Ísafold - 28.09.1892, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.09.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Yerö árg. (um 100 arka) 4 kr., erlendis 5 kr.; borgist fyrir mibjan júlímánuT). ÍSAFOLD. Uppsögn (skriíleg) bundin viT> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- bermán. Afgreibslustofa i Austurstrœti 8. XIX. árg Reykjavík, miðvikudaginn 28. sept. 1892. 77. blað. Útlendar frjettir. Kaupmannaliöfn 5. sept. 1892. Veðrátta. Svo miklir hitar vora seinna hlut umliðins mánaðar í flestum löndum álfu vorrar, að lífshætta gerðist í sumutn borganna. Sumstaðar meir en 30 mæli- stig. Nú er alstaðar svalara veður. Kólera. Hitarnir munu hafa flýtt nokk- uð fyrir fl.utningi pestarinnar vestur eptir frá Rússlandi, og Vesturheimsferlar komu með liana frá Rússlandi til Hamborg- ar. Þann 1 <i. f. mán. bryddi þar á henni á hafnarsvæði borgarinnar, þar sem þetta fólk beið burtsiglingar í ljelegum bú- stöðum. Innan fárra daga tók hún að geisa og færði hundrað til heljar á hverj- um degi. í gær höfðu alls sýkzt af henni þar 5623, en dáið 2519. Minna er um pestina í Altóna og iítið eitt í öðrum ná- lægum bæjum á Iloltsetalandi eða fyrir sunnan. Vart heflr og orðið við hana í Berlín, og þangað flutt af ferðamönnum frá Hamborg. En í Berlín er svo vel ýflr öllu vakað, að hún nær þar vart staðfestu. Sama um París að segja, en drjúgur mann- dauði orðinn í hafnaborgunum Rouen, Havre og Antwerpen. Við tíðindin frá Hamborg var í öllum iöndum og borgum í norður- og vestur- | hluta Evrópu tekið til að ráðstafa pestar- vörnum, forboði margra varningsflutn- inga, rannsóknum farma og ferðafólks við landamæri eða fyrir utan hafnir, o. s. frv. 'Svíar og Norðmenn tóku hjer svo djúpt í árinni, að þeir á þessa vísu siagbrönduðu gagnvart Danmörk undir eins og kóleru- sjúkur maður kom heim til Áróss frá Ham- J borg og andaðist þar degi síðar. — En j rjett í þessu berst, að slakað sje til um flutninga og ferðir yflr Eyrarsund. — Þeir kvaðu líka England og írland í tölu pest- numinna landa, er tveir eða þrír aðkomn- ir rnenn voru sagðir þar látnir af pestinni. — Á Rússlandi er kólera nú í rjenun í flestum borgum. Frá 3STorðurlöndum. Þaðan ekkert nýnæmislegt að segja. Konungur vor er heim kominn og hefir iegið í sóttvarnar- haldi hjer úti fyrir höfninni í 2 sólar- hringa, með því að nýtt lagaboð (bráða- birgða) mælir svo fyrir um öll skip, er koma frá Þýzkalandi eða öðrum pestar- ströndum. England. Af ráðanautum Gladstones hafa þeir Rosebery lávarðurog herrajohn Morley tekið við mestum vanda, þ. e.: utanríkisnuilum og írlandsmálum. Menn ætla, að Rosebery þræði í öllum höfuðat- riðum varúðarferil Salisbury lávarðar, t. d. gagnvart Rússum í Asíu, en nú heflr með þeim og Afghönum til misklíða eða jafvel vopnaviðskipta dregið á hálendinu, sem Pamir kallast, þar sem Rússar sækja til fastra stöðva. Abdurrhaman Afghana- jarl á nú í atförum móti Hazarabúum, en um þær ýmist borið, og grunað, að þeir njóti fulltingis af Rússa hálfu. Englend- ingar bíða enn eptir, að fundum beri saman með sendinefnd sinni og jarlinum, og því hafa þeir skotið herdeild fram á vörð norður við landamærin. Blaðið Dayly Cronicle segist hafa njósn- að um 6 höfuðatriði í fyrirhuguðum rjett- arbótum Gladstones á írlandi. Þau eru svo látandi- l, landsleigulög Irlands standa óbreytt enn í 5 ár; 2, lögreglumál og dómaskipun ber undir þing íra í Dýflinni; 3, það ræður afgangi af kirknafje; 4, það ræður ekki álögum toila, heldur koma þau mál undir stjórnardeild í Lundúnum; 5, drottniúg (konungur) Englands heflr synj- unarrjett gagnvart nýmælum írska þings- ins eptir ráðum ráðherra sinna; 6, í full- trúadeildinni í Lundúnum sitja 30 þing- menn frá írlandi. Þýzkaland. Keisarinn heflr nýlega fullyrt, að um friðinn þyrfti enginn að ugga í langan tíma. •— Hann heflr nú sleppt áformi sínu um elgveiðaferðina til Gautaborgar, líklega vegna pestarinnar á Þýzkalandi. Nú á hann aðra ferð fyrir höndum, til Metz, en þar j nánd skulu herleikar haldnir 11, þ. m., en síðan af- hjúpaður minnisvarði Yilhjálms keisara I. Nýlega var kaþólskur ársfundur hald- inn í Mainz, þar sem þingskörungar og biskupar mæltu sem djarflegast fyrir kröf- um kaþólskrar kirkju. Meðal þeirra var enn sú, að páflnn nái aptur veraldarvaldi og öllum hinum fyrri rjettindum páfastóls- ins í Rómaborg. Frakkland. Flest blöð þar láta vel yflr stjórnarbreytingunni á Englandi, og ætla, að Gladstone verði mun auðveldari við að eiga en Salisbury var, þar sem Frakkar og Englendingar þurfa að koma sjer saman. Tíðindin í Dahome hafa ekki enn til úr- slita dregið, en Frakkar hafa nú eflt her sinn og hyggja til harðari sóknar og at- göngu að liöfuðborg konungs. Bolgaraland. Óhætt mun að segja, að erindislok Stambuloffs í Miklagarði urðu mun betri en blöð Frakka og Rússa bera, og það þrátt fyrir, að sendiboðar þeirra töldu utn fyrir soldáni, að synja honum viðtals. En vera má, að það sje nokkrum ýkjum blandið, sem kemur frá Sofíu, höf- uðborg Bolgara. Það mun láta nærri, er þaðan er sagt, að soldán hafl geflð góðan gauni að orðum Stambuloffs og þakkað honum góða dugnaðarframmistöðu á Bolg- aralandi. Hitt verður að bíða frekari full- vissu, hvort soldán hafi lofað að viður- kenna innan skamms tíma fursta- eða jarls-virðing Ferdinands prinz. Sannfrjett er, að prinzinn hjelt Stambuloff dýrðlega hirðveizlu við heimkomuna og innti hon- um beztu þakkir fyrir erindislokin. Nýlega hefir utanríkisstjórn Rússa lýst það allt lygagraut einn, sem birt heflr verið í blaðinu Svoboda um vjelaráð þeirra þar syðra, en Stambuloff stendur fastara á því en fótum, að hjer sje einber sannleik- ur hermdur, og segir von á fleiru af sama tagi. Frá Norður-Ameríku. Óeirðir verk- manna við járnbrautarstöðina í Buffalo eru nú niðurbældar, og við námurnar í Tenn- essee, þar sem lenti í vígum og drápum. Þar var sú orsökin, að námueigendur liöfðu til kaupsparnaðar tekið menn til vinnu úr betrunarhúsum. Þess má geta, að verka- menn skipast nú í skotmannafjelög þar vestra og' temja sjer vopnaburð, en hafa orð um að þeir muni ekki spara að beita tundurvjelum, þegar svo ber undir. Frá Kongo. Nú er kallað ofsögum sagt af árásum Araba austur frá, og stjórn- inni þykir nú engin hætta búin af fram- sókn þeirra vestur á leiðir. Spánartollur. Með »Thyra« barst sú lausafregn, að samizt hefði með Spánar- stjórn og Dana, að íslenzkur fiskur skuli hafa fyrst um sinn sömu tollkjör og norsk- ur, en það er um 27^/a kr. tollur á skpd, í stað 42V« kr. Er það sama sem 14 kr. verðliækkun d Spánarfiski úr því sem nú er. Þetta »fyrst um sinn« mun þýða sama sem: þangað til löggja.farvaldið í báðum ríkjunum, Danmörku og Spáni, getur ráðið málinu til fullnaðarlykta, einhvern tíma í vetur. Engin vitneskja hefir f'engizt um þetta hingað stjórnarvaldaveginn, og mun það því að kenna, að það hefir eigi fuligerzt fyr en samdægurs sem skipið lagði af stað frá Khöfn. En vonandi er, að jafn-gleði- legur boðskapur reynist ekkert tál; og treysta munu kaupmenn fregn þessari sem áreiðanlegri. Alþingiskosningar. Árnesingar kusu 24. þ. mán. að Hraun- gerði sinn gamla þingmann Þorlák Guð- mundsson frá Hvammkoti með 163 atkv. af 168 alls á kjörfundi, og eand. mag. Boga Th. J. Melsteð með 121 atkv. Hinn þriðji, sem í kjöri var, Tryggvi Gunn- arsson kaupstjóri, hlaut að eins 52 atkv. Strandasýslumenn hafa kosið búfræðing Guðjón GuðlögssonáLjúfustöðumíKolla- flrði. Með vissu héfir eigi frjetzt, að auk hans hafi verið aðrir í kjöri en síra Arnór í Felli Árnason. Guðjón fekk 36 atkv., en hinn 16.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.