Ísafold - 22.04.1893, Blaðsíða 2
86
hyggju er ekki mál þess eða þess þiiig-
flokks, þessarar eða þessarar þjóðar, heldur
mál allra þingflokka og allra þjóða innan
endimarka Bretaveldis. .Jeg sárbæni yð-
ur,« mælti hann með lágri röddu og þó
skýrri, — »jeg sárbæni yður, þó að það
ætti að vera mín síðustu orð í þessum
heimi: Látið hina dauðu grafa sína dauðu!
Gleymið öilum skelfingum og ófögnuði lið-
inna tíma, og verjið hver annan, elskið
hver annan, styðjið hver annan og hjálpið
hver öðrum hvað sem á dagana drífur um
ókominn aidur«.
Kærur gegn yflrvaldi. Það er af
sumum í frásögur fært svo sem mjög al"
varleg merkistíðindi, að nú nýlega hafa
háyflrvöldunum borizt heilmikil kæruskjöl
frá hjeraðsbúum hins setta sýslumanns í
ísafjarðarsýsiu og bæjarfógeta á ísafirði,
þar sem honum er fundið hitt og þetta til
saka,, en fyrst og fremst það, að sakamáls-
rannsókn hans gegn hinum mikla dýrling
þeirra Djúpmanna (flestra), Skúla sýslu-
manni, beri keim af »hatursfullri ofsókn«,
og biðja »amtið« að losa sig við hann. En.
það er naumast mikil ástæða til ’að falla. í
stafl út af þeim tíðindum, heldur inunu
flestir skynjandi menn furða sig miklu
meira á því, að slíkar kærur hafa eigi kom-
ið löngu fyr, svo gjörsamlega sem dýrling-
urinn (Sk. Th.) hefir alþýðu við Djúpið á
sínu valdi og heflr frá upphafi þessa máls
notað dyggilega sitt frægaj!), prentaða mál-
gagn til þess að reyna að gjöra sig að
saklausum píslarvott, ofsóttumfyrireinskæra
föðurlandsást og þjóðhetjuskap. — Það á
öll sýslan að vera í uppnámi gegn hinum
setta sýslumanni og rannsóknardómara, Lár-
usi Bjarnason, og vilja ekki annað heyra
á nafn nefnt en að »pislarvotturinn« sje
hreinn og saklaus.
Sannleikurinn er sá, að auk þess sem
allmargir hinir merkari menn í sýslunni,
bæði við Djúpið og í vesturfjörðunum, eru
síðuren eigi trúaðir á »píslarvættið«, þá er
svo að sjá, að vesturhreppar sýslunnar
hafl alls eigi fengizt til að vera með í fyr-
nefndum, sögulegu kærum, nema ef telja
skal Súgandafjörðinn með þeim, en þar
kvað raunar hinn setti sýslumaður aldrei
hafa komið, og hafa Súgfirðingar því und-
irskrifað kærurnar eptir afspurn! Ennfrem-
ur eru Jökulfirðingar ekki með og ekk*
Snæfjallastrandarmenn. Kærurnar eru að
eins úr hinurn hreppunum við Djúpið, auk
Súgandafjarðar, og af Tanganum (kaup-
staðnum). Það er allmikill fjöldi nafna
undir sumum þeirra, bæði handsöluð og
ekki handsöluð, en margt vinnumenn og
vinnukonur, að því er nndirskrifendur hafa
sjálfir látið getið aptan við nafnið; en um
hvað margt er þess látið ógetið? eða ætli
sumt af undirskrifendunum sjeu eigi börn,
til þess að fá höfðatöluna sem mesta? Meiri
hluti kæruskjalanna er þannig orðaður, að
það leynir sjer eigi, að þau stafa frá einni
og sömu uppsprettu. Og innihald þeirra
er orðað svo á víð og dreif — engin ákveð-
in dæmi nefnd —, að naumast er hendur
á að festa. Getur vel verið, að eitthvað
sje í þeim hæft; um það er ókunnugum
eigi auðið neitt að segja, hvorki af nje á;
en grunsamlegt er það, að kærendur skuli
ekkert ákveðið dæmi hafa til tínt og þv1’
síðurneina sönnun komið með fyrir nokkru
einu af kæruatriðum sínum. Og svo mikið
hefir boriztívetur úr þessu hjeraði af upp-
spunnum hviksögum, er eiga að vera hin-
um setta sýslumanni til ófrægðar, að óhlut-
drægir munu heldur seinir að taka allt,
sem þaðan kemur, sem óyggjandi sann-
leika.
Það er víst um það, að fylgilið »dýrlings-
ins« hefir mikið langað til, að málið gegn
honum ónýttist eða fjelli niður, og má auð-
vitað hugsa sjer eina leiðina til þess þá,
að flæma rannsóknardómarann burtu, áður
en því er lokið. En trúi það á sakleysi
»dýrlingsins«, ætti því að vera fullt eins
kært, að málið verði leitt til skaplegra lykta
og gangi sína leið tregðulaust gegn um
alla rjetti, ef svo vill verkast. Hver veit
nema það endi þá á glæsilegu og fagnað-
arríku sigurhrósi »píslarvottsins«, og verð-
ur þá »ljúft að minnast liðins böls«.
Út og inn
(ekki utan og út eba niður og upp).
I 17. tbl. ísafoldar þ. á. hefir síra Janus
Jónsson þótzt þurfa að árjetta hina fyrri grein
sina í sama blabi (88. tbl. f. á.) um að orbin
út og utan væru rjettari en inn og út, er talab
væri um för hingað til landsins eba hjeöan.
Enda þótt hann tilfæri í þessari grein sinni
engar nýjar og nýtar sannanir til stuðnings
sínu máli og allar málalengingar hans um
þetta atriði í nærfellt 2 dálkum sjeu þvi í
sjálfu sjer einber markleysa, þá skal jeg þó
leyfa mjer að fara um þetta mál enn nokkrum
orðum, ef verða mætti að hann fengi rjettan
skilning á því, og kemur mjer þó ekki til
hugar að ætlast til þess að hann játi opinber-
lega að hann hafi farið vilt í þessu atriði, —
það væri sjálfsagt til of mikils mælzt af
honum.
í grein minni í Isafold i vetur (85. tbl. f. á.)
sýndi jeg með ljósum rökum, er prófasturinn
hefir ekki borið við að rengja eða reka aptur,
að orðtökin út og utan væru útlend (norsk)
að uppruna og ættu alls eigi við lengur, énda
væru þau fyrir löngu horfin úr mæltu máli
og hefðu að eins verið tekin upp í bókmálið
á siðari tímum til þess að líkja eptir forn-
málinu, án þess að menn bugleiddu uppruna
þeirra eða rannsökuðu hvort þau væru í sam-
ræmi við önnur orð og orðtök í málinu líkrar
merkingar. Þannig hefi jeg haft þessi orð
áður fyrri i hinni fornu merking, eins og próf.
mjög svo hróðugur bendir á í hinni síðari
grein sinni, og svo mun verið hafa um fleiri,
er þau hafa notað i ritum sínum ; það er
hvorki mjer nje þeim til vanvirðu, en hitt tel
jeg miður sæmandi að vilja eigi kannast við
sannindi, er þau eru fundin og á þau hefir
verið bent, og haga sjer eptir þeim, enda þótt
þau ef til vill komi í bága við einhverja tízku.
I þessari sömu grein minni nefndi jeg nokkur
orð af mörgum, sum úr fornmálinu, önnur frá
síðari tímum, er öll eru mynduð á þann hátt
að út er haft um för hjeðan til annara landa
eða veru þar o. s. frv., og inn um komu
hingað til landsins eða veru hjer o. s. frv.,
en próf. hefir hvorki þorað að bera brigð á
að þessi orð væru til nje heldur leitast við
að sanna að þau væru röng eða óheppilega
mynduð, og má það' þó virðast undarlegt, því
að ef sagnirnar fara, út (— hjeðan til annara
landa) og koma inn (= hingað frá öðrum
löndum) eru rangar eða óheppilega myndaðar,
þá verða að sjálfsögðu öll önnur orð og orðtök,
sem á sama hátt eru mynduð, röng og óhaf-
andi í málinu; fyrir því yrði að breyta þeim
öllum, ef vel ætti að vera.. Nú segir próf.
er hann hefir tilfært nokkur orð líks efnis eptir
mjer, að »við ættum að kannast við, hvar
þessi eyin er, að hún liggur langt úti í hafi
fjarri meginlöndums; þessi orð má líklega
skoða sem bending frá honum um það, hvernig
laga megi öll þessi orð, svo að þau sjeu sam-
kvæm hans hugsunarhætti; þá verður t. d..
orðið útlendingur (= maður frá öðrum lönd-
um) að vera sama sem Islendingur, þvi að'
vjer erum »bjerna úti í hafinu«, en mann frá
»meginlöndum« heimsins—og þá líklega þótt
bann væri frá einhverri lítilli ey í miðjum
útsænum — hlytum vjer að kalla wiegríwlending,
éwwlending eða þá einhverju nýju orði, er-
próf. gœti búið til manna bezt, þá yrði aú
leggja sömu merking i orðið útftutningur, sem
nú er í orðinu innflutningur, en það, sem nú
er kallað tófflutningur, yrði annaðhvort að vera
kallað lífawflutningur eða zwwflutningur (o. til
meginlandanna) og þar fram eptir götunum.
Allir munu nú sjá, hvíiik endileysa þetta, yrði,.
og þó getur próf. ekki neitað þvi, að þessi
yrði afleiðingin af kenningu hans, ef eptir
henni væri farið. En þeir verða víst fáir,
sem betur fer, er þann kost vilja upp taka.
Prófasturinn gerði í upphafi alla þessa reki-
stefnu fyrir þá sök, að jeg hafði haft sögnina.
að fara út um för hjeðan af landinu. En tií
þess nú að sýna próf. það svart á hvítu með
tilvitnunum að jeg sje ekki ,einn um þetta
«öfugmæli« og til þess að hann geti sjer til
huggunar og harmaijettis skeytt skapi sínu á
fleirum en mjer, þá getur hann fundið orðið'
útfari (= udvandrer) í Stjórnartíð., A-deild,
1876, bls. 28, á s. st. B-deild, 1888, bls. 74—75
(viða). s. st. A-deild, 1891, bls. 32 (víða) og
B-deild, s. á., bis. 76—77 (víða), orðið útfara-
flutningur getur bann fundið á s. st., B-deild,
1891, bls. 76 og oröið útfarar-samningur (ud-
vandringskontrakt) á s. st. A-deild, 1891, bls.
82, og fleira þessu líkt mundi eflaust mega
finna, ef víðar væri leitað. Ef nú þessi orð
(útfari og útf'ör) eru rjettræð í málinu, góð
og gild, en það eru þau í alla staði, þá hlýtur
sögnin að fara út að hafa á sjer sömu helgi,
enda þótt jeg geti ekki sýnt að aðrir hafi'
komizt svo að orði á undan mjer. Þeir verða
margir hjer á eptir.
Próf. leggur fyrir mig nokkrar spurningar.
Meðal þeirra er sú ein, hvort yjer eigum ekki
j>að taka fönnur orð upp í bækur en þau, er
höfð "eru venjulega í daglegu máli« ; henni
svara jeg svo, að ef vjer skiljum orðiu sjálfir
fyllile.ga og getum látið almenning skilja þau,
enda sjeu eigi önnur betri orð eða orðtök til,
þá ætla jeg að ekkert sje því til fyrirstöðu;
skáld vor og ritsnillingar hafa heldur eigi
hikað við þa.ð, hvorki fyrnjesíðar; en ef þau
eiga ekki við lengur, tel jeg rjett að hafna
þeim; þannig má nefna tvö orðtök, er mjög
eiga skylt við út og utan bæði að því, að þau
eru útlend að uppruna og áttu sjer hjer um
bil jaínlangan aldur í málinu; forfeður vorir
hjer á landi nefndu mál það, er þeir töluðu,
danska tungu eða norrœnu og stóð svo allt
fram á 16. öld (sbr. formálann fyrir Lexic-.
poet.), er orðið íslenzka kom í staðinn, enda
voru þá horfin öll skilyrði fyrir því, ab þau
mættu heita riettræð framar; þessi orbtök og
önnur, er af sama bergi eru brotin, vil jeg
eigi taka aptur upp í málið og jeg þykist
mega vera þess fullviss, að próf. verður mjer
samdóma í því atriði, hvað þá aðrir. Önnur
spurningin er sú, hvort jeg telji »Noreg eða
Danmörk eða önnur lönd útsker undiríslandia;
þessi spurning er svo fákænleg, að jeg get
ekki verið að svara henni og lengja með því