Ísafold - 26.10.1892, Síða 2

Ísafold - 26.10.1892, Síða 2
338 liði handleggurinn hægri i olnboga, en meira sá eigi að hann hefði skaðazt. Föru- nautar hans, Guðmundur kaupmaður ís- leifsson á Eyrarbakka og 2—3 menn aðrir, bundu um handlegginn til bráðabirgða, höfðu svipusköpt sin fyrir spelkur, komu honum á bak og teymdu undir honum aust- ur yfir fjallið, en einn þeirra reið á undan sem mest hann mátti austur að Laugar- dælum að vitja Guðmundar hjeraðslæknis, og stóðst það á endum, að læknirinn var kominn út að Krossi í Ölfusi, erhinirkomu þangað með prest sjúkan. Er eigi langt þaðan heim aðArnarbæli, og vildi prestur þangað komast, áður hann legðist eða læknir tæki til starfa. Þegar þangað kom, var handleggurinn mjög sollinn orðinn, og treystist Guðmundur læknir eigi að koma honum í lið einn síns liðs, heldur ljet senda til Eyrarbakka eptir Tómasi lækni Heiga- syni. Hann kom að vörmu spori, og tókst þeim að koma í liðinn við illan leik, 12 —13 stundum eptir að slysið hafði að bor- ið. Bar prestur þjáningarnar með karl- mennsku, og var eigi að sjá, að honum væri frekara meint; en máttfarinn var hann mjög. Ráðgerðu læknar, að hann mundi heiil orðinn að mánuði iiönum. En um miðjan dag á föstudaginn, rúmum 2 sóiarhringum eptir byltuna, andaðist hann snögglega. Gekk blóð mikið upp úr hon- um þegar eptir andlátið, og þykir mega ráða af því, að sprungið hafl í honum æð og hafl það líklega stafað af bilun við byltuna. ísleifur prestur var fæddur a-ð Selaiæk á Rangárvöllum 12. maí 1841. Voru foreldr- ar hans Gísli kand. ísleifsson, háyflrdóm- ara Einarssonar, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir. Yígðist Gísli síðan prest- ur að Kálfholti og Ijeztþar 1851, en ekkja hans lifir enn. Móðir Gísla prests var Sig- ríður, dóttir Gísla prófasts Þórarinssonar í Odda (f 1807), bróður Stefáns amtmanns á Möðruvöllum (f 1823) og Vigfúsar syslu- manns á Hlíðarenda (f 1819), föður Bjarna amtmanns og skálds Thorarensen. Móðir frú Sigríðar en kona Gísla prófasts var Jórunn Sigurðardóttir landsþingisskrifara, Sigurðssonar lögmanns Björnssonar, föður- systir sira Sigurðar sál. BrynjúifssonarSivert- sen á Útskálum. ísleifur kom i Reykjavík- urskóla 1855 og iitskrifaðist þaðan 1860, en af prestaskólanum 2 árum síðar,— með fyrstu einkunn frá báðum skólum. Eptir það var hann 2 vetur heimiliskennari hjá Guðm. kaupmanni Thorgrimsen á Eyrar- bakka, og vígðist 1865 að Keldum og Stórólfshvoli, og þjónaði því brauði þartil 1879 um vorið er hann fluttist að Arnár- bæli, sem honum var veitt haustið áöur. Hann kvæntist, sama árið sem hattn vígð- ist, Karítas, einkabarni Markúsar prófasts Jónssonar í Odda (f 1853), er lifir mann sinn ásamt 7 börnum þeirra: 1 syni, er Gísli heitir og er langt kominn með há- skólanám, og 6 dætrum, er hin elzta gipt- ist í vor Ólafl presti Helgasyni í Gaulverja- bæ, en hin yngsta er um fermingu. Það er merkismanni á bak að sjá, þar sem er ísleifúr prestur Gíslason. Hann var atgervismaður til sálar og iíkama, fjörmað- ur og atorkumaður, prúðmenni og lipur- menni. Prestsverk fóru honum mætavel úr hendi, bæði í stól, fyrir aitari og utan kirkju; meðal annars mun hann flestura prestum framar hafa lagt stund á að bæta kirkjusöng í sóknum sínum og tókst það á- gætlega. Hann var og búsyslumaður góð- ur og sat vel hið nafnkennda höfuðból, Arnarbæli, og með höfðinglegri gestrisni; enda bjó hann alla, tíð við mikið góð efni, — hafði hiotið iíklega hinn efnabezta kvennkost á landinu. Sveitarstoð var hann mikil og við sveitarstjórn riðinn löngum á ýmsum stigum: í hreppsnefnd, syslunefnd og amtsráði, og reyndist þar sem annars- staðár tillögugóður afkasta- og nytsemdar- maður. Eitt kjörbil var hann þingmaður fyrir Rangárvallasýslu (1875—1879); bús- annir fyrirmunuðu honum það í Arnarbæli. Meiri háttar hjeraðsmál ljet hann sig jafn- an miklu skipta, meðal annars brúamálið systra-sýslnanna, er- hann studdi ötullega. Þykir hjeraðsmönnum, bæði utan sóknar og innan, mikið skarð fyrir skildi í fráfalli hans, er bar auk þess svo sviplega að. og fyrir liörmulegt slys. Jarðarförin á að sögn að fara fram föstu- dag 4. nóvbr. Út og inn. I 83. bl. »ísafoldav« 19. þ. m. heíir síra Janus prófastur Jónsson ritaö heillangt mál um að í Skírni 1891 sje orðtakið að »fara út« ranglega viðhaft um för hjeðan til annara landa og tilfærir iiann dæmi úr fornmálinu og svo fáein úr nútíðarritum til sönnunar sínu máli. Þessum tilvísunum til fornmálsins hefði ofurvel mátt sleppa, því að það er hverjum manni kunnugt, að í fornmálinu er út haft um för til Islands og ntan um för hjeðan af landi burt. Þessa »vizku« hefði prófasturinn því óhætt mátt »geyma« hjá sjálfum sjer og hefði málstaður hans í engu versnað fyrir það. En gætum að upprunalegri þýðing þessara orða í fornmálinu og munum vjer þá sjá, hversu vel þau nú eiga við. I fornmálinu er út haft um hvers konar för eða flutning frá hverjum þeim stað, er skoða má sem upp- haflegt heimkynni eða höfuðaðsetur einhvers, er um er rætt. Sama er að segja um vtan ; það táknaði för eða flutning inn að eða á þenna sama stað. Það er, með öðrum orðum, miðað við byggð hvers lands eða hjeraðs. Þannig sögðust Norðmenn fara vt til íslands, Jórsalalands. Jórdánar, Róms, vt til hafs (o: frá Noregi til Miðjarðarhafsins), út í lönd (= suður í lönd), Jórsalaheim, Grikkland, Grikk- landshaf (o: um för frá Miklagarði) o.s.trv., þá er eigi voru beint nefnd áttanöfnin og sagt annaðhvort suður eða vestur o. s. frv. Norð- menn fóru enn fremur flestar sinar ferðir hjeraða milli á sjó; er þeir fóru f'yrir utan allar eyjar meðfram landi, kölluðu þeir það að fara úíleið, en ef farið var fyrir innan þær með fjörðum fram, þá var farin fwnleið. Af þessu leiddi, að út var sjerstaklega haft í sömu merkingu sem vestur, enda áttu Norð- menn tíðast ferð í þá átt, er þeir fóru í vík- ing, kaupferðir eða landaleitir. Af því, sem nú heíir verið greint, má sjá, að Norðmenn komast þar rjett að orði, er þeir sögðust fara út til íslands eða koma utan af Islandi; það var eðlilegt, að þeir miðuðu allt við Noreg, sem var fósturjörð þeirra. En með því nú að allur þorri landnáms- manna var beinlínis eða óbeinlinis kominn frá Noregi, áttu þar frændur og .óðul eigi all- lítil lengi síðan, en samgöngur tíðar milli landanna og Norðmenn því nær einir um hit- una, að því er allan kaupskap vorn við önn- ur lönd snerti. nema þá er íslenzkir menn höfðu við og við sjálíir skip í förum, þá er engin furða, þótt þetta orðtak hjeldist í mál- inu og kæmist á hækur, er Noregur var tal- inn höfuðstöð heggja þjóðanna, Norðmanna og íslendinga. Nú víkur þessu við á annan hátt. Vjer Is- lendingar skoðum að vonum Noreg eigi leng-. ur sem heimstöð vora, þar.sem land vort er- ekkert utsker undir Noregi, vjer eigum sár- lítið saman við Norðmenn að sælda, minna en flestar aðrar nálægar þjóðir, og þar sem full 500 ár eru liðin frá því, er samband vort við Noreg tók að losna, enda er það nú al-- gjörlega horíið fyrir löngu. Það er líka öðru nær en tunga vor beri menj- ar þessa forna sambands vors við Noreg, því að nú er ekkert orðtak til í hinu lifandi máli,. er bendi til þess, að land vort sje numið af Norðmönnum eða að við sjeum þeirra bróð- urþjóð. Nú eru orðin vt og utan aldrei { mæltu máli höfð um ferð hingað til lands eða hjeðan á sama hátt sem í fornmálinu og er prófastinum engin vorkunn að vita það,. sem hvert mannsbarn á landinu veit. Á 16. öld er orðiö utan þegar að kalla horíið úr málinu í þessari merking og hafa menn þá tíðast sögnina að sigla um för hjeðan afland- inu, alveg eins og nú er optast að orði kveð- ið, en út er aptur tíðhafðara og má finna það á stangli í ritum fram um 1700, en þó er- þetta, að því er mjer hefir virzt, optar orðað svo, að hingað er sett í staðinn; um sömu mundir eða litlu síðar erf'arið að haf'a orðið inn í þessari merking, og það orð hefir nú fyrir- löngu náð slíkri festu í málinu, að því mun varla verða holað burt, enda væri það óþarfi. Þeir rithöfundar, sem á þessari öld hafa haft út og utan í hinni fornu merking, hafa því í þessu efni líkt eptir fornmálinu, en alls eigi ritað það mál, er þeir töluðu sjálíir eða heyrðu aðra tala. Nú er mjer spurn: »Gerist þess nokkur þörf að fara að taka upp í bókmáliö einstök f'orn orðtök, sem eru útlend að uppruna sin- um og óeðlileg, mjer liggur við að segja ósam- boðin tungu vorri og þjóðerni, þar sem þau haf'a nú legið í þagnargildi um marga manns- aldra ?« »Þess gerist engin þörf«, munu flest- ir segja og er það viturlega mælt. Þó kann einhver að spyrja: »En er þá ekki ósam- kvæmni í þessum orðtökum : að knma inn (== hingað til lands) og að fara út (= til annara landa), þar sem prófasturinn heíir hneykslazt svo mjög á þeim, einkum á hinu síðarnefnda ?«. Nei, alls engin. Bæði í hinu forna og hinu nýja máli er inn haft um för til lands, er komið er utan af hafi, og upp f byggðina, innlendur er sama sem hjerlendur, innan lands er sama sem hjer i landi o. s. frv. Á sama hátt merkir út för frá landi, einkum þá er á sjó er farið (sbr. útivist), út- lönd er sama sem önnur lönd, útlendur sama sem i eða frd öðrum löndum, útlendingur, útfall, utan lands o. s. frv. Á 16. öld var sagt að senda út (o, vöru til annara landa), að sigla út, útsigling (o; um för bjeðan til annara landa) o. s. frv., og nú er talaö um útfiut, ar og innftutt.ar vörub, útflutninga og innflutn- inga o. s. frv. Engir menn hafa hneykslazt á þessum orðum hvorki fyr nje síöar, nema ef vera skyldi einhverjir sjervitringar. Það er því alveg hugsanrjett og að öllu leyti samkvæmt eðli tungu vorrar að förnu og nýju að hafa oröið út í þessari merking, sem á því er í Skírni 1891 og er þar sett af' ásettu ráði til þess að samsvara orðinu inn í gagnstæðri merking. Jeg vona, að menn fall- ist í, að það sje vel ráðið að taka þessa merk- ing orðsins upp í málið, ef orötökin upp 0g niður, sem nú eru f'arin að slæðast inn í tungu vora úr dönsku, mætti hverfa með öllu því að sú merking þeirra á sjer engan stað i voru máli. Það situr ekki á okkur, prófastur minn, að vera með þessar kenjar, því að bæði er það - ávallt varhugavert að seilast í forn orð og orð- tök, er almenningi veitir örðugt að skilja til hlítar, og svo settum við að vera farnir að kannast við eyna, sem forfeður okkar hafa byggt full 1000 ár og viö löfum enn við; - látum sem hún megi með rjettu heita heim--

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.