Ísafold - 20.05.1893, Blaðsíða 4
Tuskur úr ull. Tuskur úr hvítu ljerepti.
Hrosshár. Gamall kaðall. Gamall segl-
dúkur. Kopar. Eir. Látún. Zink. Bly.
Gamalt járn. Hvalskíði. Álptafjaðrir.
Álptarhamir. Kattarskinn. Folaldaskinn
og iambskinn eru keypt í
3. Aðalstræti 3.
Með »Laura« fekk jeg meðal annars:
Whisky skotsk strong . . . kr. 2.00 fl*
Vermouth di Torrino .... — 2.65 —
Cognac pá Jagtfiasker ... — 1.95 —
Bröndum: Brændevin . . . . — 1.10 —
Rio Grande og Cabinet.
Steingrímur Johnsen.
Proclama.
Þar sem Sæmundur Sigurðsson, bóndi í
Þórukoti í Njarðvíkurhreppi, hefir framtselt
bú sitt til opinberrar skiptameðferðar sem
galdþrota, er hjer með skorað á þá, sem
til skulda telja í tjeðu búi, að gefa sig
fram og sanna þær fyrir skiptaráðanda
hjer i sýslu innan 6 mánaða frá síðustu
birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 13. maí 1893.
Franz Siemsen.
Uppboðsauglýsing.
Eptir beiðni Guðna bónda Guðnasonará
Keldum í Mosfellssveit verður opinbert
uppboðsþing sett og haldið samastaðar
fimmtudaginn 1. júní næstkomandi kl. 12
á hádegi, eptir leyfi sýslumannsins í Kjós-
ar- og Gullbringusýslu, og þar selt hæst-
bjóðendum það, sem hjer segir: á 20 hesta
bandreipi í góðu standi, alls konar bús-
áhöld, utanhúss og innan, allt í sæmilegu
standi. Einnig lifandi fjenaður: 2 kýr, 1
vetrungur, 1 hestur, 1 hryssa, 1 tryppi
veturgl., 15 ær, 15 gemlingar.
Skilmálar fyrir sölunni verða fyrir fram
birtir á uppboðsstaðnum, með löngum gjald-
fresti.
Mosfellshreppi 19. maí 1893.
Halldór Jónsson. Gubm: Einarsson.
NB. Kýr, hross, sauðfje og alls
konar búsálwld. verður selt í Arnarbœli í
Ölfusi á uppboði miðvikudaginn 31. þ. m.
(maímán.).
í ensku verzluninni
verða þessar vörur seldar
með niðursettu yerði
í næstu viku (23.-27. maí):
Svuntudúkur kostaði fyr 75 a., nú
67 a. alinin.
Svuntudúkur kostaði fyr 100 a., nú
90 a. alinin.
Fóðurefni kostnðu fyrr 20 a. og 38 a.
nú 17 a. og 33 a. alinin.
Bómullarstrigi, margar tegundir,
kostuðu fyr 30 a., 34 a., 35 a., 40 a.,
41 e., 50 a., 55 a., nú 27 a., 30 a.,
31 e., 36 a., 37 a., 35 a. og 40 a.
alinin.
Ofanrituð verðlæklmn gildir að
eins til 27. maí.
Brúnn reiðhestur, miðaldra, vakur, óiárn-
aður, klipptur, hvarf úr högum við Kvík 13-
eða 14 maí. Mark: biti aptan vinstra. Þeir
sem hann íinna eru beðnir að skila honum tii
Arna landfógeta Thorsteinsson.
ágætlega skenamtileg-
ur, er falur nú þegar.
} Ritsjóri vísar á.
Þingmálafundur að Ásgarði í Dala-
sýs'lu verður haldinn flmmtudaginn 22. júní
á hádegi.
Útskálum 18. maí 1893.
Jens Pálsson.
Uppboðsauglýsmg’.
Við opinbert uppboð, sem haldið verður
í leikflmishúsi barnaskólans hjer í bænum
og byrjar föstudaginn 9. júní næstk. kl.
11 f. hád., verður selt mikið og gott safn
af innlendum og útlendum bókum, er átt
hefir amtmaður E. Th. Jónassen sál. Skrá
yflr bækurnar er til sýnis hjer á skrifstof-
unni.
Söluskilmálar verða birtir áður en upp-
boðið byrjar.
Bæjarfógetinn i Reykjavík 19. maí 1893.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing.
Á uppboði, sem haldið verður hjer á skrif-
stofunni mánudaginn 29. þ. m. kl. 12 á
hád., verða slægjur í Kringlumýri, sem nú
er að mestu leyti girt, eptir ráðstöfun
bæjarstjórnarinnar, seldar á leigu yflrstand-
andi sumar.
Skilmálar verða birtir á undan uppboðinu.
Bœjarfógetinn í Reykjavík 19. maí 1892.
Halldór Daníelsson.
Hjólhestur, ágætur, er til sölu með góðu
verði. Ritstjóri visar á.
Við undirskrifaðir leyfum okkur hjer með
að tilkynaa, að öll þau hross, sem fyrir óhirð-
ingu og skeytingarleysi eru látin ganga í
slægjulöndum okkar frá 1. júním. næstk.,
verða tekin í hald upp á kostnað og ábyrgð
þess, sem á þau eða heör undir höndum.
Gert að Kollafirði þ. 12. maí 1893.
Kolb. Eyjólf'sson. Jönas Sigurðarson,
Völlum.
Einar Maynússon, Guðm Pjetursson,
SkrauthóJum. Esjubergi.
Fornyripasafnid opio hvtnn mvd. og id. ki. 11-12
LandsbaiiktuH opinn hvern virkan d. kl. llþ's-21/*
Landsbókasafnið opið hvern rúmli. d. kl. 12—2
útlán mánud., invd. og Id. kl. 2—3
Mdlþrdðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf.
hvern rúmh. dag kl. 8—9. 10—2 og 3—5
Söfnunarsjóðurinn opitin 1. virkan mánud. i
hverjun mánuði kl. 6—6.
Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr.J Jónassen
maí Hiti (á ObIsíus) Loptþ ruæl. ímillimet.) Veðurátt
á nótt j um h i fm. | «m. fn> em.
Mvd.17. 4- { + « 75U9 756.9 S h d 0 d
Fd. 18. + i 4- ^ 751.8 754.4 Sa h d 0 d
Fsd. 19. + 7 + 13 754 4 754.4 0 d 0 d
Ld. 20 + 5 754.4 0 b
Sama blíðu-veðrátta, mesta kyrrð í veðri.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
Prentamiöja ísafoldar.
50
»En í 99 málum af 100 hafa menn ekki önnur ráð
en að byggja á líkum«, mælti jeg. »Maður, sem er með
fullu viti, fremur þó ekki morð í votta viðurvist«.
»Það mun hann að líkindum ekki gjöra«, svaraði
Kotelmann stillilega. »Slíkt fer sjálfsagt fram venjulega
í kyrrþey og einslega. En við getur þó borið, að vott-
ar sje við, sem morðinginn hefir engan grun um«.
Hann gekk nú um stund þegjandi við hlið mjer.
Síðan tók hann aptur til máls: »Menn geta sjeð og
reynt ákaflega margt hjer í heimi, og sjeð framið morð
og þó ekki sjeð það«, mælti hann með sinni einkennilegu
áherzlu á orðunum. »En það hefi jeg sjeð«.
Hvað þá! Hefir þú sjeð framið morð?« mælti jeg forviða.
Kotelmann kinkaði kolli.
»Segðu mjer frá því«, mælti jeg. »Náðist morðing-
inn? Hlaut hann makleg málagjöld?
»Það var kvennmaður, er morðið framdi«, svaraði
hann. »Hún náðist ekki, og hlaut því enga hegningu*.
»En þú segir þó, að þú hafir«---------tók jeg aptur
til máls; en Kotelmann greip fram í og mælti: »Eg hefi
ekkert sagt. Frásögn min hefði orðið sannanalaus, og
því öldungis þýðingarlaus. Það var í fám orðum sagt
•dæmalaust atvik; það var fimlega og kænlega upp-
hugsaður glæpur, Jeg ætti helzt ekki að segja þjer frá
því, hvernig hann var framinn*.
51
Nú fór jeg að verða forvitinn.
Hann sagði þá frá þessum atburði, »Fyrir 4 árum
var jeg á sumarleyfisferðalagi. Kom jeg þá tii baðvist-
arstaðarins B. í Weimar. Mjer geðjaðist mjög vel að
þessum afskekkta, litla bæ, og ljct þar því fyrirberast
um hríð.
í húsi því, er jeg fekk mjer bústað, höfðu auk min
nokkrir aðrir baðvistargestir fengið herbergi til íbúðar,
og fór fjarri því, að mjer þætti ncitt að því. Meðal ann-
ara kynntist jeg þar hjónum, er voru þar með dóttur
sinni. Raunar var hún ekki dóttir konunnar, heldur
dóttir bóndans og fyrri konu hans. Maðurinn var rosk-
inn, en þessi seinni kona hans var ung. Hin unga stúlka,
dóttirin, var há og grönn og snotur vexti, um tvítugt, en
því miður var hún blind. Fríð gat hún raunar ekki heitið,
en bauð af sjer bezta þokka.
Hin unga kona var aptur á móti mjög fríð sínum.
Hún var ljómandi fallega vaxin, með grá augu, sem fáir
mundu geta gleymt, er eitt sinn hefði í þau horft. Mjer virt-
ist hún mundi vera lítið fyrir innan þrítugt. Svo var að
sjá, sem þau hjón, ásamt hinni ungu, blindu stúlku, lifðu
við mjög góðan hag, en þó hjeldu þau sig út af fyrir
sig, og gáfu sig ekki nema sem minnst að hinum bað-
vistargestunum.
Eins og þú veizt, get jeg hrósað mjer af þvi, að