Ísafold - 06.08.1892, Page 2
450
leggur sig ekki niður við að mögla eða
kvarta.
Y.
Jeg var að slá með piltuuum mínum
austur í mörkum. Gísli á Gili var rjett
hjá okkur líka við slátt. KL okkar var
um það bil 6 e. m., og bústýran hans var
að fara af stað heim til þess að búverka.
Þegar hún var horfln, kom Gísli til mín og
bað mig um í nefið.
»Hvernig gengur það, Gís1i?« segi jeg,
er við vorum seztir sinn á hvora þúfuna.
»0! það gengur jafnbölvanlega ög vant
er«, segir hann.
»Já, það gengur nú ver hjá ykkur en
þörf er á, sýnist mjer«.
»Það getur verið, að þjer og öðrum sýn-
ist það, en þið ættuð að vera í sporunum
mínum, og þá muncluð þið segja annað.
Jeg má erja þetta eins og þrsell fyrir þess-
um krökkum. En þið fáið nú bráðum að
taka við þeim, því jeg á ekki við þetta
lengur; jeg set mig austur á Seyðisfjörð
eða eitthvaö út í loptið til þess að losna
við þetta dót«.
»Ekki gerir þú þjer það til minnkunar,
að kasta börnunum út á sveitina og stökkva
frá heimilinu«.
»Jú! mjer þykir það engin minnkun!
Það er alveg rjett fyrir mig að stökkva
fráþví öllu. Hún Þuriður fær þá einhvern
annan til að rífa í sig heldur en mig«.
»Þú mátt ekki stríða henni eins mikið
ogþúgerir: þá kæmi ykkur bebrrsaman«.
».Já! þaðernúsatt, að jegstríði henni; en
strítt hef jeghenni og stríða skal jeg henni,
þó að hún verði hálfvitlaus. Það er sem
henni fellur verst og því skal jeg gera það;
jeg næ mjer þó dálítið niðri á henni með
því fyrir það, hvernig hún fer með mig
með köflum«.
»Það er skömm að samkomulaginu ykk-
ar, og engin blessunar von fyrir ykkur, nema
þið breytið uppteknum hætti. Þið hafið
lagleg efni, eruð bæði dugleg og ykkur
því engin vorkunn á að lifa bezta lífl; þó
að þið hafið þessi 2 börn, þá er það varla
nema til skemmtunar fvrir ykkur. En þið
rekið frá ykkur alla blessun með sjáif-
skaparvitum og getið engum um kennt
nema sjálfum ykkur. Ólagið, sem er á
heimilinu hjá ykkur, getið þið Iagað, ef
þið bara viljð, og ]>að væri nær fyrir ]>ig
að reyna það, en að hóta að stökkva frá
öllu austur á Seyðisfjörð eða eitthvað
annað«.
Það var mikil mildi, að hann Gísli skað-
aði sig ekki á ljánum mínum; svo mikið
viðbragð tók hann, er jeg hafði lokið máli
mínu. Hann stökk upp, snýtti sjer og
ræskti sig, og hjelt yflr mjer þrumandi ræðu,
sem átti að sannfæra mig um, að allt af
væri að ganga af honum, án þess að hann
gæti við ráðið, Þuríöur hans ljeti hann
engan frið hafa, hann yrði að erja eins og
þræll fyrir þessum krökkum, og hið eina
rjetta væri að hlaupa frá öllu, láta sveit-
ina taka viö krökkunum, og Þuríði fá ann-
an til að rífa í sig; síðan fór hann aðslá,
svo að Þuríður sæi morguninn eptir, að
teigurinn hefði stækkað eptir að hún fór
heim um kveldið.
Gísli og Þuríður höfðu tekið saman fyrir
6 árum; þau voru þá bæði vel efnuð; hún
átti peninga í sparisjóði og skepnur marg-
ar, og hann átti líka talsvert til, og bæði
voru þau mjög dugleg. En geðslag og
lundarfar þeirra var slæmt; hann var stríð-
inn og þrályndur; hún var bráð og geð- :
stór. Þau rifust því nærri daglega og það
stundum í meira lagi. Það, sem i ólagi
för, kenndu þau hvort öðru um; þeim
fannst allt ganga til þurrðar hjá sjer og
allt vera lítið. Þau vantaði ánægju; ])au
vantaði vilja til að reyna að láta lífiö verða
sjer ánægjusamt. Þau sköpuðu sjer and-
streymi og ógæfu í stað gleði og ánægju, !
sem þeim, eins og öllum, stóð til boða að
njóta.
* •{’
❖
En til hvers segi jeg nú almenningi þess-
ar 2 sögur? Til þess að sýna mönnum
með sönnum dæmum, að til eru sannir
mannkostir hjá þjóð vorri, sem betur fer,
að til er þrek og staðfesta, þolgæði og
andleg hreysti, og það stundúm þar, sem
þeirra mundi, ef til vill, síðast leitað; að
ánægjunnar, hinnar sönnu ánægju, eiga
menn að leita ekki eingöngu fyrir utan
sig, heldur fyrst og fremst í sínu eigin
hjarta. Það er þessi hetjuandi, er aldrei
bugast, sem jeg byggi á örugga von um
endurreisn þjóðarandans og þjóðlífsins.
Meðan maður flnnur slíkt andlegt þrek og
hugrekki, og það meira að segja á neðstu
stigum mannfjelagsins, þá þarf ekki að ör-
vænta um, að í akurlendi hins islenzka
þjóðlífs sjeu falin frækorn framfara og
fullkomnunar. Það eru gullkom enn í
dölunum á íslandi, og jeg vona, að bless-
uð sólin smóþíði ofan af þeim klakann.
Mjer flnnst það einhver andleg hressing,
þegar mjer er sagt af einhverju fallegu og
lofsverðu, og svo vona jeg, að sje um
fleiri.
En jeg hef sagt síðari söguna til þess að
minna menn á, hvernig surair menn leiða
yflr sig ógæfu og vanblessun með skap-
löstum, sem menn reyna ekki að laga; og
ekki einungis yfir sig, heldur líka yfir sak-
laus bömin, sem gjalda foreldranna mis-
gjörða. Það er því miður okki nýtt hjcr
á landi, að feðrum þykir engin minnkun.
að þvi, að kasta börnum sínum út á sveit-
ina, að þeim þykir ]>eir hafa innt af hendi
allar skyldur við þau með því að koma
þeim inn í veröldina, að þeir gera sjer
enga hugsun um, hvílíkt ógæfuefni það er,
að láta börnin alast upp við að heyra for-
eldrana rifast og ausa livort annað ósæini-
legum brigzlyrðum.
Ánægja og friður eru tveir englar, sem
flytja blessun inn á hvert heimilí; en því
miður reka sumir húsráðendur þessa engla
burtu frá dyrum sínum.
En — »til þess eru vond dæmi að varast
þau«.
Heyri það allur lýður! Idcm.
Aflabrög'ð. Hjer af nesjunum heflr
aflazt mikið vel á opin skip nú síðustu
vikurnar, frá því 12 vikur af sumri, á
Sviði, 2—4 og jafnvel 5 hundr. í hlut, af
því nær tómum þorski, og honum vænum;
meðalldutir á þessum stutta tíma heldur
yfir en undir 300. Heldur fáir stunda sjó-
inn, en þó þetta frá 20—40 skip hjer úr bæn-
um og af næstu nesjum(Seltjarnar og Álpta),
flestallt 4-manna-för. Yeiðarfærið er jöfn-
um höndum lóð og færi.
Drukknan. Verzlúnarstjóri Pjetur
Bjamason ó Hofsós drukknaði þar 4. f. m.
á höfninni; var einn á bát.
Skeiðarársandur er nú talinn fær apt-
ur. Koni hingað maður austan úr Fljóts-
hverfl fyrir nokkrum dögum, unglingspilt-
ur, Gísli að nafni Gíslason, ft'á Rauðabergi,
og bjóst til að fara í sumar póstferðirnar
milli Prestsbakka og Bjarnaness, »á jökli«,
ef Skeiðará kynni að verða ófær síðar í
suiuar. Hafði bæði póstafgreiðslumaður
(Bjami prófastur Þórarinsson). og sýslu-
xnaður lagt það til, að boð hans yrði þegið,
og gerði póststjórnin það. Fór hann af
stað í fyrra dag austur með nokkurn póst-
flutning.
Veðrátta. Þerririnn fyrir síðustu helgi„
laugardag 30. f. mán., stóð eigi nemá þann
] eina dag. I þessari viku var sæmilegur
þurkur á miðvikudaginn, og .ágætur þerrir
í gær og í dag.
Rafmagnsljós á Chicago-sýning-
unni. Þar á að hafa 500 bogaljös og 93
rafmagnslog, og rafmagnsafl, er samsvarar
3000 hesta afli. Allt umhverfls skemmti-.
tjörnina og út á henni veröur skreytt með-
einlægum rafmagnsljósum. Skrautlýsi skulu
vera fólgin niöri í gosbrunnunum og bak-
við sýningarfossana, er fram skal leiða,
og hin gríðarlega mikla lýsingarvjel, sem
verið er að búa til í Núrnberg í rafmagns--
smiðju Schucherts, á að verða sett ofan á
300 fcta háan stöpul. Á henni eiga að-
vera 25,000 log, og þykir líklegt, að birtu
leggi þaðan að minnsta kosti 60 mílur-
enskar.
Vandalaust nú á dögum. Einhvern
tíma var það, að það þótti afskaplegt þrek-
virki, að leggja frjettaþráð neðansjávar vflr
Atlanzhaf. En síðan eru 34 ár, að slík fyr-
irtæki byrjuðu, og þau árin hefir veröldin
verið mjög stórstíg í framfaraáttina. Það
var árið 1866, er hinn fyrst.i meginfrjetta-
þráður varð lagður vestur um liaf. Síðan
hafa því nær árlega neðansævar-frietta-
þræðir verið lagðir um úthafið þvert og
og endilangt, svo að þúsundum mílna.
skiptir á ári. Tala þessara frjettaþráða er
nú orðin 2—300, og árið 1875 var lengd
þeirra sanitals orðin 50,716 mílur (enskar),
en nú er lengdin víst orðin helmingi meiri.
Nú er verið að leggja nýjan frjettaþráð.
vflr Atlanzhaf á kostnað hiiis brezka.
Frjettaþráðafjelags, og heitir skipið, er ]iað
gerði út þeirra erinda, Silverton. Þaö
lagði frá Lundúnum seint í maí, og er á-
ætlað, að lagning hans vrði Iokið fyrir
júlimánaðarlok, en þráðurinn er 2165 mílna
langur. Það sem einkum tef'ur lagninguna
er dýpið, er sumstaðar nemur 1000 föðm-
um. Þráðurinn átti að liggja á meðaþ
Senegal í Afriku og Fernambucó í Brasilíu..
í Afríku á að tengja hann þræði, er liggi
norður um lönd alla leið til Englands og-
annarra landa í Norðurálfu, en í Brasilíu
á að tengja hann við frjettaþráð, er liggur
í nieðal Fernambucó og Santos, og margá
aðra þræði, er liggja í sjó og á landi víðs-
vegar um Suður-Ameríku.
Rauðir menn í Bandarikjúúer. Vet-
urinn 1890—'91 stóð ófriður meðal Banda-
ríkjamanna og Sioux-Indiana, en skælingja-
legastir og grimmastir af þeim flokki eru
hinir svo nefndu Brule-Sioux eða Brúlar.
Þá er ófriðnum ljetti, kom Bandaríkjastjórni
í hug að gera tilraun til að lögskrá nokkra
Indíana af flokki Brúla í Suður-Dakota til
herþjónustu, og gjörði á fund þeirra her-
foringja, er Dravo heitir, þeirra erinda, í
aprílmánuði 1891. Foringjar Indíana töldu
þar á ýms tormerki, en þó fengust til lög-.