Ísafold - 06.08.1892, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.08.1892, Blaðsíða 3
251 skráningar svo margir, sem til var ætlazt. Ekkert kunnn þeir í ensku og ekkert í hornaðaraðferð siðaðra manna, og voru ö- vanir öllum háttum þeirra, og þurftu því i senn margt að læra. Tilraun þessi hcfir lieppnazt fram yflr allarvonir. Einna erfið- ast fjell þeim að láta skera hár sitt, er þeir voru vanir að bera sitt, en annars vegar Itafa þeir reynzt bæði námfúsir og auðnæmir, bæði á enska tungu, hreinlæti og háttu siðaðra hermanna, eldamennsku þeirra og hernaðarbrögð, og tók skjótt að vakna með þeim metnaðartilfinning, svo að þeir þykjast eigi svo lítt af stöðu sinni og menntun þeirri, er þeir hafa aflað sjer. Hugrekki þeirra og herkænska, er svo ber undir, er eigi að efa, og þykir líklcgt, að þeir reynist ágætir hermenn og geti haft góð og menntandi áhrif á landa sína með tímanum. f Guðmundur Gísli Sigurösson. Hinn 25. maím. þ. á. andaðist að Kleif- nm i Gilsflrði uppgjafaprestur Guðmundur Gísli Sigurðsson. Hann var fæddur 4. okt. 1834, og voru foreldrar hans merkishjónin síra Sigurður Gíslason og Hildur Guð- mundsdóttir á Stað í Steingrímsflrði. Síra Guðm. var vigður 1862 aðstoðarprestur til föður síns, og 1865 voru honum veitt Fljóts- blíðarþing, en 1868 Gufudalur, og giptist hann þá um vorið jómfrú Guðbjörgu dótt- ur Torfa alþingismanns á Kleifum íStranda- sýslu. Árið 1870 varð hann að hætta prest- skap vegna geðveiki, og fór þá að Kleif- [ um í Gilsflrði til Eggerts hreppstjóra Jóns- sonar, sem átti Ingveldi systur hans, og dvaldist hjá þeim hjónum til dánardægurs, í 22 ár. Síra Guðmundur var ræðumaður góður ! og skáld, og stundaði embætti sitt vel með- j an honum entist aldur til. Var hann góð- j um gáfum gæddur, og töluverðri audagipt, sem ræður hans og Ijóðmæli sýna, er all- mikið er til af óprentað. E. L<eiðarvísir ísafoldar. 1085. Jeg sendi suður í Landsbankann til að fá lán, með vottorh hæhi sýslumanns og virhingarmanna, en fæ ekki lánið, af vangá þeirra, sem meðhöndluðu málið. Er jeg skyld- ur að líða skaðann hótalaust, bæði vinnu- töpun o. fl., sem af því leiddi ? Sv.: Skaðabætur ætti að geta fengizt dæmd- ar, ef veruleg handvömm hlutaðeigandi em- bættismanna yrði sönnuð. 1086. Sonur minn heíir tíundað saman við mig. I vor tíundaði hann sjer. Er hann skyldur að borga kirkju ljóstoll eða presti dagsverk, þar við vinnum saman og höfum eina eldstó? Og ef svo er, hvað þýða þá á- kvæði laganna, að faðir og sonur megi tíunda saman, ef hann missir rjettindi við að vera sjálfstæður maður? Sv.: Spyrjandi heflr svo að segja svarað sjer sjálfur. Hann segir svo frá, að þeir feðgar hafi eigi í þetta sinn hagnýtt sjer laga- heimildina til samtíundar. heldur tíundað hvor sjer, en þar með hafa þeir af'salað sjer sjálfir hlunnindum þeim, er samtíundinni fylgja. 10b7. Eiga ekki allir handverksnemendur heimting á því, að eiga frí alla sunnudaga og helgidaga, sem haldnir eru heilagir ? Sv.: Jú, nema þeir eptir námssamningi sje skyldir til einhverrar vinnu, sem heimiluð er á helgidögum kirkjunnar. 1088. Hefur hreppsnefnd nokkurt vald til að setja hjá mjer sveitarómaga, að mjer forn- spurðum? eða get jeg ekki með fullum rjetti neitað að taka á móti þeim ómaga, sem jeg ekki vil hafa neitt með? Sv.: Þótt hreppsnefnd beri að jafnaði að korna niður hreppsómögum á almennum fund- um, og eptir samkomulagi, hlýtur hún að hafa fullan rjett til, er samkomulag eigi næst, að skipa ómaga niður til bráðabirgða eða lengri tíma þar, sem henni þvkir ástæða til. Nú vill einhver eigi hlita slíkri ráðstöfun hreppsnefndar, þá skal hann engu að síður taka ómagann, en bera sig upp við sýslunefnd, i er þá metur ástæður hans. 1089. Hvernig á hreppsnefnd að fara að, þegar menn taka það fyrir, að neita að taka [ á móti sveitarómögum ? Sv.: Hreppsnet'ndin getur fengið yfirvaldið 1 til að þröngva þeim, er þrjózkast við rjett- mætum fyrirskipunum hennar, til hlýðni með dagssektum, og eptir atvikum má og kæra þá til skaðabóta. 1090. Er ekki sá vinnumaður, sem hefur fyrir þremur ómögum að sjá, frjáls að vera lausamaður, ef hann vill, án þess að kaupa. lausaman n sbrj ef ? Sv.: Nei. 1091. Jeg bý á jarðarparti (hjáleigu) við' sjó; land allt er óskipt, nema tún og engjar, sem ligg.ja að sjónum; reki allur fylgir heima- jörðinni, en opt í stórflóðum berst timbur og; fl. upp á engjar mínar; hvort er það mín eign eða heimabóndans ? Sv.: Ef fjöru jarðarinnar er eigi sjerstak- lega skipt, ber heimabóndanum og hjáleigu- bóndanum í sameining að rjettri tiltölu allur reki fyrir landi jarðarinnar, án tillits til þessy fyrir hvers þeirra slægnalandi rekur. 1092. Er nábúum mínum eða öðrum leyfi- legt að fara í eggjaleit, á engjar mínar, að mjer fornspurðum? Og hvað segist á því, sje það óleyfilegt? Sv.: Ef átt er hjer við, hvort heimabóndan- um sje leyfilegt að fara í eggjaleit á engjar hjáleigubóndans, þá er honum það heimilt, sje jörðinni eigi skipt nema að slægjum til. Aðr- ir nágrannar haf'a eigi rjett þar til, og mundi þess konar brot vera að nota með hliðsjón af tilsk. 20. júní 1849, 5. gr., og varða, auk lítilla skaðabóta, ef þeim þætti nema, lítilli sekt. 1093. Ef ábúandi krefst skoðunar, af' lands- drottni, á skemmdum af völdum náttúrunnar á ábýlisjörð sinni, er hann (landsdrottinn) þá ekki skyldur að láta gjöra það ? En ef hann sinnir því ekki, hvernig skal ábúandi þá fara að ? Sv.: Skoðunin i'er fram i þágu leiguliða, enda er hann krefjandi hennar, og mun hann því trautt geta komizt undan að borga hana,. með því að það er eigi tekið f'ram í lögum 12. jan. 1884, 17. gr., að landsdrottinu skuli standast hálfan kostnað þar af, sem kyuni að' haia verið sennilegt. 1094. Eru nokkur lög eða löghelguð venja fyrir því, hvað hátt megi leigja hlunnindalaus- ar jarðir, ept.ir hundraðatali ? Eða geta hlunn- indalausar jarðir ekki verið svo hátt leigðar, 164 svo að hefja þær upp með járnköllunum og loks að hlaða undir þær að nýju. Nú, svona gekk það jafnt og stöðugt. Vjer pjökkuð- um með pálunum litla lolu, og þá hvein við í eimvagn- inutn, og í fjarska glórði í hin tindrandi eldaugu hans. Jeg var allt af á glóðum, svo sem milli heims og helju. Jeg gat eigi meira en svo komið því fyrir mig, hvort jeg mundi vera vakandi eða sofandi, eða hvort allt væri í raun og veru sem mjer þótti vera. Jeg bjóst jafnvel við, að jeg kynni þá og þegar að hrökkva upp úr svefni heima i rúmi mínu, 0g þú mundi Anna mín vera veik eða eitthvert barnanna. Jeg skildi náttúrlega ekkert í, í hvaða sambandi þessi tindrandi eldaugu eða dunurnar gæti staðið við konu mína og börn, en eigi var þess að dyljast, að slíkt bar mjer fyrir augu og eyru. Augun færðust æ nær og dunurnar fóru æ vaxandi, og jegfjekk svo sem suðu fyrir eyrun, og lestin þeystist fram hjá. Jeg ætlaði trautt að ná andanum, og tróð mjer sem fast- ast jeg mátti upp að hinum vota vegg, 0g hefði troðizt inn í hann, ef unnt hefði verið, og þá er verkstjórinn kallaði með köldum rómi: »Nú, takið til starfa, piltar!« rámkaði jeg, fyrst við því, hvar jeg var staddur. Einhvern veginn leið dagurinn, en fyrir því get jeg eigi gert frekari grein, hvernig hann leið. Þá er jeg var kominn upp úr göngunum, varð mjer töluvert rórra um 161 boðizt, og grunur minn reyndist i alla staði rjettur. Það vað var vinna í undirgöngum, á hjer um bil 1000 faðma svæði, en á því svæði voru brautarjárnin tekin áð> svigna. Vjer vorum sex talsins, er áttum að vinna að þessur og vjer höfðum meðferðis pála og rekur og járnkarla mikla, og svo höfðum vjer líka með fjóra lampa með naftaolíu,— það Ijósneyti kalla sumir hrærilegt gass. Síð- an hjeldum við ofan í jarðgöngin. Mjer þótti það þegar eitthvað kynlegt, hversu fjelag- ar mínir voru þungfærir og sigalegir, hvort sem hönd skvldi hræra eða fót, en höfuðin á þeim voru þó síiðandi- Jeg sá þó skjótt, að til þess voru góð rök og gild. Sá,. er við járnbrautina skal vinna, verður svo sem að helm- inga sjálfan sig. Annar helmingurinn verður að gæta vinnunnar, en hinn helmingurinn að vera á varðbergi, til þess að sjá við hættum þeim, er hvervetna eru búnar. Jarðgöngin urðu mvrkvari og þröngfarnari, sagga- meiri og loptverri við hvert fótmál, og þá er vjer vorum komnir svo sem fimmtíu álnir ofan í þau, tók jeg að> heyra brak og marr. Vjer gengum eptir brautarjárnun- um hægra megin, og hlutum þvi að mæta hverri vagn- lest, er gekk eptir þeim járnunum. Jeg tók viðbragð og- hrökklaðist yfir til járnanna vinstra megin. »Varaðuþig,, maður!« sagði verkstjórinn, þreif íöxlinaámjer og kipptl

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.