Ísafold - 25.02.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.02.1893, Blaðsíða 1
Komur út ýmist ©inu sinni eða tvisvar í viku. Verð Arg. (75—80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eT)a 1 */* doll.; borgist fyrir mibjan júlímán. (erlend- is fyrir íram). 1SAF0LD. Uppsögn(skrifleg)bundin -vib Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blaös- ins er i Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 25. febr. 1893. XX. árg. || Varúðarreglur gegn kóleru. Eptir landlækni Schierbeck. II. (Siðai'i kafli'. Vjer höfum nú hjer að framan minnzt á hin helztu ráð til að verjast kóleru, er hún vofir yfir eða er komin. Þær ráðstafanir hafa þann kost, að þær má gjöra með skömmum fyrirvara, ef' nóg kapp er á lagt og nokkuð í sölurnar lagt. Þær eru áríð- andi. En hitt er þó meira umvert, að ala yfirleitt önn fyrir, að jarðvegurinn sje hreinn afþesskonar efnum, er sóttkveikjan daf'n- ar við. Því að til þess að veruleg kóleru- landfarsótt geti komið upp, er eigi nóg, að sóttkveikjan berist hingað, heldur verður jarðvegurinn að vera hagfeldur fyrir vöxt og viðgang bakteríanna annarsstaðar en í líkama mannsins. Fái þæi þess konar gróðr- arreiti, ráðast þær þaðan á þá, sem þar búa nærri, og verða svo ákaflega hættu- legar vegna þess, að þær sjást ekki; það er barátta við hið ósýnilega. En það er nú einmitt samsafn saurinda og ýmiss kon- ar úrgangs úr dýra- og jurtaríkinu, sem er a.ð rotna, er verður að slíkum gróðrar- stíum fyrir bakteríurnar. Forsvaranleg meðferð á slíkum ef'num og sk,jót brott- f'ærsla þeirra, nægilogt afrennsli fyrir skólp o. s. fr., — það eru ráðin, er hafa verður til að reyna að halda jarðveginum hrein- um: að sjá um þaö, og svo að útvega gott og hreint drykkjarvatn, það eru hin mik- ilvægustu atriði í almennum heilbrigðis- ráðstöfunum. Takist það á tíma hættunn- ar, er alvarleg sótt gengur, með því að beita allri atorku og leggja stórfje í kostn- að, að vinna bug á sóttinni með framúr- skarandi hreiniætisráðstöfunum, þá er það í rauninni ekki annað en það, að jarðveg- urinn hefir þá í bráð verið gerður illa lag- aður til þess, að sóttkveikjan geti æxlast þar og dafnað; en þá sjest það líka, þó seint sje nokkuð, að þetta hef'ði mátt vinna sjer mun hægra, og ekkert manntjón þurft að verða, ef' í tíma hef'ði verið annazt um að halda jarðveginum hreinum. Því betur og rækilegar sem leitazt er við á friðar- tímum að rýma burt fyrtjeðum efnum, því betur geta ráðstafanirnar í fyrra flokknum (hjer að framan) komið að haldi. Hve mikið sje í það varið, að rýma burt þess- um efnum, má glöggt marka á því, að í stórborgunum vilja menn fúslega leggja í sölurnar svo miljónum króna skiptir til þess að koma þessu í gott lag; því stór- bæjum er hættast við öllum landfarsóttum. Nú er Reykjavík raunar enginn stórbær, heldur aðeins þorp. Loptið er yfirleitt gott og heilsusamlogt, og húsin standa ekki svo þjett, að það hafi eigi nóg rúm til að bylta sjer innan um þau. En þó ætla jeg eigi allsendis úrhæfis í þessu sambandi, að líta eptir, hvert svo er búið um brottfærslu saurinda og frárennsli skólps, að hægð- arleikur sje að hreinsa jarðveginn), og verja sóttkveikjunni að taka sjer bólfestu umliverfls hýbýli vor. Það mun að rjettu lagi verða að telja jarðveginn lijer í Rvík mjög óhreinan sakir þess, hve viða er safn- að áburði hjer inni í bænuni, og sjerstaklega vegna þess, að hjer er ekkert frárennsli fyrir skólp og þcss háttar, svo að það kemst ekki burtu, heldur verður jörðin að drekka það í sig, en þar af lciðir aptur, að hið óhreina vatn getur hæglega sigið inn í brunnana, sem eru yfirleitt með ofan- jarðarvatni. Hver sem þekkir afstöðu Reykjavíkur, veit, hve örðugt er um frárennsli frá mið- petti bæjarins, í kvosinni, og mætti ef til vill ætla, að hallaleysið væri aðalorsök þess, að sorprennur hjer eru svo óhreinar og ljótar. Auðvitað er góður halii mikils- verður. En að það er eigi nóg, má giöggt sjá, ef' skoðaðar eru rennurnar, sem liggja ofan hinar byggðu brekkur beggja vegna, austan og vestan, niður í miðpetti bæjar- ins; því þær líta eigi hóti betur út en hin- ar í miðhænum; þar er þynnsta skólpið runnið burtu, en hitt eptir, og safnast þann- ig sorpið 'f'yrir í smærri og st.ærri, þefillar hrúgur. Það er vatn, sem vantar, til að skola burt og hreinsa. Ef svo færi, að vjer þyrftum nú í sumar á að halda daglegri sótthreinsun á rennunum hjer til lengdar, þá yrði að láta bera nægð af vatni upp á hæðirnar beggja vegna. og láta svo sófl- ana ganga, eina tíu sófla, eptir rennunum alla leið niður úr í gegn. Því að láta mann með skóflu í hendi moka burtu rnesta sorp- inu einu sinni eða tvisvar á sumri, getur að visu verið nokkurs vert frá fegurðar sjönarmiði eða glatt augað ; en sem heil- brigðisráðstöfun er slík hreinsun þýðingar- laus, með því að jafnan verður eptir nóg sorp til hœlis bakteríum miljörðum sam- an. Slík rækileg sótthreinsun árennunum í Reykjavík verður enginn hægðarleikur, ef á að bera vatnið upp á hæðirnar og berjast við hinn ósljetta botn í rennunum — víða eru þær jafnvel alveg botnlausar með djúpum holum og fylgsnum inni á milli steinanna í rennubörmunum —, og þegar loks er einnig hallaleysið við að stríða og frárennslisleysið í miðbænum. Þó að hættan jafnvel vofi yfir, verður naumast unnt að sótthreinsa rennurnar svo lið sje í og rækilega ; það verður að minnsta kosti mjög svo örðugt og kostnaðarsamt, í því ástandi, sem þær eru nú. Að stinga nú upp á stórum neðanjarðarræsum eða kostnaðarsömum stífluumbúnaði bæði nið- ur við sjó og suður við Tjörn, og að sprengja 10. blað. upp botninn á iæknum, — það mundi vera að reisa sjer hurðarás um öxl að svo stöddu; en talsvert má þó afreka til hollustu fyrir bæinn og án of stórkostlegs kostnaðar, ef unnið er að því ár eptir ár. Með nokk- urri leit má sjálfsagt ná i vatn í hæðun- um fyrir austan bæinn og vestan; þótt ekki væri neyzluvatn sem væri auðvitað á- kjósanlegast —, þá væri samt mikið í það varið. Ef svo væri gerðar nokkrar aðal- rennur með sljettum botni niður brekkurn- ar og þær skolaðar með nægu vatni og góðum sóflum, mnndi brátt mega komast fyrir eins áreiðanlega og með beztu halla- mælingu, hvar væru verstu þröskuldarnir fyrir frárennsli um miðbæinn, í kvosinni ; mundi þá að líkindum nýja rennan, »gull- rennan»,sem svo er kölluð, geta orðið nýti- legur liður í því kerfi. Þá mundi og mega fara nær um, hvert lið gæti orðið að því, að dýpka lækinn hæfilega og hafa þar stífluumbúnað, í því skyni að fá frárennsli frá miðbænum. Athugum vjer þar næst hið mikla sam- ansafn af saur og úrgangi hingað og þang- að um bæinn, munum vjer sjá, að það stafar að miklu leyti f'rá hinu mikla kúa- haldi lijer í bænum. Að mykja undan kúm sje látin safnast fyrir á vetrum, verð- ur að láta svo vera, enda er það naumast til muna hættulegt; en sumarmykjuna ætti að flytja burt úr bænum á viku hverri. Þó að múraðar gryfjur með loki yfir sjeu mik- ið góðar frá fegurðar sjónarmiði og til drýginda fyrir áburðinn, þá er mjög valt á að ætla, að sá umbúnaður komi að nokkru liði hvað hollustu snertir ; til þess er oförðugtað sótthreinsa þær af bakteríum, svo að óyggjandi sje. Má vera, að nokk- uð minna sígi úr þeim í jörðina umhverfis, ef þær eru vel gerðar, enda kann og minni hætta af því að stafa niðri í kvosinni að minnsta kosti, þar sem sterk selta sígur i gegnum jörðina frá sjónum. Að því er salerni snertir, getum vjer að svo stöddu eigi hugsað til annars fullkomn- ara handa Reykjavík en að liafa tunnur undir saurinn, eins og nú er gert; það er mikið happ, að vjer höfum eigi salernis- gryfjur. Þegar liættuna ber að, er oss inn- an handar að hreinsa tunnurnar betur en nu gerist og tæma þær aptur og sót.threinsa daglega það sem í þeim er. Aptur er hjer miklu ábótavant að þvíer snertir burtflutning matreiðslu-iirgangs og þess háttar. Þess konar dóti eropt fleygt skammt frá húsunum og safnast þar í stór- ar hrúgur, meira eða minna úldið og rotið. Sje ókleyft að láta vagn fara nm göturn- ar svo sem tvisvar í viku til þess að hirða þær, mætti samt lát.a lögregluþjónana að minnsta kosti á sumrin hafa góðar gætur I á slíkum stöðum, þar sem verst er, einkum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.