Ísafold - 06.08.1892, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.08.1892, Blaðsíða 4
262 að hoyri undir okur ? t. d. eí' tekin er vætt eptir hundraðib ? Sv.: Frjálst er að leigja jörð sína svo hátt, sem leigumaöur vill að ganga, hvort sem henni fylgja hlunnindi eða ekki, og segist ekkert á. Áskorun. Mjer heyrist allmarga fýsa í hvalskurð þann, er nefnist þingmennska fyrir Borgarfjarbarsýslu. Hvernig vœri að þeir sýndu sig allir á fjörunni hjer á Akranesi einhvem tíma nokkru fyrir kjör- fundf Akranes er fjölmennasta byggðin í sýslunni, og liklegt, að kosning fari tals- vert eptir þvi, hvernig almenningi þar lízt þingmannaefnin. Pessi hugsun og tillaga er eklci mín einsamáls, heldur margra málsmetandi manna hjer, er jeg hefi átt tál við. Akranesi i júlímánuði 1892. R. Þorst. Jónsson. Misprent. Nokkur expl. af síðasta hl. voru dagsett laugardag í stað miðvikudags (en mánaðardagur rjettur.). JJinum heiðruðu lántakendum í Búnaðar- fjelagi Suðuramtsins auglýsist hjer með, að vaxta-gjalddagi fjolagsins var 11. júní þ. á. Eru því þeir lántakendur, er enn eigi hafa greitt vexti sína, vinsamlega beðnir að greiða ])á sem fyrst. Reykjavík 6. ágúst 1892. G . Z o é g a p. t. gjaldk. Verzlunarmannafjelag Reykjavíkur. Duglegur verzlunarmaður, sem verið hefir hókhaldari í mörg ár, er vel að sjer og hefur heztu meðmæli, óskar að fá atvinnu nú þegar. Fjelagið gefur uppíýsingar. HESTAR fást til leigu til útreiðar og ferða- laga úr því næsta vika kemur. Ritstjóri vís- ar á. Fundizt hafa peningar á götum bæjar- ins og eru geymdir hjá fangaverði S. Jóns- syni. l æ s Mod Indsendelse af Kr. 5.00 sender jeg alle Pladse i Landet fragtfrit et meget praktisk Fotografiapparat hvormed en- hver uden Forkundskaber kan levere virkelig smukke og gode Fotografier i al- mindelig Yisitformat. Apparaterne leveres under Garanti med Brugsanvisning. Joh. A. Wilson Skippergaden No. 13 B. Kristiania. Góð snemmbær kýr (á að bera í 4 v. vetrar) fæst keypt hjá N. Zimsen í Reykjavík. Samkvæmt opnu br. 4. jan. 1861 og lög- um 12. apríl 1878 er hjer með skorað á aila þá, sem til skulda kynnu að telja í dánarbúi mágs míns, Jóhanns sál. Guðna- sonar á Halldórsstöðum í Laxárdal, til að koma fram ineð kröfur sínar og sanna þær fyrir undirskrifuðum innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Sömuleiðis er skorað á þá, sem kunna að hafa átt hinum framliðna ógoldnar skuldir, að segja til þeirra. Bakka á Tjörnnesi þ. 6. júlí 1892. Jóel Gíslason. Uppboðsauglýsing. Þriðjudag 9. þ. m. verður selt á uppboði hjá Waageshúsi (Pósthússtræti nr. 16) ým- islegt viðarbrak, timbur, tunnur, kassar og fleira. Uppboðið byrjar kl. 11. Uppboðsskil- málar birtir á uppboðinu. Reykjavík 6. ágúst 1892. S. E. Waage. Bókbandsverkstofa Isafoldarprentsm. (Austurstr. 8) — bókhindari Þór. B. Þorláksson — tekur bækur til bands og heptingar. Vandað band og með mjög vœgu verði. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn 12. þ. m. kl. 11 fyrir hád. byrjar stórt uppboð í verzlunarhúsum kon- súls N. Zimsens hjer í bænum, og verður þar selt: um 300 tunnur af salti, ýmsar ný- lenduvörur, reyktóbak, vipdlar, rauðvín, messuvín og brennivín, franskt kex, sápa, sóda, litunarefni og farfl, klæði og annar vefnaður úr ull og bómull, segldúkur, boldang o. fl., alls konar tvinni og zefyr- garn, járnvörur, margar tegundir, leir- og gleríát, stundaklukkur, færi og seglgarn, smíðajám og hestajám, borðviður og spír- ur, franskar nautshúðir, mikið af glysvam- ingi, ýmsar pletvörur, pappír, hattar og húf- ur, skófatnaður, flöskutappar og margt fleira. Söluskilmálar verða auglýstir við býrjun uppboðsins. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 6. ágúst 1892. Halldór Daníelsson. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR« fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar. Skrifstofa fyrir almenning: 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. 11 ‘Þ-21/* Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3_5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánud. í hverjum mánuði kl. 5—6. Veðuratliuganir í Reykjavík. Júlí Ágúst Hiti (A Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt á nótt. urn hd. í'm. em. fm. em. Mvd. 3. 13 746.1 N h 1. Fd. 4. 7 11 754.0 753 3 A h d A b d Fsd. 5. 5 13 766 0 765.7 0 b N h d Ld. 6. 6 757.8 A h b Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðja Isafoldar. 162 mjer aptur. Jeg hafði eigi veitt því eptirtekt, að vagn- lest kom utan göngin með þeirri fieygingsferð, að vjer fengum rjett með naumindum skotizt inn í veggskot, er til hliðar lágu, og kúrðum þar, meðan hún þeyttist fram hjá með braki og brestum. Jeg hafði eigi átt slíkum háska að venjast, og fvrir því kom svo mikill óstyrkur í mig allan, að ætlaði vart að geta valdið rekunni. »Hvernig skyldi henni Onnu minni vera núna innan brjósts, ef hún vissi, að jeg va‘ri hjer staddur?« hugsaði jeg með sjálfum mjer og var hjartanlega ánægður af því, að jeg hafði eigi tjáð henni frá, hvers konar vinna það var, er jeg hafði á hendur tekizt. Vjer skriðum skjótt aptur út úr skotunum, en eigi leið á löngu, áður en skrölt og skarkali barst oss til eyrna og vjer eygðum í fjarska ljósker brautarlestar, er nálg- aðist, sem óskærar stjörnur væri. Verkstjórinn bað oss að gæta vor, og vjer skýldum oss aptur í veggskotunum. Stjörnur þessar urðu æ skærari og köstuðu hrævabjarma á hina votu veggi. Þær fóru svo sem vaxandi, því meir sem þær nálguðust, og stefndu svo nær oss, sem þær myndi kveikja í oss og brenna oss upp til agna. Þá heyrðist skrölt hátt og hvinur mikill og bjart leiptur bar fyrir augu. Lestin skrapp fram hjá og við hjeldum leið- ar okkar. 163 Það var allt annað en fljótunnið að komast áfram, því að vart liðu meir en þrjár mínútur í milli lestanna, og í hvert sinn urðum við að skjótast undan svo sem hálfri mínútu fyrr, til þess að sjá oss borgið. Sumum kynni að sýnast slíkt óþarfleg tímaeyðsla. En svo var fyrir lagt, að vjer skyldum víkja úr vegi svo löngum tíma áður. Mig minnir, að það væri sjö vagnlestir, cr við urðum fyrir að víkja, áður en vjer kæmumst þangað, er til starfa átti að t.aka. Það er í meira lagi óskernmtilegt að þurfa að starfa niðri í slíkum göngum fyrir mann, sem slíku er allsendis óvanur. Ilvervetna leggur að manni sviðalykt ogfúalykt í nasir; það er rjett svo sem eimvagnarnir hafi í sig sólg- ið lífvænlegt lopt, en leift eptir svælu eina. Vjer festum lampann á járnsúlur, er vjer höfðum með, og festum í jörð niður i millum brautarjárnanna, en það bil nam svo sem sex fetum. Og svo ætluðum vjer að fara að taka til starfa. Mjer var það með öllu óskiljanlegt, að vjer mundum nokkurn tíma fá lokið þessu starfi, því, að bæði var það, að lestir voru sífellt á ferðinni, svo að vjer höfðum naum- ast næði til að moka svo sem tiu rekur, áðuren vjer urð- um undan að hrökkva, enda virtist verkið mundu vera seinlegt i sjálfu sjer, þar eð brautarjárnin höfðu svignað á lörigu svæði. Fyrst var að pjakka mölina undan þeim,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.