Ísafold - 03.05.1893, Side 3

Ísafold - 03.05.1893, Side 3
99 er þossurn málaferlum eigi nógu kunnugnr til þess, og svo hef jeg heldur enga löngun til að rifja upp tyrir mjer það, sem jeg hef heyrt af þeim; mjer þykir þah ekki svo skemmti- legt. Jeg get einungis i fljótn máli sagt þjer, ah ástandið hjer hefur verið og er enn sann- arlega sorglegt. Jeg get reyndar ekki kallah þah sorglegt, þó aí) rannsókn sje hafln og henni fram haldið gegn manni, er sterkur grunur liggur á um afglöp i einbættisfærslu. Það er ávallt gott, að sannleikurinn komi í ljós, og varla þarf að kviða þvi, að hlutað- eigandi kunni ekki að verja sig og nái þess vegna eigi rjetti sínum, þar sem hann er sjálfur lögfræðingur og stendur að flestu leyti mjög vel að vígi til varnar, t. a. m. flestir, sem við málaferlin eru riðnir, eru vinir hans og kunningjar. Jeg skal lika láta það osagt, hvort rannsókninni hefur verið haldið áfram með óþarfiega miklu kappi; en ef svo hetur verið, þá er jeg hræddur um, að Sk. Th. og vildarfólk hans með háttsemi sinni hafi gefið tilefni til þess. En hið sorglega, sem jeg kalla, við málaferli þessi, er það, að sjá og heyra, hvernig allur þorri alþýðu hjer um slóðir hefir komið fram í þessum málum, hvernig hún hefur látið leiðast og ginnast af fortölum einstakra manna og »málgagninu« isfirzka, til þess að sletta sjer fram í og leggja sleggjudóm á þessi mála- ferli, sem henni, eins og auðvitað er, hlýtur að vera ókunnugt um, neina eptir óáreiðan- legri sögusögn þeirra, sem sjálfir eru við málin riðnir; virðist athæfi margra, eigi sízt kvenn- þjóðarinnar á Isaíirði, líkjast athæfi hins svo- netnda skríls í öðrum löndum, er hleypur hugsunarlaust ogíblindni eptir hoði og bend- ingum sinna æsingarmanna, með hatur og ofsóknir á ýmsan hátt gegn lögreglnstjóranum o"g þeim sem vilja láta lög og rjett gilda án mann- greinarálits. Þannig munu áskoranirnar til amtsins um ’að fá rannsóknardómarann, L, Bjarnason, burtu hjeðan, til orðnar. Jeg er sannfærður um, að ekki einn af 100 hefir ljósa hugmynd um, hvað hann hefir þar undirskrifað, hvað þá heldur að hann geti fært sannanir fyrir því. ef til kæmi. Þetta er það, sem jeg kalla sorglegt, þegar menn eru komnir á þá skoðun, að spyrja eigi um lög ogrjett, heldur um vilja og velþóknun einstakra manna; og sá andi virðist jat'nvel vera orðinn ríkjandi hjá allt of mörgum, að láta sig litlu skipta um sannleikann, og að það þykir engin van- virða að segja ósatt, heldur jatnvel hið gagn- stæða, einungis ef það gæti verið til styrktar þeim málstað, er maður vill að nái fram að ganga. Þess eru jaínvel dæmi hjá oss nú, að megnt hatur hefir verið lagt á þá, er talað hafa máli sannleikans og eigi viljað drepa honum niður. Yerður því eigi neitað, að r>Þjóðv. ungi« hefur átt eigi all-lítinn þátt í því, að innræta alþýðu þennan hugsunarhátt, og gjört eigi lítið til þess að æsa hana upp með ýms- um greinum sínum miður áreiðanlegum. Jeg skal einungis nefna eitt dæmi, er sýnir. hve annt því hlaði er um sannleikann. í vetur gjörir blaðið gys að síra Páli Stephensen fyrir það, að hann varar einn sóknarhónda sinn við að segja ósatt fyrir rjetti, eins og hóndinn sjálfur hefur siðar orðið að kannast við að hann gjörði; en sjálfur fær hóndinn engar ávítur hjá »Þjóðviljanum«. Þetta er nú orðið lengra mál en jeg ætlaði; jeg skal því einungis hæta því við, að jeg vildi óska, að landsstjórnin tæki hjer alvar- lega í strenginn og ljeti mönnum eigi haldast nppi að ætla sjer að traðka lögum og rjetti«. IiUbba-gersakir. Mætti maður ekki í allri undirgefni og með tilhlýðilegri lotn- ingu skjóta því til ritstjóra »Þjóðólfs«, að hann í næsta ðrs fyrirlestrum sínum um Matthíasar- sendifarar- landsvelferðarmálið vildi leiða hjá sjer að beita þeim lubba- gersöknm við þá, sem halda fram annari skoðun, að þeir geri það fyrir mútur: fyrir »náðarmola« frá þeim, »sem völdin hafa«, eins og hann kemst svo smekklega að orði síðast. Það er aldrei hetjulegt, hvað neyðarlega sem menn verða undir í kappdeilu, er þeir hafa sjálfir vakið alls- endis að ófyrirsynju, að fara þá að bregða fyrir sig klónuin, er allt um þrýtur. Enda er þá og óvandari eptirleikurinn. Þeir kynnu að vera til, að þættust til neyddir að gjalda líku likt, og freista, hvort ekki mundi fullt eins hægt, ef út í það fer, að fá alþýðu til að trúa á eiginhagsmuna hvatir hjá honum í sumum »landsvelferðar«- kappsmálum hans. Dominion-línan. Konungleg: brezk póstgufuskip. Þessi lína fiytur fólk frá Islandi til allra staða í Canada og Bandaríkjunum, sem járnbrautir liggja að, fyrir lægsta verð. Gufuskip þessarar línu fara frá Liverpool til Quebec og Montreal og ýmsra staða í Bandaríkjunum einu sinni í hverri viku, þau eru meðal hinna stærstu, sterkustu og hraðskreiðustu í heimi og eru orð- in heimsfræg fyrir þægilegan og góðan útbúnað. Þau eru hin lang hraðskreið- ustu, sem fara milli Englands og Canada. Þeir sem taka sjer far með Doxninion- linunni frá íslandi mega eiga það víst, að það verður farið betur með þá á leið- inni en áður hefir átt sjer stað með vest- urfara. Þegar ekki fara mjög fáir, hafa þeir góðan túlk alla leið frá íslandi til Ameríku, nægilegt og gott fæði á skip- um línunnar og þann tima sem þeir kunna að dvelja í Englandi, læknishjálp og meðöl ókeypis; og auk þess hafa þeir á skipum línunnar nauðsynleg borðáhöld Ókeypis, —sem engin önnur lína veitir sínum vesturförum— og undirdýnu og kodda geta þeir fengið keypt fyrir að eins 1,35 aura, —á því hafa vesturfarar aldrei átt kost áður— og á þeirn skipum, sem eru útbúin með »canvas-rúm«, fríast farþegjar við þann kostnað. Þeir sem fiytja með Dominion-línunni eru ekki látnir ganga langt af skipi eða á skip. Þeir sem flytja með Dominion-linunni og borga fargjöld sín með dollurum fá fyrir þá fullt verð, 3,75 aura, það hafa vesturfarar mjer vitanlega ekki fengið áður. Dominion-línan sendir vehítbúið skip til íslands á næsta sumri eingöngu til að sækja vesturfara, ef svo margir biðja mig eða. agenta mína um far með línunni, að slíku verði viðkomið, og gjöra það í tíma, og verða þeir þá fluttir viðstöðulaust frá íslandi til Liverpool og fríast þannig við það ónæði, sem þeir ávallt að undanförnu hafa orðið fyrir með því að skipta um skip og vagna í Skotlandi. Dominion-línan hefir verið viðurkennd af Canadastjórn 'fyrir sjerstaklega góða meðferð á vesturförum, og nú hefir stjórnin lagt fyrir umboðsmann sinn, herra B. L. Baldwinsson, sem dvelur á ís- landi í vetur, að fylgja vesturförum Dom- inion-linunnar á næsta sumri, og væri því heppilegt fyrir sem flesta, er flytja vestur á næsta sumri, að verða honum sam- ferða, sem af öllum vesturförum er mjög vel látinn og nú er allra íslendinga kunn- ugastur þeim ferðum. Herra Sigurður Christopherson úr Argyle, umboðsmað- ur Manitóbastjórnarinnar, sem líka dvelur á Islandi í vetur, verður einnig túlkur og umsjónarmaður með einhverju af því fólki, sem flytur með Dominion-linunni næsta sumar. Hann hefur fengið marga beztu menn í Manitoba til að vera sjer hjálplega með að útvega því fólki, sem með honum kemur vestur, sjerstaklega góðar vistir og vinnu. Líka býst jeg við að fara sjálfur vestur á næsta sumri. Gætið að því, þjer vesturfarar, að engin önnur lína en Dominion-linan býður ykkur jafngóða leiðsögu vestur og þá, er þjer fáið hjá þeim herrum Baldwin og Sigurði. Þeir eru lika aðalumboðsmenn Canada-" og Manitobpstjórnarinnar fyrir vestan, til að leiðbeina íslendingum þegar þangað kemur, og eru þar manna kunn- ugastir. Það er því öllum betur borgið sem með þeim fará. Jeg vil biðja alla þá, sem hafa í hyggju að fara vestur á næsta sumri og ætla að taka sjer far með Dominion-linunni, að láta mig eða agenta mína vita það sem allra fyrst. Þeir sem vilja fá áreiðanlegar og sannar upplýsingar viðvíkjundi ferðinni vestur, og því, hvað þeim er hentugast að flytja með sjer, og hvað þeir þurfa að brúka á leiðinni o. fl., geta fengið þær hjá áðurnefndum herrum,' Baldwin og Sigurði, og ui.dirskrifuðum. Vopnnfiröi 20. janúar 1893. Sveinn Bi'ynjólfsson útflutningsstjóri. Hinn 10. juní 1893. »ULLER«, gufuskip hprra 0. Wathnes, eða annað nœgilega stórt gufuskip, er tek- ið getur 3—400 manns, fer þann 10. júní næstkomandi frá Reykjavik til Seyðisfjarð- ar, og kemur við í Keflavík og Vest- mannaeyjum og tekur þar farþega til Aust- fjarða. Fargjald fyrir sjómenn og verkamenn, karla og konur 15 kr. hvern. Dragist koma skipsins fram yfir 10- júní borgar herra 0. Wathne öllum þeim fæðis- peninga, sem hafa ráðið sig skriflega til f'erðar með skipi hans. Fleiri hlunnindi fylgja, sem áskrifendum verður síðar tilkynnt. Þjer, sem ætlið til Austfjarða, sinnið þessu, og skrifið mjer nöfn yðar og heimili, með farbeiðninni. P. t. Rvik ’/e 1193. Oddur V. Gislason. Til Vesturfara! Eins og jeg auglýsti í ísafold 12. f. m., verða Vesturfarar teknir með dönsku gufuskipunum (póstskipunum) í júnímún- uöi, og verða allir að vera komnir í tæka tíð á viðkomustaði þeirra. Reykjavik, 2. maí 1893. Fyrir hönd Allan-línunnar __________Sigf. Eymundsson._____________ 2 fjögramannaför, með árum og segL um, fást til kaups við J. P. T. Brydes verzlun í Reykjavík.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.