti og kafald heldur ekki. þó hefir tekið yfir með kuldann og næðirgana síðan 14. maí. þá rak hjer inn ísbroða og síðan hefir verið hvíldarlaus garður. Isinn er ekki mikill hjer, að eins fjarðáfyllir. 31. f. m. kom skip hjer inn og gat þnð smogið inn á Steingrímsfjörð með norðurströndiuni; skip þetta á líkl. að fara á Borðeyri, því það sigldi inn að ísskörinni,, sem liggur frá Vatnsnesi að Ennishöfða. Is þessi er allur flatís, er hann svo fast skrúfaður saman, að hákarl hefir verið veiddur upp um hann frá einum bæ núna fyrst í júní. Annars eru allar bjargir bannaðar af sjó. Skepnuhöld eru, enn. þá góð hjer um pláss, og lömbin lifa undir ánum; er það undravert í slíkum kuldum og gróðurleysi; en fje gekk alstaðar vel undan vetri og því er enn þá gefið, þar sem liey eru til«. Eptirmæli- Jlelgi Árvason „/róði“. Maður þessi dó vetur- inu 1888, hjer um bil liálf-sextugur eð aldri. Bann var flakkari, en þó ólikur flestum öðrura flökknrum, því að hann var að mörgu leyti merkismaður. Helgi var fæddur i Dalasýslu og ólst upp hjá foreldrum sínum i Hvammssveit. Hann átti þar við harðan kost að búa og það svo, að hann strauk frá heimili sínu, þegar hann var barn að aldri. Hann komst þá suður í Hörðu- dal; þar var honum snúið aptur. Helgi var fyrst vinnumaður, en rojög var hann ólaginn til verka -og klaufalegur við vinnu, og varð sökum þess tíðum fyrir háðsyrðum og illyrðum manna. þetta var ástæðan til þess að hann fór að flakka og var hún fullgild fyrir menn í þ& daga. Hinum litlu fjármunum, erhann átti eptir vinnumennsku sína, varði hann til bókakaupa, og vaeri honum gefið eitthvað, þá keypti hann ávallt bankur fyrir það; stundum kom það fyrir að hann lagði alla þá skildinga, er hann átti, í bækur, þótt hann væri svangur og hohum væri kalt af klæðleysi. Megnið af þessum bókum var geymt fyrir hann í Fellskirkju i Kollafirði, en allt af hafði hann einhverjar þeirra með sjer. — Jeg hef engan heyrt getið um, er hafði horn í siðu Helga, en allir skynsamir menn höfðu skemmtun af komum hans, enda las hann feikna mikið, var einkar- akynsamur og hugsaði út í æsar það, er hann las. Mestan hlnta æfi sinnar hafðist hann við úti í haga; þar þótti honum skernmtilegast að leea og skrifa, ef bærilegt var veður: jafnvel á vetrúm sat hann stundum mjfii bæja og var að lesa. þeiro mönnum, er þá gengu fram á hann, þótti einkennilegt, að sjá hann sitja í brekkuhum með bækur og blöð á víð og dreif í kring. Hann skoðaði náttúruna eins og , vin Sinn, og hefur vist hugsað eins og Schiller: „Br jeg þá einmana hjer? nei, náttúra! blítt þjer á brjóstum uni jeg alhress á ný“. Helgi liafði göfugar hugsanir, og er það eðli- legt, þar sem hann hafði legurð náttúrhimar svo opt fyrir augnm. Ymislegt sagði hann mjer, er hann hugsaði úti á víðavangi: og var það allt skynsarnlegt og margt einkennilegt. Jeg man nú einungis þá skoðun hans, að náttúran liefði kennt mönnum að sameina hinar ýmsu raddir (haimoni); hann sagði sjer fyndist vindurinn, er þýtur í stráunum, og fossinn syngja hver sína rödd í sama sönglegi. Allmikið skrifaði hann, en enginn fjekk að sjá það, og sagðist hann ekki vilja láta það koroa fyrir aimennir.gssjónir meðan hann lifði, því að hann var hræddurum að hann mundi illa þola aðfinningarnar. Hann gat stund- um verið nokkuð einrænn og stirður, og kenndi hann það sjálfur uppeldi því, er hann hafði íengið. J>að er óhætt að lullyrða, að hann mundi hata orðið mikill vísindamaður, ef hann hefði fengið viðeigandi menntun. Helgi var stór og þsekinn, laglegur í andliti og svipmikill. Hann var ýmist kallaður Helgi fróði eða Bóka- Helgi. E. Sv. Leiðarvísir ígafoldar. 1047. Póstafgreiðslumaður á Akureyri fer fram á skip ír stundum áður en skipið leggur af stað. Bæjarbúar vilja kaupa frímerki eptir þann tima, til þess þó að koma brjefum í skipið? Er hon- um ábyigðarlaust að hafa engan haft til að selja þau, eða. að hafa neitað að selja þau? Sv.: Hann mnndi eflaust fá áminningu hjá yfirboðurum sínum, ef kært væri, og sekt, ef hann Ijeki slíkt eða þvilíkt aptur. 1048. Hafa menn leyfi til að vinna að íslenzk- nm þilskipum á sunnudögum eða helgidögum, svo sem aö flytja til skips seglfestu, salt, forða skipverja o. s. frv? Sv.: Áð jafnaði leyfist það ekki (sbr, tilsk. 28. marz 1855, 2. gr.). 1049. í lándi ábýlís míns eru skotnar rjúpur ög refir á tímabilinu frá 1. des. til 1. aprí), án þess að leyfi mitt sje til þess fengiö. Hvað ber mjer nú i landshlut af því, sem skotið er? Ef sektir liggja við sliku, hve miklar eru þær? Sv.: Sá, er drepur rjúpur i annars landi, veiðir þeim, er þar á veiði og getur eptir atvik- um orðið sektaður um 1—20 kr. (tilsk. um veiði 20. júni 1849, 5. gr.). Um refi er allt annað má] og má að jafnaði þykja þakkarvert að þeir sjeu skotnir hvar sem er (sbr. þó sömu tilsk. 8. gr.). 1050. Um hvað er prestur sá sekur, er án orsaka eigi slær nema 2/s parta af túni prests- setursins, en skilur ’/8 partinn eptir ósleginn með kafgresi og fellir hann í órækt? Og hverj- um yfitboöara hans (prestsins) ber að afstýra slíku? Sv.: Próföstum ber að vanda um, ef prestar níða niður Ijensjarðirnar, og hrífi eigi áminning- ar og sje mikil brögð að, virðist mega svipta þá ábúðarrjetti þeirra. 1051. Lögfróður maður einn álitur erfingja prests, er var gjaldþrota þegar hann dó, skylda til að greiða portionsskuld, sem hann stóð í við kirkju sína, þó þeir (etfingjarnir) hafi ekki skrif- lega eða munnlega lofað að borga skuldina, Hefir lögfræðingur þessi rjett að mæla, og sje svo, við hvaða lagastaði hefir hann að styðjast? Sv.: Hafi erfingjar eigi sagt sig reglulega frá arfi og gjaldi, en að einhverju leyti tekið til umráða eða hagnýtt sjer fjármuni dánarbúsins, verður aðgangur að þeiro með skuldir, svo portionsskuldir sem aðrar. Sbr. tilsk. 9/4 1768. 1052. Ber að greiða erfðafjárgjald af heim- anmund, sem foreldrar hafa látið börnum sín- um í tje, þegar þau byrjuðu búskap? Sv.: Ef foreidrar reiltna það upp í arf, er þeir fá börnum sínnm, veiöur að greiða af því erfða- gjald. 1053. Eru búfræðingar ekki skyldir að kosta s'Si sjálfir þó bændur fái þá til að leiðbeina sjer- við vatnsveitingar o. s. frv.?' Sv.: Slíkt fer eptir samningum við búfræð- iuginn, hvernig hann er ráðinn. Búfræðinga þá, er Búnaöarfjelag Suðuramtsiiis lánar bændum,, eru þeir látnir fæða, sem þeir vinna hjá, en fje- lagiö geldur þeim kaup, og eru það vildarkjör fyrii bændur. Kvennaskólinn í Reykjavík. Eoreldrar og aðrir vandamenn, er koma vilja konfirmeruðum, efnilegum yngismeyjum í kvennaskólann næstkomandi vetur (1. okt. til 14. maí), eru beÖDÍr að snúa sjer sem allra fyrst til undirskrifaðrar forstöðukonu. skólans, og senda eigi stúlkur til skólans, nema því að eius, að áður hafi verið beðið um pláss handa þeim, munnlega eða sknf- lega. Reykjavík 10. júní 1892. Thóra Melsteð- Hjermeð er skorað á alla þá, sem skulda mjer undirrituðum fyrir vörur og fl. frá undanfarandi árum, að hafa greitt skuldir sínar t.il mín eða samið við mig um borgun á þeim fyrir 1. júlí þ. árs, þar sem jeg að öðrum kosti mun neyðast til að láta inn- kalla þær með rjettarfari upp á kostnað skuldunauta. Hafnarfiiði 11. júní 1892. M Th- Sigfússon Blöndal- Proclama. Samkv. opnu br. 4. jan. 1861 og lögum 13. apr. 1878 er hjer með skorað á alla þá, er tíl skulda telja í dánarbúi prestsins síra porkels Eyjúlfssonar, er andaðist að Búðum 19. desbr. f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessar- ar auglýsingar. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Stykkishólmi 1H. maí 1892. Sigurður Jónsson- Proclama. Eyrir liönd meðerfingja minna og mín er hjer með samkvœmt lögum 13. apríl 1878 sbr. opið brjef 4. janúar 1861, skorað á alla pá, sem telja til skuldar í dánarbúi Niku- lásar bónda Jónssonar í Norðurkoti í Vatns- leysustrandarhreppi, að gefa sig fram innan, 6 mánaða frá siðustu birtingu þessarar aug- lýsingar, við Asbjörn Ólafsson óðalsbónda i Innri-Njarðvík, og sanna kröfur sínar á hendur búinu fyrir honum. Sömuleiðis er skorað á álla þá, er skulda greindu dánar- búi, að borga skuldir sínar til ofannefnds inn- köllunarmanns dánarbúsins innan sama tíma. Reykjavík 13. júni 1892. Kr. O- |>orgrímsson. Mánudag 20. þ. m. á hádegi verður á Skipaskaga haldinn skiptafundur í dánarhúi Bjarnar Ólafssonar í Oddsbæ. Verður þá borið undir skuldheimtumenn, hvorfc sam- þykkja skuli boð það, er gert hefir verið í fasteign búsins eða bjóða hana upp að nýju.. Skrifstofu Mýra- og Borgarfj.gýslu 12. júnf 1892, Sigurður f»órðarson-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.