Ísafold - 12.07.1893, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni
eða tvisvar í viku. Verí) árg
(75—80 arka) 4 kr., erlendis
5 kr. ec)a l1/* doll.; borgist
fyrir mibjan júlimán. (erlend-
is fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn(skrifleg) bundin vifc
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. októ-
berm. Afgroibslustofa blaðs-
ins er i Austurstrœti 8.
XX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 12. júli 1893.
45. blað.
tíAlmanna-friðurinn”.
Það virðist eigi alllítið áhngamál fvrir
stjórninni okkar, að gæða þjóðinni með
þeirri rjettarbót, «almannafrið á helgidög-
um þjóðkirkjunnar». Hún kom með það
frumvarp 1891, upp úr þurru, án þess að
nokkurt kjördæmi landsins hefði nefnt á
nafn neina slíka rjettarbót; og þó að neðri
deild steindræpi það þá þegar við 1. um-
ræðu, og þó aö ekki heyrðist manns máli
á það minnzt eptir það, t. d. ekki á nein-
um kjörfundi í haust, svo sögur fari af
■eða xninni reki til, þá er því nú troðið
upp á þingmenn aptnr af stjórnarinnar
hendi og auðsjáanlega mikið kapp lagt, á
að fá það gert að lögum.
Hvaða biessun er þá þessarj rjettarbót
■ mtlað að færa þjóðinni í skaut?
Þá, að svipta hana hvíldardeginum að
miklu levti.
Fi'umvarpið leyfir skilmála-laust að vínna
alla helga daga frá morgni til kvölds lxjer
um bil hvaða algenga vinnu sem er hjer
á landi, svo sem alls konar heyannir, alls
konar garðyrkjustörf, alls konar sjávarút-
vegsvinnu. Verði fruinvarpið að lögum,
má alínenningur róa til flskjar t. d. um
messu-upphaf á stórhátíðum. Við slátt mega
menn standa alla sunnudaga frá morgni
til kvölds; sömuleiðis stinga upp garða,
rist.a torf, vinna að jarðabótum o. s. fiv.
Þar er ekkert haft á lagt að neinu leyti,
nema rjett að eins að ekki sje fengizt við
heyannir «rjett við kirkju meðan á guðs-
þjónustu stendur» (sjá Alþt. 1801 C- 97).
Auðvitað eru því síður bönnuð nokkur
innanbæjar- eða innanhússtörf, svo fi'am-
arlega sem þau hafa ekki svo mikin skark-
ala í för með sjer, að þau hljóta að raska
«friði helgidagsins», eða að þau fai'a fram á
iþeim stað og með þeim hætti, að slíkt
hlýtur að verða afleiðingin; það eru einu
takmörkin, og gilda einnig um utanbæjar-
störf. Takmörk þessi gilda þó eigi leng-
ur en til miðaptans; úr því er alveg rúm-
heilagt, nema fyrri dag stórhátíðanna,
skírdag og föstudaginn langa.
Helgidagarnir eru með öðrurn orðum
gerðir að virkum dögum að því er snertir
sjálfsagt 9/10 allrar þeirrar algengrar vinnu,
sem unnin er í landinu.
Hitt og þetta, sem eigi getur talizt með
algengri vinnu, er bannað, «nema brýna
nauðsyn beri til», svo sem málarekstur og
, dómsstörf, uppboðsþing, sveita- eða bæjar-
stjórnarfundir m. fl. Sömuleiðis erumark-
aðir bannaðir og eins almenn verzlun,
(nema Ivfsalar mega verzla með livað sem
er á helgum dögum), og veizlur, samdrykkj-
ur og hávaðasamir fundir bannaðir á al-
mennurn veitingastöðum; en aö öðru leyti
eru áfengisveitingar fullfrjálsar á slíkum
stöðum alla helga daga.
Fýsi einhvern að óhlýðnast því litlu, sem
bannað er í lögunum: halda, nxaikað á
sunnudegi, hafa sölubúð opna t. d. allan
páskadaginn eða allan hvítasunnudag o. s.
frv., halda veizlu á almennum veitinga-
stáð eða samdrykkju þar frá morgni til
kvöids, þá þarf eptir lögunum ekki að
gera honum neitt f'yrir það; því «virðist» lög-
reglustjóra brotið sprottið af «afsakanleg-
um misskilningi*, skal hann að eins gefa
þeim áminning, er brotið hefir. Veitinga-
mann má þó svipta veitingaleyfi, hafihann
brotið opt. (Þetta, «opt» verður skilið á ýmsan
hátt, af sumum dómurum sama sem 3—4
sinnum, surnurn 10 sinnum o. s. frv. Yflr
höfuð er það einkenni á frumvarpi þessu,
hvað mikið er þar af óákveðnum orðatil-
tækjum, sem jafnan þykir mikill ókostur
á lögum).
Það er heldur en eigi framfaravænleg
rjettarbót, þetta!
Meðal helztu þjóða heimsins bex’jast menn
af kappi fyrir að fá styttan vinnutímann og
þar með sjerstaklega hlynnt að því, að vinn-
andi fólk f'ái að njóta hvíldar sjöunda dag
vikunnar. Hjer á í þess stað að afnema
hvíldardaginn hjer um bil.
Aðrar merkar þjóðir hepta með lögum
smátt og smátt áfengisiðnina eptir því sem
hægt er, reyna að minnka sem mest freist-
inguna og tækif'ærið til hinnar skaðsam-
legu áfengisnautnar, meðal annars með
því, að hafa drykkjustofur lokaðar á helg-
um dögurn, sem lögleitt heflr verið í ýms-
um löndum hin siðari árin, og væri komið
í ]ög mikiu víðar, ef þeir, sem fyrir lögum
og landsstjórn eiga að ráða, ættu eigi við
jafnmikla mótspyrnu að stríða bæði af
almennings liálfu og samvizkulausra auð-
kýfinga, er hafa drykk.jusiðaflónskuna og
áfengishjátrúna fyrir stórkostlega fjeþúfu.
Hjer h'öfum vjer haft áfengisveitingabann
á helgidögum í lögum nær 40 ár; en nú
vill landsins föðurlega forsjón — lands-
stjórnin — nema það úr lögum, að lands-
lýðnum forspurðum eða án þess að nokk-
urt kjördæmi landsins hafi látið í ljósi
neina ósk um það, jafnvel eigi veitinga-
mennirnir sjálfir!
Hin mikla bindindishi'eiflng, sem nú
gengur yflr meiri hluta hins menntaða
heims, á vitanlega raisjöfnum vinsæidum
að fagna hjá stói'höfðingjum og landsstjórn-
endum. En eins dæmi mun það, að nokk-
ur óháð stjórn beri beinlínis upp á þingi
nýmæli til eflingar drykkjuskap, nýmæli,
sem er kylfuhögg framan í andlit þeim, er
berjast gegn einhverju hinu mesta meini
mannkynsins, drykkjuskaparófögnuðinum.
Frumvarpið er í stuttu rnáli allt saman
»ill danska«. Það hefði engum manni
dottið í hug að fara að lögleiða hjer aðra
eins í'jettarbót(I), ef Danir hef'ði eigi aflað
sjer slíkrar, fyi'ir skemmstu að nokkru leyti.
Það væri heimska að bera á móti þvi,
að vjer höfum opt bætt lög vor til muna
með því að taka upp rjettarbætur eptir
Dönum. En að elta hvað eina, sem þeir
flnna upp á, bæði illt og gott, bæði vel
við eigandi hjer og ilia við eigandi, það
er aumleg fásinna. Og það er ekki góðs
viti fyi'ir al-innlenda stjórn, — ef mark
væri á því takandi —, að annað eins ný-
mæli og þetta skuli vera hjeðan upp runn-
ið, en ekki frá K.hafnarstjórninni; en það
má sjá á ástæðunum fyrir stjórnarfrum-
varpinu 1891, og er að öði'u leyti alkunn-
ugt.
Casabianca.
Þýtt úr enskn.
Kvæði þetta er ort eptir alkunnri sögn nm 13 ára
gamlan svein, er hjet Casabianca. Kvæðið og sagan
mun vera til á mörgum málum. Faðir hans rjeð fýrir
herskipi. í bardaga einum hafði kviknað i skipinn og
allir flúib af þvi. nema þessi eini drengur; hann beið
skipnnar föður sins, að hann mætti fara. En er eld-
urinn læsti sig í púöurklefann i skipinu, þá fórst skipið
í einni svipan og drengurinn rneö því. Kvæðið sýnir
eitt hið fegursta dæmi barnslegrar hlýðni.
Hann stób á þiljum eptir einn
En óðum skipib brann
Og loginn geislum vörmum varp
Á valinn kringum hann.
Sem gæti hann slökt hib bjarta bál
Svo beib hann hugstór þar,
Og kappa ættar yfirlit
Að öllu sveinninn bar.
Og fleyið brann — hinn fríði sveinn
Beið föður orlofs kyr,
En — hann var látinn, heyrði ei,
Er hrópað var sem fyr.
»Seg, ef jeg het' af hendi innt
Mitt hlutverk. fabir minn!«
Hann hugði hann stæði uppi enn,
Ab annast drenginn sinn.