Ísafold - 27.03.1893, Page 2

Ísafold - 27.03.1893, Page 2
62 winsonreiknar voninaí afurðum af búibænd- anna fyrir árið 1891(2) með sem eign þeirra. Eptir sömu reglu segir maður við íslenzk- an sveitabónda: Þú átt 20 hundr. jörð ; virðum hana með húsum á 3,000 kr. Tún- ið er 20 dagsláttur, sem gefur af sjer h'k- lega 20 hesta af töðu dagsláttan = 400 hestar af töðu á 5 kr. hver = 2,000 kr. Af útheyi gefur jörðin þá að minnsta kosti 800 hesta, hver á 4 kr.=3,200 kr. Þannig átt þú, bóndi minn : 3,000-|-2,000-)-32,000 = 8.200 kr. virði, þegar maður reiknar eins árs uppskeru, með eins og Mr. Baldwinson. Það er ljóst af dæmum Mr. Baldwinsons um t. a. m. Eyjólf Snædal og H. G. Jónsson, að þar er dætluð uppskera, sem ekk hefir verið til, þegar skýrslurnar eru teknar. Það sýna orðin: »Geri maður 30 bush. af hverri hveitiekru etc.» Það er ósköp auð- velt og handhægt að græða fje á þenna hátt, að reikna sem eign ókomnar afurðir lands og sjávar. Og úr því Mr. Baldwin- son er mest um það að gjöra, að fá hdar tölur í svo nefndan gróða, þá er það hrein- asti klaufaskapur af honum, að taka ekki munninn fullan,—reikna uppskeru fyrir 20 ár; hann getur það með alveg sama rjetti. Jeg býst ekki við, að það sje til nokk- urs hlutar, að reyna að útlista fyrir Mr. Baldvinsson muninn á höfuðstól og vöxtum, eign og afurðum eignarinnar, hlut eða grip og leigu hans; það er auðsjeð, að Mr. Baldwinsson vantar hæfilegleika til að skilja þess konar; — maður skyldi nærri því ímynda sjer að hann væri eitthvað skyldur meistara Eiríki. En hitt er nauð- synlegt, að fletta ofan af ósannindunum og öfgunum — svona þeim alira stórkostleg- ustu. Jeg kippi mjer ekkert upp við það, þótt Mr. Baldwinsson kalli athugasemdir við Hagskýrslur hans »tilhæ’fulausan þvætting», «ósannindi» o. s. fr.; því að það er bersýni- legt sjerhverjum manni, sem hugsar um það sem hann les og heyrir, að sannleik- urinn hans Mr. Baldwinssons er allt öðru vísi en sannleikurinn hjerna á Islandi. Út úr hveitiuppskerunni í Canada, sem Mr. Baldwin telur nú 30 bush. af ekru, skal jeg benda á, að Mr. Mo Tavish telur 1885 21 72 bush. af ekru. En reiknum eins og Mr. Baldwinsson, 30 bush. hveiti af ekru á 60 cent, er af ekru 18 doll. eða 67 kr. 50 au. Nú er ekra hjer um bil l1/^ dag- slátta, og gefur þá dagsláttan af sjer Ca- nada rúmar 50 kr. En hvað gefur dag- slátta í velræktuðu túni á Islandi ? Sjálf- sagt 20 hesta af töðu, og »markaðsverð» í Keykjavík á töðu er 5 kr. hesturinn. Dagsláttan í vel ræktuðu túni á íslandi gefur af sjer 100 kr. eða hjer um bil helm- ingi meira en jafn stór blettur í Canada. Ef landstjórnin á íslandi gerði bændum að skyldu að sljetta og rækta 58 dagslátt- ur í túni á 3 árum, eins og landnemar í Canada verða að gera tii þess að geta tal- ið landið sína eign,—og ef vjer svo feng jumMr. Baldwinsson til að reikna út gróðánn, mundu þær tölur verða tvöfalt hærri heldur en Hagskýrslutölurnar hans. Jeg hygg og, að Mr. Baldwinsson fengi laglegar gróða-tölur að reikna með, ef hann byggi til hagskýrsl- ur um fiskiveiðar við ísland ; tökum t. a. m. Faxaflóa. Það var alltítt á síðastliðnu hausti, að sjómenn hjer lögðu inn dags- hlutinn sinn og fengu fyrir hann frá 6 til 14 kr. Það mundu þykja allgóð daglaun í Canada. Jeg bendi á þetta til að sýna, að ef nokkur vildi hafa sig til þess, að gefa út fyrir ísland hagskýrslur, reiknað- ar út á sama hátt og Mr. Baldwinssons, mundu þær verða fullt eins glæsilegar. Halldór Jónsson. Sannleikurinn er sagna beztur. Af því að jeg hef rekið mig á það, að sum íslenzk blöð (t. d. »Heimskringla«) hafa, sem vonlegt er, glæpzt á því, að taka upp orðrjett fregnirþær hjeðan frá Khöfn, sem Dr. Jón Þorkelsson við og við lætur fylgja æfisögusafni sínu í »Sunnanfara«, þá neyðist jeg til að koma fram með nokkrar leiðrjettingar við þær fregnir, sem hann hefir nýlega látið blaðið flytja lesendum sínum um mig, svo að hvorki lesendur blaðsins, nje þeir ritstjórar annara blaða, sem kynnu að ætla, að hann vissi betur en þeir, er um þau mál er að ræða, er fram fara hjer í Khöfn, láti þær villa sjón- ir fyrir sjer. Um leið og Dr. Jón skýrir frá því í febr- úarblaðinu af »Sunnanf.«, að senda eigi Flateyjarbók á Chicago-sýninguna, segir hann, að sagt sje, að prófessor Wimmer »hafi bent stjórninni á, að vel mætti láta« mig fara með bókina, og marzblaðinu segir hann aptur, að próf. W. hafi »stungið upp á því við stjórnina hjer, að hún lofaði mjer að fara þessa ferð«. Allir hljóta nú að sjá, hversu fjarstætt það er, að öðrum eins manni eins og prófessor Wimmer mundi nokkru sinni hafa komið til hugar, að orða meðmæli sín líkt því, er Dr. Jón skýrir frá. En hitt geta ekki allir vitað, að þetta er helber heilaspuni úr Dr. Jóni, því að próf. Wiinmer hefir aldrei bent stjórninni á, að láta mig fara með bókina. Hann hafði ekki liugmynd um, að mjer væri ætlað að fara þá för, fyr en jeg sagði honuin frá því sjálfur. Það var heldur ekki von, því að það er ekki venja próf. Wimmers, að sletta sjer fram í það, sem kemur honum ekki við. Stjórnin hafði ekki beðið hann að stinga upp á manni til fararinnar, held- ur, eins og eðlilegt var, falið það yfirbóka- verði Konungsbókhlöðunnar, jústizráði Bruun, og hann var þegar í fyrstu á þeirri skoðun, að jeg ætti að fara með bókina. Kom það ekki til af neinum persónulegum ástæðum, lieldur af því að hann áleit, að bezt ætti við, að kennarinn í sögu og bók- menntum Islands við háskólann færi rneð handritið, úr því að það væri íslenzkt, og mundi hann líklega hafa haldið þeirri skoðun fram, hver sem hefði verið í þeim kennarasessi, og ef til vill eins, þótt svo hefði til tekizt, að Dr. Jóni hefði sjálfum hlotnazt hann hjerna um árið, er hann neytti allra bragða til þess að reyna að ná í hann. í marzblaðinu skýrir Dr. Jón enn frek- ar frá binni fyrirbuguðu för, og segir þar, að Bandaríkjastjórn hafi »lýst því yfir, að hún vildi hvorki borga undir bókina nje manninn« og »sje nú og niðurstaðan orðin sú, að bæði bókin og jeg eigi að sitja kyr«. Þótt nokkur fótur sje fyrir sumu af þessu, þá er þó æðimargt rangt í jafnfám orðum. Stjórn Bandaríkjanna hefir aldrei lýst því yfir, að hún vildi ekki borga undir bókina eða greiða kostnað við sending hennar, heldur hafa ýms atvik orðið þess valdandi,. að hún hefir hætt við að senda herskip eptir henni nú, eins og hún hafði boðið í fyrstu, og var það meðal annars af þeirri orsök, að skipið gat ekki sökum íss kom- izt hingað, er það var á ferðinni hjer í Norðurálfunni, því að sama skipið átti að sækja ýmsa dýrindismuni til Spánar og Italíu og eins til Þýzkalands, en það fórst líka fyrir að það kæmist þangað af sömu ástæðum, sem ollu því, að það kom ekki hingað til Khafnar. En að því er kostnað við ferð mína snertir, þá hafði sendiherra Bandarík,janna boðið fyrir hönd stjórnar sinnar, að hún skyldi kostuð af Banda- rík.ja fje, en er til stjórnar þeirra kom, þá kvaðst hún kynoka sjer við að greiða kostnað við för útlends manns, og áleit að hún hefði að eins heimild til að kosta för amerískra þegna í þessu skyni. Þar sem Dr. Jón segir, að niðurstaðan sje orðin sú, að bæði bókin og jeg eigi að sitja kyr, þá hefir hann þessa flugufregn auðsjáan- lega eptir ýmsuih dönskum blöðum hjer í Khöfn, sem ekki vita meira um þetta en hann. En sannleikurinn er sá, að því máli hefir alls ekki verið ráðið til lykta, og getur af ýmsum ástæðum ekki orðið ráðið til lykta fyr en eptir nokkurn tíma. En sem stendur eru þó eins miklar líkur til þess, að bæði bókin og jeg fari, hvað sem kann að verða ofan á um það lýkur. Um leið og Dr. Jón er að hlakka yfir því, að ekkert verði úr þessari för minni, segir hann að sagt sje, að jeg hafi sjálfur fyrst komið því á lopt í blaði einu dönsku, að jeg ætti að vera í þessari hofferð, af því mjer hafl líklega þótt töluvert stát í því. Þetta er ekki satt. Jeg hef enga til- raun gert til þess að koma því í dönsk blöð. En það sem hann mun eiga við er það, að danskur blaðamaður kom einu sinni gagngert heim til mín til þess að fá upplýsingar um Flateyjarbók og innihald hennar, af því að hann hafði áður heyrt, að hún ætti að fara til Chicago og að jeg ætti að fara með bana. Jeg sagði honum því nokkuð af sögu handritsins og innihaldi þess, en um hina fyrirhuguðu sending þess til Ameríku þurfti hann ekki að spyrja; það vissi hann allt áður. Hvað því við víkur, að mjer muni hafa þótt stát í þessari för, þá virðist það, sem Dr. Jón hefir skrifað um hana, benda á, að honum hafi ekki síður þótt svo, því hver heilvita maður hlýtur að sjá, að ekkert annað en öfund hefir getað stýrt penna hans, er hann var að skrifa þessar greinar sínar, þótt þetta sje reyndar ekki í fyrsta skipti, sem Dr. Jón hefir verið að bera sig að bíta í liælinn á mjer í »Sunnanf.«, því hann hefir ekki látið neitt tækifæri ónot- að til þess, síðan blaðið fór að koma út, ef honum heflr verið mögulegt að koma mínu nafni þar að. Jeg hef ekki viljað svara honum áður, bæði af því að jeg álít, að menn eigi ekki að þjóta upp til handa og fóta, þótt eitthvað óþægilegt kunni að vera sagt um mann í ritdómum, jafnvel þó það sje rangt, og ekki síður hins vegna, að jeg vil ógjarnan hleypa mjer út í að skattyrðast við Dr. Jón, því að hann er flestum færari í þeirri list, en mjer er hún ekki lagin. En ef jeg hjeldi, að Dr. Jón

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.