Ísafold - 28.09.1892, Side 2

Ísafold - 28.09.1892, Side 2
806 Norbur-Pingeyingar hafa kosið Benidikt sýslumann Sveinsson, en hafnað sínum fyrra þingmanni Jóni Jónssyni frá Reykj- nm (nú í Múla í Aðalreykjadal). Þá hafa í Suður-Múlasgslu verið kosnir Sigurður Gunnarsson prófastur á Val- þjófsstað, og búfræðingur Guttormur Vigfússon á Strönd. Síra Lárus Hall- dórsson skorti fá atkvæði á við Guttorm. Auk þess voru 2 bændur í boði: Ari nokk- ur frá Heyklifi, er fekk fáein atkv., og Jónas Símonarson á Svínaskála, sem fekk ekkert atkvæði. Loks hafa Vestmannaeyingar kosið 14. þ. m. organista Sigfús Árnason, með 19 atkv. af 30 á kjörfundi (40 á kjörskrá). Keppinautur hans, Sigurður skipstjóri Sig- finnson, hlaut 11 atkv. Illa mun flestum hyggnum mönnum falla það, að Arnesingar skyldu fara að hafna öðrum eins manni og hr. Tryggva Gunn- arssyni. Enda fullyrða kunnugir, að svo mundi eigi hafa farið, ef hann hef'ði getað komið sjálfur á kjörfund, svo sem margir höfðu óskað eptir og búizt við; en hann var bundinn við áríðandi framkvæmdir fyrir Gránufjelagið um sömu mundir. Keppinautur hans, hr. B. M., hafði látið meðmælendur sina flytja frá sjer harla glæsilega loforðarollu, sem meiri hluti kjósenda hefir ginið við, en lagt miður niður fyrir sjer líkurnar til góðra efnda á öllum þeim ósköpum, svo t. d. sprenging skerjaklasanna fyrir framan höfnina á Eyr- arbakka, vagnbraut um alla sýsluna af enda og á, og þar fram eptir götunum. Sáttamiðill vildi hann vera á þingi og gera vopnahlje að sinni í stjórnarskrárbarátt- unni —, láta það mál liggja á milli hluta þar til betra færi byðist. Þá hafa og Sunnmýlingar farið undarlega að ráði sínu, að hafna síra Lárusi Hall- dórssyni, einhverjum mesta hæfileikamanni. er á þingi hefir setið hin síðari árin, — að margra dóini þingsins málsnjallasta manni, Nú er að eins ókosið eða ókunnugt um kosningar í 5 kjördæmum, á 8 þingmönn- um alls. Þar af telja kunnugir vísa kosn- ingu í Dalasýslu og Austur-Skaptafells, þeim síra Jens Pálssyni og Jóni prófasti Jónssyni í Stafafelli (er var mjög svo ó- fyrirsynju hafnað við kosningu síðast, 1886); sömuleiðis nokkurn veginn víst, að þeir Jón bóndi Jónsson á Sleðbrjót og Einar prestur Jónsson á Kirkjubæ hafi hlotið kosningu í Norður-Múlasýslu 17. þ- mán. — Þar var 3. maður í kjöri Sigurð- ur Jónsson, fyrrum verzlunarstjóri á Yest- dalseyri. En í Rangárvallasýslu óvíst um þá 3: Sighvat, Þórð í Hala og síra Ólaf í Guttormshaga. Og enn óvissara í Eyja- fjarðarsýslu. Þar hafa verið (24. þ. m., elcki 30.) þessir 4 í kjöri: Friðbjöm Steins- son, Jón fyr. alþm. Jónsson frá Reykjum, Klemens sýlumaður Jónsson og síra Magn- ús Jónsson 1 Laufási; jafnvel sá 5., Hall- dór kennari Briem frá Möðruvöllum, hafi hann náð í kjörfund. Yonandi er, að Jón frá Reykjum hafi þó náð kosningu þar. Það er maður, sem stjettarbræðrum hans væri minnkun að að vilja ekki hafa á þingi. Strandferðaskipið Thyra (kapt. Hov- gaard) kom hingað á ákveðnum degi, 26. þ. m., síðustu ferð sína á þessu ári, norðan fyrir land og vestan. Með skipinu var á 3. hundrað manns, mest kaupafólk af Austfjörðum og skólapiltar. Frá Khöfn kom með skipinu dr. med. J. Jónassen og kand., búfræðingur Sœmundur Eyjólfsson; frá Austfjörðum dr. Bj'örn M. Olsen og síra 0. V. Gíslason. Almennt samsæti verður kapt. Hov- gaard haldið hjer í bænuni á morgun, í virðingar- og viðurkenningarskyni fyrir hans ágætu framkomu sem strandferða- skipstjóri hjer við land í 3 ár. Er þetta því miður hans siðasta ferð hingað, með því að embættisleyfí hans sem sjóliðsfor- ingja er á enda runnið í haust. Vöruverð erlendis 5. september: Sunnlenzk vorull hvít hefir selzt á 59 a. pd., vestfirzk 60, norðlenzk 60—61 (bezta 65 a.), mislit ull 40 a., hvít haustull óþvegin 39Y2 eyri. Allt að umbúðum meðtölduih. Á Englandi sunnlenzk vorull hvít selld 77/16 d. (56 a.) og norðlenzk 75/s (57 a.) pd. án umbúða. Saltfisknr. Frá Spáni seinast gefið fyrir farm frá Vestmannaeyjum (af«tórum fiski) 36 rm. (33 kr.) á skipsfjöl við ísland. Tveir vestfirzkir farmar, frá isafirði, seldir á 41—42y4 rm. (3672—371/,, kr.) að með- talinni frakt til Bergen. Enn fremur seldir tveir vestfirzkir farmar af smáfiski og ýsu til Genua, á 50 og 40 kr. skpd. á skipsfjöl við ísland. Á Englandi seinast gefin 15y2 pd. sterl. fyrir smáfisk 12y2 pd. sterl. fyr- ir ýsu, þ. e. smálestina. í Khöfn vestfirzk- ur fiskur hnakkákýldur stór seinast seldur á 52—55 kr. og austfirzkur óhnakkakýld- ur 40, 42, og 43 kr.. en sunnlenzkur 38 kr., ýsa 33—34 kr.. smáfiskur 35—38 kr. og langa 50 kr. Harðfiskur bezti (prima) seldur á 136 kr., lakari (secunda) 72 kr. Nú óselt í Khöfn um 450 skpd. af harðfiski secunda, sumt freðfiskur. TJjsi. Ljóst hákarlslýsi gufubrætt siðast selt'á 303/4—318/4 kr., og pottbrætt 30y2— 31 kr., þorskalýsi ljóst 3iy2—32y2 kr., állt grómlaust og auk ílátsins. Dökkt lýsi 23, 26, 27, 28 til 29 kr. eptir gæðum. Dúnn 83/4 til 10 kr. eptir gæðum. Sund- magar 40—45 a. eptir gæðum. Lambskinn seinast sekl á 75, 80, 82y2 85 til 90 kr. hundraðið (100) einlitt; nú fást varla meira en 80 kr. Sauðakjöt á boöstólum á 38 kr. tunnan í haust, en árangurslaust. Sauðskinn, söltuð, 4—5 kr. vöndullinn (2 gærur). Rúgur 580—625 a. 100 pd. eptir gæðum. Rúgmjöl 650—680. Bankabygg 850—825. Kaffi, meðal 64—66 a., lakara 61—63 a. Kandís 17 a. Hvítasykur 173/4—18 a. Púðursykur (farín) 14—14’/2 a. Varúðarreglur gegn kóleru hefir heilbrigðisráðið í Khöfn gefið út og beðið skipstjórann á »Thyra.« fyrir til útbýting- ar þar sem hún kæmi hjer við land, bæði til að varna útbreiðslu sýkinnar og fyrir heilbrigt fólk að verjast henni innan um kólerusjúka. Er það mest um alls konar hreinlæti og varúð hvað drykkjarvatn snertir og mataræði. Óhóf'ímat og drykk hættulegt. Heimska að hugsa að kóleru megi verjast með riflegri áfengisnautn. Mjólkur, rjóma og jarðarávaxta óvarlegt að neyta nema það hafi verið soðið. Var- ast allt sem veikir líkamsþrótt. Skiptapi. Fimmtudag 8. þ. m., fám dögum eptir bátstapann frá Skarði á Snæ- fjallaströnd, drukknaði Pjetur prestur M. Porsteinsson frá Stað í Grunnavík við 6. mann á heimleið úr kaupstað frá ísafirði,. rjett skammt frá lendingu, í góðu veðri,. af svipvindi að haldið er og óvarkárni með seglið liklega, svo sem altítt er. Sjö- undi maðurinn á skipinu komst af eða varð bjargað. Hinir, sem drukknuðu, voru 2 bændur úr sókn síra Pjeturs, tvö vinnu- hjú hans (mæðgin) og unglingspiltur af öðrum bæ. Síra Pjetur sál. var sonur Þor- steins heit. kaupmanns Guðmundssonar á Akranesi, fæddur 1859, vígður 1884 að Stað. Hann lætur eptir sig konu og 4 börn kornung í mikilli fátækt. Laust brauð. Staður l Grunnavík í Norður-ísafjarðarprófastsdœmi. Metið kr. 1041,61. Lán til kirkjubyggingar, að upp- hæð 1000 kr., tekið 1891 og 1892, er af- borgast með 62,50 árlega í 16 ár auk vaxta, hvílir á prestakallinu, að því leyti sem tekjur kirkjunnar nægja ekki því til end- urborgunar. Augl. 28. september. Aflabrögð mikil á Vestfjörðum. Mok- fiski á Arnarfirði. Einn bóndi, Gísli í Lok- inhömrum, hafði verið búinn að salta úr 90 tunnum á riimri viku, nú þegar Thyra fór þar um. Það eru sama sem 90 skpd, af vænum þorski. Fyrirtaks-þilskipa afli. Eitt af' 14— 15 fiskiskipum Á. Ásgeirssonar verzlunar á ísafirði, »Litla Lovísa,« skipstjóri Bjarni Jóhannesson, hefir aflað í sumar 77,000 af' vænum fiski, og er það hinn langmesti afli á eitt fiskiskip, sem dæmi eru til hjer á landi. Um fjörutiu þúsund tjár stendur til að pöntunarfjelögin eystra og nyrðra sendi til Englands í haust og biðji Zöller fyrir- að selja. Eru 4 gufuskixi í förum frá hon- um til að taka við því. Um verðið allt óvíst. Þá stendur og til, að Örum&Wulffs. verzlanir eystra kaupi um 14,000 fjár til slátrunar, með 9—11 aura verði á pund- inu, eptir vænleik. Suðurmúlasýslu 11. sept.: Sumarið hef-. ur verið hih kaldasta, er elztu menn muna;. aldrei komið svo úrfelli úr lopti, að eigi hafi snjóað á fjöll, stundum niður fyrir miðjar hlíðar, og opt og tíðum frost ú nóttum. Grasvöxtur hefir því verið í lakasta lagi. Töður manna hjer í fjörðunum urðu ekki nema þriðjungui af því sem venjulegt er í meðal- ári, og, þar sem bezt er, helmingur. Nýting líka af'arill sumstaðar sökum þurkleysis og- stöðugra kulda. Fiskiafli hefur víðast orðið í rýrara lagi,. meðfram sakir beituleysis. Fiskverðið afar- lágt hjer, eins og annarsstaðar. Ensku flskiskipin eru hjer opt í landhelgi og leggja þar lóðir sfnar, og stundum líka botnvörpur, og bætir það ekki fiskiveiðar- landsbúa. Að kæra yfirgang þeirra hef'ur- reynzt árangurslítið; þó mun þess freistað enn. *Njörður-i> Wathnes er síf'ellt á ferðinni milli fjarðanna, en fæstir landsmanna hafa nokkurn hag af þessum ferðum. Menn vita sjaldan um það, hvaðan Njörður kemur eða hvert hann fer. Tvær tilraunir hef'ur hann gjört til/að kom- ast upp í Lagarfljótsós, en hvorug hefur- heppnazt.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.