Ísafold - 10.09.1892, Page 1

Ísafold - 10.09.1892, Page 1
Kemur út á mi^yikudögum og laugardögum. YerT) árg. (um 100 arkft) 4 kr., erlendis 5 kr.; borgist fyrir mií)jan júlímánuð. 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda. fyrir 1. októ- bermán. Afgroiðslustofa i Austurstrœti 8. XIX. árg. Reykjavík, laugardaginn 10. sept. 1892. 72. blað. Aiþingiskosninga-hugvekja. Ef við suma dagana gengjum með 10> •50 eða 100 kr. í vasanum, þá gæti venð, að vjer værum í dálitlum efa um, í hverja skuldaholuna vjer ættum að láta jiær; því þær eru víst hjáflestum nokkuð marg- ar um þessar mundir; en allir rnunum vjer híifa hug á að verja þeim svo skynsam- lega og lniganlega, sem oss væri auðið. En v.jer höfum allir lítið af þessum pen- ingum núna, og vjer þurfum ekki að tefja •oss á að ráðstafa þeim. En aptur göngum vjer þessa daga með það í fórum okkar, sem er meira virði í vissum skilningi en margar krónur. Það er rjettúr sá, sem flestum af oss ber eptir landslögum til að kjósa þá menn, sem á næsta sex ára tímabili eiga að liafa löggjöf landsins á hendi. Þessi rjettur er með sönnu talinn ein hin dýrmætasta eign -liverrar þjóðar og hvers einstaklings, því það er rjettur til þess að hafa áhrif á löggjöflna í landinu, en lögin eru reglur þær, sem styðja ciga að þrifum og heillum þjóðarinnar og hvers einstaklings. Þjóð sem búin er að fá víðtæk og frjáls- leg kosningarlög, hún er í raun og veru búin að fá frelsi í fyllsta mæli, því hún er um leið búin að fá rjett til að ráða því, hverjir fái sæti á hinum þyðingar- mikla stað, þar sem málefni þjóðarinnar eru rædd, þar sem fjárframlögum lienn- ar er ráðstafað og lög þau samin, sem eiga að vera henni regla og mælisnúra á ó- komnum tímum til vegs og velgengi. Þegar þessa er gætt, sjest það bert, hví- líkur hraparlegur misslcilningur það er, að 'vera hirðulaus um þennan rjett sinn. Það er ekki að orsakalausu, þó að þeim mönnum, sem gjört hafa sjer það Ijóst, hve Þýöingarmikil þessi rjettindi eru, þó þeim svíði, er þeir sjá aðra vera ýmist alveg hirðulausa um að nota þennan rjett, eða kannske nota hann, en gjöra það í hugsunar- leysi, svo að þeim nærri því stendur á sama, hvar atkvseði þeirra lendir. Það, að kosningarrjettur til alþingis hef- ir á undanförnum tíma verið svo lítið not- aður, og við slík tækifaerí ráðið tilflnning- ar, sem, þegar svo stendur, eiga ekki að komast að, það á að minu áliti ekki rót sína í því, að menn láti sjer 4 sama standa um það, hvernig þeim er stjórnað, láti sjer á sama standa, hver lög ráða í landi, held- ur í því, að allan þorra almennings vantar þann þroska í landsmáiaskoðunum, sem er skilyrði fyrir því, að þingmanns kosning geti tekizt vel, það er að segja: svo fram- arlega sem um fleiri monn er að velja. Að þessi þroski er enn þá almennt lítill hjá oss, er að mörgu leyti eðlilegt; það eru ekki 20 ár enn, síðan alþingi fjekk lög- .gjafarvald, og þjóðin fór að vakna fyrir alvöru til umhugsunar um hag sinn og vcl- ferðarmál, og svo er ástæðum mikils fjölda svo varið, að þeim finnst þeir þurfa frem- ur að hugsa um það sem nær liggur, þann og þann daginn; bækur þær og blöð, sem fræða oss um það sem fram fer í löggjöf og landsstjórn, eru ekki nema í sárfárra manna höndum í liverri sveit, og af þessu leiðir, að hinum pólitiska þroska miðar svo hægt áleiðis. Það, að fundir til að ræða um almenn efni eru svo sjaldgæfir, á og sinn mikla þátt í því, að menn eru svo á- hugalausir í þeim efnum. Það er þannig töluverð ástæða til þess, að kjörþingin á undanförnum tíma hafa verið fámenn, og kosning opt tekizt mið- ur en skyldi. En þetta lagast smátt og smátt, og framfarirnar hjer eru eins og í fleiru í því fólgnar, að tala þeirra manna eykst smátt og smátt, er finna til þess, hve mikilsverð rjettindi hjer er um að ræða, og hve áríðandi er að nota þennan kosning- arrjett skynsamlega. Afleiðingin af því, live fáskipuð kjör- þingin hafa optast verið til þessa, hefii verið sú víða hvar, að fáir menn, sem vin- áttu og venzla vegna, og kannske af öðr- um fleiri ástæðum, liafa haft hug á að koma einhverjum í þetta tignarsæti, inifa getað ráðið því, hver kosningu hlyti, og mönnum, sem einhvern áhuga hafa á þessu, verður auðvitað ekki láð, þótt þeir þannig noti sjer skeytingarleysi annarra um að neyta rjettar síns í þessum efnum. En hart heflr mönnum stundum þótt það eptir á, að vera sjer þess meðvitandi, að þeir með skeytingarleysi sínu um að nota atkvæðisrjett sinn hafa stuðlað að því, að sýslufjelag þeirra og öll þjóðin hefir orðið að burðast með á þingi í samfleytt 6 ár, mann, sem alls ekki hefir verið vaxinn þeirri stöðu. Oss þykir illt, ef vjer kaupum skepnur, að ienda í ónýtum grip eða gallagrip; en miklu lakari afleiðingar getur það þó haft, að velja lítt hæfan mann á þing. Þeirn verður ekki láð það, mönnumsem hugur leikur á því að komast á þing- mannabekkinn, þótt þeir leiti eptir atkvæð- um lijá kjósendum, en hins vegar virðist mjer, að kjósendurnir gjöri of lítið að því, að leita að hæfum þingmönnum. Hjer þarf því að leita og leita vel, því opt get- ur verið, að sá, sem lítið lætur á sjer bera, sje þó iiæfari til þess starfa en hinn, sem tranar sjer fram. Jeg þekki engin dýrmætari rjettindi en kosningarrjettinn, ekkí að eins af því, hve þýðingarmikill hann er sem hluttökurjett- ur í löggjöf og landstjórn, heldur og af því, að hann felur í sjer hina fyllstu við- urkenningu jafnrjettis allra, sem um getur verið að ræða. Atkvæðisrjetturinn er sem sje ekki bundinn við háa stöðu, auðlegð nje völd; hjer er öllum, sem rjettur þessí með sanngirni getur náð til, gert jafnhátt I undir höfði; þeir hafa allir að eins eitt at- ' kvæði, liáir sem lágir, hvort sem þeir leggja meiri eða minni skerf til landsþarfanna. Hjer þarf enginn annan að öfunda; fátæki bóndinn heflr hjer sama rétt sem hinn æðsti embættismaður. En það má að nokkru leyti svipta menn þessum frjálsa rjetti, og það er í raun og veru ætíð gert, þegar einstakir menn tak- ast atkvæðasmölun á hendur á hendur ein- hverju þingmannsefni til handa. Að gera tilraun til, hvort heldur er með bænum, loforðum eða mútum, að fá fleiri eða færri til að kjósa mann, sem hlutaðeigandi sjálf- ur vill hafa, er í raun og veru að gera tilraun til að verða sjálfur margfaldur í roðinu, er til atkvæðagreiðslu kemrn’, og um leið til að svipta þá, sem þannig eru bundnir, rjettinum til að kjósa þann, er þeim fellur bezt í geð kjörþingisdaginn. Því vel getur það verið, að þá, um elleftu stund, bjóði einhver sig fram, sem menn ekki fyrr hafa vitað af, en vildu þó á þingi hafa fremur öllum, sem völ er á. Mjer virðist það vera hapt og saurgun á þessum þéssum dýrmætu rjettindum, er einstakir menn, eins og vjer nú heyrum úr höfuð- stað landsins, taka sig saman og biðja menn um eða fá menn til, mörgum vikum fyrir kjörfund, að gefa vissurn rnanni at- kvæði, er kosning fer fram, láta gánga méð lista meðal kjósendanna, að sínu leyti eins og þegar gengið er með nautakjötslista, til þess að þeir skrifl sig á og skuldbindi sig um leið, til að gefa ekki öðrum at- kvæði. Með þessu móti geta fáir menn, sem ein- hverjum vilja koma á þing, sölsað undir sig mörg atkvæði og orðið þannig marg- gildir í roðinu, þegar til kosninganna kem- ur. Þessi aðferð virðist mjer rnjög ófrjáls- leg og ekki boðleg kjósendum, sem nokk- urn landsmálaþroska hafa, hvar svo sem það á sjer stað. Þeir menn, sem gefa sig við slíku, eru ekki rnjög prúttnir með að takast vanda á hendur, því vandi er það, að gangast fyrir því að koma þannig sjerstökum manni að við kosningu til alþingis, og varlega er farandi í það fyrir kjósendur, að binda sig í slíkum efnum, nema sá maður sje þvi vandaðri og valinkunnari, sem hjer á hlut að máli. Yið getur það borið, að einstakur mað- ur t. d. í sýslu þekki þingmannsefnið og hæfilegleika þess margfalt betur en allur þorri kjósendanna, og er þá auðvitað ekk- crt á móti því, að hann fræði þá honum viðvíkjandi; en engin þörf er nokkuru sinni á því, að kjósendur skuldbindi sig til að greiða slíkum atkvæði fýrr en þeir að minnsta kosti kjörfundardaginn eiga sjálflr kost á að lieyra skoðuií lians i aðallands- málum, og livort hann muni hallast yflr höfuð að framfarastefnu eða hinu gagn- stæða. Það sem jeg legg mesta áherzlu á, er, að

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.