Ísafold - 22.04.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.04.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni *©c)a tvisvar í vikn. Verð íirg. (75—80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða la/a doll.; borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blaðs- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 22. apríl 1893. 22. blað. Sólarljóðin. Ort á sumardaginn fyrsta 1898. Merkilegur þingfundur. A suniai'daginn fyrsta er margt af) minnast á Og mjer finnst liflð aldrei eins skemmtilegt og þá. Eg breytist þá í barn eins og byrji œíi ný, I>ví brjósti mínu lifna þá nýjar vonir i. Með sumri þiðnar klakinn og grjótið gljúpnar kalt Og grös úrjörðu spretta og hlýnar loptið svalt, Og þegar sólin sigrar bin svörtu vetrarjel, Þá sje eg það, að elskan er sterkari en hel. Og móðurelska sólar er meira en nafnið eitt í margbreyttasta líf fær hún ríki vetrar breytt. Með gullnum stöfum ritar hún glöðum morgni á Sitt «gleðilegt sumars> á himin, fold og lá; Sín ástarljóð hún ritar á hól og strönd og hlíð Og hendingarnar þar eru sumarblomin trið. Þau ljóðin hef' jeg lesið og les þau sjáltsagt enn, Þau ljóðin verða rituð við íætur vora senn. Hver kenndi lífsins móðurþau kraptaljóðin há, Svo kærleiksrík og djúp, að þau hrilið alla fá, ■Sem skilja þennan sumarsins skemmtilega óð, Sem skilja þessi kærleikans helgu sólarljóð? Hún yrkir eigi sjálf, en guð það henni gaf, Að geta snortið jörðina ljóssins töfrastaf, En Ijóðin eru þáttur úr skáldskap skaparans, ‘Og skuggi einn er sólin hjá dýrðarljóma hans. Um kærleik drottins sólin að sönnu vitni ber, En sjáliur hann, hinn algóði, kærleikurinn er. Og allir þekkja Ijóðin — þau lesa börnin smá, Þá leikur bros um varir og feginstár á brá. Þau segja: Drottinn elskar og annast blómin smá Og upp mót sólu drottins þau lypta glaðri brá; Guð elskar okkur líka — við elskum hann á mót, Og okkar kæru foreldra og vini’, af hjartans rót. Þau tvö. sem hafa heitið hvort öðru ævitryggð, Þau ástarkvæðin lesa í fósturlandsins byggð; Þau segja: Drottinn elskar og annast blóm og strá, Vor ást sje hrein og staðföst — hann blessar okkur þá. En — fremst af öllu skuium vjer elska drott- inn einn Og — okkar kæru þjóð — henni gleymi aldrei neinn. Og gamlir verða kátir og ungir annað sinn, Með æskubros á vörum og feginstár á kinn, Þeir taka þá til starfa með hálfu meiri hug Og heilsa nýju sumri með von og kappadug. Það allt, sem var þeim kærast, þeir elska heitt á ný; Slíkt afl er þessum guðlegu sólarljóðum í. ■ Og þjer, sem göfugt málefni fyrir brjósti ber, Er bezt að lesa kvæðin, þá glaðnar yfir þjer. Þá vinnur þú þann eið — en í æðum hitnar blóð - »Eg elska skal til dauðans minn guð og feðra- þjóð«. Bjarni Jónsson. Opt ha.fa verið merkilegir fundir í parla- mentinu enska, en fáir meiri háttar en sá sem var haldinn mánudag 13. febrúar í vetur, er »hinn mikii, gamli maður«,Glad- stone, bar upp stjórnarskrárfrumvarp sitt handa írlandi. Það þótti furðu gegna, að enginn mað- ur út 1 frá hafði minnstu vitneskju um innihald frumvarpsins áður en það birtist á þinginu þennan dag, svo áleitinn sem hinn mikli sægur blaðamanna er orðinn og áfjáður að herja út nýmæli, er almenn- ing fýsir að vita. Það er jafnvel í frásög- ur fært, að í sumar, þegar Viktoría drottn- ing kvaddi Gladstone til að skipa hið nýja ráðaneyti og þau töluðust við úti á Wight, hafi hún viljað láta hann segja sjer eitt- hvað af því, hvernig hann hugsaði sjer frumvarpið, en karl hafði sig undan því með lagi. Honum og þeim fjelögum þótti áríðandi að láta eigi andvígismenn máls- ins geta hent sjer yfir frumvarpið fyrir tímann og reynt að tæta það í sundur áður en hann ætti sjálfur kost á, að mæla fyrir því á rjettum stað, á löggjafarþinginu. Það ræður því að likindum, að forvitn- in að heyra til hans þenna dag muni hafa verið meiri en lítil. Áheyrandapallar þing- hallarinnar tóku eigi þúsundasta hlutann af þeim mikla sæg, er inn vildu komast eða beðið höfðu um sæti þar löngu fyrir fram. Allur þorrinn varð þvi að láta sjer lynda að reyna að líta hann augum, hið miltia átrúnaðargoð sitt, á leiðinni til þing- hallarinnar, og fagna honum þar sem bezt þeir kunnu. Þar var og mikil sveit íra, og var til þess tekið, hve fagnaðaróp þeirra hetðu verið áköf og innileg. Ein- hverjir fjandmenn þeirra reyndu að hefja pípnablástur, en sú tilraun kafnaði óðara fyrir háreysti hinna. Þegar þingsalsdyrunum var upp lokið, kl. 12 á hádegi, ruddust þingmenn að þeim í mestu ósköpum. Þeir höfðu beðið tímunum saman í forsal þinghússins. Ruðn- ingurinn var svo mikill, að inargir þing- manna tróðust undir. Þegar inn kom, hentu þeir sjer yfir borð og bekki til þess að höndla sæti. Orsök þessarar ósteflegu og miður þingmannlegu háttsemi er, að þingsalurinn er eigi stærri en svo, að þar getur ekki nema rúmur helmingur þing- manna haft sæti. En það er gamall vani eðs óvani í enska parlamentinu, að þar er eigi helmingur þingmanna á fundum, nema þegar mjög áríðandi atkvæðagreiðsla á fram að fara; þá er þeim hóað saman af þar tilkvöddum mönnum úr hverjum þing- flokki. Fyrir því var eigi þíngsalurinn hafður stærri en þetta, er þinghöllin var reist, nú fyrir nálægt 60 árum. Fundur er lögmætur í fulltrúamálstof- unni, ef eigi eru færri á fundi en 40, af um 670 alls. Föst sæti í þingsalnum hafa eigi aðrir en ráðgjafarnir og oddvitar andstöðuflokksins; sitja þeir hvorir and- spænis öðrum, með þingborðið á milli sín. Aðrir verða að tylla sjer hvar sem þeir geta, rjett að handahófi. Eina ráðið til að eiga víst sæti, er búast má við ijjölsóttum fundi, er, að koma löngu, löngu fyrir fund, jafnvel snemma morguns, þótt fundur eigi ekki að byrja fyr en um eða eptir nón, og taka sjer sæti, en skilja þar eptir hattinn sinn, þurfi þingmaðurinn eitthvað að hvarfla frá. En í þetta sinn ljet forseti hafa dyrnar lokaðar til hádegis. Hálfri stundu fyrir nón kom Gladstone inn í saljnn, er var þá fyrir löngu orðinn troðfullur. Höfðu verið bornir inn stólar handa þingmönnum, eins og komust fyrir á gólfinu, en þó varð fjöldi að standa af þeim. Á áheyrandapöllunum var eins og drepið væri í öskju. Allir sendiherrar er- lendra þjóða voru viðstaddir, á loptpöllum þeim, er þeim eru ætlaðir, og troðfull var stúka sú, er ætluð er þingmönnum lír lá- varðadeildinni. Þar var og prinzinn af Wales. Stjórnarliðar, meiri hluti þingsins, stóðu allir upp, þeir er sæti höfðu, er Gladstone kom inn, tóku ofan og lustu upp fagnað- aröpi, írar fremstir í flokki. Hann var í bezta skapi, búinn viðhafnarlaust, sem hann á vanda til, í svörtum frakka, en með blóm í hnappagatinu; því gleymir hann aldrei, er hann vill hafa mikið við. Þegar klukkan var 4’/4, segir forseti: »7he first Lord of the Treasury« (fyrsti fjárhirzlulávarður; það er hinn enski em- bættistitill forsætisráðherrans). Þá varð steinhljóð. Gladstone hafði eigi veitt orð- um forseta eptirtekt eða misskilið þau. Sessunautar hans, þeir John Morley og Wm. Harcourt, gerðu honum viðvart um, að forseti hefði kvatt honum hljóðs. Stóð hann þá upp og gekk fram að þingborð- inu. Þá kváðu enn við fagnaðaróp um allan þingsalinn. Síðan tók hann til máls, og heyrðu menn þegar, að hann hafði hinn ljómandi fagra málróm sinn enn á valdi sínu. Rómurinn var viðlíka þrótt- mikill og hljómfagur eins og þegar hann var upp á sitt hið bezta. Hann talaði nær hálfa þriðju stund og rakti málið svo snilld- arlega, að jafnvel fjandmenn hans gátu eigi varizt aðdáun, en meiri hluti þing- heimsins laust upp áköfu fagnaðarópi að afloknum hverjum kafla ræðunnar. Þegar hann var búinn að útlista frum- varpið skýrt og skilmerlcilega út í hörgul, vafði hann saman hinum mikla skjala- bunka, er hann hafði sjer til stuðnings, leit út yfir þingheiminn og lauk máli sínu á þessa leið: »Það hefði verið hróplegt, ef jeg hefði ekki nú við lok æfi minnar með Öllum þeim ráðum, er í mínu valdi standa, stutt og eflt þetta mál, — þetta mál, er að minni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.